Vísir - 08.05.1965, Síða 5

Vísir - 08.05.1965, Síða 5
VÍSIR . Laugardagur 8. maí 1965. 5 utlönd i •morgun utlö'nd 1 morgun utlönd í raorgún ■: utlond v,2.' mor „ÞOLINMÆÐI VOR Á ERLENDAR FRETTIR I STUTTU MÁLI SER ENC TAKMORK" lohnson forsefi undirritor 700 milljón dolloro lögin í : ir undirritaði Johnson for- se í li>-;in um 700 milljóna dollara auk lijárveitingu vegna átakanna í Vietnam, en öldungadeildin hafði afgreitt frumvarpið með svo mikl- um meiríhluta atkvæða, að það jafngildir traustsyfirlýsingu á stefnu Johnsons, að sögn stjórn- málafréttarítara í Washington. „Vér ætlum ekki að bíða ósigur í Vietnam og heldur ekki að láta andstæðingana þreyta oss,“ sagði hann, er hann undirritaði lögin við sérlega athöfn — aðeins þremur dögum eftir, að hann fór fram á aukafjárveitinguna. Forsetinn kvað Bandaríkjastjórn bíða svars frá kommúnistum varð- andi tilboð Bandaríkjastjórnar um samkomulagsumleitanir án bind- andi fyrirfram skilyrða, en ekkert hafi enn heyrzt frá þeim. Hann lagði sérstaka áherzlu á, að ekki mætti lfta á það sem veikleika- merki hjá Bandaríkjamönnum, að þeir byðu upp á slíkar samkomu- lagsumleitanir. „Vér munum hætta áfram styrjöldinni meðan hætta stafar af yfirráða og ofbeldisstefnu Kommúnista, og þolinmæði vor á sér engin takmörk. Vér ætlum að halda öll okkar loforð við Suður- Vietnam og veita allan þann stuðn- ing, sem á okkar valdi er að veita. Vér munum láta hinum ungu mönnum sem berjast í té það sem til þess þarf að geta gegnt hlut- verki sínu“. Hann kvað fénu mundu verða varið til þess að leggja hernum til vopn, skotfæri, flugvélar og þyrlur 'til notkunar í Vietnamstyrjöldinni. ► Málgagn stjórnarinnar i Hanoi í Norður-Vietnam segir Patrick Gordon Walker, fyrrver andi utanríkisráðherra Bret- Iands hafa gersamlega mistek- izt erindisreksturinn í ferðinni til Suðaustur-Asíu, þ.e. að koma á samkomulagi um ráðstefnur um Cambodia og Laos, menn hafi hvarvetna séð hver tilgang urinn var, að koma af stað við ræðum um Vietnam, án þess að sinnt yrði kröfunni um að Bandaríkin færu fyrst frá Viet nam með allan herafla sinn. ► Talsmaður í Pakistan segir 350 Indverja hafa fallið í bardög um í Rann Kutch, en mannfall Pakistana aðeins 20. — Shastri hefir hótað hernaðaraðgerðum annars staðar, ef „Pakistanar haldi áfram árásum“. ► Wilson hefur stungið upp á, að venjulegur ráðherrafundur Fríverzlunarbandalagsins sem haldinn verður í Vínarborg í næsta mánuði verði „toppfund- ur“ þ.e. forsætisráðherrar EFTA landanna sitji hann — og verði höfuðmál að greiða fyrir auknu samstarfi milli þess og sammark aðslandanna (EBE). ► Brezka útvarpið skýrði frá því, að brezkur maður, Brooke að nafni hafi verið handtekinn í Moskvu „og borinn sökum“, en ekki sé vitað hverjum sökum hann sé borinn. Brezka stjórn- in kynnir sér málið. Maðurinn var handtekinn í heimsókn á sovézku heimili og skýrði kona hans brezka sendiráðinu frá því sem gerzt hafði. i i I FRÁ UMRÆDUM UM ALÚMÍN-SKÍRSL í gær kom skýrsla ríkisstjórnar- innar um alumínverksmiðju til um ræðu £ sameinuðu þingi. Iðnaðar- málaráðherra Jóhann Hafstein, lagði skýrsluna fram og eru hér birtir kaflar úr ræðu hans. Er hann hafði skýrt nokkuð frá umræðum þeim, sem fram hafa far ið mælti hann á þessa leið: I janúarmánuði tók ég upp við- ræður við þingflokkana, stjórnar- andstöðuna um þátttöku í þing- mannanefnd, til þess að undirbúa þetta mál fyrir