Vísir - 18.06.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 18.06.1965, Blaðsíða 15
V1 SIR . Föstudagur 18. júní 19S5. (S RflCHEL LINDSAY ÁSTI RIVERIUNNI — Ég veit að ég var ósvífin flýtti Enid sér að segja, en ég varð viti mínu fjær... — Það skil ég vel, sagði Rose þurrlega, vafð'i þéttar að sér káp unni og gekk út. — Nókkuð að?, spurði Alan. — Nei ér bara svolítið þreytt. Hún var því fegin, að Alan yrði að haaf hugann við aksturinn. Hún var ekki í neinu skap'i til við- ræðna. Að minnsta kosti ekki um Hammondfjölskylduna, eða Enid Walters. Henni fannst hún vera búin að fá meira en nóg af þeim í b’ili. 6. kapituli. 1 blöðunum var tíðum sagt frá undirbúningur að brúðkaupi Enid Walters og Lance Hammonds, sem fram átti að fara í september. Alan kinkaði kolli, er Rose að lokum tók í sig kjark og spurði hann um hvort þetta væri rétt. — Enid vildj víst gjarnan, að þetta verði ekki dregið þangað til, en Lance vill blða þar til frú Rog ers er komin frá Japan. — Furðulegt, sagði Rose, að fresta brullaupi vegna annarar konu. .— En s.vona ,er Lance, fer alltaf sínar götur. Ég held varia, að hann hafi frestað brullaupinu vegna móður sinnar... Enid var súr máttu trúa. Þótt enn væri langt þar til hinn mikli dagur rynni upp var Alan þegar önnum kafinn Við undirbún inginn. Hann gat því ekki gefið sig að Rose sem áður og hún saknaði hans meira en hún vildi kannast Við með sjálfri sér. Ætti hún frístund og hann líka voru þau saman. Hún hafði uppgötvað, að hún átti I rauninni engan vin nema Alan. Kvöld nokkurt er þau voru sam an sagði Alan: — Þeir segja, að þetta verði engin „smáveizla". Drottinn minn dýri, listinn með nöfnum boðsgest anna er orðinn handleggslengd mín eða vel það. — Hvar ætla þau að búa — hér í Cannes? spurði Rose. — Lance á stórt hús f London. — Föðurbróðir hans hefir stjórn viðskiptanna á hendi. Ég vona, að ... Rose greip fram f fyrir hon um: — Vertu ekki um of bjartsýnn. Heldurðu kannski að hann breytist þótt hann kvongist. O, nei, hann heldur gamla strikinu, — ég held á meðan hann tórir. Alan svaraði engu. Hann sat kyrr, þögull, og Rose varð að umhugsunarefni hve þreytulegur hann var — og áhyggjufullur. — Langar þig að vera með í sigl ingu á snekkjunni á sunnudaginn?, spurði hann allt f einu. Lance sagði, að ég gæti tekið þig með. Rose varð svo hissa. að hún gat engu svarað fyrst í stað, en Alan tók þögn hennar sem samþykki og sagði um leið og hann klappaði á öxl hennar: — Ég sæki þig klukkan 10. Taktu nú ekki neina aðra ákvörð- un, sem breytir þessu. Við verðum allan daginn. Það var stöðugt mikið að gera í blómasölubúðinni, jafnvel enn meira en vanalega, og Rose fór næstum á hverjum degi á blóma- sölutorgið til innkaupa. Næsta laugardagsmorgun fór hún á torgið fyrr en venjulega. Bros lék um varir hennar, er hún gekk um meðal blómanna og dáðist að litadýrðinni. Hún ætlaði líka á grænmetis-sölutorgið. Á leiðinni var straumur skínandi fagurrra bfla inn f borgina. í þeim var fólk búið samkvæmisklæðnaði — hefði verið úti að skemmta sér alla nóttina, ög var nú áð fara f háttinn, og mundi flest sofa til hádegis — eða lengur. Þegar hún hafði lokið erindum sínum á torgunum og var að leggja af stað til