Vísir - 22.05.1965, Page 11

Vísir - 22.05.1965, Page 11
VI S IR . Laugardagur 22. maí 1965. J Á MORGUN kl. 16 hefst íslandsmótið í knattspyrnu með tveim leikjum úti á landi. Annar leikjanna er í Njarðvík, hinn á Akur- eyri. Sennilega verður það sammerkt le kjunum, að þeir ver'ða hnífjafnir og spennandi. NJARÐVÍK Keflvikingar hafa ekki vakið mikla aðdáun í vor fyrir leik sinn, enda eru meiri kröfur gerð ar til liðs þeirra þar eð þeir bera kórónu íslandsmeistaranna. Enginn vafí er þó á að Keflvík ingar eru harðir í horn að taka og eflaust eiga Skagamenn eftir að komast að því & morgun. Akurnesingar hafa einu sinni komið fyrir augu reykvískra á- horfanda og fengu góðan dóm, liðið var á tilraunastigi, en síð- an hefur Ríkharður Jónsson komið í liðið og lék stöðu fram varðar og þótti mjög uppbyggj andi og góður leikmaður. Lið- ið er án vafa sterkt. Hrakspár hafa undanfarin 5—6 ár fylgt Akranesliðinu en alltaf hefur það staðizt prófraunina. ! 11 ár hefur liðið svo til alltaf ver ið í fyrsta eða öðru sæti, — aldrei neðar en í þriðja. Glæsi- legur árangur, sem ekki verður sleginn næstu árin. Það er ekki auðvelt að spá fyrir um úrslit leiksins milli Akraness og Keflavíkur, en jafn tefli eða ein marks sigur annars hvors ekki ólíklegur. AIÍUREYRI Akureyringar hafa æft af mikl um móði og án efa munu þeir taka á öllu sem þeir eiga með heimaáhorfendur til að hvetja sig á morgun, þegar þeir leika sinn fyrsta leik í 1. deild gegn Fram eftir að þeir unnu sig aft- ur upp í deildina eftir eins árs a fjarveru. Lið Akureyrar er lítið breytt, reynslumikið lið og gott lið, þegar allt kerfið vinnur sam an, en á því vill verða misbrest ur. Fram barðist í bökkum í fyrra í 1. deild og sumir spá því að svo verði einnig nú. Ekki er ég alveg viss um að það verði. Framarar hafa oft sýnt ótrúlegt þrek á úrslitastundum og án efa munu þeir byrja þegar í fyrsta leik að safna stigunum. Lið þeirra hefur heyrzt mikið frá í sumar. Það er skarð fyrir skildi að missa Geir markvörð og Bald vin Baldvinsson, sem fór í KR, en góðir einstaklingar hafa kom ið upp í staðinn. Nú er aðeins spurningin um hvort þeim tekst að klóra sig áfram. Ég spái naumum sigri Akureyrar á heimavellinum. — jbp — Sunnudaginn 23. maí kemur hingað til lands enska 2. deildar- liðið Coventry City og mun leika þrjá leikj á Laugardalsvellinum. Á mánudag leika þéir gegn Bikar- meisturunum K.R., á miðvikudag gegn íslandsmeisturunum frá Keflavík og á föstudag gegn úrvali landsliðsnefndar. Allir léikirnir hefjast kl. 20,30. Það þykir ætíð stórviðburður hér •fo' okkar fá- breytta knáftsþyrnUheimi að fá hingað enskt atvinnúlið og er Co- ventry vafalaust nr. 2 að styrk- leika þeirra ensku liða sem heim- sótt hafa okkur, aðeins Liverpool er sterkara. Einnig hefir virzt svo á undanförnum árum, að strákarnir okkar hafi orðið skarpari í leik sínum eftir að hafa leikið við gott lið í vorheimsókn og er ekki að efa að svo verður nú. Coventry City F. C. er stofnað 1883 undir nafninu Singers F. C., en endurskipulagt undir núverandi nafni 1908. Veturinn 1935—6 unnu þeir sig upp í 2. deild og var bezti árangur þeirra fyrir stríð nr. 4 1938. Þeir féllu aftur niður í 3. deild og alveg riiður á neðsta þrep 4. deildar, en unnu sig fljótlega upp og hafa verið á uppleið síðan. Eftir að Jimmy Hill tók við fram kvæmdastjórn félagsins, en hann var áður leikmaður hjá Fulham og formaður samtaka atvinnuknatt- spymumanna og þótti atkvæða- mikill í þeirri stöðu, hefir nýtt lif færzt í knattspyrnu Coventryborg- Æfingar hjá | ar og t. d. var meðalaðsókn að 1 heimaleikjum félagsins veturinn 1963 — 4 eða árið sem þeir unnu sig upp í 2. deild 28.000 mans, sem er hátt hlutfall jafnvel miðað við 1. deildarlið. SQRQ MR j MÁRKVARÐ A N NA c^url n OÍTíTí ’ íhTT i nt?,u | nv-.í!IIvT ;6u ift-jsv ;i .. fp, tí nORfíIf|:>ir 'tít1/5ÍÖ ! •. „kf. (’*’ ».>* .,,*■' n08BÍf|5Ír '"TbÍÖ Leikur KR og Vals í fyrrakvöld var oft skemmti- legur og tvísýnn og mörg augnablik í ieiknum voru hrollvekjandi, bæði fyrir liðsmenn og áhangendur liðanna á áhorfendapöllunum. í dag segjum við sögu tveggja markanna í myndum. Báðar þessar myndasögur hafa eitt sameiginlegt, — þær eru raunasaga markvarða beggja liðanna. 1. Heimir stekkur léttilega upp eftir aukaspyrnu, sem kom hátt að markinu. — 2. Heimir hefur misst boltann og horfir eftir skoti Reynis Jónssonar í netið. Reynir er lengst til hægri á myndinni. Valsmenn hýrir, KR-ingar daprir á myndinni. Knattspyrnuæfingar Umf. Breiða bliks í Kópavogi verða þannig i sumar: 5. fl. á miðvikudögum og föstudög- um kl. 6—7 4. fl. á sömu dögum frá kl. 7—8 3. fl. á mánudögum og miðviku- dögum kl. 8—9 Meistara- og 2. flokkur á mánu- dögum og miðvikudögum kl. 8, föstudögum kl. 8,30. Þjálfarar 4. og 5. flokks eru Sveinn Skúlason og Þórður Guð- mundsson, hjá 3. fl. þjálfar Sölvi Óskarsson, en Pétur Bjamason þjálf ar elztu flokkana. Hvetur Breiðablik þá sem hafa áhuga á að æfa með félaginu að mæta á æfingar hjá félaginu á vell inum við Kópavogsbraut. Keflavék-Akranes og Akureyri-Fram ern fyrsfu Seikirnðr Breiðabliki 1. Sigurður Dagsson stekkur upp, — en ekki nóg að vera hár í loftinu og boltinn hoppar yfir hann og Björn Júlíusson. — 2. Bald- vin KR-ingur, lengst til vinstri á myndinn', hefur skorað, Sigurþór fagnar, Sigurður Dagsson lengst til vinstri, heldur um höfuð sitt yfir vonbrigðunum og Björn Júlíusson liggur á jörðinni eft r oð hafa reynt að bjarga. COVENTRY - KR ANNAÐ KVÖLD

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.