Vísir - 18.06.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 18.06.1965, Blaðsíða 11
V í SIR. Föstudagur 18. júní 1965. 77 HVER VERÐUR FRAMTÍÐ 17. JÚNÍ-MÓTSINS? Sú spurning hlýtur að vakna eftir 17. júní-mótið í gær- dag hvort ekki beri að hætta við slíkar árlegar auglýsingar gegn íþróttum á landi hér. Oft hefur mótið undanfarin ár verið lélegt, en aldrei sem nú. Þátt- taka í mótinu hefur verið léleg, keppnin afar dauf á bragðið, en dagskráin í heild sinni heldur langdregin. Hvers vegna ekki að halda eitt mót á 5 ára fresti og gera það þá þannig að það verði stórviðburður. Þessa uppá- stungu kom einn af okkar íþróttaleiðtogum með eftir mót- ið í gær, og hann hefur rétt fyrir sér. Ef við skoðum byrjunina á dagskránni. í gær þá kemur ljós að „skrúðganga íþrótta fólks“ samanstendur nær ein göngu af börnum úr íþróttanám skeiðum Reykjavíkurborgar, Það var vissulega gaman að sjá SJöFN AKUREYRI Vér framlelöum allap venjulegar tegundlr at málnlngarvörum undir vörumerkinu Rex. BfOJIð um Rex málningarvörur og þér fálO þaO sem yOur vanlar. til allra málníngarstarfa 5Egaigii>aBHai börnin ganga, falleg og táp- mikil. En hvar eru landsliðshetj- ur okkar, eru þær of góðar til að vera með í slíkri göngu? Ég taldi þrjá menn, aðeins 3, sem geta talizt til þess hóps, og allir voru þeir frjálsíþróttamenn. Auðvitað ætti 17. júní-mótið að hefjast með ml'.illi hópgöngu allra ''ílaganna og það ætti hverju félagi að vera í lófa lagið að senda stóran og glæsi- legan hóp í gönguna og auðvitað væri þá gengið undir félags- fána í búningi félagsins. Eitt fé- lagið sendi í gær 3 litla drengi í gönguna, annað 5. Þessi félög gorta af því að þau hafi svo og svo mörg hundruð starfandi fé- laga. Eri* sem sagt, þetta ættu íþróttaleiðtogar að íhuga af gaumgæfni. Eins og nú er kom- ið, hefur fólk engan áhuga á að mæta inni á Laugardalsvelli, það sýndi sig bezt í gær, þar sem tæplega 1500 manns mættu, en á árum áður voru.það sjald- an minna en 5—6000 manns. — jbp — ^NAAAAAAAAAAA/VSAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/V „Munkarnir á Möðru- völlum" í knattspyrnu Frá grínleik í knattspymu á um úr Ieikritinu „Munkarnir ái 17. júníhátíðahöldum á Akureyri Möðruvöllum“ eftir Davlð í í gær. Fram fór leikur blaða- Stefánsson. Vakti leikurinn'; manna og Ieikara, sem lauk með mikla kátínu á 3. þús. áhorfenda. jafntefli 1:1 Leikarar voru í gerv Knattspyrnudómarar gera upp sak■ Knattspyrnudómarar í Reykjavík komu saman, alls um 20 manns í fyrrakvöld til „auka-aðalfundar“, þar sem allir knattspymudómarar voru velkomnir, að sögn útvárpstilkynningar, sem var marglesin upp. Á þessum sögulega fundi var „ráðríkum einvaldssinn- uðum formanni KDR“ sparkað burt og kvaddi hann fundinn áður en honum var lokið og kvaðst hér með ekki hafa meiri afskipti af málum knattspyrnu- dómara í Reykjavík. Grétar Norðfjörð mun þó síður en svo vera hættur dómarastörfum, því hann mun dæma fyrir Breiðablik í Kópavogi, en þar er hann búsettur, og eru tveir dómarar fyrir frá því félagi, báðir með unglingadómararéttindi, en Grétar hefur landsdómararéttindi. Fundur þessi var boðaður fyrir tilstilli Knattspyrnuráðs Reykja- víkur, sem hafði orðið áskynja um að ekki var allt eins og bezt varð á kosið hjá dómurunum og félagið að flosna upp. Höfðu samstarfsmenn Grétars í stjórninni sagt af sér vegna ofríkis hans, sem þeir sögðu vera, hann tæki við bréfum til stjórnarinnar og afgreiddi á ein- dæmi, raðaði niður 'dómurum að vild og léti sem hann væri ein- valdur en stjórnarmenn aðeins peð í hendi hans. Á fundinum á Hótel Skjaldbreið voru 20 dómarar mættir. 1 kosn- ENN MET HJÁ JAZY Michel Jazy, hinn frægi franski hlaupari hefur mikil umsvif um þessar mundir. Hann setti nýlega heimsmet í hinu „klassiska“ enska míluhlaupi, hljóp á 3:53.6 á föstu- dagskvöldiS. Og enn heldur hann áfram meta söfnun sinni og á laugardags- kvöldið setti hann nýtt Evrópur iet í 5000 metrunum, en hafði slegið met Rússans Kútz nokkrum dögum áður. Hann hljóp nú á 13:29.0 og bætti metið um 5.4 sekúndur. Ástralíumaðurinn Clark setti heims- met í þessari grein fyrir rúmri viku og er það 13:25.8. Á Iaugardaginn keppti Jazy í 2000 metra hlaupi og var 2.8 sek. frá meti sínu, hljóp á 5:04.4. Á sunnudag var Jazy ekki á hlaupabrautinni. Franski hlaupa- kóngurinn hélt upp á 29 ára af- mælisdag sinn. 1 Bakersfield í Bandaríkjunum hljóp 22 ára gamall Kaliforníu- maður, Bob Day enska mílu í gær á 3:56.4, sem er sami tími og Jim Grell hefur náð beztu i mar. ingu uni formann voru tveir f framboði. Sveinn Kristjánsson og Bergþór Úlfarsson. Hlutu þeir báð- ir 6 atkvæði, en eitt atkvæði Sveins var dæmt ógilt þar eð það hafði verið skrifað með nafni hans og uppnefni. Aðrir í stjórn voru kjörnir Björn Karlsson, Gunnar Aðalsteinsson, Bjarni Pálmarsson og Sveinn Krist- jánsson. Áður en fyrrverandi formaður, Grétar Norðfjörð, yfirgaf . húsa- kynni hótels SkjaldbrelSs, lét hann félaga sína heyra nokkur vel valin orð og mæltist honum vel. Var hann í senn einarður, kurteis og orðheppinn. VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRtJN. DAGS8RUN1 Bann við yfirvinnu frá og með 19. júní Samþykkt trúnaðarmannaráðs Dagsbrúnar um stöðvun á allri yfirvinnu verkamanna tek ur gildi frá og með laugardeginum 19. þ. m. (Ekki föstudeginum 18. þ. m. eins og áður var sagt). Frá miðnætti aðfaranótt 19. þ. m. er vinna aðeins heimil á virkum dögum frá kl. 7.20 til kl. 17.00 og á laugardögum frá kl. 7.20 til kl. 12.00. í vaktavinnu er aðeins heim- ilt að vinna samningsbundinn vaktatíma en ekki aukavinnu. Þar sem 44 klst. vinnuvika er, er óheimilt að vinna fleiri vinnustundir á viku. Verði félagsmenn varir við brot gegn þessum ákvæðum, eru þeir beðnir að láta skrifstofu Dagsbrúnar vita. Stjómin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.