Vísir - 04.06.1965, Side 11
V I S I R . Föstudagur 4. júní 1965.
f T
kvik
mynair
TONABIO:
'fkviki'*
Imyndirl
kvik,
myndir
ik J kvik [ kvi'k } kvik 1
idirjmyndir|myndir]myndirg
J kvik,
arnyndir
kvikl
myndirl
BLEIKI PARDUSINN
— bandar'isk, frá United Artists
„Hafi nokkurntíma uppi verið
harðduglegur og samvizkusam-
ur lögreglustjóri þá er það
monsjör Jacques Clouseau (Pet
er Sellers) í París. Auk þess er
honum margt til lista lagt —
hann leikur t. d. á forláta Stradi
varusfiðlu úr plasti, og þá eink-
um róandi vögguljóð eftir að
hann er kominn undir sæng
með eiginkonu sinni, hinni ungu
og fögru Simone (Capucine).
sem hann ann af þeim ástríðu-
hita, sem frönskum er í blóð
borinn.
Hafi nokkurntíma uppi verið
afburða snjall og slunginn gim-
steinaþjófur, er það Sir Chajles
Lytton (David Niven) — brezk-
ur aðalsmaður að ætt, en auk
þess frægur íþróttamaður og
enn frægari sem kvennag'ull.
Og nú vill svo til, að enda
þótt Simone fagra kunni vel að
meta dugnað eiginmannsins
sem lögreglustjóra, finnst henni
hann ekki einungis óþolandi
sem tónlistarmaður heldur og
hundleiðinlegur og þreytandi
sem eiginmaður. Aftur á móti
er hún ástfangin af hinum glæsi
lega gimsteinaþjófi og aðals-
manni — svo ástfangin, að hún
veitir honum al!a þá aðstoð.
sem hún má i starfi hans, þó
að það samrýmist að sjálfsögðu
ekki vel embættisstarfi eigin-
mannsins.
Þegar svo ein austurlenzk
prinsessa, hennar hátign Dala
(Claudia Cardinale) kemur allt i
einu fram á sjónarsviðið, er
ekki að undra þótt dragi til tíð
inda, einkum þegar þess er gætt
að hennar hátign er ekki einung
is töfrandi, heldur á hún og
stærsta, fegursta og dýrasta eð-
alstein, sem um getur — Bleika
pardusinn svokallaða.
Þannig eru aðalpersónurnar í
Bleika Pardusnum eins og þeim
er lýst í „leikskránni". Sögu-
þræðinum þarf vart að lýsa —
sagan hefur verið framhalds-
saga hér í Vísi og notið mikilla
vinsælda.
Margar stjörnur þöglu mynd
anna kunnu illa við, er tal og
tónn komu til sögunnar og
töldu að þá væri Iokið tímabili,
er aldrei kæmi aftur. Og lengi
vel höfðu „þöglu stjörnurnar"
nokkuð til sfn máls. Fyrst í stað
ofnotuðu kvikmyndaframleið-
endur hina nýju vídd en minni
áherzla var lögð á látbragðslist
og leik. Síðan hafa gömlu, þöglu
gamanmyndimar með Chaplin,
Burster Keaton o. fl. farið sigur
för um heiminn og margir full-
yrt, að svo „hátt“ gætu gaman
myndir aldrei náð á ný.
En það leynist einhver kraft-
ur í „gömlu Hollywood", sem
sendi okkur gamanmyndir á
gullöld skopleikaranna. Þaðan
kom fyrir fáum árum West Side
Story, eitt stórfenglegasta kvik-
myndaverk síðustu ára, og nú
gamanmyndin Bleiki Pardusinn,
sem verður að hljóta 7 stjörnur
fyrir skemmtanagildi.
Myndin er fyrst og fremst
stórkostleg frá hendi Blake Ed-
wards, handritahöfundar og leik
stjóra, en þó væri hún lítið án
tveggja aðalleikaranna, Peter
Sellers og David Niven. Einkum
er Sellers óborganlegur.
Atburðarásin er hæfilega
hröð og hinir brezku leikarar
setja hinn fágaða, brezka kímni
svip á myndina.
Hjá því verður vart komizt
hér, frekar en annars staðar, að
útnefna Bleika Pardusinn ,gam-
anmynd ársins" — hún er fyrir
„unglinga" á aldrinum frá sjö
ára til sjötugs.
b. sigtr.
George frændi og frú lögreglustjórans.
HAFNARFJARÐARBÍÓ:
Eins og spegilmynd
sænsk, eftir Ingmar Bergman
t
Það,,pr nokkuð varásamt að fyrir sig ^r.æilací ,að iqggjaíisinn
ætla sér að útskýra kyikmyndir eigin skilning í verkið.
Bergmans, það er sjaldan hægt Það er óhætt að segja, að
að útskýra listaverk til fulls, Bergman hafi notið sömu að-
því listnjótandanum hverjum stöðu og Bitlarnir brezku á sín-
Systkinin í kvikmyndinni „Eins og spegilmynd".
um tíma, það hafði verið skapað
hæfilegt andrúmsloft og sviðið
undirbúið, svo næsti maður sem
fram kæmi yrði krýndur.
Japanski kvikmyndastjórinn
Akira Kurosawa hafði um ára-
bil sent frá sér kvikmyndir sem
vöktu eftirtekt og furðu og varð
fyrst þekktur fyrir mynd sína
„Rashomqn" sem sýnd var á’
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum
árið 1951. Með myndum sínum
hafði Kurosawa boðað breyt-
ingu í kvikmyndagerð og þegar
ungur, sænskur kvikmynda-
stjóri, Ingmar Bergman að
nafni, hóf að senda frá sér eftir
tektarverðar kvikmyndir, þá
var brautin rúdd.
