Vísir - 22.05.1965, Side 8

Vísir - 22.05.1965, Side 8
8 VI S í R . Laugardagur 22. maí 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR RitstjórL* Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjaid er 80 kr. á mánuði I lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.f 'mmmmmmmmm^mmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmgf Öfgarnar gegn sjónvarpinu Forystugreinar Þjóðviljans hafa um langt skeið einkum snúizt um tvö mál: stóriðjuna og sjónvarpið, og í ofanálag fjalla Austra-pistlarnir oftast um sama efni. Mennimir eru greinilega búnir að fá þetta tvennt á heilann, eins og kallað er. Að þessu sinni skal ekki rætt hér um stóriðjuna, aðeins á það minnt, að kommúnistar hafa þar engin rök borið fram á and- róðri sínum, sem gild geti talizt. Vitaskuld má deila um flesta hluti, og það er óspart gert hér á íslandi, eins og allir vita. En að dómi þeirra, sem ekki láta einhver annarleg sjónarmið ráða skrifum sínum, hlýt- ur miklu fleira að mæla með stóriðju en gegn henni. En hvað um sjónvarpið? Þar gegnir auðvitað sama máli, að um það má deila, og þá m. a. hvort rétt hafi verið að leyfa stækkun sjónvarpsstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli. Margir mætir íslending- ar lýstu sig andvíga þeirri ráðstöfun, og sumir þeirra virðast jafnvel andvígir öllu sjónvarpi, eins þótt ís- lenzkt væri. En flestir þeirra hafa lýst yfir andstöðu sinni með þeim hætti, sem siðuðum mönnum sæmir. Aðeins ritstjórar Þjóðviljans og fáeinir öfgamenn aðr- ír hafa notað málið til öfgafullra árása og svívirðinga á stjórnarvöld landsins, í von um að hafa af því póli- tískan ávinning. Sjónvarpsstöðin á flugvellinum er stundarfyrir- brigði, eða getur a. m. k. orðið það, ef íslenzkri sjón- varpsstöð verður komið upp eftir eitt eða tvö ár. En ósköp hugsa þessir menn skammt, ef þeir halda, að með lokun eða jafngildi lokunar varnarliðsstöðv- arinnar fyrir íslendingum, væri komið í veg fyrir að þeir gætu horft á erlent sjónvarp. Hin þjóðernislega hætta, sem okkur á að stafa af því að horfa á send- ingar frá þessari stöð fremur en einhverjum öðrum erlendum, er fásinna, sem tæpast er svaraverð. Andstæðingar sjónvarps verða að gera sér grein fyrir því, að tækninni á þessu sviði mun fleygja svo fram næstu árin, að við munum geta horft á sjón- varp frá ýmsum löndum heims án milligöngu nokk- urrar stöðvar hér á íslandi. Þess vegna virðist, að eina ráðið væri að beita sér fyrir algeru banni við innflutningi sjónvarpstækja! Þá eru fullyrðingar Þjóðviljans um að efni sjón- varpsins á flugvellinum sé sérstaklega ómerkilegt og skaðlegt fyrir íslenzka æsku, tóm fjarstæða. Þarna er hægt að horfa á úrvalsþætti ýmiss konar, sem jafngilda því bezta, sem sýnt er, og eru sýndir, ann- ars staðar, ágætar kvikmyndir með úrvalsleikurum og aðra skemmtikrafta, sem fengur þykir að sjá víða um heim. Auðvitað er svo léttmeti með, en ætli það sé ekki til alls staðar í sjónvarpi? Og mikið efamál er, að jafnvel það lakasta, sem þarna er sýnt, sé verra en það, sem böm og unglingar geta hindrunarlaust horft á hér í kvikmyndahúsunum eins oft ®g þau vilja. OUK VIDHORF 06 Tacqueline var listræn í sér, " mjög vlðkvæm og dálítið innhverf. Henni leið bezt í litl- um hópi fólks með sömu áhuga- málin, með fólki sem hafði á- huga á fegurð, listum, bók- menntum. Jack kunni bezt við sig f miklum mannsöfnuði og hafði ekkert á móti því að vera aðalmaðurinn sem allir tóku eftir. Jacqueline leið hins vegar illa í miklum mannfjölda, þá var alltaf eins og hún drægi sig inn í skel. Þessi ungu hjón voru ólík að mörgu ððru leyti. Jacqueline reykti mikið á þeim dögum, hverja sfgarettuna á fætur ann- arrii. Jack var alveg laus við þann löst. Hún las bækur um listir og ljóðabækur, hann las bækur um stjórnmál og sögu. Skoðanir þeirra hvernig skyldi taka á móti gestum til kvöld- verða eða kvöldboðs voru líka mjög ólíkar. Hún gat ekki hugs- að sér annað en að undirbúa það vel, hafa alla matargerð, framleiðslu og borðskreytingar sem vandaðastar og fegurstar. Honum fannst það alger óþarfi, það mætti finna eitthvað í snar- hasti handa gestunum til að snarla. Eitt sinn bauð hann t. d. 40 manns að koma i kvöldboð eða nokkurs konar „party“ heima, en lét konu sína ekki vita um það fyrr en kl. 7 um kvöldið, aðeins 2 klst. áður en fólkið kom. Starfsstúlka í húsinu segir að Jacqueline hafi orðið alveg miður sfn og hafi komið til á- reksturs milli þeirra vegna þessa atviks. Tgor Cassini segir, að þegar * Jack var heima og vildi bjóða einhverjum til þeirra, hafi Jacqueline hafið umræður um það hverjum skyldi bjóða, hvernig ætti að velja gesti sam- an og hvernig ætti að skipu- leggja kvöldið. Jack hafði lítinn áhuga á þessu og skyldi ekki á- hyggjur hennar, hvað ætli það stæði ekki á sama hverjum væri boðið, það var hægt að ákveða það tilviljanakennt og í hvelli. Og honum fannst að gestirnir gætu séð um að skemmta sér sjálfir. Enda myndu þeir hvort eð er ekki hafa áhuga á neinni annarri skemmtun en að ræða um stjórnmál. Þannig bauð Jack oft heim kunningjum sínum úr hópi stjómmálamanna. En Jacque- line gat sjaldan boðið sínum Jacqueline lærði bandaríska sögu til þess oð geta stutt eiginmann sinn í stjórnmálabaráttunni

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.