Vísir - 08.05.1965, Side 1
VÍSIR
Vísmhmeamimr afArlis
til Keflavíkur eftir viku
ísbrjóturinn Edisto er nú kom-
inn eins nærri Arlis II og álitið er
mögulegt, þvl ísinn við jakann er
mun þéttari en búizt var við. Er
skipið nú í nokkurra rnílna fjar-
lægð frá jakanum og 25 mílur inn-
an isbrúnarinnar og hefur sú leið
verið torsótt.
1 gær var byrjað að flytja tækin
af jakanum. Helikopterflugvél ann-
ast þetta verk og flýgur stanzlaust
Framh i bls. 6
Gunnar Thoroddsen
STÓRHUCA HUMKVÆMDAÁÆTL-
ur lána, og stendur Fiskveiðasjóð
ur undir þessum greiðslum. Til
dráttarbrauta og skipasmíðastöðva
verða lánaðar 15 m. kr. á þessu ári,
og er þá gert ráð fyrir, að hafizt
geti smíði þriggja nýrra dráttar-
brauta. 55 m. kr. fara til iðnlána
og 120 m. kr.' til stofnlána land-
búnaðarins. Til ferðamála verða
lánaðar 10 m. kr. Útlán Húsnæðis
málastjórnar munu nema 248 m.
kr. á árinu og er þar af þegar búið
að úthluta 78 m. kr. í sumar verður
veitt 65 m. kr. og svo verða veitt
lán út á 750 íbúðir í haust alls 105
millj. kr. Heildarútlán út á íbúðir
verða 268 m. kr. á árinu. Þá verður
Framh. á bls. 6
UN KlKISSTJÚRNARINNAR
Fjárfestingin verður 5 milljarðar króna á þessu ári
Senn von á
nýju kvöldsölu
fyrirkomulagi
Innan skamms munu þær breyt-
ingar verða á lokunartíma mat-
vöruverzlana, að 17 matvöruverzl-
anir verða opnar til klukkan níu á
hverju kvöldi, en skemur um
helgar. Matvörubúðir í hinum ýmsu
hverfum bæjarins munu skipta
með sér störfum, þannig að ávallt
verði a.m.k. ein verzlun opin í
hverju hverfi. Jafnframt verða aftur
kölluð bráðabirgðaleyfi um kvöld-
sölu frá og með 1. júlí.
Þetta var samþykkt á borgar-
stjórnarfundi s.l. fimmtudag, og
ennfremur að skipa nefnd til að
hefja könnun á gildandi reglum
um afgreiðslutíma verzlana. I þeirri
nefnd eiga sæti fulltrúar frá Kaup-
mannasamtökunum og KRON,
Verzlunarmannafélaginu, Neyt-
endasamtökunum og borgarstjórn.
Tillögur Guðjóns Sigurðssonar
um nætursölu á benzíni munu fara
fyrir þessa nefnd, en henni er gert
að skila áliti fyrir 1. des. n.k.
Nánar verður skýrt frá síðar,
hvenær breytingin á afgreiðslu-
tíma matvöruverzlana gengur í
gildi, og ennfremur birtur listi yfir
þær verzlanir er opið hafa.
í gærkvöldi flutti Gunnar Thor-
oddsen Alþingi skýrslu rlkisstjórn
arinnar um framkvæmda og fjár-
öflunaráætlun rikisins fyrir árið
1965. í skýrslunni er ítarlega gerð
grein fyrir því hver verði fjáröflun
og framlög rfkisins til mikilvægra
þátta þjóðarbúskaparins á þessu ári
Fram kemur að áætlunin nær yfir
þriðjung af heildarfjárfestingu
landsmanna. Þá kemur og fram að
fjárfestingin á undanförnum ár-
um hefur farið sífellt vaxandi, en
það sýnir vöxtinn og gróskuna f
efnahagsiífinu á þessu tfmabili.
Árið 1963 jókst hlutfall fjárfesting
arinnar í verðmætaráðstöfun þjóð
arbúsins um 29%, sem er hærri
tala en með flestum öðrum þjóð-
um. I fyrra var þessi tala þó enn
hærri eða 31%. Framkvæmdaáætl-
un var í fyrsta sinn samin af nú-
verandi rikisstjórn fyrir tveimur
árum. Var hún þá mikilvægt nýtt
hagstjómartæki í fslenzkum efna-
hagsmálum. Þetta er önnur fram-
kvæmdaáætlunin sem samin er.
Augljóst er hver hagur er að því
að gera slfkar áætlanir fram f
timann um skiptingu opinbers fjár
milli mikilvægustu framkvæmd-
anna.
Hér fer á eftir stuttur útdráttur
úr síðari hluta áætlunarinnar, en
þar er fjallað um væntanlegar fram
kvæmdir á þessu ári.
5 MILLJARÐA FJÁRFESTING.
Samkvæmt þjóðhagsáætlun Efna
hagsstofnunarinnar fyrir árið 1965
má áætla alla fjárfestingu ársins
um fimm milljarða króna og nær
framkvæmdaáætlun rfkisstjörnar-
innar til um það bil þriðjungs þess-
arar upphæðar, eða um 1722 millj.
króna. Upp í þetta eru til ráðstöf-
unar 1250 milljónir króna eigið fé
og framlög hins opinbera, tryggt
lánsfé nemur um 92 milljónum
króna, en 380 milljónir króna þarf
að útvega með sérstakri fjáröflún.
Skiptist þessi fjáröflun þannig: 40
m. kr. ónotað fé, sem aflað var
vegna áætlunarinnar 1964 75 m.
kr. innlent ríkislán 75 m. kr. inn-
lend bankalán 20 m. kr. mótvirðis-
fé, 60 m. kr. PL-480 framlag, og
110 m. kr. aðrar lántökur, að veru
legu leyti erlendis frá.
248 millj. í húsnæðismál.
Til fiskiðnaðar verða lánaðar 96
m. kr. og eingöngu af fé viðkom-
'andi lánastofnaná, til fiskveiða 80
m. kr. að viðbættum 98 m. kr., sem
eru þegar umsamdar endurgreiðsl-
Frá fimmta landsþingi
Landssambands íslenzkra
verzlunarmanna.
HÖFUÐ VERKEFNID AD SKIPU-
LEGGJA FRAMTÍÐARSTARFIÐ
Þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna sett ■ gær
í gær var sett á Selfossi í
Selfossbíó 5. þing Landssam-
bands íslenzkra verzlunar-
manna.
Mættir voru flestir hinna 60
fulltrúa frá 20 félögum víðsveg-
ar að af landinu. Þingið setti
Sverrir Hermannsson formaður
L.Í.V. Hann stakk upp á að
Magnús L. Sveinsson varafor-
maður Verzlunarfélags Reykja-
víkur yrði valinn forseti þings-
ins, varaforseti yrði Óskar Jóns-
son formaður Verzlunarfélags
Árnessýslu, en ritarar yrðú þeir
Hannes Þ. Sigurðsson og Svanur
Kristjánsson og voru tillögurnar
samþykktar samhljóða.
Sverrir las upp skýrslu stjórn
arinnar. Hann minntist 1 fyrstu
á, hver höfuðverkefni þingsins
væru, en þau væru í meginatrið-
um tvíþætt: „í fyrsta lagi ber
okkur að líta yfir farinn veg og
grandskoða starfsemi okkar og
viðfangsefni á liðnum árum,
meta og vega það sem vel hefur
Frh. á bls. 6.