Vísir - 15.06.1965, Síða 7
7
í SIR . Þriðjudagur 15. júni 1965.
Greinargerð Christrups
lögmanns i handrita-
málssókninni rakin
H irmlle lovon om udlereringen af de idumkl
' unnar L. Christrup hæsta-
^ réttarlögmaður stefndi í sið
ustu viku danska kennslumála
ráðuneytinu til ógildingar á lög
unum um handritaafhendingu.
Mörgum mun þykja forvitnilegt
að kynnast því á hvaða rökum
lögmaðurinn byggir málssókn
sína. 1 málinu verður hann m. a.
að byggja málatilbúnað sinn á
sjálfri erfðaskrá Áma Magnús-
sonar ,en eins og kunnugt er af
ýmsum skrifum um það efni eru
mörg vafaatriði i sambandi við
þá erfðaskrá. Hér verður nú á
eftir rakin kafli úr greinargerð
þeirri sem Christrup lögmaður
lét fylgja stefnu sinni í málinu:
"tTinn 6. janúar 1730 sömdu
Árni Magnússon prófessor
við Kaupmannahafnarháskóla
og eiginkona hans Metta Magn-
ússon erfðaskrá þar sem þau
því sama ári.
Vegna sérstakra fjárhagsskipta
milli prófessorsins og rentu- ■
kammersins var ekki hægt að f
ljúka búskiptum fyrr en 1756. |
Það drógst því að semja skipu »
lagsskrá fyrir sjóðinn og áður g
en það var framkvæmt dóu þeir
báðir skiptaráðendumir. Þeir
höfðu þó hvor fyrir sig samið
uppkast að skipulagsskrá og i
sjóðurinn hafði þegar tekið til :
starfa.
Á grundvelli þessara tveggja
uppkasta, sem voru í öllu i.
verulegu samhljóða lét Friðrik f
konungur fimmti semja skipu-
lagsskrá sem var staðfest 18.
janúar 1760.
Aðalatriði skipulagsskrárinnar i
eru svohljóðandi:
„Sjóður Árna Magnússonar
samanstendur af þessum eign-
hdnthhriflor i
Y't**Vgt'árrr *<< f * >>. fiiift ' br( f fwr M>U‘
t 4 _ . * ,. ■ . . »: -----. * • i
«U -■< fUtt *fr;i.w*írm*'*m4w» Kowtmi*. '■ ,
>;».» ittfcr ts J :* « mt\ 4*0* V*tt r*tfi«* t<'W.' ' ' ' ~
' | I eá. jJ
M iit *Íí?
Þannig skýra dönsk blöð frá málsókn Christmps. Þau leggja áherzlu á það, að hann hafi stefnt
sjálfu ríkinu fyrir dómstól. Þykir þetta óvenjuleg málsókn.
jÁrnasafn sjálfstæð stofnun sem
nýtur verndar stiórnarskrárinnar
•/ * ... Stw nnibd va 'srú**Hr>« , ,
kváðu á um, hvernig fara skyldi
með eigur þeirra við fráfall
þeirra. í 4. grein erfðaskrárinn-
ar er það ákveðið, að ef prófess
orinn falli frá fyrr en eiginkon
an skuli allar bækur hans og
skjöl, bæði prentuð og skrifuð
falla til háskólans, en ef hann
lifir eiginkonu sína skuli hann
halda bókum sínum og skjölum
óhreyfðum þangað til hann fell
ur frá.
í 7. gr. erfðaskrárinnar er á-
kveðið að fjármunir þeir sem
ilheyra búinu við fráfall þess
tojónanna, sem Iengur lifir, skuli
• afloknum vissum greiðslum
talla í opinberan sjóð (legat) ög
skuli sá sjóður notaður til að
styrkja einn eða fleiri stúdenta
hverju sinni frá íslandi. Þar er
ennfremur ákveðið að Thomas
Barholín justitsráð og Hans
Granv^, assessor sem vaf kunn-
ugt um óskir arfleiðenda skyldi
falið að semja nánari reglugerð
um starfsemi sjóðsins.
