Vísir - 18.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 18.06.1965, Blaðsíða 2
myndari afvopn- ar glæpastúlku Brezkur blaðaljósmyndari, Steve Davis, 63 ára gamall, brá sér 1 gervi lögreglumanns fyrir skömmu og afvopnaði unga, fallega en hættulega stúlku. Stúlkan stóð úti í glugga og hélt stóru liði lögreglumanna í hæfilegri fjarlægð með stórum riffli. Enginn lögreglumannanna þorði að ganga beint til verks, því stúlkan hafði hæft einn þeirra, svo hann var fluttur á sjúkrahús alvarlega slasaður. Þá bar þar að ljósmyndar- ann, sem byrjaði á því að taka myndir en klifraði síðan upp að glugganum og hrópaði til henn- ar og bað hana að halla sér bet- ur út, svo hann næði góðri mynd af henni. Stúlkan stóðst það ekki og sneri sér í átt að ljós- myndaranum sem greip þá í hlaupið og hristi byssuna úr höndum hennar. Stúlkan gat reyndar hleypt af einu skoti, en það hæfði ekki og innan einnar mfnútu var stúlkan komin í hendur lögreglunnar og innan einnar stundar í hendur gæzlu- mannanna í fangelsinu, sem hún hafði flúið frá. >é< i 2200 km. krókur ' rir forsetann Það voru heldur ljótar augna- gotur, sem Nyerere, forseti í Tanzaniu, eins af hinum nýju lýðveldum Afríku, fékk þegar iiann sté frá borði áætlunarflug- vélarinnar frá höfuðborg rikis hans til Lundúna í Lagos, sem er alllangt úr leið áætlunarinnar. Ástæðan var sú. að forsetinn var að fara til Lagos í Nígeríu, sem er á vesturströnd Afríku. Vélin lenti fyrst í Nairobi, en átti því næst að fljúga í einum áfanga til Lundúna. En vélin fór í staðinn til Kairo , Egypta- landi, — aðeins fyrir þjóðhöfð- ingjann, sem ætlaði að taka aðra vél þar til Lagos, sem er á vesturströnd Afríku. En nú var heppnin ekki með forsetanum, því sú vél bilaði. Nú var það sem hann notaði sér vald sitt. Hann skipaði flugmönnunum að „skutla ;sér“ til Lagos. Þessi krókur er 2200 kílómetrar svo það var engin furða þótt hinir 74 farþegar væru lítt hrifnir. Sumarleyfi Áður fyrr meir, það er að segja þrjátíu til fjörtíu árum fyrir Bítlana, þótti annað ekki koma til greina én að taka sér sumarleyfi éinhverntíma á há sumrinu — ef maður tók sér sumarleyfi á annað borð — því að það var ekki farandi til kunningjanna upp i sveit á öðr um tíma. Bæði var það, að mað ur vildj helzt fá þurrt veður i tjaldinu eða heyhlöðunni og ef þurrt veður var framan af sumri flýtti maður sér að taka þessa þrjá fjóra daga, því að gera máttj ráð fyrir að breytti upp úr höfuðdeginum — ef rignt hafði framan af sumri, reyndi maður aftur á móti r' draga það fram yfir höfuðdag, þvi helzt var von að stytti upp þá. í þann tíð var ekki veðrátta nema hér á landi, að minnsta kosti ekki sú veðrátta, sem kom manni Við. Þá tiðkaðist ekki að ráðherrar reistu út fyr ir landsteinanna nema kóngur kallaði á þá, sem hann ekki gerði nema eitthvað sérstakt bœri til — vissi að þeir höfðu ^ ‘tóg að gera að stjórna landinu, jú, og svo voru einstaka spekú lantar eitthvað að flandra út, sumir lega, einkum síldar- óráðsiumenn — heiðarlegir spekúlandar. og þóttu heldur kaupmenn skrifuðu firmum sfn um í Kaupmannahöfn og létu það duga. Auðugustu menn fóru til útlanda — Danmörku með viðkomu f Leith — einu sinni á ævinni, þegar synirnir voru komn'ir í embætti og dæt urnar giftar embættismönnum úti á landi. Sú ferð var eins- konar !..ipunktur