Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 10
t t r / V I S I R . Fimmtudagur 10. júní 1965. bor: r: f* 'V o j ^ oUí- ö borgin í dag SLYSAVARÐSTOFAN Opið allan sólarhrmgmn Sinv, 21230, Naetur- og helgidagsla'Kni- i sama slma Næturvarzla vikuna 5. — 12. júní Reykjavíkur Apótek. Næturvarzla í Harfnarfirði að- faranótt 11. júní Guðmundur Guðmundsson Suðurgötu 57, sími 50370. Ctvarpið Fimmtudagur 10. júní. .Fastir liðir eins og vanalega. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp. 18.30. Danshljómsveitir leika. 20.00 Píanókonsert Gísli Magnús son og Sinfoníuhljómsveit íslands leika. 20.20 Raddir skálda: Or verkum Þorsteins frá Hamri. 21.05 Gestur í útvarpssal: Alex- ander Ivanoff bassasöng- vari frá Sovétríkjunum. 21.30 Norsk tónlist: Johan Svend sen, Baldur Andrésson ' cand. theol. flytur erindi með tóndæmum. 22.10 Kvöldsagan: „Bræðurnir" eftir Rider Haggard séra Erriil Björnsson les (18). 22.30 Djassþáttur, Jón Múli Árna son velur músikina og kynnirihana. 23.00 Dagskrárlok. Sjónvurpið Fimmtudagur 10. júní. 17.00 17.30 18.00 18.30 19.00 19.30 20.30 20.30 21.30 22.30 23.00 23.15 Saga flota Bandaríkjanna. Þáttur um stjórnmálastefn ur. Að segja sannleikann. Ripcord. Fréttir. Beverly Hillbillies. Synir mínir þrír. Skemmtiþáttur Jimmy Dean. The Defenders. Þriðji maðurinn. Fréttir. Kvikmyndin „Áhætta." Spáin gildir fyrir föstudaginn 11. júní. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Ekki er ólíklegt að þú hafir annríki mikið í dag, og gangi þó ekki undan eins og þú vildir, fyrir vafstur og tafir og smámunasemi annarra. Nautið, 21. apríl til 21. mat: Fréttir kunna að berast þér til eyrna, sem hafa talsverða þýð ingu fyrir þig, en ef til vill áttarðu þig ekki á því strax. Farðu gætilega í peningamál- um í kvöld. Tvfburamir, 22. maí til 21. júní: Ræddu við áhrifamenn þau mál sem þú vilt koma í j framkvæmd. Hafðu stjórn á skapi þínu heima fyrir, annars er hætt við deilum og ósam- komulagi. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Nú er eitthvað að gerast að tjaldabaki, sem á eftir að hafa mikla þýðingu fyrir þig og framtíð þtna. Forðastu að valda umtali og leggðu ekki trúnað á orðróm. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Nauðsyn ber til að þú sýnir varúð og gætni I öllu, sem varð ar fjöldskylduna og þína nán- ustu. Láttu ekki kunningja telja þig á það, sem valdið get ur ósamkomulagi. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept Styttri ferðalög gætu orðlð hin ganglegustu og skemmti- legustu. Hafðu eyrun hjá þér, því að það er ekki að vita nema þú verðir einhvers vísari, sem þýðingu hefur. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Einhverjar tafir geta orðið til þess að þú komir ekki aðkall- andi störfum í verk. Hætt við að sumt gangi úrskeiðis og velti á ýmsu, en reyndu að -taka öllu með jafnaðargeði. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þér kann að finnast sém þú sért að einhverju leyti utan- veltu fyrri hlíita dagsins, og að þú hafir ekki þau tök á hlut- unum sem skyldi. En þetta lag ast með kvöldinu. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Ef þú finnur til óvenju legrar þreytu fyrri hluta dags- ins, ætturðu að hvíla þig og fresta öllum ákvörðunufn og störfum um stund. Þegar á dag líður, verður allt auðveldara. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þér kann að finnast allt örðugt og öfugsnúið fyrri hluta dagsins, en eftir hádegi verður allt strax betra. Gættu þess að láta ekki aðfinnslur hrinda þér úr jafnvægi. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Taktu ráð og tillögur annarra, einkum þeirra yngri, til gaumgæfilegrar athugunar. Farðu gætilega hvað snertir alla verzlun og viðskipti og frestaðu samningum. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Það er ekki ósennilegt að þér detti ýmislegt í hug í dag, sem þú ættir að athuga betur og reyna að koma í fram- kvæmd. Farðu gætilega í um- ferð’inni. VIÐTAL DAGSINS Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níels syni ungfrú Bryndís Helga Sig- urðardóttir og Jónas Jónasson. (Studio Guðmundar). Á hvítasunnudag opinberuðu trúlofun sína Guðbjörg Friðriks dóttir Tómasarhaga 43 og Þor- Ieifur Eiríksson Tómasarhaga 41. Tilkynning Frá Náttúrulækningafélagi Reykjavíkur. Fundur verður í N. F. L. R. í kvöld fimmtudag 10. júní kl. 8.30 s. d. að Ingólfstræti 22 (guðspeki félagshúsinu) Flutt verður stutt ávarp. Haraldur Z. Guðmunds- son verzlunarstjóri sýnir lit- skuggamyndir úr Evrópuferð m. . a. frá heilsufæðisbúðum