Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 7
V í S IR . Fimmtudagur 10. júní 1965. 7 1 Viðhorf Islands til Fríverzlunarbandalagsins Almenn tollalækkun nauðsynleg Á aðalfundi Kauþmanna- samtaka Islands í fyrradag flutti viðskiptamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, ítarlegt erindi og vék þar að mörg- um merkilegum málum. Með- al annars gerði hann að um- ræðuefni hugsanleg tengsl Is lands við Fríverzlunarbanda- lagið, EFTA. Þar sem það mál er nú mjög á döfinni, birtir Vísir hér i dag þennan kafla úr ræðu ráðherrans, þar sem hann fjallar einnig um nauð- syn almennrar tollalækkunar fyrir verzlun landsis. „Ég vil vekja athygli á því, að í viðskiptamálum eru Is- lendingar á síðari árum að vissu leyti að einangrast frá helztu viðskiptaþjóðum sínum og um- heiminum yfirleitt. Það kann að hljóma undar- lega að ég taki þannig til orða, þegar það er þó kunnara en frá þurfi að segja, að á undanföm- um árum hafa höft á viðskipt- urn og gjaldeyrisyfirfærslum að mestu leyti verið afnumin og meira frelsi komið á í innflutn- ingsverzluninni en ríkt hafði hér á landi um þriggja áratuga skeið. En það, sem ég á við er tvennt. Annars vegar á ég við það, að innflutningstollar okkar Is- lendinga eru miklu hærri en tíðkast í nokkru nálægu landi. Þeir hafa að vísu verið lækkað- ir á undanförnum árum. Mun hærri tollar hérlendis Ennþá em þeir samt að með- altali miklu hærri en tíðkast í nokkru þeirra viðskiptalanda okkar, sem búa við svipað hag- kerfi. Auk þessa er þess að ge'ta, að í flestum þessara landa hafa undanfarin ár verið fram- kvæmdar miklar tollalækkanir og þá auðvitað fyrst og fremst I löndum viðskiptabandalaganna tveggja í Evrópu, Efnahags- bandalagsins og Frfverzlunar- bandalagsins, sem höfðu það meðal höfuðmarkmiða sinna að afnema smám saman tolla og höft í innbyrðis viðskiptum. Þessi þróun hefur haft það í för með sér, að munurinn á hinum geysiháu fslenzku tollum og tollum nágrannalandanna hef ur orðið meira áberandi en ella. Hins vegar á ég við það að áður fyrr, meðan samgöngur milli íslands og annarra landa voru fremur takmarkaðar og til- tölulega lítill hluti landsmanna ferðaðist til annarra landa, hafði þessi tollamunur ekki veruleg áhrif á innflutningsverzlunina og ráðstöfun alls almennings á tekjum sfnum. Á síðari árum hafa ferðalög íslands til annarra landa hins vegar stóraukizt, samtímis þvf sem ferðamenn eiga auðvelt með að afla sér erlends gjaldeyris með lög- ákveðnu verði. Þetta hefur vald- ið því, að tollamunurinn er far- inn að hafa stórkostleg áhrif á innflutningsverzlunina og tekju- ráðstöfun alls almennings. Þúsundir kaupa erlendis Hinir háu íslenzku tollar koma einfaldlega ekki til fram- kvæmda nema að mjög tak- mörkuðu leyti gagnvart þeim þúsundum lslendinga, sem ferð- ast til útlanda á ári hverju. — Þetta veldur þvi, að sívaxandi hluti þeirra erlendu neyzluvöru, sem þjóðin þarfnast og hún not ar, er keyptur erlendis á smá- söluverði af notendunum sjálf- um, en ekki á heildsöluverði af þeim aðilum. sem sérþekkingu hafa á verzlun með hlutaðeig- andi vörutegund. Enginn vafi er á þvf, að frá þjóðhagslegu sjón armiði er að þessu mikið tjón. Fyrir hinn einstaka neytanda er auðvitað að því hagnaður að geta keypt erlendis neyzluvöru, sem hvort eð er þarf að flytja tii landsins, af þvf að ekki þarf að greiða islenzkan toll af því, sem keypt er f erlendri smásölu verzlun. En fyrir þjóðarbúið í heild væri miklu hagkvæmara að varan væri keypt til lands- ins á heildsöluverði f stórum stfl. Hér er um flókið og vanda- samt mál að ræða. Um allan heim fara ferðalög milli landa mjög vaxandi í kjölfar batnandi efnahags og bættra samgarigna. Alls staðar tíðkast það, að menn geti flutt með sér eitt hvað af persónulegum nauðsynj um milli landa. Það, sem veldur þvf, að slíkir flutningar á al- mennum neyzluvörum milli landa eru ekki teljandi vanda- mál, t. d. í Vestur-Evrópu, er einfaldlega það, að ekki er veru legur verðlagsmunur á þessum