Árið 1957 sýndi „La Cinémat
héque Francaise'1, franska kvik-
myndasafnið. nokkrar myndir
Bergmans og hundruðir Frakka
stóðu i biðröðum til að sjá þær.
í þeim hópi voru menn eins og
Francois Truffaut Alain Resna-
is, Claude Chabrol og fleiri. Það
var umrót í heimi kvikmynda-
gerðar, boðskapur frelsis og ein
faldleika birtist í mörgum nýj
um myndum og umrótið hlóðst
upp í bylgju, sem sfðan skall
allt í einu á strönd kvikmynda
húsanna. „The New Wave“ eða
„Nýja bylgjan" barst frá Frakk
landi til fjölda landa á svip-
stundu.
Eins og unglingar dá Bítlana
sem upphafsmenn bítilæðis og
hárprýði, þannig hefur Berg-
man orðið nokkurs konar „faðir
hinnar nýju stefnu" í kvik-
myndalist. Bergman er hin ó-
ræða véfrétt og enginn getur
talið sér sæmd í að vefengja
listaverk hans.
Það er því ákaflega stáemt,
hversu seint myndir hánS ber-
ast hirigað til larids^1 —1 það
er rétt eins og fá amerísk dag-
blöð send með skipspósti. Og
það sem verra er, ég man ekki
eftir að hafa séð í kvikmynda-
húsi hér á landi nokkra af fyrri
myndum Kurosawa. Því miður
virðast kvikmyndahúsaeigendur
ekki fylgjast of vel með nýjung
um í kvikmyndalist, enda eru
þeir háðir verðlagseftirliti og
ætíð nokkur áhætta í því fólgin
að kaupa dýrar myndir, sem
seljast áhorfendum á sama
verði og ódýrar glæpamyndir.
Kvikmyndin Eins og spegil-
mynd leiðir áhorfandann til
sjálfsskoðunar líkt og myndir
Bunuels gera í ríkum mæli, auk
þess sem Bergman leggur fyrir
áhorfendur spurninguna: Hvað
er guð? Kvikmyndunin er lát-
laus og einföld og leikur persón
anna jafn og einlægur. Ekki
verður um myndina sagt, að
hún sé góð dægradvöl, en aftur
á móti er hún fremur holl mönn
um til íhugunar. b. slgtr.
Hópferð Dana
fíl íslands
Að handritamálinu loknu hyggst
Dansk-Islandsk Samfund, félag
vina og velunnara íslands í Dan-
mörku, éfna til íslandsferðar á
næstunni. Efnir félagið til hópferð-
ar hingað til lands þann 5. júli
með leiguflugvél frá Common
Aircharter System. Verður dvalizt
hér á landi í rúman hálfan mánuð
og haldið aftur til Kaumannahafn-
ar þann 27. júlí.
Fraaskur maður eyddi aleigunni
til að gera kvikmynd um tsland
KetilB Ingólfsson
ver doktersrifgerð
í kjorneðiisfræði
•Ketill Ingólfsson eðlisfræðingur,
tók fyrir nokkrum dögum doktors-
próf í kjarneðlisfræði við háskól
ann I Ziirich í Sviss. Heitir ritgerð
Ketils „Beitrage zu exakten Aus-
wertungen in den Quantitatstheorie
der Bellenfelder".
Ketill er 28 ára gamall Reykvík-
ingur, sonur hjónanna Ingólfs Þor-
steinssonar, bankafulltrúa og Vil
borgar Vilhjálmsdóttur. Að loknu
stúdentsprófi frá M.R. 1956 hélt
Ketill til Ztirich þar sem hann nam
eðlisfræði og nam að auki við tón-
listarháskólann þar í borg og lauk
prófi þaðan.
Franskur áhugakvikmyndatöku-
maður að nafni Birmann de Rell
es sem ferðaðist um ísland í fyrra
sumar til að taka hér kvikmynd
hefur nú lokið útgáfu kvikmyndar
innar og hefur blaðið fengið þeer
fregnir utan frá Paris, að kvik-
mynd þessi sé mjög vel gerð.
Það var de Relles sem lenti í
því slysi eins og margir minnast
að falla I hver við Geysi og skað-
brennast á fæti. Kvikmynd hans
fjallar um ferð til Færeyja, Islands
og Grænlands. Höfundurinn eyddi
í töku kvikmyndarinnar aleigu
sinni, en hann hefur nú selt hana
sænsku kvikmyndafyrirtæki,
Svensk Filmindustrj sem mun sjá
um dreifingu hennar til sjónvarps
stöðva. Hún er einnig föl íslenzk-
um aðilum, sem vildu fá hana til
sýningar.
Sá kafli myndarinnar, sem fjall
ar um fsland er að sýningartíma
37 mínútur. Efn'i hennar er and-
stæða sveitar og bæjarlífs. Fyrst
var sýnt landslag, aðallega sandar,
fjöll og hverir. Síðan víkur sög-
unni til borgarmenningarinnar í
Reykjavík hve mikið sé byggt þar
og sýndur stórborgarbragur henn
ar. Þriðji kafl'i fjallar um sveitalíf
í Skaftafellssýslu. fslenzkt tal er
með myndinni og annast það j
Andri ísaksson sálfræðistúdent.
Fulltrúi íslenzka sendiráðsins í j
París, Birgir Möller sem hefur séð
myndina segir um hana: „Yfirleitt
er það um myndina að segja, að
upptakan er tæknilega mjög vel
gerð og listræn. Samtöl fslending-
anna ;ru á margan hátt fróðleg I
um land og þjóð, þótt nokkuð séu i
þau ungæðisleg á köflum.
Cki,.