Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 6
» VÍSIR . Fimmtudagur 10. júní 1965. Bókouppboð — Framh. af bls. 16 Hallgrímur Thomsen býr i mestu bókagötu Kaupmannahafnarborgar, Fiolstræde, þar sem hver fornbóka- verzlunin er við hliðina á annarri. Það hefði þvl verið hægt um vik fyrir hann að selja bækurnar þar, en hann sagði að þær ættu heima á fslandi og yrðu þangað að komast. Þess vegna bað hann Sigurð Bene diktsson að selja þær fyrir sig, og bað gerði hann í gær. Flestum sem staddir voru á upp- boðinu í gær ber saman um það að bækur hafi farið þar á jafn hærra verði heldur en dæmi eru til á fslenzkum bókamarkaði áður, og varla nokkur bók 'farið þar und- ir sannvirði, sem stundum kemur þó fyrir á bókauppboðum. Því miður voru sum hin dýrustu og merkustu rit, sem þarna voru á boðstólum ekki heil og í sum vant aði meira eða minna. Meðal þess- ara rita voru Lærdómslistafélags- ritin sem seld voru á 20 þús. kr. íslenzkt fornbréfasafn (aðeins til 1907) á 5 þús. kr. Sýslumannaævir (3 fyrstu bindin) 11500 kr. Árbók hins fsl. fomleifafélags (til 1904) 5 þús. kr. Ný félagsrit (vantaði all ar myndir) 10.500,00 kr. Ferðabók Olavfusar (vantaði kort og 2 töfl- ur) 12 þús. kr. Ferðabók Eggerts og Bjama (vantaði kortið) 9 þús. kr. Hirðir I-m, (vantaði framan og aftan af og auk þess titilblað á 2. bindið) 5.500.00 kr. Klausturpóstur kr. 4.500,00. Verð á öðmm tímaritum og safn- ritum sem þarna vom til sölu var yfirleitt nokkuð hátt m.a. var Sunn anfari seldur á 7500 kr. Heimdallur á kr. 5900. Iðunn I-VII 2800 kr. Al- manak Þjóðvinafélagsins (til 1908) 5100 kr. Árbækur Espólíns 12 þús. kr. Vinagleði Magnúsar Stephensen 5 þús. kr. Sunnanpósturinn 4000, Reykjavíkurpósturinn 3200, Búnað- arrit Suður amtsins 1550 kr. Bóndi kr. 1600. Á uppboðinu var margt ferða- bóka, sem flestar fóru á dýru verði, tiltölulega dýrast þó blaðagreinar og úrtök. Þannig fór t.d. úrtak úr tímariti með grein eftir Horrebow i á hvorki meira né minna en 3300 kr., tímaritsgrein eftir Karl Sapper á 1100 kr. og fuglagrein eftir A. Newton á 1500 kr. Verzlunar- og hagfræðibæklingar fóm yfirleitt dýrt, dýrastnr þó sá sem minnst snerti Island „PhUocos mus“ á 4500 kr., en f þvf riti er að- eins kafli um Island. Útvarpshús — Framhald af bls. 1. rannsókn og atfiugun á hentugu húsnæði fyrir íslenzka sjónvarp ið. Hafa mörg hús verið skoðuð. Nú er líklegt að ákvörðun verði tekin eftir fáeina daga í málinu og er það stórbygging innarlega við Laugaveginn sem helzt kem ur til greina. Þar verður sjón- varpið til húsa fyrst um sinn að minnsta kosti. — Og hvenær teljið þér að íslenzka sjónvarpið geti hafið starfsemi sína? — Á næsta ári. Og það er von okkar að það geti orðið fremur fyrri hluta ársins en síðari. Und irbúningur allur gengið vel, tæknihjálp og vélar yerið fengn ar frá Norðurlöndum og þaðan hafa komið sérfræðingar okkur til ráðuneytis. — Hvað verður dagskráin löng? — Tveir tímar til að byrja með, eða rúmlega það. — Hvenær ráðið þér