Vísir - 15.06.1965, Síða 16

Vísir - 15.06.1965, Síða 16
<k IR Þriðjudagur 15. júní 1965. Gísli Halldórsson fékk Silfurlampann Gísli Halldórsson leikari hlaut Silfurlampann í gærkveldi á Silfur- lampahátíð Félags íslenzkra leik- dómenda í Þjóðleikhúskjallaranum. Hlaut hann lampann fyrir leik sinn í leikritinu Þjófar, Iík og falar kon- ur. Hlaut hann 425 stig af 600 mögulegum. Næstir Gísla voru Gestur Pálsson með 250 stig fyrir leik sinn í Sú gamla kemur i heim- sókn, og þriðji var Róbert Arn- finnsson með 200 stig fyrir Hver er hræddur við Virginíu Wolf? Aðrir, sem atkvæði hlutu, voru Bessi BJamason, Regína Þórðar- dóttir, Helga Valtýsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfs- son. Handritamálið: CHRISTRUP FÆR MILLJ- ÓN / MÁLFÆRSLULAUN Kaupmannahafnarblaðið Poli- tiken skýrir frá því hinn 10. júni s.l. að málfærslumannslaun G.L. Christrups, hæstaréttarlög- manns i handritamálinu, muni verða um 150 þúsund danskar krónur. Er það tæp milljón ís- lenzkar krónur. Blaðið segist geta upplýst þetta atriði vegna þess að margir hafi í Danmörku furðað sig á því að stjóm Áma- safns skuli leggja í þann mikla kostnað sem málsókninni er samfara. Um það hafi einnig verið rætt við handritaumræð- umar á þingi. Segist blaðið hafa öruggar heimildir fyrir upphæð mála- færslulaunanna sem að framan er getið og kveður Christrup duglegan lögfræðing en mann sem taki jafnan góða þóknun fyrir ómak sitt. Politiken skýrir i sömu grein frá því að Christmp krefjist ó- gildingar handritalaga danska þingsins á grundvelli tveggja meginástæðna: 1) Hér sé um að ræða eignar- nám. Almannaheill krefjist ekki þess eignamáms, þ.e. afhend- ingu handritanna til íslands, og því sé samkvæmt stjórnar- skránni það eignamám ólöglegt. Skilyrði eignamáms sé jafnan að almannaheill krefjist þess. 2) Við slíka gjörð sem upp- töku handritanna og afhendingu eigi jafnan að greiða bætur. Lögin um handritaafhendingu geri ekki ráð fyrir að neinar bætur verði greiddar fyrir upp- töku þeirra. Þá hefur Politiken lagt þá spurningu fyrir Christmp sjálf- an hvað ske muni ef hann vinni málið, en það hefur sem kunn- ugt er verið þingfest fyrir Eystri landsrétti og fer þaðan, eftir dóm, til Hæstaréttar. Framh. á bls. 6. Christrup 144600 mállnótt Gott veður var á síldarmiðunum s.I. sólarhring og vom skipin eink- um að veiðum um 200 mílur ANA af Rauðunúpum. Lóðað var á nokkra síld í Norðfjarðardýpi og utarlega í Seyðisfjarðardýpi, en síldin stóð djúpt og fékkst engin veiði. Á s.l. sólarhring tilkynntu 36 skip um afla, samt. 44.600 mál. Áskell ÞH 550, Ól. Friðbertsson ÍS 1000, Helga RE 1600, Bjarmi EA 750, Guðm. Péturs ÍS 1700 Auð- unn GK 1400, Gullver NS 1550, Súlan EA 1650, Fagriklettur GK 1500, Gullberg NS 1200, Hugrún ÍS 1350, Halkion VE 1800, Straum- nes IS 600, Faxi GK 1300_ Viðey RE 1550_ Skarðsvík SH 1100, Ágúst Guðmundsson GK 400, Gunn hildur IS 550, Sig. Jónsson SU 1200, Elliði GK 1000, Sig. Bjarna- son 1650, Guðrún Jónsdóttir ÍS 1000, Gjafar VE 1000 Helgi Fló- ventsson ÞH 1700, Heimir SU 1400, Helga Guðmundsdóttir BA 1550, Sveinbj. Jakobsson SH 1000, Ás- þór RE 1300, Mímir IS 600, Kefl- víkingur KE 1450, Akurey RE 1450, Akurey RE 1600 Höfrungur III AK 2200, Ámi Magnússon GK 1250, Björg NK 1200, Jón á Stapa SH 1100, Þráinn NK 850. Læknakandidatarnir nýju Ljósmyndari Vísis, I.M. hitti læknakandidata, sem útskrifuðust í