vörum í einstökum ríkjum Vest ur-Evrópu. En milli Vestur- Evrópu-ríkjaona sem heildar annars vegar og Islands hins vegar er ríkjandi verulegur verð lagsmunur, einkum að þvf er snertir ýmsar algengar neyzlu vörur, sem menn einmitt gjarn an kaupa á ferðalögum. Þessi verðlagsmunur á fyrst og fremst rót sfna að rekja til hinna sérstaklega háu íslenzku tolla. Og þessi verðlagsmuriur er svo mikill, að það er augljóst hagræði að þvf að gera marg- vfsleg innkaup í erlendum smá- söluverzlunum. Slík innkaup hafa farið svo mjög vaxandi á síðari árum, að segja má, að íslenzk smásöluverzlun hafi að verulegu leyti verið að flytjast út úr landinu og það sé orðið verulegt vandamál, hvernig tak- ast megi að flytja þessa smá- söluverzlun aftur inn i landið. Lækkun tollanna Ég er þeirrar skoðunar, að hið eina, sem til framtfðar geti skap Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra. að eðlilegt og heilbrigt ástand í þessum efnum, sé, að við ís- lendingar lækkum smám saman tolla okkar niður í svipað horf og á sér stað í helztu við- skiptalöndum okkar, þannig að verðlagsmunurinn, sem nú er, hverfi. Meðan hann á sér stað, verður alltaf tiihneiging til þess, að nokkur hluti smásöluverzlun arinnar gerist utan Islands, og það hlýtur alltaf að vera þjóð- hagslega óhagkvæmt, að slíkt eigi sér stað. En ekki þarf að orðlengja um það, hversu mikið og vandasamt verkefni það er að lækka íslenzku tollana niður í það, sem á sér yfirleitt stað í Vestur-Evrópu. Það jafngildir al gerri nýskipun á öllu tekjuöfl- unarkerfi hins opinbera, ekki að eins vegna áhrifanna á afkomu ríkissjóðs heldur einnig vegna áhrifanna á afkomu íslenzks iðn aðar. Slíkt þarf því að eiga sér stað á nokkru árabili, e. t. v. alllöngu, en hér er að mínu viti um að ræða viðfangsefni, sem algjörlega óhjákvæmilgt er að fara að vinna að, og þeim mun fyrr, sem skynsamleg og raunhæf áætlun um þetta efni verður gerð, þeim mun betra fyrir þjóðarheildina. EFTA og ísland I fjórða lagi vil ég nefna, að þróunin innan viðskiptabanda- laganna í Vestur-Evrópu hefur á undanförnum árum að ýmsu leyti orðið örari en gert var ráð fyrir. Veldur þetta því, að tímabært virðist fyrir I'slend- inga að taka á ný að athuga aðstöðu sína og hagsmuni í þess um efnum. Það hefur aldrei komið til greina, að Islendingar gerðust aðilar að Efnahags- bandalagi Evrópu, eins og til þess var stofnað og eins og það starfar nú í dag. Þegar Frí- verzlunarbandalag sjöveldanna var stofnað, þótti ekki heldur á- stæða til þess að athuga gaum- gæfilega hugsanlega aðild Is- lendinga að því, þar eð margs- konar óvissa var þá ríkjandi um framtíð þess bandalags, ekki vitað, hversu varanlegt það yrði, og ekki heldur, hver árang ur gæti orðið af því skipulagi, sem þar var tilætlunin að reyna. Nú hefur hins vegar fengizt margvísleg reynsla af starfsemi Fríverzlunarbandalagsins. Skuldbindingar þær, sem að- ild að því fylgja, eru ekki ná- lægt því eins miklar og þær skuldbindingar, sem fylgja aðild að Efnahagsbandalaginu. Og af- leiðingar ýmissa ákvæða stofn skrár Fríverzlunarbandalagsins liggja nú miklu Ijósar fyrir en átt gat sér stað við stofnun þess. Öll aðildarríki Fríverzlun- arbandalagsins telja sér hafa orðið tvímælalausan hag að starfsemi þess og aðstöðumun- urinn milli fyrirtækja innan bandalagsins og fyrirtækja utan þess, sem þurfa að selja eða vilja selja vöru sína inn á banda lagssvæðið, fer auðvitað vax- andi með hverju árinu sem líð ur. Fríverzlunarbandalagslöndin eru helztu viðskiptasvæði Is- lendinga. Meir en 40% af út- flutningsviðskiptum okkar er við Fríverzlunarbandalagssvæð- ið. Á s. 1. ári nam innflutning- ur okkar frá Fríverzl.bandalags- löndunum 49.9% heildarinn- flutnings, og útflutningur okk- ar þangað 43.2% heildarútflutn- ingsins. Við Efnahagsbandalags- löndin eigum við hins vegar ekki nema um 16—18% af utan ríkisviðskiptum okkar og er það svipuð hlutfallstala og viðskipti okkar við hvort ríki um sig, Bandaríkin og Sovétríkin. Að því