Vísir - 31.05.1965, Page 3
VÍSIR . Mánudagur 31. maí 1965.
3
1 gær var sjómannadagurinn
haldinn hátíðlegur um land
allt. Hér í Reykjavík var dag-
skrá sjómannadagsins fjöl-
breytt að vanda.
Fyrsti Iiður dagskrárinnar var
að séra Grímur Grímsson hélt
hátíðamessu í Laugarásbíói.
Klukkan 13,30 hófust hátíða-
höldin á Austurvelli. Séra
Bjami Jónsson vígslubiskup
minntist drukknaðra sjómanna,
Fánaborg sjómanna á Austurvelli.
SJOMANNA-
DAGURINN
sem á árinu vom 16. Guðmund-
ur Jónsson söng. Ávörp fluttu
Guðmundur í. Guðmúndsson
utanríkisráðh., Matthias Bjama-
son alþm., Jón Sigurðsson for-
seti Sjómannasambands íslands,
og að lokum afhenti Pétur Sig-
urðsson heiðursmerki sjómanna
dagsins. 1 þetta skipti vom ekki
veitt nein heiðursverðlaun fyrir
björgunarafrek, en fjórir aldr-
aðir sjómenn vom heiðraðir
fyrir störf á sjó. Þeir vom Jó-
hann Bjömsson mótorvélstj.,
Guðni Pálsson skipstj., Jón
Bjarnason vélstj. og Sigurjón
Júlfusson háseti.
Að loknum hátíðahöldunum á
Austurvelli fór fram kappróður
f Reykjavíkurhöfn. Keppnin
átti að hefjast kl. 15.30 og þá
höfðu safnazt saman mörg þús.
und manns á bryggjunum frá
Togarabryggjunni að Varð-
skipabryggjunni. Allir biðu þess
með mikilli eftirvæntingu að
keppnin hæfist, en fólk fékk að
bíða iengi. Það var ekki fyrr
en rúmlega 4, sem sást til fyrsta
riðilsins, en þá hafði fólk beðið
í meira en hálftima eftir því að
keppni hæfist. Það var ekki
annað hægt en að dást að
langiundargeði alls þessa fólks.
í fyrsta riðli kepptu róðrar-
sveit 3. bekkjar sjóvinnuverk-
náms Lindargötuskóla (timi
3,08,00), róðrarsveit 4. bekkjar
sjóvinnuverknáms Lindargötu-
skóla (3,01,7) og skátasveitin
Hákarl (2,52,6).
1 öðrum riðli kepptu: Róðrar-
sveit björgunarskipsins Sæbjarg
ar (2,53,2), róðrarsveit Eim-
skipafélags íslands (2,59,4) og
róðrarsveit björgúnarskiþsins
Gísli j. Johnsen (^45,Í)Tén þéír
unnu kepþúlria.va ^ ntunhblB
í þriðja riðli keppti róðrar-
sveit Ólafs járnhauss við tvær
sveitir kvenna og vann Ólafur
járnhaus þann riðii, enda var
stýrimaður Helgi sprettur
(Rúrik Haraldsson), sem hvatti
menn sína svo ákaft að heyra
mátti hvatningarorð hans um
alla höfnina.
Róðrarsveit Ólafs járnhauss kemur sigurglöð að landi eftir að hafa
sigrað kvennasveitirnar báðar. Stýrimaður Helgi sprettur (Rúrik
Haraldsson) hvatti menn sína óspart.
Guðmundur í. Guðmundsson flytur ávarp.
Matthías Bjarnason alþm. flytur ávarp.
Sigursveitin, Róðrarsveit björgunarskipsins Gísla J. Johnsen. Aftari röð frá vinstri Elías Árnason,
Hrafnkell Þórðarson, Óskar Baldursson og Jón Alfreðsson. Fremri röð: Sigurður Guðmarsson,
Jóhannes Briem stýrimaður og Þórður Kristjánss on.
r-'ma
aííPfl
|