Vísir - 18.06.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 18.06.1965, Blaðsíða 9
V í SIR . Föstudagur 18. júni 1965. 9 Heill og heiður Islands er markmið okkar allra 'E'rá því að lýðveldi var end- A urreist á Islandi hefur full- valda rikjum fjölgað meira en um helming. Enn erum við Islendingar samt mannfæstir meðal hinna Sam einuðu þjóða, búum í tiltölulega stærstu landi og því, sem var einna afskekktast miðað við fyrri tiðar samgönguhætti. Þeir, sem óttuðust, að við gætum ekki einir séð okk- ur farborða, gátu því bent á ým'is rök máli sínu til stuðnings, enda var það á sínum tíma ekki að ástæðulausu sagt, að endurreisn lýðveldisins væri tilraun, sem ósýnt væri, hvort standast mundi til lengdar. Á okkar dögum, þegar fleiri þjóð ir hafa fengið sjálfstæði en nokkru sinni fyrr, hafa nokkrar miklu fjöl mennari en við misst frelsi sitt og meira að segja verið ógnað með algerri útrýmingu. Sízt veitir þess vegna af að hafa alla gát á. En tilraun okkar var ekki gerð af fljótræði. Lengi hafði ver- ið að því stefnt, að þjóðin tæki sér fullt frelsi á árinu 1944, svo sem heimilt var samkvæmt ákvæðum sambandslaganna. Atburðirnir urðu þó ráðagerðun um skjótari. Endurreisn lýðveld isins á árinu 1944 var einungis formleg staðfesting á því, sem menn höfðu neyðzt til að gera hinn 10. apríl 1940. Þá hafði dönskum stjómarvöldum, raunar vissulega mjög að óvilja sínum, reynzt ó- megnugt að fara áfram með þau afskipti af islenzkum málum, er þau höfðu áskilið sér samkvæmt sambandslögunum. Þessvegna urðu íslendingar, hvort sem þeir voru við því búnir eða ekki, nauðugir viljugir, að taka umsvifalaust allt vald yfir málefnum ríkisins í sínar hendur. Réttlæting á sérstökum ríkis- eða þjóðréttartengslum við aðra stærri þjóð hlaut frá íslenzku sjónarmiði að vera sú, að þau veittu okkur meira öryggi en við sjálfir höfðum mátt til að tryggja. Eftir að við urðum einir að sjá okk ur farborða, þegar meira syrti í ál- inn en nokkru sinni fyrr, þá gat I ekki með nokkru móti til mála | :omið, að við afsöluðum aftur úr j landinu því valdi, sem við urðum að taka okkur á hættunnar stund. ■’ví fer víðs fjarri, að endurreisn ' ðveldisins á árinu 1944 hafi byggzt á því, að við vildum nota >'rkur neyð sambandsþjóðarinnar. ^að var sjálfsbjargarhvötin, sem úr slitum réði. Þessu megum við ekki íleyma, því að öðru hvoru verðum við fyrir ásökunum, sem hvila á algerum misskilningi allra að- stæðna. Meiri hluti danskra valda manna hefur hinsvegar ætið skilið, að það, sem við gerðum, gerðum við af ríkri nauðsyn. Þeir hafa nú enn á ný sannað góðvild sina í garð íslendinga með endursamþykkt 'andritafrumvarpsins, sem við kunnum dönsku þjóðinni innilegar '■'akkir fyrir. Frábær framsýni Jóns Sigurðs- snnar birtist meðal annars í því, ið hann gerði sér ljóst, að ísland íætti ekki liggja óvarið. Eins og nú háttar til, er okkur hins- gar sjálfum með öllu ómegnugt 'ð verja land okkar. Varnarskyld- mni verðum við að fullnægja með iamningum við þá, er við bezt révstum á þann veg, að við leggj um fram okkar skerf til tryggingar heimsfriðnum. Hættan af varnar- leysi landsins stafar miklu fremur af því, að einhver vilji hrifsa land- ið til að gera héðan árásir á aðra, en að landkostir freisti hans í sjálfu sér. j nær sjö aldir töldu marg- falt mannfleiri þjóðir sig hafa rétt til að setjast hér að og hagnýta sér gæði landsins til jafns við íslendinga sjálfa. Raunin varð sú,_ að sárafáir ílentust hér og á þeim