Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 8
 V í S I R . Fimmti’dagur 10. júni 1965. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjðri; Gunnar G. Schram AOstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrseti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði í lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 lfnur) Prentsmiðja Visis — Edda h.f. i ii— ii iniiai«niiii■ ———1——— » —i Stytting vinnutimans • J>eim tíðindum var fagnað um gjörvallt landið, er fréttist á annan hvítasunnudag að samningar hefðu náðst í kjaradeilunni á Norður- og Austurlandi. Þar með er forðað verkfalli, vinnustöðvun við síldveið- arnar og milljónatjóni fyrir verkamenn og þjóðarbúið í heild. í viðtali sem birtist hér í Vísi við Björn Jóns- son varaformaður Alþýðusambands Norðurlands dag inn eftir samningana sagði hann að í þeim hefði verk- lýðshreyfingin náð áföngum sem tímamót marka. Samið hefði verið um atriði sem ekki hefðu fengizt fram í nær aldarfjórðung. Hér er átt við þá styttingu vinnutímans sem felst í samningunum. Vikulegur vinnufími í dagvinnu er nú aðeins 45 stundir á svæð- inu en var 48 stundir áður, sem kunnugt var. Hér hefur vissulega verið farið inn á nýja og æski- lega braut í kjarasamningum. Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað lýst því yfir að nauðsyn bæri að stytta vinnutímann en hann er hér á landi lengri en víðast hvar annars staðar. Samningamir sýna að hér hefur hugur fylgt máli og nú hefur drjúgum þokast í þessu gamla baráttumáli verklýðshreyfingarinnar. í vinnutímastyttingunni felst veruleg kjarabót, því hún nemur 6.6% kauphækkun verkamanna. Auk þess var samið um 4% beina kauphækkun svo alls nemur kaupbótin, sem verkamenn norðanands og eystra fá í sinn hlut nær 11% hækkun launa. Það er vissulega mikil hækkun og atvinnuvegunum kostnaðarsöm, eins og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands- ins Björgvin Sigurðsson benti á í viðtali hér í blað- inu. Er reyndar enn óséð hvernig sumar atvinnu- greinar fó undir henni risið. En mest er um vert að þessar verulegu kjarabætur reynist raunhæfar en verði ekki enn til þess að efla verðbólguskriðið. Hljóta ráðstafanir ríkisvaldsins í þá átt óhjákvæmi- lega að fylgja í kjölfarið. Hótanir Þjóðviljans ^lmenna furðu vekja viðbrögð þeirrar kommúnista- klíku, sem Þjóðviljanum stjórnar, við kjarasamning- unum fyrir norðan og austan. Ber Þjóðviljinn í gær fyrir sig orð ýmissa hafnarverkamanna um það að verkamenn hér sunnanlands séu „reiðir og rasandi“ eins og blaðið orðar það, yfir samningunum fyrir norðan, telji í þeim allt of skammt gengið og sjálf- sagt sé að leggja til verkfallsatlögu hið fyrsta. Erfitt er að sjá hvaða tilgangi slík skrif geta þjónað í miðj- um samningum við sunnanfélögin öðrum en þeim að vekja úlfúð og óeindrægni og æsa til vinnudeilna. Er ljóst að þau eru fremur sprottin af valdabaráttu innan kommúnistaflokksins en umhyggju fyrir hag verkamanna og annarra launþega. Forystu Dags- brúnar, Hlífar og annarra verklýðsfélaga hér sunnan lands er treystandi til þess úð láta Qgranir Þjóðvilj- ans sem vind um eyru þjóta. BLIKFAXI íer í útsýnis- flug á sunnudagsmorgna Náttúruskoðendur hafa nú > orðið um eina leiðina enn að velja, þegar þeir vilja skoða landið. Áður var hægt að fara fótgangandi, ríðandi eða akandi, en nú er líka hægt að fara fljúgandí. Útsýnisflug sýnir mönnum landið frá nýjum sjón- arhól. Eitt af verkefnum Blikfaxa, hinnar nýju Fokker-Friendship flugvélar Flugfélags íslands, verða vikuleg útsýnisflug á sunnudagsmorgna kl. 10. Tveggja og hálfs tíma flug kost- ar 1200 krónur fyrir manninn. Varla er hægt að hugsa sér heppilegri flugvél til útsýnis- flugs og stafar það bæði af því, að vængir vélarinnar eru ofan á skrokknum og skyggja ekki á útsýni, og að gluggar vélar- innar eru mun stærri en menn eiga að venjast. Um tvær leiðir er að velja, og verður ekki ákveðið, hvor leiðin verður farin, fyrr en flugvélin leggur upp hverju sinni. Önnur leiðin liggur um Vesturland og Vestfirði, allt norður að Horni, en hin leiðin er um Suðurland, allt milli Surtseyjar og Hofs- jökuls. Það var þessi seinni leið, sem var farin í fyrsta útsýnisflugi sumarsins á hvítasunnudag. í fyrstu leit illa út um veður, en úr því rættist, þegar flugvélin var komin á loft. Sýndi það sig, að sjaldan er vont veður alls staðar á landinu. Meðan skýin grúfðu sig yfir alla vesturströnd landsins, birti til fyrir austan fjall og gerði léttskýjað. Fyrst var flogið yfir Reykja- nesskagann, sem Björn Þor- steinsson leiðsögumaður kallaði mikilvirkustu tilraunastöð skap- arans í landasmíð á jörðinni, og lýsti Björn jarðsögu skagans með áhrifamiklum orðum, allt frá því er