Vísir - 04.06.1965, Síða 3
VlSIR . Föstudagur 4. júní 1965.
Þjóðleikhúsið:
MADAMA
BUTTERFLY
Ópera eftir GIACOMO PUCCINI
(libretto: ILLICA og GIACQSA)
jprumsýning óperunnar „Mad-
ama Butterfly" var eitt
mesta „fiaskó" sögunnar, en síð
an eru liðin 61 ár, (Puccini
gerði og smávægilegar breyt-
ingar til batnaðar þegar í stað
eftir frumsýningu), og stílmeð-
vitund óperudýrkenda hefur mik
ið breytzt frá því í maí 1904..
Allir gagnrýnendur fram á sein
ustu ár hafa nöldrað (misjafn-
lega harðort) yfir þeirri fífl-
dirfsku að hræra saman japönsk
um lagabrotum, ameríska þjóð-
söngnum og ítalskri Ijóðrænu
— Þeir hafa þótzt kenna ein-
hvern brennisteinsfnyk af þessu
öllu saman, dauðadóm róman-
tískrar óperu. En dauðadómur-
inn hafði þegar verið kveðinn
upp af öðrum en Puccini, hann
reyndi fyrst og fremst að bjarga
verðmætum úr gömlum „buffa-
arfi“. Hinir sömu gagnrýnend-
ur eru og sammála um það að
eingöngu snilligáfa Puccinis gat
gert hið japansk-amerísk-ítalska
fiðrildisdrama boðlegt.
„Madama Butterfly" er litrík
og skrítin mózaíklögn i músik.
Hún bregður upp draumsýn,
(sem er raunveruleg dreymand-
anum einum), hún flytur líka í
hrifningarmóði lofsöng vonar-
innar, þekktustu aríu Puccinis,
„Un bel di, vedremo", hún er
góðgæti fyrir auga og eyra, með
löngunarómi frá þeim tíma, þeg
ar stækkaðir þrihljómar voru og
hétu.
Og nú gefst okkur tækifæri
til að heyra þetta allt saman og
sjá, verða óskynsamlega snort-
in af leikhústilfinningu Puccin-
is, og hrifin af Þjóðleikhúsinu,
þótt það flytji enn þá fjórum
sinnum of fáar óperur á ári.
Sýningin á „Madama Butter-
fly“ er hin vandaðasta, og á
áreiðanlega eftir að gera marga
ánægða. Sviðið er falleg eftir-
llking á póstkortsvatnslitamynd
af ímynduðu Japan, þar er hið
ágæta handbragð Lárusar Ing-
ólfssonar. Leikstjóri er Leif Söd
erström, sænskur, en Gísli Al-
freðsson aðstoðarmaður hans,
og leikstjóri teiknaði og bún-
inga. Leikstjórnin sýndi prýði-
leg vinnubrögð, en mannsöfn-
uðurinn í fyrsta þætti hefði
mátt vera mun hlédrægari og
göngulag alls kvenfólksins sam
verkið, Cho-Cho San, af snilld.
Svið hennar frá fínlegu flökti
til þrumandi leifturs er voldug
tjáning, í sjálfu sér hið verð-
ugasta þakklæti ágætrar söng-
konu til höfundarins, sem alltaf
hafði sérstakan áhuga og samúð
með hlutskipti kvenna í lífi
jafnt og leik. Nú vill stundum
fara svo, að Suzuki, þerna, læt-
ur sér nægja að vera aðnjótandi
einhvers endurskins af ljóma
húsmóður sinnar. En því er
aldeilis ekki fyrir að fara með
Svölu Nielsen í þessari sýningu.
Hún syngur sterka persónu,
söngur hennar og túlkun öll er
hrífandi, hún á að vera okkar
næsta prima donna!
ræmt. f hugarheimi Puccinis
var japanskt fólk stillt og ,óá-
berandi, þar sem það tifaði- um
tilveruna þarna langt í aus'tri,
varpaði ekki einu sinni skugga
á þessa draumveröld sína. Nils
Grevillius sænskur, stjórnar
sjálfri músíkinni. Þar fer saman
alúð og virðing fyrir skáldskap
Puccinis ásamt öryggi langrar
reynslu. Bara, að hljómsveitin
(óþarflega strengjafá) hefði nú
getað verið honum leiðitamari!