árum, þegar stórveldi Evrópu leituðu um allar jarðir bækistöðva fyrir þá þegna sína, sem töldu of þröngt um sig heima fyrir, sóttist ekkert þeirra eftir yfirráðum á ís- landi og áttu sum þeirra þó slíkra yfirráða kost fyrirhafnarlaust Flesta hefur fremur fýst til suð- lægari og frjósamari laiida en Is- lands. Sjálfir verðum við að viður- kenna, að ísland hefur lengst af verið börnum sínum hörð móðir. Fólksfjölgun varð hér ekki lengi með eðlilegum hætti heldur fækk- aði fólkinu öldum saman. Eftir lifði einungis harðger stofn og óvæginn se.n ekki lætur sér allt fyr ir brjósti brenna. Enda ekki heigl- um hent, hvorki að standa yfir fé á íslandi í vetrarmyrkri og veður- hörkum né sækja þá héðan sjó. Harkan hefur þó ekki haggað ást okkar á landinu heldur hafa menn löngum huggað sig við þennan boð- skap: \ Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði fjöll sýni torsóttum gæðum að ná, bægi sem kerúb með sveipanda sverði silfurblár Ægir oss kveifarskap frá. Því miður létu menn lengst af við sitja að herða hugann með þess- um hætti og höfðust ekki að, þótt ósköp gengju yfir þá. Tj’n nú hefur nýtt landnám, hag nýting tækni og þekkingar gert Island að lífvænlegu landi. Enn höfum við þó hvergi nærri notað landkosti til hlftar og er Hætt er við, að sökum allrar aðstöðu verði aðrir en við þar í fararbroddi. En velmegun okkar er háð því, að við fylgjumst þar með. Þar er almenn menntun frumskil- yrði. Unnt ætti að vera að gera þjóð okkar jafnmenntaðri en nokkra aðra. Að þessu ber að Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarljóð frá elztu þjóðum. íslenzkt m. er sú guðsgjöf, sem enginn íslendingur vill án vera. „Það hefur voða-þungar tíðir þjóðinni verið guðleg móðir, hennar brjóst við hungri og þorsta, hjartaskjól þegar burt var sólin, hennar ljós í lágu hreysi, Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. keppa. Okkur verður ætíð örðugt að afla framúrskarandi sérfræð- inga, m. a. vegna þess, að hér verða menn, ekki sízt þeir, sem skara fram úr, að sinna svo mörgu. En því meira ríður á, að all- ir komist til nokkurs þroska, hvers svo sem hugur hans og geta stend ur til. Mikilsvert er að bæta aðbúnað háskólans og fjöiga þeim vís'inda greinum, sem þar eru kenndar. Ekki er samt minna undir þvf komið, að hin almenna menntun sé í sam ræmi við kröfur tímanna, eins og langra kvelda jóla-eldur, fréttaþráð’r af fjarrum þjóðum, frægðargaldur liðinna alda“. Nú er íslenzkan einkaeign okk- ar, frægðargaldur liðinna alda, sem auðveldar okkur lifandi skiln- ing á darraðarljóðum elztu þjóða. Þessi eign er okkar mesta stolt og fer því þó fjarri, að hún sé metin af öðrum svo sem vert væri. Þeim mun meira metum við þá ræktar- semi sem lýsir sér í endurteknum Ræða dr. Bjarna Benediktssonar for- sætisráðherra þann 17. júní það raunar furðulegt að um það skuli deilt, hvort virkja eigi vatns orkuna í svo stórum mæli, að veru lega muni um til aukins atvinnu- öryggis og hagsældar almennings. Framfarir hvíla hvarvetna á því að leysa bundna krafta náttúrunn- ar úr læðingi. Þessi sannindi hafa aldrei verið ljósari en nú. Síldveið in undanfamar vikur og raunar síðustu árin er glöggt vitni þess, hverning vísindi og tækni opna nýja möguleika. Flestir telja þó, að menn séu nú einungis við upp- haf þeirra gerþreytinga, sem hin nýja vísindaöld muni hafa f för með sér. nú er öfluglega að unnið. Þvi meira átak er áð fullnægja þessari þörf sem yngstu kynslóðinni hefur far ið