Vísir - 07.05.1965, Side 8

Vísir - 07.05.1965, Side 8
8 V í r máí 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIK Ritstjóri- Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó Thorarensen Ritstjórnarskrifstotur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði í lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Visis - Edda h.f Mikið framfaraspor það hefur verið ánægjulegt að sjá hve vel stjórnar- andstaðan hefur brugðizt við frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um stórvirkjun við Búrfell. Málsvarar henn- ar á þingi fagna því að nú stendur fyrir dyrum að gera stærsta átakið, sem nokkru sinni hefur verið gert í raforkumálum þjóðarinnar. Hefur viðreisnar- stjómin komið fram enn einu stórmálinu til hags- bóta fyrir þjóðina alla. Vomur éru aftur á móti á stjórnarandstöðunni í stóriðjumálinu. Telja málsvar- ar hennar litla ástæðu til þess að selja raforku til alúmínbræðslu. Getum við virkjað einir við Búrfell. Það er bæði satt og rétt. Vitanlega gætum við byggt 70 þús. kw.stöð þar, og sú virkjun er ekki óhag- stæðari fjárhagslega ef litið er yfir 15 ára tímabil en 100 þús. kw.stöð í alúmínbræðslusamvinnu. En það er alls ekki mergur málsins. Hann er sá, að það er bæði ráðlegt og æskilegt að koma upp í landinu nýjum iðngreinum, gera grundvöll atvinnulífsins fjölþættari og flytja nýja reynslu og tæknikunnáttu inn í landið. Það allt mun fylgja í kjölfar stóriðj- unnar, alúmínbræðslunnar í þessu tilfelli. Hér er því um að ræða að taka afstöðu til stórþáttar í atvinnu- lífi þjóðarinnar, en ekki það hvort við getum sjálfir virkjað við Búrfell eða ekki. Aðvaranir dr. Finns ' i frumvarpið um minkarækt á íslandi hefur nú verið samþykkt í neðri deild Alþingis og er komið til efri deildar. Á því virðist ekki vafi leika, að hér geti verið um allábætavænlegt fyrirtæki að ræða, en til þess bendir reynsla nágrannaþjóðanna ótvírætt. Hins vegar hafa sumir verið uggandi um það, að ef minkarækt væri aftur hafin hér á landi muni villi- minkum fjölga í landinu með þeim spjöllum á nátt- úrulífi, sem því eru samfara. í þann streng tekur mjög sterklega dr. Finnur Guðmundsson, yfirmaður náttúrugripasafnsins, en álits hans var leitað af land- búnaðarnefnd neðri deildar. Dr. Finnur ræðir um nauðsyn þess að viðhafa ítrustu varkárni um inn- flutning loðdýra og segir: „Afleiðingamar af því geta orðið miklu geigvænlegri en nokkurn órar fyrir“. Vísir hefur áður lýst þeirri skoðun sinni, að æsKilegt væri að hér gæti hafizt minkarækt á nýjan leik. En orð og aðvaranir dr. Finns verða ekki virt að vettugi, þegar tekið er tillit til þess, hver er staða hans og þekking á málavöxtum. Því sýnist ráðlegt að kanna þetta mál allt betur, ekki sízt með tilliti til verndar náttúru landsins. Að ósekju mætti dragast að lögfesta heimild til minkaræktar fram á haustið, svo tóm gefist til slíkrar athugunar og álitsgerða fleiri aðila i þessu efni. 200 síldarskip íengu eins mikið og eitt fær nú r — Ut er komðn bók um fðskileiturtæki og notkun þeirru Sjómenn þeir, sem eru komn ir nokkuð við aldur, hafa getað fylgzt með slíkri byltingu í síld veiðum og almennt veiði með nót, að það mun vera með eins dæmum. Þeir sem eru komnir yfir fimmtugt, muna þá tíð að þeir reru nótinni út, snurpuðu með handafli og drógu þá auð- vitað einnig nótina inn á sama hátt. Þeir reyndu ekki að kasta, nema í blíðskaparveðri og þá ósjaldan nema síldin væði, en einstaka sinnum köstuðu þeir umhverfis múkkager, en múkk- inn getur i sumum tilfellum gefið til kynna, að síld sé und- ir, þar sem hann hópast saman. Skipsjórar þeir, sem unnu við þessi kjör urðu oft furðu glögg- skyggnir á það, hvar síld væri að vænta og gátu jafnvel mark að það á litbrigðum á sjónum. Þrátt fyrir mikla hæfileika og geysilega vinnu, aflaði flotinn allur, um 200 skip, oft ekki meira, en eitt gott aflaskip aflar nú á einni vertíð. Seinna komu dýptarmælar og var oft hægt