Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 15
V í S IR . Fimmtudagur 10. júní 1965. RACHEL LINDSAY: ?5 EManaawtmaaaEag ÁSTÍ PJVE hafið fyrir neðan og tók þakksam- lega við tímf» tum, sem flugfreyjan rétti. Og henni fannst ekki smá- stund liðin frá því lagt var af stað og var þó flugvélin allt i einu komin yfir Suður-Frakkland. Flug- freyjan kom með hressingu. Og brátt var lent í Nizza. Undir eins og Rose kom út úr flugvélinni hneppti hún frá sér káp unni. Það var heitt af sólu og him inninn blár. Hafi henni þótt flugsttöðin svipuð flugstöðvum á Bretlandi og hvarf sú tilfinning á leiðinni, er ekið var inn í Cannes. Og nú var hún sannast að segja dálítið smeyk, svo smeyk að hún lagði aftur augun sem snöggvast, því að svo hratt var ekið, að þgð mundi alls ekki leyft á Englandi, en bíl- stjórinn var kæruleysislegur á svip, með húfuna aftur í hnakka, og blístraði hvert lagið af' öðru. Það var ekki fyrr en komið var inn í Cannes, sem hún áræddi að fara að líta í kringum sig að ráði. Þetta var enn snemma sumars en meðfram strandvegmum stóðu bíl- arnir hvarvetna þétt hiið við hlið. I fjörunni vorú marglituð tjöld og sólhlífar og hvarvetna gat að líta fólk á öllum aldri. Hún veitti at- hygli gistihúsanöfnum sem hún kannaðist við úr blöðum og ferða- pésum. Það var eitt með turni. Það var Carlton-gistihúsið, og þarna við skrautlegasta af öllum Hotel la Plage. Bifreiðin nam staðar við aðal- innganginn og það var búið að kippa töskunum hennar úr bílnum áður en hún vissi af. - Ég er ekki gestur hér, sagði hún til skýringar ungum manni, sem var henni hjálplegur með tösk urnar. Ég á að vinna hérna — í blómaverzluninni. Getið þér ekki vísað mér til herra Ferriers? Ungi maðurinn brosti út undir eyru og sagði á ensku með sterk- um amerískum hreim: — Allt í lagi, ungfrú, þessa leið. Hún fylgdi honum eftir, nánast með öndina í hálsinum. Henni varð litið á allt blómaskraútið í forsaln um og varð kvíðin, — ef starfið væri nú svona vandasamt, að hún yrði vegin og léttvæg fundin? En svo stappaði hún í sig stálinu, það mundi allt ganga vel. Hún gat ekki nugsað lengur um þetta því að ungi maðurinn nam nú staðar og barði á dyr við end- ann á löngum göngum. Og nú stóð hún augliti til aug- liti við monsjör Ferrier. Henni fannst hann líkari leynilögreglu- manni í einni af sögum Agötu Christie en yfirmanni blómaverzl- unar. Hún heilsaði honum og sagði tll nafns síns og á næsta augnar- bliki var hann búinn að gefa fyrir skipanir varðandi farangur hennar, og svo bað hann hana að koma með sér til þess að líta á blóma- deildina, en í gistihúsinu voru margar verzlunardeildir, hver ann- ari skrautlegri. — Frú Rogers er margbúin að hringja, sagði Ferrier. Hún gaf yður beztu meðmæli sín og það nægir mér. Gestir okkar eru hinir auðugustu og vandlátustu í heimi, er mér óh^tt að segja, — margar ungar stúlkur mundu grípa tæki- færi eins og það, sem þér hafið fengið, bara til þess að fá tæki- færi til þess að kynnast gestum okkar . . . Hann yppti öxlum og horfði á hana. — Stundum finnst mér, að þær líti á þennan stað eins og hjúskap- armiðlunarstöð. — Þér þurfið ekkert að óttast, sagði Rose hæversklega, ég el ena ar slíkar hugmyndir; Henni veittist erfitt áð skella ekki upp úr, er hún sá áhyggju- svipinri á Ferrier. — Væna mín . . ég ber engan kvíðboga varðandi yður. Frú Rog- ers . . . — Þekkið þér frú Rogers?, greip Rose fram í fyrir honum. — Auðvitað þekki ég frú Rogers, sagði