llfsins — Sjá Kaupmannahöfn og dey síðan. Nú grt menn ekki lifað án þess að deyja í Nýhöfninni einu sinni á ári að minnsta kosti og njóta lffsins hingað og þangað á helztu skemmtistöð um he'imsins f sumarleyfinu. Kveður svo rammt að því, að ferðaskrifstofurnar eru í vand ræðum með að finna alltaf nýj an og nýjan stað — enda kvað einn hafa spurt unga konu að loknum slíkum umræðum, hvort hún hefði nokkurntíma dvalizt þá daga heima hjá sér, hann skyldi sjá henni fyrir ó- dýrri og skemmtilegri dvöl þar, ef hún vildi. — a a e a a a • a a a a a a a a a a a a a a a a a a a Ég héyrði sögu, sem átti að hafa skeð f síðustu viku. Sagan var í sjálfu sér ekki ýkja merki leg — fjallaði um ökuferð manns, var að fá b'ifreið sína úr viðgerð. Þegar hann hafði ek ið nokkur hundruð metra fall bifreiðaverkstæðinu fór eitt hjóli ðundan bflnum, bfllinn lenti út af veginum og skemmd ist, en ökumaðurinn siapp með skrokkinn. Ástæðan fyrir þessu atviki var sú að viðgerðarmaðurinn hafði gleymt að skrúfa rærnar á hjól 'ið. Skeði f Hvalfirði. Þetta minnir mig á atvik, sem skeði uppi í Hvalfirði fyrir nokkru. Ég var þar á ferð f Iangferðabifre'ið og við ókum fram á mann, sem stóð vand- ræðalegur hjá bifreið sinni og gaf okkur merki um að nema staðar. erindj hans var að biðja langferðabílstjórann að líta á bílinn s'inn, þvf hann haggaðist ekki úr stað. Hann vissi ekki af hverju, enda þekkti hann lít ið til véla, þótt hann kynni að aka. Jú, bílstjórinn minn var fús til að líta á bílinn. Og þegar hann hafði opnað vélarhlífina spurði hann h'inn bifreiðastjór ann hvort hann hefði nýlega sent bílinn í viðgerð. Það hafði maðurinn gert og bíllinn var einmitt að koma beint af verkstæð’inu. Þess- vegna gat hann ómögulega skil ið að bíllinn bilaði samt strax á eftir. Það gat langferðabílstjórinn aftur á móti manna bezt skil'ið. Viðgerðarmaðurinn hafði losað um rafmagnsgeyminn í bifreið inni, en gleymt að festa skrúf urnar í honum og þegar bfll’inn lenti niður f holu á veginum hrökk geymirinn úr sambandi. Já, það er margt skrýt'ið f kýrhausnum. Líka hjá viðgerð- armönnum á bifreiðaverkstæð- um. Og þótt þeir gleymi að festa skrúfurnar stundum, er annað sem þeir gleyma aldrei, og það er að rukka fyrir við- gerðina. Hættulegir stigar. Að gefnu tilefni hefur Kára verið bent á hættuna, sem staf ar af stigum þeim sem almennt eru notaðir hér við Reykjavík- urhöfn til þess að komast úr togurunum og upp á hafnar- bakkann. Þetta eru sögð hænsnaprik hin mestu, mjó og völt og handriðalaus og stór- hættuleg, nema þá helzt fyrir fimleikamenn og klifurgarpa. Nú eru sjómenn að vísu öllu vanir og færir í flestan sjó eins og komizt er að orði. En bæð’i er nú það að stundum kemur fyr ir að sjómenn fái sér neðan í þvf og eru ekki eins öryggir og ella, eða þá að þeir þurfa að koma einhverjum flutn'ingi milli skips og lands, þannlg að þeir hafa næsta litiö hald á stiganum. Og ef slynkur kemur á þá fellur stiginn með öllu saman. Líka fá sjómennirnir stundum heimsóknir land- krabba, sem gjörsamlega eru óvanir klifri í mjóum stigum, Og af öllu þessu skapast m'ikil hætta, þess er lfka skemmst að minnast að af þessu varð banaslys fyrir fáum dögum og í fleiri tilfellum hafa orðið af þessu meiri eða minni slys.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.