I’ 8. grein erfðaskrárinnar er
ennfremur að sjóðnum skuli
stjórnað af stjórnskipaðri nefnd.
Þá er ákveðið í 9. grein að skipta
ráðendurnir Bartholin og
Gramm skuli hafa algert vald
og heimild til að gera breyt-
ingar á erfðaskránni.
Camkvæmt efni erfðaskrárinn-
ar var aðstaðan þannig sú
að bækurnar og skjalasafnið
skyldu ganga hn í sjóð sem
yrði til góða fyrir íslenzka stúd-
enta, en skiptaráðendurnir
máttu víkja frá ákvörðunum
erfðaskrárinnar.
Hinn 7. janúar 1730 andaðist
Árni Magnússon prófessor og
eiginkona hans 15. september á
um sem hinn látni gaf til þess
í dánargjöf:
1) Lausa fé sem nú er að
upphæð 13,356 ríkisdalir, 1 mark
og sex skildingar.
2) íslenzk og önnur handrit,
og að mestu leyti óprentaðar
bækur, samkvæmt bókalista sem
gerður hefur verið.
3) Prentaðar bækur, sem all
ar eru nefndar hver á sínum
stað f bókalista Háskólabóka-
safnsins og skuiu um eilífð
verða notaðar til að upplýsa og
stuðla að þvf, að á prent komist
allt sem varðar norræna sögu,
sögu Danmerkur, Noregs og
þeirra landa sem undir þau
heyra, sögu þeirra, tungu og
fomieifar, þar á meðal frásagnir
um gamla tíma á Norðurlönd-
um, landafræði, lög, venjur, siði,
Iifnaðarhætti, listir, vísindi,
myntgerð, minnismerki og allt
annað þvílíkt. Og að þessu skuli
vissir styrkþegar og skrifarar
stöðugt vinna að undir eftirliti
og stjóm sjóðsstjórnenda eftir
reglum sem hér verða nánar á-
kveðnar“.
Af þessum ákvörðunum má
sjá, að s(i breyting hefur
verið gerð á ákvæðunum frá
því sem stóð f erfðaskránni, að
það er ekki aðeins lausafé sem
fellur til sjóðsins heldur einnig
bóka og skjalasafn prófessors-
ins. Það er einnig tekið fram
f skipulagsskránni að eignir
sjóðsins skuli varðveittar með
eignum háskólans og að tveir
forstöðumenn skulu stjóma
sjóðnum, kosnir af háskólaráði.
1 skipulagsskrá eru svo mörg
ýtarleg ákvæði um rekstur og
stjóm sjóðsins, er þar m. a. tek
ið fram að ekkert fmmrit eða
skjal megi lána út nema alveg
sérstaklega standi á og aðeins í
ákveðinn tíma og ennfremur að
ef forstöðumennimir geri ekki
skyldu sína, þá hafi allir og
hver og einn rétt til að kæra
það til háskólans.
Þegar þessi skipulagsskrá var
samþykkt var sjóðurinn þar með
formlega stofnaður, hann ræður
yfir höfuðstól og lausafé, hef-
ur stjóm og hlýtur að njóta
venjulegrar réttarverndar.
lif’eð reglugerð 24. september
1772 var hin fasta Áma
Magnússonar nefnd stofnuð og
eiga sæti í henni hinir tveir for
stöðumenn og fjórir aðrir nefnd
armenn. Þessi nefnd er hinn
raunverulegi stjómandi sjóðs-
ins. Samsetning nefndarinnar og
tala nefndarmanna hefur síðan
breytzt sbr. konungsskipanir
frá 1850, 1883 og 1936. Er nú
ákveðið að í nefndinni skuli eiga
sæti 11 menn, sem eru kosnir
með ákveðnum hætti, þó þann-
ig og hinir tveir forstöðumenn
skulu kosnir af háskólaráði og
eiga þeir að hafa eftirlit á veg
um háskólans sérstaklega með
því að ákvæði skipulagsskrár-
innar séu haldin. 1 núgildandi
reglugerð um þetta segir, að þær
breytingar sem gerðar hafi verið
á stjóm stofnunarinnar breyti
í engu eignarréttarafstöðu Árna
stofnunar eða afstöðu háskól-
ans til hennar.