Ferrier og var á svipinn, eins og það hefði gengið alveg fram af honum, að hún slcyldi hafa varp- að fram slíkri spurningu. Það var enginn annar en maðurinn hennar, sem byggði þetta gistihús. Og ég væri ekkert hissa á, að hún væri enn stærsti hluthafinn. Þannig var þá í pottinn búið, hugsaði Rose. Það var engin furða, að hún hafði fengið starfið. Ferrier fyledi henni upp til þess að sýna henni herbergi hennar. Hún nam staðar í dyrunum furðu I lostin. — Mér datt ekki í hug, að ég i ætti að húa svona í skrautlegu herbergi, hvíslaði hún. — Það er einfaldari búnaður í herbergium hins starfsfólksins, sagði Ferrier, en frú Rogers mælti svo fyrir, að þér skylduð fá þefta herbergi. Rose leit betur um sig í svefn- herberginu, sem var mun stærra en stofan heima hjá henni í Devon. — Ef þér gætuð byrjað á föstu- dag, sagði Ferrjer .... — Ég vil gjartian byrja þegaf í fyrramálið, svaraði Rose. Hann horfði á hana svo undr- andi, að það var eins og hann hefði misst málið. — Það var ákaflega vinsælt af frú Rogers að útvega mér þetta J starf, sagði Rose, en ég vona, að ; þér Iítið ekki svo á, að þér séuð ■ skuldbundinn til þess að hafa mig afram, ef yður fellur ekki við mig. Og enn óx undrunin í svip Ferr- i ier, og hann gat fátt sagt, nema fullvissað hana um, að húri mundi reynast hið bezta í starfinu — og | frú Rogers hefði sagt honum o. s. | frv Rose geðjaðist vel að honum og var hin vonbezta og þegar hann 1 var farinn hneig hún niður í stól og fann fyrst nú hvé þreytt hún , var. — og svöng. Ferrier hafði ekki | sagt neitt um hvar hún ætti að | neyta miðdegisverðar. Það hlaut | að vera kominn sá tími, er fólk ’ gengi til máltíðar, hún yrði að hafa hraðan á og hafa fataskipti. Og að þyí ; .)pknu fór hún niður. y’iypniicriiii; nn«"— ,spm þafði. 'venS 'henni hiálplegur, vísaði h.enni ; inn í matsal starfsfólksins, og gat! bess, að maturinn væri ágætur, 1 bað mundi hún komast að raun um. Húsgögn voru ekki eins skraut- leg þarna og annars staðar, blátt I áfram en snotur, og engin blóm ; á borðum. en samt viðkunnanlegt. ! Og pilturinn hafði engu logið um ; matinn. Hið eina, sem henni þótti J miður var, að hún var eina kon- an þarna, en henni var sagt, að flestar konur sem ynnu á gistihús- inu borðuðu miðdegisverð heima hjá sér. Annars hefði pilturinn sagt, að hún gæti sern bezt látið ‘enda sér matinn upp ; herbergi hennar. Þegar hún hafði lokið máltíð sinni fór hún út að ganga og gekk veginn með ströndinni. Það var dimmt og hlýtt. Niður sjávar barzt að eyrum hennar, angan blóma og sjávarseltu barst að vit- um hennar — margmenpi var hvar vetna og það fór ekki fram hjá henni, að margur ungur maðurinn leit hana hýru auga og með eins og dálítilli undrun í svipnum yfir, að hún skyldi vera hér „alein úti að ganga“. Klukkan var ekki nema tíu, þeg ar hún kom aftur. ?:ssísrscv«aB" •- Þú ættir að vera kominn í háttinn, sagði hún ertnisleaa við lyftudrenginn. — Ég verð nú samt að vera hér til miðnættis, ég. er-eiginlega fyrir ' "no. Hann er að gifta sig í dag. Hann opnaði dyrnar fvrir henni. — Á ég að bíða eftir yður?. spurði hann. — Nei, þökk sagði húh, ég fer ekki niður aftur. Hann horfði á hana alveg undr- andi. — Ætlið þér ekki niður aftur? Klukkan er ekki nema 10 — og það er ekki fyrr en nú sem „ballið byrjar“. — Mér er sama, — ég á að fara snemma á fætur í fyrramálið. Hún brosti enn er hún lokaði dyr unum á svefnherbergi sínu. Ég má ekki láta skrautlegt umhverfi og það aþt hafa áhrif á mig. Svo fór hún inn í baöherbergið og lét renna í kerið. 