Cænska óperusöngkonan Rut
^ Jacobson fer með aðalhlut-
Guðmundur Guðjónsson syng
ur Pinkerton, vanþakklátt hlut-
rverknfgn Jhann ,eU|jafn .tratistur
f meðlæti og mótlæti, söngur
hans fullur sannfæringar.
Sharpless, kopsúll, hafði sann-
arlega verðugan flytjanda, þar
sem Guðmundur Jónsson var.
Hin þrumandi rödd hans ryðst
gegn um hina öflugustu hljóm-
sveitarstorma, en hún tjáir ekki
síður mildi og nærfærni. Sverrir
Kjartansson syngur hinn and-
styggilega Goro, og fer skínandi
vel með það hlutverk sitt. Tvö
önnur aukahþitverk fengu ó-
væntan þunga, Yamadori prins
Rut Jacobson og Guðmundur Guðjónsson sem Madama Butterfly og Pinkerton. í baksýn Hjálmar
Kjartansson sem Búddapresturinn Bonze, frændi Butterfly.
Bl
Rut Jacobson og Sólveig Aðalsteinsdóttir.
í höndum Ævars Kvarans, 'og
hinn hrolivekjandi ofstoþá-
prestur, Bonze, sunginn af
Hjálmari Kjartanssyni. Veik-
asti hlekkurinn í hinni sterku
keðju atkvæðamikilla söngvara
er Kate Pinkerton, sungin af
Ástu Hannesdóttur. Fjölmargir
aðrir söngvarar og leikarar
koma fram í óperunni sem ætt-
ingjar frúarinnar, geishur o. fl.,
og allt þetta fólk leggst á eitt
með að gera sýninguna hina
glæsilegustu. Karlaraddir kórs-
ins voru kannski ekki alltaf
sem hreinastar, en það, sem
gruggaðist fyrir eyranu, var
hreint gert fyrir augað, Sólveig
litla Aðalsteinsdóttir í hlut-
verki barnsins sá fyrir tölu-
verðu af því.
að er ef til vill táknrænt, að
flutningur óperu skuli enda
starfsár Þjóðleikhússins. Hvað
skyldi vera langt að bíða þess,
að frumsýning óperu í Reykja-
vík marki byrjun á lifandi starf-
semi á því sviði? Hið ágæta
hæfileikafólk, sem bar fram
list sína í Þjóðleikhúsinu f gær-
kvöld, sannaði enn einu sinni,
að hvorki nízka, áhugaleysi né
vantraust á nokkurn rétt á sér,
þegar spurningin um íslenzka
óperu er rædd. Áhugamenn um
óperu eiga ekki að bíða eftir
því, að opinberar stofnanir ljúki
starfsári sínu til að fá að heyra
sínar óperur og sjá. Þeir eiga
fyrsta leik!
Þorkell Sigurbjörnsson.
j Fyrstu fasteignakaup
vegna ráðhússins
Gcamli Iðnskólinn keyptyr á 6 millj
Fyrsta sporið hefur nú ver-
ið stigið í því'að kaupa fast-
eign á svæði því við norður-
enda Tjarnarinnar þar sem
ráðhús Reykjavíkur á að rísa
á komandi tímum.
Samkomulag hefur tekizt um
það við Iðnaðarmannafélagið að
kaupa hús og lóð sem það á við
Vonarstræti, gamla Iðnskólann
á kr. 6 milljónir. Var tilboð bæj
arins þar að lútandi samþykkt
á fundi Iðnaðarmannafélagsins
nýlega. Borgarráð hefur sam-
þykkt þetta fyrir sitt leyti og
mun það koma fyrir borgar-
stjórnina nú í vikunni.
Tilboð borgarinnar var byggt
á brunabótamati og þótt öðrum
aðilum sem éiga húseignir þar
við hliðina Búnaðarfélaginu og
Alþýðuhúsinu h.f. hafi enn ekki
verið gerð ákveðin tilboð mun
Reykjavíkurborg reiðubúin að
ganga að samningum við þau
á líkum grundvelli. yiðræður
hafa farið fram við eigendur
þeirra húsa, en ekki borið árang
ur.
Lóð sú, sem Búnaðarfélagið á
þarna er talsvert minni en hinar
tvær og stendur hús þess þarna
nú alveg autt og mun húsið
ekki vera í góðu standi. Stærsta
lóðin er hins vegar eign Alþýðu
hússins, það er leikhúsið Iðnó.