gistihússins varð hún að víkja til hliðar fyrir kerru sem í voru fegurri rósir en hún nokkurn tíma hafði séð. Hún nam staðar til þess að virða þær fyrir sér, og eig andinn, gömul kona, sem hún hafði ekki séð fyrr, kom til hennar. — Ég hefi aldrei séð svona mik- ið af fallegum rósum. sagði Rose. — Já, þær eru snotrar . . . ég hefi aldrei farið f bæinn fyrr með rósirnar - ekki ég sjálf. Sonur minn er vanur að fara með það, sem við viljum selja. En hann er fjarverandi nú. Við eigum heima f nokkurri fjarlægð. Ég var næstum 3 klókkustundir á leiðinni. — Þrjár stundir sagði Rose hugs andi, þá. hefir hún farið fyrr á fætur en ég. Og auk þess þurfti að tína rósirnar og koma þeim fyrir í kerrunni. -— Þér viljið kannski kaupa, sagði konan. Hún hrisfi höfuðið. — Því miður, ég er búin að gera innkaup. Ég er smeyk um, að þér hafið komið nokkuð seint. Þegar hún kom að hliðinu á heim leið, eftir að hafa rekið erindi í bænum, var konan þar enn með kerruna, án þess að hafa selt nokk uð. — Þér höfðuð rétt fyrir yður, stundi gamla konan, ég kom of seint. — Það var leitt, sagði Rose sem fann til mikillar samúðar með henni. Hún horfði í augu gömlu, raunamæddu konunnar sneri sér svo undan og var nærri dottin, en einhver greip f handlegg hennar til stuðnings, og svo var spurt dálítið stríðnisiega: — Eruð þér að kaupa rósir, ung- frú Tiverton? Rose leit upp. Það var Lance Hammond samkvæmisklæddur, all syfjaður á svip. — Ég hefi lokið innkaupum mín um, sagði Rose. Eruð þér að leita að einhverjum, herra Hammond? — Ég er sem stendur að leita að rúminu mínu, — hefi ekki áhuga á öðru þessa stundina. Enid og fólkið sem með okkur var vildi endilega fara inn í matstofu og fá sér lauksúpu — svei! Rose leit á konuna með rós- irnar. Gamla konan hafði víst álykt að skakkt. Hún rétti Lance hálf- útsprungna rós. ............ . . Hann hristi höfuðið, en svo brosti hann og keypti rósina: — Ég er víst blautgeðja svona snemma morguns, sagði hann. Veslings konan var 3 klukku- stundir á leiðinni með rósirnar sín ar og kam of seint . . . — Af hverju kaupið þér þær ekki? — Ég hafði þvf miður lokið inn- kaupum mínum, ég er ábyrg gagn vart vinnuveitanda mínum. Ég get ekki keypt meira en ég get selt. Tár vættu hvahna hennar. Það fór ekki fram hjá gömlu kon unni og hún hvíslaði eins og við sjálfa sig. — Að hugsa sér, — tárfelldi mín vegna. Rose beit á vörina, sneri sér snöggt við: — Ég verð að fara, bíllinn bíð- ur. Þegar hún nokkru sfðar eftir að hún var komin aftur í gistihús- ið, skrapp upp f herbergi sitt, rak hana f rogastans, því að þar var allt fullt af rósum, á borðinu, stólunum, rúminu og jafnvel á gólf inu. Rose fór að hlæja. Það skipti engu þótt Lance eyddi peningum í rósir — hann hafði nóg af þeim, — aðalatriðið var, að gamla konan hafði fengið peninga fyrir rósirnar sínar. Hún gróf andlitið milli rós- anna og andaði að sér. Hún von- aði að hann hefði borgað vel fyrir þær. Á sunnudagsmorgun kl. 10 var Alan kominn með bílinn, eins og um hafði verið talað. Hann horfði á hana kankvíslega og dálítið stríðnislega, þegar hún steig út í vélbátinn, sem átti að flytja þau út í snekkjuna. — Þú óttast vonandi ekki, að verða sjóveik, sagði Alan. — Ég veit ekki