sjón- varpsstjóra, þ.e.a.s. dagskrár- stjóra og starfsfólk sjónvarps- ins? — Það verður nú á næstunni, alls um 30 manna starfslið. í athugun er nú um launaflokka- skipun hins íslenzka sjónvarps- fólks en senn verða stöðurnar auglýstar lausar. til .umsóknar. n,^íðan verður starfsliðið sfint ut- an til Norðurlanda til þjálfunar og öflunar reynslu í sjónvarps- málum. — Og hvernig haldið þér að íslenzka sjónvarpið standi sig í samkeppninni við það banda- ríska? Viljið þér láta loka því? — Við skulum bíða með það í bili að ræða það efni. Aukaaðalfundur K.D.R. verður haldinn á Hótel Skjaldbreið miðvikudaginn 16. júní og hefst kl. 20.30. DAGSKRÁ: L Kosinn fundarstjóri og fundarritari. 2. Stjómarkreppa 3. Gefið yfirlit yfir fjárhag fráfarandi stjórnar. 4. Kosinn formaður og 4 menn í aðalstjórn og 2 menn í varastjóm. 5. önnur mál. ADk dómarar innan K.D.R. velkomnir. Knattspyrnuráð Reykjavíkur Notað timbur Til sölu gott notað timbur mjög ódýrt. 2x4 og 2.5x6, panel, þakjárn o.fl. Uppl. í síma 24954 og í síma 21673 eftir kl. 7 á kvöldin. NÝTT AflAMET Um 200 skip komin ó miiin Um 200 skip eru nú komln á síld armiðin, en að minnsta kosti álfka mörg og I fyrra munu stunda veið amar (þá 233). Nýtt síldveiðimet var sett sein- asta sólarhring — 52 skip fengu samtals 58.550 mál. Miðað er við sólarhringinn frá kl. 7 f gærmorgun til kL 7 f morgun. Aflinn reyndist þannig öllu meiri en sólarhringinn næsta á undan, en hann vaf bezti afla-sólarhringurinn frá upphafi síld arvertíðarinnar við Austurland. Aflinn fékkst svo til á sömu veiði slóðum, út af Langanesi, aðeins vestar og norðvestar þó. Gott veður var á síldarmiðunum sl. sólarhring og góð veiði 140 míl- ur austur frá Rauðanúp. Allar þrær sfldarverksmiðja á Austurlandi eru nú fullar og halda nær öll skipin til Eyjafjarðarhafna eða Siglufjarð ar. Samtals voru 52 skip með 58. 550 mál. Sólfari 1200, Svanúr ÍS 800, Hilm ir 450, Gjafar 1450, Björn Jónsson 100, Hafrún NK 600, Gnýfari 200, Hannes Hafstein 1700, Björg NK 900, Bára SU 900. Náttfari 1000, Grótta 1400, Eldborg 1500, Ásbjörn 1500, Akraborg 1400, Snæfell 1500, Mummi 900, Vonin 1250, Pétur Sig urðsson 1200, Halldór Jónsson 950, Stígandi OF 350, Súlan 1500, Pétur Jónsson 500, Fróðaklettur 1600, Sunnutindur SU 900, Arnfirðingur 1200, Halkion 1500, Baldur EA 700, Straumnes 500, Gunnhildur 500, Haraldur 1600, Björgvin 1650, Guð- björg OF 850, Bjarmi II. 1700, Sigl- firðingur 1650, Björgúlfur EA 600, Skírnir 800, Bjartur 1800, Hrafn Sveinbj. III. 1300, Gylfi II. 400, Ás- þór 1200, Þorbjörn II. 1450, Hafrún 1800, Hamravík 1450, Guðbjörg GK 1300, Guðm. Péturs 1500, Oddgeir 1300, Eldey 1100, Fagriklettur 900, Runólfur 1000, Guðrún GK 1600,1 Guðrún Guðlaugsd. 