í 7 lönd um. Píanóleikur o. fl. Veitingar í anda stefnunnar. Félagar fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Æfing I kvöld kl. 8.30 á Fríkirku vegi 11. Framhaldsaðalfundur kl. 10. ORLOF húsmæðra KÓPAVOGUR Konur Kópavogi. Orlof hús- mæðra verður að þessu sinni að Laugum í Dalasýslu dágana 31. júlí-10. ágúst. Uppl. í símum 40117, 41002 og 41129. — Orlofs- nefnd. REYKJAVÍK Orlofsnefnd húsmæðra i Reykjavík hefur opnað skrifstofu að Aðalstæti 4 hér í borg. Verð- ur hún opin alla virka daga kl. 3-5 e.h. sími 19130. Þar er tek- ið á móti umsóknum og veittar allar upplýsingar. TILKYNNING James A. Willde Hér í dálkinum var rætt fyrir skömmu við ungan Svisslend- ing, sem stundaði nám í is- lenzku við Háskólann í vetur. En það eru fleiri en þeir, sem láta innrita sig í Háskólann, sem koma hingað til lands til þess að nema íslenzka tungu. Um það sannfærðumst við þegar við höfðum tal af Bretanum James A. Willde. — Hvernig stendur á komu yðar til landsins? — Ég kom hingað til þess að læra íslenzku svo að ég gæti lesið fornsögurnar og aðr- ar norrænar bókmenntir beint án þess að þurfa .að notast við þýðingar á ensku. Einnig svo að ég geti betur lesið forn- ensku. — Ég er að hugsa um að vera hér í ár, kom hingað fyr- ir tveim mánuðum síðan. — Og hvernig ætlið þér að nota íslenzkukunnáttu yðar í sambandi við annað nám? — Ne; ég læri íslenzkuna eingöngu fyrir sjálfan mig. — Hvernig hefur verið að kynnast landi ag þjóð- — Ég hef nú lítið farið, eina ferð til Borgarness, en það er fallegt, sem ég hef séð og fólk ð, allir hafa reynzt mér afskap lega vel. — Sumum finnst erfitt að i kynnast Islendingum, hefur yð / ar reynsla verið hin sama? S — Nei alls ekki. Ég kynntist strax Islendingi í flugvélinni á leiðinni hingað, sem bauð mér / heim og t. d. á föstudaginn J langa, þegar ég spurði gest- ‘ gjafa minn á Hótel Vík þar sem ég bý um einhverja staði til þess að fara á, fór hann með mig út á göngu og sýndi mér ýmsa merkisstaði og bauð mér síðan heim á eftir í kaffi og kökur, þið Islendingar takið miklu betur á móti gestum en við heima, alltaf er boðið hér upp á kaffi og heimabakað brauð. Ég held að íslenzkar hús mæður búi til miklu betri mat en tíðkast heima. — Vita Englendingar mikið um ísland? — Nei, það er Iítið vitað um ísland. Ég var t. d. spurður um snjóhúsin hér á Islandi áð- ur en ég fór. Ég er búinn að skrifa eina grein um Island, og sendi blað inu, sem er gefið út i heima- bæ mínum Stockport, einu út- hverfi Manchester. Og ég vonast til að geta sent fleiri. — Ef þér berið saman íslend inga og Englendinga, finnst yð- ur þeir líkir. — Unglingarnir eru alls stað ar eins held ég, þeir halda upp á Rolling Stones og Beatles en mér finnst eldra fólkið, það sem er um þrítugt og þar yfir vera öðruvisi, heima er það bú ið að koma sér fyrir og er vana bundið en hér er það öðru- vísi, kátt og fjörugt hefur enn- þá gaman af lífinu. — Og hvað ætlizt þér fyrir í framtíðinni? — Ég ætla að fá mér vinnu hérna og vonast til að geta ferðazt eitthvað. Eftir að ég fer héðan fer ég sennilega til Tyrklands og fleiri landa. — Ætlið þér að skrifa það- an? — Já, það getur verið. t HE SAIP THAT HE HAD SOMETHIN6 VERY IMPORTANT TO TELL ME--A SECRET. ‘SUPPENLY HE SAIP, 'HERECOMES FRANK!’ ANP REACHEP FOR H/S GUN..." Frétt frá menntamálaráðuneyt- inu. Verkfræðiháskólinn í Þránd- heimi hefur að undanförnu veitt fáeinum islenzkum stúdentum inngöngu á ári hverju. Mennta- málaráðuneytið vekur athygli á því, að umsóknir um námsvist á hausti komanda þurfa að hafa borizt verkfræðiháskólanum eigi síðar en 25. júní. Tilskilin um- sóknareyðublöð fást í mennta- málaráðuneytinu, Stjórnarráðs- húsinu vlð Lækjartorg. Menntamálaráðuneytið, 1. júní 1965. "THEYRANINTO THE FUN ' HOUSE AND STARTEP SHOOTING AT EACH OTHER.' BIFREIÐA SKOÐUN Fimmtud. 10. júní: R-6301 — R-6450. Föstudagur 11. júni R-6451 - R-6600. Gjafa- Hvað skeði Bella, þegar Pete stoppaði þig þessa nótt? Hann sagði bara að hann hefði mjög mikilvægt að segja mér, leyndar mál. Allt I einu sagði hann, hérna kemur Frank og seildist eftir byssu sinni. Þeir hlupu til speglasalarins og byrjuðu skjóta hvor á annan. Hallgrims- kirkju fást hjá prestum lands- ins og I Rvík. hjá: Bókaverzlun Sigf. Eymunds- sonar. Bókabúð Lraga Brjmjólfs sonar, Samvinnubankanum Bankastræti, Húsvörðum KFUM og K 0^ 'iiá Kirkjuverði og kirkjusmiðum HALLGRtMS- KIRKJU á Skólavörðuhæð. Gjaf ir til kirkiunnar má draga frá tekjum við framtöl til skatts. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.