Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 5
 V í SIR . Fimmtudagur 10. júní 1965, útlönd í morgiin utlönd 1 áorgun utlönd i raorgun utlönd í morgun Yeríhrun í Wall Street vegna orðróms um hjartabilun Johnsons Ný tilkynning um „nýju stefnunu" — ný óföSI í Vietnumsty rjöldinni Birt ■ var tilkynning í morgun ftá George Buridey einkalækni Lyndon B. Johnsons forseta, þess efnis, að orðrómur um að forsetinn hefði fengið hjartaslag eða snert af hjartaslagi, hefði ekki við neitt að styðjast. Forsetinn væri við beztu heilsu. Um þetta sann- færðust fréttamenn, er þeir sáu forsetann ganga hressilegan í þragði til skrifstofu sinnar. Orðrómurinn vakti vitanlega gífurlega athyglí, en eins og kunn ugt er hefir forsetinn kennt hjarta bilunar fyrr, en náði sér fyllilega. Alltaf hafa -menn þó haft nokkum beyg af þvi síðar, að m'ikil á- reynsla í forsetaembættinu kynni að hafa alvarleg áhrif á heilsu for setans. Þegar er fréttin barst varð nokk ur lækkun á verðbréfum í kaup- höllinni í Wall Street, en þegar tilkynning Burkleys var birt hækk uðu þau aftur. Nærri samtímis og þetta var að gerast var birt ný tilkynning frá Hvíta húsinu, grein'ilega til þess að draga úr áhrifum tflkynningar- innar sem áður var birt og gaf til efni til þess, að almennt var litið svo á, að ný stefna væri kominn til sögunnar f Vietnam, — þ. e. að Bandaríkjaherliðið myndi nú taka sér stöðu við hlið stjómar- hersins í Vietnam. Var þetta köll- uð hin nýja stefna. í tilkynningunni segir, að ekki sé um breytta stefnu að ræða — meg inhlutverk bandaríska liðsins sé að verja herstöðvar og aðrar stöðvar Bandaríkjkmanna, líf og eignir, en koma til liðs við stjórnarhersveitir þegar þær séu slíks stuðnings þurfi og um slíka aðstoð sé beðið. Fyrri tilkynning, sem skilin var svo að um víðtækari hernaðarað- gerðir yrði að ræða hér eftir og nánara samstarf, var frá utanríkis ráðuneytinu. Var mikið rætt um allan heim um hina nýju stefnu, og var tilkynningin talin staðfesting á því, að hún væri komin til sögunn- ar. Hún gaf og öldungadeildarþing manninum Wayne Morse ástæðu til að lýsa yfir, að nú væri háð banda- rísk styrjöld í Vietnam. Heimsblöð in birtu um þetta allt hverja frétt- ina af annarri. VIETCONG 1 SÓKN. Það hefur verið búizt við mikilli sókn Vietcong að undanförnu og var litið svo á að fyrri bandaríska tilkynningin hefði einmitt verið birt nú í byrjun regntímans, er vænta mátt sóknar Vietcong, til þess að sannfæra kommúnista um, að nú yrði sameiginlegum herafla Banda- ríkjanna og Suður-Vietnam að mæta. Neðan á Gemini IV voru sjálfvirkar myndatökuvélar, sem notaðar voru er White var á geimgöngu sinni. Kvikmynd af ; henni hefur verið sjónvarpað. Judy Holliday er látin 42 ára að aldri. Henni var falið hlutverkið Billie Dawn í „Fædd í gær“, er það var frumsýnt í Fíladelfíu, og fékk hlutverkið vegna veikinda Jean Art hurs. Judy lærði hlutverkið á 3 dög um og hóf það til aukins vegs og vinsælda. — Judy Holliday hlaut Oscarsverðlaun 1951. Hún lék í allmörgum kvikmyndum. — Mikla athygli vakti, er Judy var kvödd fyrir nefnd f öldungadeildinni 1952, nefnd þá, sem rannsakaði „óamer- fska starfsemi". Hún neitaði, að hún væri kommúnisti. Johnson forseti SÓKNIN HAFIN? Ef til vill er þessi sókn þegar hafin. Fréttir í morgun hermdu, að Vietcong-lið hefði vaðið yfir bæ nokkurn 90 km. fyrir norðan Saig- on og hluta af bandarískri herstöð skammt frá. Flugbraut munu Viet- cong-liðar einnig hafa náð á sitt vald. Líklegt er, að báðir aðilar hafi orðið fyrir miklu manntjóni. LIÐ ÁSTRALÍUMANNA OG NÝSJÁLENDINGA. Það vakti ekki litla athygli er Robert Menzies, forsætisráðherta Ástralíu, sagði við fréttamenn I Washington, nýkominn af fundi með Johnson forseta, að Ástralíu- menn myndu berjast við hlið stjórn arhermanna f Vietnam, tók sem sé alveg „sömu línu“ og var í tilkynn- ingu utanríkisráðuneytisins sem fyrr var um getið. Ástralfa hefir nú 900 manna lið í grennd við Saigon. Hins vegar hefir Holyoke forsæt isráðherra Nýja Sjálands lýst yfir, að stórskotaliðið, sem komið er til Suður-Vietnam frá Nýja Sjálandi, muni ekki taka þátt f sóknaraðgerð um, nema samkvæmt beinum fyrir skipunum frá stjóm Nýja Sjálands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.