ört fjölgandi hin síðari ár. |7n einnig í þessum efnum er vandi okkar um sumt meiri en annarra, þar sem við verðum að kenna unglingum okkar a.m.k. einu ef ekki tveimur fleiri tungumál en flestar aðrar þjóðir. En dugir fslenzkan ein þá ekki fyrir þá, sem á íslandi ætla að búa? Svo kunna einhverjir að spyrja. heimsóknum Vestur-Islendinga til síns til gamla ættlands. Bjóðum við þann föngulega hóp þeirra, sem nú er hér staddur, hjartanlega vel- kominn og biðjum fyrir kveðjur til frænda okkar og vina vestan hafs. Hvort sem aðrir meta íslenzk- una eins' og skyldi eða ekki, minnk ar það ekki gildi hennar fyrir okk- ur. „Við tölum íslenzkt tungumál. Við tignum Guð og landsins sál og fornan ættaróð." Látum okkar gömlu menningu i og kristnu fræði, sem mótað hafa þjóðina í nær þúsund ár halda á- fram að gera það f sviptibyljum nútímans. En þegar þær bókmenntir, sem við teljum að öllu öðru fremur gefi máli okkar gildi, urðu til, þá var 'það ekki talað á íslandi einu heldur með meiri eða minni tilbrigðum hvarvetna þar sem norrænir menn bjuggu, ekk'i einungis um Norður lönd heldur einnig víða á Bretlands eyjum og allt austur í Garðaríki. Cköpunarmáttur Islendinga naut sín bezt á meðan tungan greiddi þeim veg til annarra þjóða og forðaði þeim þannig frá einangr un. Hún varð síðan hjartaskjól þjóðarinnar af því, að hún flutti boðskapinn um betri heim utan við einangruðu hreysin á íslandi, heim sem fslendingar áður höfðu þekkt af eigin raun, þó að einangr un hinna myrku alda útilokaði þá frá honum. Tungan flytur okkur þess vegna ekki boðskap um æski leik einangrunar heldur nauðsyn samskipta við aðrar þjóðir, sem nú eru raunar óumflýjanleg, hvort sem við viljum eða viljum ekki. Við varðveitum bezt okkar ómetan lega arf með því að hopa hvergi frá þeim vanda sem okkur er á herðar lagður. Við eigum enn að biðja þess sama og Einar prestur i Garði gerði fyrir sonarsyni sín- um, Skúla, er sfðar varð landsfó- geti og mestur maður á íslandi á 18. öld: „Ég bið þess að þú megir læra að þekkja heiminn, en að Guð varð veiti þig frá heiminum". Haldgóð undirstöðunmnntun auðveldar hverjum og einvfin að neyta þeirra krafta og hæfileika, sem með honum búa. Framtak og dugur einstaklingsins er forsenda gæfu þjóðar-heildarinnar. Vegna ólfks upplags verður algjörum jöfnuði seint á komið, en bættur efnahagur hefur þegar tryggt og á eftir að tryggja enn betur, að eng- inn þurfi að þola neyð. Metin jafnast og furðu fljótt á Islandi. öll eigum við sameiginlega for- feður skammt aftur f öldum og munum eiga same'iginlega afkom endur áður en margar aldir líða. Aukin þekking á lögmálum efnahagslffsins gerir nú mögulegt að ráða við ýmsan vanda, sem áður reyndist óviðráðanlegur. Menn verða einungis að vilja leita þekkingar og beita henni f þeim efnum eins og öðrum. Mörg af hinum gömlu deilu- efnum hjaðna, þegar ljósi þekk- 'ingarinnar er varpað á þau. Auð- vitað skapast ætfð ný úrlausnar- efni, sem mönnum sýnist sitt hverjum um. En þó að við kýtum um dægur mál, þá skulum við minnast þess, að, „Þeir gjalda bezt sinn gamla arf, sem glaðir vinna þrotlaust starf til vaxtar vorri þjóð.“ Markmið okkar allra er hið sama: Heill og heiður Islands. r\ll viljum við leggja okkur fram um, að til lýðveldis á Islandi verði aldrei hugsað sem tilraunar, er hafi mistekizt, heldur um alla framtíð sem lifandi veru- Ie'ika, þar sem íslenzka þjóðin hafi fundið gæfu sfna. ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.