1600. Loftíeiðir bjóða hingað bandarískum blaðam. Fimmtán bandarískir blaðamenn, karlar og konur, koma hingað 16. þ.m. að morgni í boði Loftleiða og fara héðan 20. þ.m. Loftleiðir hafa sem kunnugt er margsinnis á undanförnum árum boðið hingað gestahópum, m.a. blaðamönnum frá Ameríku og Evrópulöndum, til þess að kynna þeim starfsemi félagsins, landið og þjóðina. Blaðamennirnir eru frá víð kunnum blöðum og fréttastofnun- um. Blaðamennirnir sem koma að for fallalausu, eru þessir (nafn hvers Róleg hvítasunnuhelgi t gp irP! íiiéfna <r á*I ifignibnsl --luíasV illim Hvítasunnuhelgin var hin róleg asta i BorgarfirÖi og þar fór allt fram með hinni mestu ró og spekt að því er Ásgeir Pétursson sýslu- maður í Borgarnesi tjáði Visi í gær. Tíðindamaður Vísis innti frétta hjá sýslumanni m.a, út af þeim orðrómi sem komst á kreik að unglingar úr Reykjavík hefðu gert sér ferð upþ í Borgarfjörð til að grafa áfengi í jörð ,er síðan yrði nótað til að gæða sér á um hvíta- sunnuna. Sýslumaður svaraði því • til að hvítasunnuhelgin hefði á allan hátt farið friðsamlega fram og hvergi nokkurs staðar verið kvartað und- an ölvun, óspektum eða ágangi fólks. Hins vegar sagði hann að geysimikil umferð hefði verið víðs- vegar I héraðinu, þangað hafi streymt urmull aðkomufólks, en það hafi allt verið aufúsugestir sem í. einu og öllu hafi komið vel og kurteislega fram, sjálfu sér og byggðinni til sæmdar. n3 hf*> 1 msrt'- blaðs í sviga fyrir aftan nafnið). 1. Howard Apter (Travel Agent Magazine). 2. Joseph Carter (Aviat ion Week Magazine). 3. Mfs. de Furia, Barbara Belford (New York Herald Tribune.) 4. Larry Fried (Parade Magazine). 5. Albert Hugh- es (Christian Science Monitor). 6. Nick Karas (True Magazine). 7. Mrs. Melissa McLaird-Mcgowan (aðstoðarmaður Fried nr. 4.) 8. Ed- ward T. Majeski (United Press Newspictures), 9. M. Maury Nort- on (New York Post). 10. Miss Franc es Shemanski (New York Journal American). 11. Miss Mary Strass- meyer (Cleveland Plain-Dealer). 12. James H. Vinehester (Readers- Dig- est New York Times). 13. Miss Nancy Winters (Today’s Secretary Magazine). 14. George E. McGrath (Loftleiðir U.S. kynningarstjóri). 15. Jofin,J. Loughery (Loftleiðir U.S. sölustjóri). Farsklpia unhald at bls. I. í dag og lestar síðan saltfisk á Austfjarðahöfnum og víðar til Englands. M. a. fer skipið inn ttl Grindavikur, en það mun vera fyrsta íslenzka fraktskip- ið sem fer þar inn. Herjólfur er eina sl...j Ríkisskip í Reykja víkurhöfn og fer skipið kl. 21 í kvöld til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Iðnaðarhúsnæði 150 ferm. iðnaðarhúsnæði á jarðhæð til leigu, tilvalið bílaverkstæði. Sími 23942 kl. 7-8 í kvöld. LÓAN tilkynnir Nýkomnar amerískar eftirtaldar vörur í úrvali: Telpna- og drengjajakkar og blússur — Ny- lonúlpur á 1—6 ára — Sólföt fyrir telpur og drengi — Skriðbúxur — Sokkabuxur — Pólóbolir. Höfum einnig telpnakjóla, aldur 1-14 ára í úrvali o.fl. vörur. BARNAFATAVERZL. LÓAN Laugavegi 20B (gengið inn frá Klapparstíg móti Hamborg). Reiðhjól Ný ódýr reiðhjól fyrir drengi og telpur. LEIKNIR s/f Melgerði 29, Sogamýri. Sími 35512. MIÐSTÖÐVAKATLAR Miðstöðvakatlar 3-4-6 ferm. að stærð með tilheyrandi kynditækjum óskast. Uppl. í síma 50449. íi*íSl a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.