þingið. M stóðu sakir þannig, að Framsóknarflokk urinn hafði gert um það ályktun í þingflokki sínum, að hann vildi athuga, hvort hægt væri að koma j á með sómasamlegum kjörum eða í góðum kjörum fyrir okkur að hið j erlenda fyrirtæki reisti hér alum-! iniumverksmiðju og fengi keypta ; til hennar raforku frá fyrirhugaðri j stórvirkjun í Þjórsá. Aftur á móti \ hafði ég engar yfirlýsingar fengið um þetta beint frá fulltrúum Al- þýðubandalagsins á þessum tíma ertir að þeir fengu skýrslurnar í1 hendur, en þessi ályktun Framsókn arflokksins var gerð eftir að þeir j höfðu kynnt sér málið £ skýrslum, sem fyrir lágu, en fyrirsvarsmenn , flokksins og aðalmálgögn höfðu í tekið mjög ákveðna afstöðu gegn i málinu, eins og kunnugt er. Ég skal ekki rekja þetta frekar, en það var mín skoðun þá að það mundi ekki greiða fyrir framgangi málsins eða undirbúningi undir þingið, að fulltrúar Alþýðubandalagsins mið- að við það, sem ég nú hefi sagt, tækju sæti í þessari nefnd þó að þeir óskuðu eftir þvi, og hóf hún þvf starfsemi sína til undirbúnings málinu, skipuð fulltrúum þriggja flokka, þ. e. tveggja stjórnarflokk- anna og Framsóknarfl. með tveim fulltrúum frá hverjum. Fyrsti fundur þessarar nefndar var haldinn 9. febrúar og hún hef ur haldið 10 fundi síðan. Hún hef- ur fjallað allýtarlega um ýmsar greinar þessa máls og sé ég ekki ástæðu til þess á þessu stigi máls- ins að rekja það frekar. Hins veg ar er það svo, að eftir viðræðurn- ar, sem áttu sér stað hér í Reykja vík síðast, hef ég litið svo á, að nokkur þáttaskil væru í þessu máli að það væri £ raun og veru af þeim eða mundi komast af þeim umræðu grundvelli, sem það hefur verið á fram til þessa og á það stig að freistað yrði að gera samninga við S;iss Áluminium um að byggja aluminiumverksmðju á Islandi. Ég vil árétta £ þessu sambandi, að allt það, sem gerð er grein fyrir f skýrslu þeirri, sem hér fyrir liggur, Jóhann Hafstein er algerlega óskuldbindandi fyrir hvorn aðilann sem er, en lýsir þvi, sem fram hefur komið um viðhorf aðilanna og vilja I þessu máli fram til þess tíma. Þegar á þetta stig málsins var komið eftir síðustu viðræður og að þvi marki, sem mótast í efni þess- arar skýrslu og þingmenn hafa kynnt sér og þegar þar við bætist, að Framsóknarflokkurinn hafði tjáð sig með ályktun þingflokks síns vilja gera úrslitaathugun á möguleikunum til þess að gera samninga um byggingu aluminium verksmiðju hér á landi, Aiþýðu- flokkúrinn í miðstjórnaryfirlýsingu lýsti yfir hinu sama í vetur ekki alls fyrir löngu og hliðstæð yfir- lýsing var gefin af Landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú nýverið, þá taldi ég einsætt, að miðað við þær niðurstöður, sem nú lægju fyrir væri verkefni framundan að freista þess, hvort hægt væri að ná viðunandi samningum. Það, sem framundan er, er þess vegna að gera sér grein fyrir þvi og taka upp samningaviðræður við fyrir- tækið Swiss Aluminium. Það mundi verða með þeim hætti, að reynt yrði að gera uppkast að samningi um almenna aðstöðu, rekstrar- félags hér á landi, sem yrði Is- lenzkt félag, en Swiss Aluminium ætti, eins og kemur fram I skýrsl- unni, frv. að raforkusölusamningi við væntanlega stjóm Landsvirkj unar og aðra sérsamninga sem þarf væntanlega að gera, bæði i sambandi við aðstöðu land og höfn og annað slikt og ef um þetta getur náðst samkomulag milli full trúa aðila á sumri komandi, yrðu slík samningsuppköst