Vísir - 31.05.1965, Side 5

Vísir - 31.05.1965, Side 5
V í S IR . Mánudagur 31. maí 196t». Hofs|ökulS Framhald af bls. 1. félagi þegar það þarf á þv£ að halda eins og nú. — Hvað ertu með marga menn á skipinu, Ingólfur? —Við erum 24. — Gerðu svo vel og segðu okkur frá seinustu s'iglingu i höfuðatriðum. — Gjaman, við létum úr höfn í Hafnarfirði 2. marz og höfum því verið nærri 3 mánuði að héiman. Við fórum með fisk fyrir S. H. til Gloucester I Massachusetts- Bandaríkjunum og þaðan, einnig með fisk héð an til Cambridge í Maryland. Paðan fórum við svo t'il Char- leston, þess fræga, bæjar í Suð ur Carolina, og tókum þar farm til Le Havre í Frakklandi, Lon don og Rotterdam. Að losun lokinni í þessum höfnum lest uðum við bíla í Felisstowe við Thames-ósa... — Hvaða tegund? — Það vom aðallega sport- bílar. Nú, svo héldum við aftur til Charleston, og lestuðum þar allskonar frosnar kjötvömr til áðumefndra þriggja hafna, og var það sams konar farmur og í fyrri ferðinni. Og svo að losun hans lokinni tókum við farm hingað. — Og hvað er svo framund- an? — Tökum væntanlega fisk til útflutnings vestur og svo sama sagan. Við trúum að gifta fylgi og verkefni verði næg. Lauk þar með stuttu símavið- tali. Áður hafði blaðið fengið þær upplýsingar hjá Sigurði Hallgrímssyni skrifstofustjóra Jökla, að verkefni fyrir skipin hefðu verið næg að undanfömu og stæðu vonir til að svo yrði áfram. Jöklar eiga sem kunnugt er 4 skip. Hofsjökull er nýjasta og stærsta skip félagsins 2.500 lest- VlR-TWILL. Smekkleg,yinnuföt í iuein- lega viiiríu. þægileg 'sþort- og ferþáföt: Fást í fjörum litum. ir brúttó, svo eru Drangajökull og Langjökull, hvort um sig 1900 lestir brúttó, báðir nýkomn ir til Evrópuhafna frá Ameríku, en þessi 3 skip eru með frysti- lestum. Fjórða skip félagsins er flutningaskip án frystilesta, Vatnajökull (áður Hvítanes). 1. Flugvél — Framhald af bls. 1. vængjunum. Flugmaðurinn var á leið í land“. Fólkið meiddist ekkert og var það mesta mildi að ekkert slys hlauzt af. Hafsteinn kvað flugbrautina allgóða og for á henni með minna móti. Sigurður Jónsson, forstöðu- maður loftferðaeftirlitsins, kvaðst enn ekki hafa farið út i Flatey til að rannsaka tildrög slyssins, enda hefur flugveður í Reykjavfk enn hamlað að hægt sé að fljúga þangað. Flugvélarflakið mun hafa ver ið dregið upp á land og kvað einn sjónarvotta það hafa verið baðað í fiðri og fuglatætlum, hausum og löppum. Gæti það bent til þess að fuglar hafi komizt inn i hreyfla vélarinnar og dregið úr krafti þeirra. Flugmaður vélarinnar var ungur maður en mjög grandvar og öruggur flugmaður, en far- þegar hans voru Bryndís Guð- mundsdóttir úr Skáleyjum og unnusti hennar, Steinn Baldvins son, prentari. Bryndís fór með báti til Stykkishólms og leið vel f gær, en flytja átti hana þaðan með bfl til Reykjavikur. Surfsey — Framh. af bls. 1. Þessar líffræðitilraunir munu miðast fyrst og fremst við það, að fylgjast með hegðan nátt- úrunnar, en alls ekki að grípa fram fyrir hendurnar á henni. Athugunar- og björgunarskýl ið, sem nú er verið að smíða í Vestmannaeyjum, verður komið upp um miðjan júní. Þar munu liffræðingar dveljast nokkra daga í senn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir okkar, KRISTINN S. PÁLMASON andaðist að kvöldi 26. þ. m. Einbjörg Einarsdóttir, böm og tengdaböm. Félags íslenzkra leikara Hart í bak 207. sýning ÁM í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 21.00. Allra síðasta sinn Aðgöngnmiðasala frá kl. 4 í dag. Sími 11384 Stúlka óskast Stúlka vön störfum á ljósmyndastofu ósk- ast nú þegar, eða eftir samkomulagi. Gott kaup. Tilboð sendist auglýsingadeild Vísis fyrir 2. júní, merkt „Ljósmyndavinna“. tS&Bkmi Drinylon-sokkabuxur rauðar, bláar og hvítar. Hvítir sportsokkar. JmiEJis. með fafrsaðinn á fjölskylduna Laugaveg 99, Snorrabrautar megin - Sími 24975 Verkamenn óskast Verkamenn óskast strax mikil vinna. Góð vinnuskilyrði. Uppl. hjá verkstjóra. JÓN LOFTSSON H.F. — Hringbraut 21, Sími 10600 Bílstjóri óskast Vanur bílstjóri óskast strax á vörubíl í út- keyrslu. Uppl. hjá verkstjóra. JÓN LOFTSSON H.F. Sími 10600 Hringbraut 21 TILKYNNING Hjólbarðaviðgerðin Múla, við Suðurlands- braut vill biðja viðskiptavini sína velvirð- ingar á því að loka varð s. 1. sunnudag vegna veikinda. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN MÚLA v/Suðurlandsbraut. Sími 32960. HAPPDRÆTTI SJALFSTÆÐISFWKKSINS ‘VERÐKR Kaupið miða í happdrætti Sjálfstæðisflokksins úr hinum glæsilegu vinningsbílum í Austur- stræti. Þeir sem hafa fengið senda miða gerið skil í dag. DREGIÐ EFTIR ÞRJÁ DAGA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.