í þessari konunglegu tilskipun
er byggt á því, — og á öðru
var heldur ekki hægt að byggja,
— að Árna Magnússonar stofn
unin sé sjálfseignarstofnun sem
er undir eftirliti Kaupmanna-
hafnarháskóla og undir beinni
stjórn nefndarinnar.
Slík sjálfseignarstofnun er
sjálfstæð persóna að lögum og
nýtur venjulegrar réttarvernd-
Jslendingar hafa all lengi gert
kröfur um afhendingu á
handritasafni því sem tilheyrir
Áma Magnússonar stofnunni.
Með lögum númer 194 frá 26.
maí 1965 um breytingu á skipu
lagsskrá Áma Magnússonar
sjóðsins hefur nú verið ákveðið
að stofnuninni skuli skipt í 2
deildir, þannig þau handrit og
skjöl stofnunarinnar sem teljast
íslenzk menningareign skuli af-
hent Háskóla íslands til varð-
veizlu og geymslu ásamt með
ákvæði um að hæfilegur hluti
höfuðstóls sjóðsins skuli afhent
ur Háskóla fslands.
Það sem í rauninni gerist sam
kvæmt þessum lögum er að
hluti eigna Áma Magnússonar
stofnunarinnar, bæði hluti hand
rita og skjala og hluti fjármuna
eru afhent íslandi.
það atriði að þessi afhending
er framkvæmd í formi skipt
ingar á Árna Magnússonar stofn
uninni skiptir ekki máli. Það er
bara formsatriði sem er valið
til að reyna að gefa þessum
gemingi réttarlegan grundvöll.
Sé ekki hægt með lögum að
skipa Árna Magnússonar stofn
uninni að afhenda hluta eigna
sinna til fslands, þá er ekki hægt
að fá sömu niðurstöðu með skipt
ingu á stofnuninni.
Það eru aðeins efnisstaðreynd
ir sem skipta máli ekki forms-
atriði.
Sjóður Árna Magnússonar
(Árna Magnússonar stofnunin)
er sjálfseignar stofnun sem hlýt
ur að njóta venjulegrar réttar
verndar fyrir lausafé sitt og
höfuðstól. Með fyrrnefndum lög
um er um að ræða þvingunaraf
sal á lausafé og höfuðstóli.
Clíkt þvingunarafsal er aðeins
hægt að framkvæma svo
framarlega sem skilyrðin sam-
kvæmt 73 grein stjórnarskrár
innar eru fyrir hendi. Sam-
kvæmt því ákvæði er eignarrétt
urinn friðhelgur, og það er ekki
hægt að skylda neinn til að af-
henda eign sfna nema almenn-
ingsheill krefji og þá er því að-
eins hægt að gera það með lög
um og með fullum bótum fyr-
ir.
Því skal mótmælt að tillit til
almenningsheilla krefjist afhend
ingar til Islands á lausafé og
höfuðstól stofnunarinnar. Þar
við bætist að nefnd lög inni
halda engin ákvæði um skaða-
bætur.
Þess vegna er þess óskað að
lög þessi væru dæmd ógild sem
stríðandi gegn 73. grein stjórnar
skrárinnar.
Þar við skal bætt, að þar sem
skilyrði 73. greinar stjómarskrár
innar eru ekki uppfyllt, hefur
löggjafarvaldið enga heimild til
að knýja fram nauðungarafsal
eins og hér er um að ræða né
heldur að framkvæma breyting
ar á ákvæðum erfðaskrárinnar,
þannig að hluti af lausafé og
höfuðstóli sjóðsins skuli afhent
erlendu ríki.