og samnings frv. lögð fyrir Alþingi til þess að fjalla um, samþykkja eða synja á næsta hausti. Ég taldi eðlilegt á þessu stigi málsins, að þingmenn fengju aðstöðu til þess að kynn- ast nokkuð nánar af eigin raun rekstri aluminiumverksmiðja og hafði því í huga, að þeir, sem eru i þingmannanefndinni færu í slíka kynnisferð, bæði til Noregs, þar sem Swiss Aluminium rekur aluminiumbræðslu í samvinnu við Norðmenn og þar sem Norðmenn einir reka aluminiumbræðslur, þar sem nú stendur yfir rannsókn, mód elrannsókn I sambandi við ísmynd anir í Þjórsá og einnig heimsæktu aðalstöðvar, Aluminium Swiss í Ziirich og fengju í því sambandi aðstöðu til þess að kynnast málum þar og rekstri þeirra á aluminium bræðslum í nágrenni, sem þeir hafa í Suður-Sviss Frakklandi og Italíu, en þegar máíið var komið á þetta stig, taldi ég eðlilegt að fulltrúar frá Alþýðubandalaginu væru einn- ig aðilar að slíkri athugun mála, og það hefur nú orðið samkomulag milli mín og þingflokks Alþýðu- bandalagsins að þeir tilnefni tvo menn í nefndina eins og hinir flokkarnir. Þetta mundi þýða það, að þingflokkarnir allir hefðu að stöðu til þess að fylgjast stig af stigi með samningagerð i þessu máli fram til þess, að þingið kemur saman f haust, hafa aðstöðu til þess að bera sig saman við sina þingflokka og þar af leiðandi standa betur að vígi heldur en ef slík samningauppköst, sem kann- skierubæði nokkuð flókin og mikil lægju aðeins fyrst fyrir þeim á hausti komandi . Ég fagna þvi, að umræður fara nú fram um þessa skýrslu. Þær mundu geta leitt til þess, að þing menn fᣠaðstöðu til þess að tjá sig um málið, ennfremur að koma fram athugasemdum og koma fram með leiðbeiningar, sem kynnu að vera til góðs við áfram haldandi athugun á þessu máli. Eins og ég sagði í öndverðu, ætla ég ekki að eyða tíma þingsins núna til þess að fjalla efnislega meira um málið og verð að láta nægja í því sambandi að vitna til efnis skýrslunnar, en vona að öðru leyti, að þær umræður sem hér eiga eftir að fara fram, geti orðið þessu máli til gagns og þeim, sem fjalla um það hér á eftir, bæði til leiðbeiningar og athugunar. Að lokinni ræðu iðnaðarmálaráð herra tók Lúðvík Jósefsson til máls og iagðist hatrammlega á móti öllum ráðagerðum um stór- virkjun og stóriðju og sagði m.a. að allt benti til þess að þessar ráð stafanir þ.e. bygging aluminium verksmiðiu tryggði ekki lands- mönnum ódýrara' rafmagn, vegna þess hve raforkubörfin ykist hratt. Ennfremur sagði hann að Tok:. j semdafærslan i þessu máli vasra villandi og tölum haldið fram sem j fengju ekki staðizt. Eysteinn Jónsson sagði það hafa , vedið stefnu Framsóknarflokksins. ; að yfirleitt ætti að fara þá leifS s? taka lán til framkvæmda hér ð landi, en ekki leyfa erlendum fé lögum að reka fyrirtæki, nema sér ; stakar undantekningar vrðu gerð- j ar. Það væri þvi stefna Framsókn arflokksins, að fyrst ætti að snúa sér að stórvirkjun og það strax en stóriðiuáætlanir og höfuðþætti f P(n»'.«n—Mnm <-(-■' afs endur- skoða frá rótum og athuga betur j áð,.r en út i slíkar framkvæmdir væri lagt. Margir fleiri tóku til máls og varð að fresta fundi til kvölds. Blómabúðin Gleimmérei Blómaker, garðpottar, blómapottar, gróður- ipold, fræ, laukar, afskorin blóm og potta- blóm. Opið til kl. 2 laugardag og sunnudag. GLEYMMÉREI Sundlaugavegi 12 Sími 22851 GOLFBOLTAR

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.