væri auðvitað tvímælalaus hagnaður fyrir Islendinga að njóta þeirrar tollalækkunar á sjávarafurðum og þeirrar minnk unar á höftum í viðskiptum með sjávarafurðir, sem aðild að Fríverzlunarbandalaginu mundi sjálfkrafa leiða til. Vandi okkar í þessu sam- bandi er hins vegar fólginn í því að við yrðum að skuldbinda okkur til þess að lækka smám saman innflutningstolla okkar á iðnaðarvörum og spurningin er, hvort við ættum kost á nógu löngu aðlögunartímabili í þeim efnum. En þá er komið að sama vandamálinu og ég var að ræða um áðan. Sjálfra okkar vegna hlýtur það að verða mark miðið að lækka innflutnings- tollana. En bæði vegna hags- muna ríkissjóðs og þá ekki síð- ur innlenda iðnaðarins. sem vaxið hefur upp í skjóli þessara tolla, getur slík breyting ekki gerzt skyndilega, heldur verður að eiga sér stað smám saman, — á svo löngum tíma, að nauð synleg aðlögun gæti átt sér stað hér innanlands. Þetta mál tel ég einnig til mikilvægustu verkefna, sem úrlausnar bíða. • JÓNAS KRISTJÁNSSON: MAÐURINN MANNFÉLAGIÐ OG MENNINGIN tl'ugtakið menning getur nán- ast táknað hvað sem vera skal. Það er talað um innri og ytri menningu siðmenningu, fornaldarmenningu, tæknimenn- ingu, menningu 18. aldar, ís- lenzka menningu, menningar- postula, menningartæki. Á siðustu árum hafa félags- vísindamenn að mestu orðið sammála um notkun hugtaksins menning. Þeir skilgreina menn- ingu mjög vítt sem summu af fjölda áþreifanlegra og óáþreif- anlegra atriða. Menning er hinn félagslegi arfur, sem flyzt milli kynslóða, siðir og venjur, hug- sjónir, trúarbrögð veraldleg og andleg, nám og menntun, tæk- in, sem fólkið notar í lífsbar- áttunni, hugmyndir og tákn. Algengt er að setja menningu sem einn af þremur hyrningar- steinum 1 félagslega þrfliyrn- ingnum: Maður — mannfélag — menning. Fyrsta hugtakið vls ar til sálarlífsins, annað hug- takið til félagsllfsins og þriðja hugtakið til menningarlífsins í framangreindum skilningi. Segja mætti, að í þessu samhengi sé félagslifið hugsað sem Ieikvöll- ur sálarlífa mannanna og hins ópersónulega menningarlifs, sem flyzt milli kynslóðanna. Hver einstaklingur öðlast hlutdeild í menningu umhverfis síns með menntun, 1 víðri merk- ingu þess orðs. Hugtakið mennt- un er þannig hugsað svipað og hugtakið uppeldi. Menntun er þá m. a., að börnum er kennt hreinlæti, að halda á hnífnum 1 hægri hendi, þeim er kennt að tala, lesa og skrifa, þeim er kennt að trúa á þjóðsögur og hetjusögur umhverfisins, for- dóma þess, hugsjónir og and- leg og veraldleg trúarbrögð þess, og þau fá hlutdeild í þekk- ingarforða umhverfisins. Það hefur skapazt sú venja að greina menningu í tvo flokka, efnislega menningu og andlega menningu. I sambandi við þá skiptingu er einkum athyglis- verður sá tímamismunur, sem oft kemur fram á efnislegri og andlegri menningu. Það er talað um menningar-seinkun, þegar þróun efnismenningar og and- legrar menningar gengur mis- hratt. Þessi tíroamismunur er eink- um umræddur í sambandi við snertingu frumstæðra þjóða við tæknimenningu Vesturlanda, vandamál þróunarlandanna svo- nefndu. Þessar þjóðir ætla að flýta sér að taka upp tæknina, án þess að andlega menningin fylgi. Þetta hefur skapað feiki- leg vandamál, þegar fólk, sem trúir á djöfla í hverju tré, galdra, alvizku forfeðranna og gamalmennanna, og að vinna sé til skammar, fer að taka upp nútímatækni. Afleiðingamar verða í bezta lagi rótleysi og spenna, í versta falli hrun. Fjölmennar menningar skipt- ast oft í menningardeildir, og fer skiptingin þá eftir Iitarhætti manna, trúarbrögðum, félags- legri aðstöðu eða öðru. Vissar menningardeildir hafa önnur menningareinkenni en heildin og þar eru fólgin mörg ágrein- ingsatriði, sem brjótast oft fram í kynþáttaóeirðum, trúarbragða- óeirðum, stéttabyltingum og öðru slíku. Menningar af sama meiði eru oft flokkaðar saman sem menn- ingarheildir, og má þannig t. d. tala um hina vestrænu menn- ingarheild. MENNING

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.