3. lcapituli Nokkur tími var liðinn og Rose var farin að kynnast öllu og átti þegar allmarga kunningja. Hún bylti sér í sanciinum og lagðist svo á grúfu og andvarpaði af ánægju. Og hún hugsaöi sem svo, að ekki væri hann svo vitlaus þess’i franski siður, að hafa tveggja klukkustunda hlé til mál- tíðar og hvíldar. Það var svo á hverjum degi, að allar hennar áætl anir um að fara í búðir og til þess að skoða sig um inni í bæn um kollvörpuðust, því að sjórinn og sólsk'inið lokkuðu hana á bað- fjöruna, — á hillum grasbrekkn- anna fyrir framan gistihúsið voru borð við borð og hvarvetna setið að snæðingi, en hún var ánægð rneð að fara með nest'ispakkann sinn niður í fjörúna og njóta ein- verunnar þar, en þær stundir voru þær einu, sem þar varð notið ein- rvéfu ' Það voru talsvert margár skyld ur lagðar henni á herðar í hinu nýja starfi. Auk þess sem hún annaðist afgreiðslu í sjálfri blóma búðinni var henni falið að sjá um alla skreýtingu innan veggja gisti hússins. Henr.'i heppnaðist allt jafnan vel og eitt sinn hrósaði monsjör Ferri er henni í allra áheyrn fyrir skreyt ingu á borðsalnum. Hún hafði líka lagt mikla vinnu í þetta — og hún reynd’i að láta sér detta eitthvað nýtt í hug dag hvern. Og allt heppnaðist vel — um það þurfti hún ekki að vera í vafa. — Ég réði yður vegna tilmæla frú Rogers, sagði monsjör Ferrier við hana eitt sinn, er hann kom til hennar' þar sem hún var að skreyta borðin í borðsalnum ... en ég er fús til þess að ráða yður til frambúðar sjálfrar yðar vegna. Og slíkt hrós . hafði aldrei fyrr komið yfir hans varir. í byrjun fór hún árla morguns hvern dag á blómasölutorgið til þess sjálf að velja þau blóm, sem hún þurfti á að halda eða til sölu þann og þann daginn, en brátt tók hún upp það fyrir komulag að láta þá senda henni blóm eftir eigin; vali beint í blómasöluna í gisti-! húsinu. Gafst það vel, enda var! þmr.i i.iósf sjálfum, að það borgaSl SÍO þegt, aS 1 ðta gistihúsin fá Iwfi iibiits s§m VP) yar á, — þau gátu bor-að, en myndu þegar 'hætta viðskiptum ef þau fengju ekk; það bezta sem fáanlegt var. Flún setti á sig sólgleraugun og velti sér á bakið, úti á víkinni vögguðust lystibátar og snekkjur á sjónum, sem aðeins gáraðist. Eigendur margra át'tú heima I La Afgreiðslu VISIS í Vest-} ^ mannaeyjum annast | Bragi Ólafsson, sími 2009. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða 1 IJtsölusr.aðir VÍSIS á | Suðurnesjum eru: Vogar: Klöpp, Pétur Jónsson. Grindavík: Verzl. Aldan Sandgerði: Bókabúð Axels. Gerðar: .......... Verzlun Sjörns Finn* öogasonar. Keflavík og Njarð- yjkur: Georg Ormsson. Keflavjkurfiugvöllur: Sölu- og veitingavagn nn. Aðuilstöðin. j^Útsölur VISIS í Árnes-1 ! j sýslu eru: Hveragerði: Verzlunin Iteykjafoss Seifoss: Kaupfélagið Höfn. J Arinbjörn Sigurgeirs- son. f Eyrarbakki: Lilian (, Óskarsdófíir. I Þoriákshöfn- Hörður * 1 i SinrauinfiRnn Köngulóarættbálkurinn, þess- ar e’inkennilegu verur hafa verið önnum kafnar og hamingjusam- ar við að sá fræinu sem Ururu- menn komu með handa þeim og að búa til ýmis áhöld og skart- gripi sem Tarzan kenndi þeim að búa til, Miti höfðingi gefur óvænta komu sína til kynna með merkjum. Tarzan Ururumennirn ir vinir okkar eru ao koma aftur Miti höfðingi segir að okkar bíði mikil hætta. virka daga kl. 9-20, nema | laugardaga ki. 9-12.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.