að sjá á þeim síldarlóðingar og þannig hægt að gera sér grein fyrir hvar síldar væri að vænta, og jafn- framt hægt aðrútiloka^'þarU'' ,svæði þar, sem engar,„lóðingar; fundust. Jafnframt þessu komu vélar í báta þá, sem nótin var höfð í og þurfti ekki að róa út nótinni né snurpa með hönd unum (að snurpa er það kallað þegar nótin er dregin saman að neðan og síldin eða aðrar fisk tegundir lokaðar inni í nótinni). Við þessar framfarir jókst árangurinn af veiðinni m. a. vegna þess að fljótlegra var að kasta og ganga frá kasti og þessvegna hægt að kasta oft ar. Örust hefur tækniþróunin þó orðið undanfarin áratug. Á þeim árum hafa komið fram tvö tæki, sem hafa valdið gjör- byltingu í veiðitækni. Þetta éru kraftblökkin og fiskritinn (ný yrði próf. Halldórs Halldórsson ar yfir asdik-eða sonartæki). Flestir hallast að því að fisk- ritinn sé það tæki, sem mestu hafi valdið um hina gífurlegu aflaaukriingu síldarskipanna undanfarin ár. íslenzkir skipstjórar urðu hin ir fyrstu í heimi til að tileinka sér hina nýju möguleika, sem sköpuðust vegna . fiskritans, bæði sem leitartæki og veiði- tæki, þ. e. að notast við það meðan þeir köstuðu í stað þess að notast við einkenni á hafflet inúm, eins og múkkager, stökkvandi síld eða litbrigði á sjónum. Þetta varð engan veginn áreynslulaust í byrjun. Sumir skipstjóranna höfðu enga trú á( að þetta yrði nokkurn tíma nema aukatæki við veiðarnar. en aðrir höfðu á því tröllatrú og neituðu að gefast upp við byrjunarörðugleika. Það gengu um bað tröllasögur, eflaust að nokkru leyti sannar, að þessir skipstjórar væru að ganga fram af áhöfn sinni með stöðugum æfingum og tilraunum með fisk ritann og var jafnvel svo kom ið, að áhafnir, sem höfðu lengi haldið tryggð við fengsælustu skipstjórana, hugðust ganga af skipi, þar sem þeir álitu þessa skipstjóra varla lengur með öll um mjalla. Það kom þó á daginn, að skipstjórar þeir sem á þennan hátt Iærðu af reynslunni, urðu aflahæstir og hafa verið það Eggert Gíslason skipstj. varð einna fyrstur til að komast á lagið meðað nota kraftblökkina. síði'.n. Þeir sem komu ‘‘á eftir þurftu ekki að gangast undir sömu erfiðleikana, sumpart vegna jákvæðari afstöðu skips hafnanna og einnig gátu frum- herjanir gefið þeim hugmyndir um nokkur undirstöðuatriði. Það eru til margar sögusagn ir um það á hvern hátt hinir ýmsu yngri skipstjórar hafa komizt upp á lagið að nota fisk ritarann, en sumir þeirra hafa aldrei komizt upp á lagið með það, enda talið mjög vanda- samt og hefur frændum okkar Norðmönnum ekki tekizt það almennilega ennþá. Ein saga er til um ungan skipstjóra, sem síðastliðið sum ar varð einn aflahæsti skipstjór inn á síldarmiðunum. Hann gerði samning við áhöfnina, að áður en haldið yrði á síldar- miðinn, fengi hann. að æfa sig í eina viku við að nota fisk- ritarann og kastaði hann um hverfis vírkörfu, sem haldið var uppi af flotholti. Gat hann haft vírkörfu þessa á mismun- andi dýpi eftir vild, og fékk hann á þann hátt hina ákjósan legustu æfingu í því að reikna út hvaða áhrif dýpt hefði á útreikninga hans, en einmitt á því er talið að flestir skipstjór- ar flaski, að taka ekki dýptina nægjanlega vel með í reikning inn. Auðvitað eru mörg önnur atriði, sem verður að taka tillit til eins og t. d. straumur, vind ur, hvert síldin veður, hversu hratt og hversu stygg hún sé. 'Nýlega kom út á vegum Fiski félags Islands bók, sem nefnist Fiskileitartæki og notkun þeirra. Um útgáfuna sá Jakob- Jakobss'on fisklfræðinguV. Bók- in skiptist í 7 kafla aúk inn- gangs og eftirmála. Höfuðkafl- arnir heita, Um hljóðfræði, Um eðlisfræði sjávarins, Um bygg- ingu fiskrita, Dýptarmælar, Flokkun endurvarpa, Leitarað ferðir og Fiskritun í notkun. Bók þessi á eflaust eftir að flýta fyrir að margir skipstjórn Frh. á bls. 6. Haraldur Ágústsson skipstj. sannaði fyrstur manna hér notagildi kraftblakkarinnar. 'A'-OFIBI

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.