Surtseyjargos þess tíma byrjuðu og hlóðu skagann smám saman upp. Haldið var í beina stefnu til Surtseyjar og flogið um hana á alla vegu. Skyggni var mjög gott og gosið í syrtlingi hið stór fenglegasta að sjá. Þar var greini lega komin í ljós lítil eyja. Við og við gusu miklir eimyrkju- bólstrar nokkra tugi metra í loft upp, svartir og illúðlegir, en stöðugt lagði mikinn, hvítan mökk upp af eynni. Lítil, hæverskleg reykjarmæna stóð upp úr Surti í Surtsey. Enn var ekki orðið nógu hreint loft inni yfir landinu, svo nú var flogið austur með ströndinni, um Eyjafjallasveit og Mýrdal austur á Mýrdals- sand og snúið þar við. Því næst var haldið inn Fljótshlíðina allt inn í Þórsmörk, þar sem þrír langferðabílar og nokkur tjöld stóðu í Húsadal, og birtist þarna úr lofti hin hrikalegasta fegurð. Þá var snúið við og haldið yfir Rangárvelli, Land og Þjórsá, yfir Hreppafjöll að Gullfossi, sem óneitanlega tekur sig ekki síður út úr lofti séð en af jörðu. Þá var haldið inn á Kjöl, Hvítár- vatn og Langjökull skoðaður úr lofti. Síðan var spúið beint til höfuðborgarinnar og flogið m.a. yfir Jarlhettur, Bláfell, Lyng- dalsheiði, Þingvöll og Mosfells- heiði. Við Laugarvatn voru miklar tjaldborgir hvítasunnu- ferðafólks, en allt virtist frið- samt og kyrrt í þessum tjald- borgum enda ekki enn komið hádegi á sunnudegi og flestir líklega sofandi- Alla leiðina var hið prýði- legasta skyggni ti} jarðar og gátu menn óhindrað séð víða vegu. Flugvélina bar svo hratt yfir, að menn máttu hafa sig alla við að fylgjast með öllu athyglisverðu í landslaginu, en þarna má segja, að allt Suður- land hafi verið skoðað á hálfum þriðja tíma. Blikfaxi er mjög þægilega innréttaður, hljóðlítill og vel loftræstur, og gefur beztu milli- landavélum ekkert eftir í þeim efnum. Unnið að myndun stoínlána deildar Verzlunarbankans Á fundi Kaupmannasamtak- anna sem haldinn var í gær tók m.a. til máls Höskuldur Ólafs- son bankastjóri og skýrði nokk uð frá starfsemi Verzlunarbank- ans. Hann sagði þar að brýn- asta verkefnið í starfsemi bank ans sem von væri nú til að kæmist á i náinni framtíð B væri stofnun Stofnlánadeild- ar. Þá skýrði hann pg frá því, að starfaðstaða bankans í Bankastræti 5 myndi mikið batna, þegar rúmgott viðbótar- húsnæði í byggingunni yrði tek- ið í notkun. Þá yrði afgreiðslu- fyrirkomulagi breytt, tekið upp IBM kerfi við allar færslur, með gataspjaldafyrirkomulagi og myndi þessi tækni spara manna hald. Bankastjórinn sagði, að Verzl unarbankinn hefði mætt velvild og skilningi stjórnarvalda varð andi stofnun stofnlánadeildar. Hefði það mál verið rætt við ráðherra og kynnt stjórn Seðla bankans. Kvaðst hann gera sér vonir um að málið kæmist heilt í höfn í ár. Hann kvað bank- ann telja mikið á sig leggjandi að slík stofnlánadeild kæmist á fót, Hugmyndin væri að hafa það fyrirkomulag á henni að komizt yrði hjá beinni aðild ríkisvaldsins, líkt og Verzlunar bankinn hefur verið sjálfstæö stofnun. Gerði hann ráð fyrir að stofnlánadeildinni yrði kom ið þannig á fót, að hlutafjár- upphæð þankans yrði aukin um 10 milljónir, sem mætti dreifa á fimm ár, svo að auðveldara væri að þera þær greiðslur. Með þvi væri væntanlega fenginn nógur grundvöllur til útvegun- ar lánsfjár og útgáfu vaxtar- bréfa. Um starfsemi Verzlunarbank- ans sagði hann, að hún væri í stöðugum vexti. Nú eftir að sú ákvörðun hefði verið tekin að kaupa allt húsið Bankastræti 5, væri bankanum þar 'með tryggð miðstöð á mjög góðum stað í bænum og myndi fasteignin Frgnska kvikmyndin ,,Rififi“, sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum, var sérstök. „Rififi í Tokíó“ er keimlík að einu leyti: fjallar um bankainnbrot, framið af list og kunnandi. Örlögin eru látin grípa í taumana einmitt þegar allt virðist fengið: tákn- rænt fyrir lífsviðhorf suðrænna þjóða. Kvenhetjan i fyrri „Rififi“ er látin segja: „Þið fallið á eigin bragði fyrr eða síðar“ og beindi orðunum til þorparanna. Það kom á daginn. Sama sagan endurtekur sig í „Rififi í Tokió" — pjakkarnir fá fjúk, eins og fyrir dómsorð þess, sem öllu ræður, Þessi kvikmynd er bragðbætt með frumlegum atriðum, t. d. þegar kona rafeindafræðingsins gefur blíðu sína. — stgr. Vesturgata 2, sem bankinn áð- ur keypti fyrir starfsemi sína þá verða seld. Hann sagði frá þeim árangri sem opnun útibúa á Laugavegi 172 og í Keflavík hefði gefið. Starfsemin kæmi til með að byggja á því í fram- tíðinni að hafa sem flestar af- greiðslur og útibú. Slíkt stuðl- aði og að því að dreifa álagi á aðalbankanum. Tokíó Kona rafeindafræðingsins fellur fyrir hollenzka ævintýramann- inum. kvi my: k, na: Lr Gamlo bíó: fkvik 1 jmyndU'l MH 1 Rififi \ I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.