vor, í heimsókn í gær í Ingólfs Apóteki. Þeir eru frá vinstri: Birgír Guðjónsson, Helgi Þórarinsson, Bragi Guðmundsson, Guðmund- ur J. Guðjónsson, Hannes Blöndal, Sigurður Jónssson og Þórir Arinbjarnarson. Fulltrúar A T.A. í heimsókn Hingað til lands komu með flugvél í gærkvöldi bandarísku hjónin Marian og Theodore Carter Achilles. Þau komu frá London þar sem þau sátu ráð- stefnu ATA (Atlantlc Treaty Association), en það eru sam- tök áhugamanna um samstarf Atlantshafsrikjanna og starfa á mjög svipuðum grundvelli og félögin tvö hér á landi: Varð- berg og Félag áhugamanna um vestræna samvinnu. Hr. og frú Achilles munu hafa hér tveggja daga viðdvöl og sitja fund hjá Varðbergi. Þetta er í fyrsta sinn sem þau hafa viðdvöl hér á landi, en þau hafa tvisvar áður haft millilendingu á Kefla víkurflugvelli á Ieið sinni til Evrópu. Þau hjónin hafa ferð- azt mikið, enda hefur hr. Áchill es haft á hendi fjöldamörg trún aðarstörf á vegum Bandaríkja Dregið á morgun I dag er seinasta tækifæri að fá sér miða í hinu stórglæsi lega happdr..:ti Sjálfstæðis- flokksins, á morgun verður dreg'ið. Þeir sem ekki hafa gert skil á heimsendum miðum eru áminntir að gera það í dag. Á morgun verður dregið um það hverjir fá hinar glæsilegu bif- reiðir, hvor að verðmæti 330 þús. kr., fyrir aðeins 100 kr. Látið ekki happ úr hendi sleppa, á morgun verðið þér ef til vill bifreið ríkari. Það er ef til vill verið að selja vinnings miðann þegar þér gangið fram hjá bifreiðunum í dag. Skrifstofa happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu við Austur- völl verður opin til kl. 10 í kvöld. Landshappdrætti isflokksins. Sjálfstæð- stjórnar víða um heim. A.T. A. eru samtök áhuga- mannna og studd af einstakl- ingum og e.u Varðberg og Fé- Iag áhugamanna um vestræna samvinnu aðilar að þeim. Þau starfa í flestum löndum Atlants hafsbandalagsins. Theodore Carter Achilles og kona hans Marian Field á flugvell- inum í gærkvöldi. Héraðsmót um helgina á Seyðis firði, Eskifirði og Norðfirði Um næstu helgi 'verða haldin þrjú héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins, sem hér segir: Seyðisfirði, föstudaginn 18. júní kl. 21. Ræðumenn verða Ingólfur Jónsson, landbúnaðar ráðherra, Jónas Pétursson, al- þingismaður og Gunnar Gunn- arsson, framkvæmdastjóri. Eskifirði, laugardaginn 19. júnl kl. 21. Ræðumenn verða Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, Jónas Pétursson, alþm., og Þór Gunnarsson, bankafulltrúi. Neskaupstað, sunnudaginn 20. júní kl. 21. Ræðumenn verða Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, Jónas Pétursson, alþm., og Halldór Blöndal, erind reki. Hljómsveit Svavars Gests skemmtir á öllum mótunum.' Hljómsveitina skipa fimm hljóð færaleikarar þeir Svavar Gests, Garðar Karlsson, Halldór Páls- son, Magnús Ingimarsson og Reynir Sigurðsson. Auk þess eru í hljómsveitinni söngvararn ir Elly Vilhjálms og Ragnar Á héraðsmótunum mun hljómsveitin leika vinsæl lög. Söngvarar syngja einsöng og tvísöng og söngkvartett innan hljómsveitarinnar syngur. Gam- anvísur verða fluttar og stuttir gamanþættir. Spurningaþættir verða undir stjórn Svavars Gests með þátttöku gesta á hér aðsmótunum. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Svavars Gests leikur fyrir dansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram. Bjarnason. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.