hvernig mér fell ur að vera á sjó, sagði Rose hugs andi og horfði á freyðandi báru- faldana. Ég hefi aldrei komið á sjó fyrr. — Þú verður ekki vör við þenn an smávelting úti f snekkjunni, sagði Alan. Lance stóð á þilfarinu sólbrennd ur, brosandi og bauð þau velkomin. Rose leit í kringum sig eftir Enid, en varð hennar hvergi vör. — Hún hefir megnustu óbeit á að vera á sjó, hvíslaði Alan að henni. Hún leit á sólbrennda, karl manninn við hlið sér. Líklega þótt ist Enid alveg örugg um hann. —Er hún hjá frú Hammond?, spurði hún Alan nokkru seinna, er þau sátu á þilfari, en þar voru lfka aðrir gestir en ekki voru þeir marg ir, aðeins fjórir til, fyrir utan A1 an, hana og Lance. — Já, hún vill heldur' vera f sundlauginni, svaraði Alan hlæj- andi. — Er Tino Barri þar líka? spurði hún. Alan horfði undrandi á hana. — Af hverju spyrðu að því? — O, — ekki svo sem af neinu, sagði Rose og yppti öxlum. Þetta var yndislegasti dagur og Rose Að hádegísverði lokniim stakk Lance upp á, að hún færi með hönum í hraðbátnum hans. Rose féllst á það hlæjandi og veifaði til Atlans um leið og hún fór niður í bátinn. ’ — Kemurðu aftur um borð, spurð’i Alan. Lance hrissti höfuðið. — Ég leg gað við hafnargarðinn framundan húsinu. Það hvessti hjá okkur Enid í gærkvöldi. Ég verð sem þessa. Að hádegisverði loknum stakk Lance upp á, að hún færi með hon- um f hraðbátnum hans. Rose féllst á það hlæjandi og veifaði til Alans um leið og hún fór niður í bátinn. — Kemurðu aftur um borð, Lance, spurði Alan. Lance hristi höfuðið. — Ég legg að hjá viðhafnar- garðinum framundan húsinu. Það hvessti hjá okkur Enid f gærkvöldi. Ég verð að sjá hvort útlitið hefir ekki batnað. — Ég hefi ekki haft tækifæri til að þakka fyrir rósimar, sagði Rose, þegar þau voru búin að koma sér fyrir í bátnum. Ég var nú ekki viss um hver tilgangurinn var — hált kannski, að þetta væri gert í hálfgerðri strfðni. — Nú eruð þér eins og Susan? — Hver er Susan, ein af fyrr- verandi vinkonum yðar? — Susan er ekki „fyrrverandi" eitt eða neitt — ég lft sannast að segja, á hana sem systur mína — við uxum saman úr grasi. Hann brosti til hennar. T A R N PEK.IMT METO HEL? YOU PERSUAPE THE TKA.7ER, AH7 HIS COMPAMIONS, > TO RETUKW TO HIS TRA7INS -POST, h FR.IEMP AMTI-WITHOUT SL007SHE7.' ) HE COMESjNOWl MY WAKR10RS WILL ^ HI7E, SO TRAPEK'S MEN WITH SUNS J THIMK YOU ANV X are-alone! WE i TALR FIRST! THEM WE RILLTHEMly WM r? k l%ljKa^ítASIi 1 Ururulandið byrjar hérna Tarz an. Fyrfr löngu sfðan ákváðum við að Ururulandið væri bann- svæði fyrir vonda menn. Lög okkar fyrir þá menn sem fara inn í þennan skóg eru velþekkt. Leyfðu mér að hjálpa þér að telja um fyrir verzlunarmannin- um og félögum hans Miti vinur án blóðsúthellinga. Hann kem- ur núna. Stríðsmenn mfnir munu fela sig svo að menn verzlunar- mannsins munu halda að við sé- um einir. Við tölum fyrst og sfðan drepum við þá. VÍSIR | flytur daglega m. a.: - nýjustu fréttir í máli og myndum sérstakt efni fyrir unga fólkið íþróttafréttir myndsjá rabb um mannlífið, séð í spegilbroti bréf frá lesendum stjömuspá myndasögur framhaldssögu þjóðmálafréttir og greinar dagbók VÍSIR er ódýrasta dagblaðið til fastra kaupenda. — áskriftarsími í Reykjavík er: 116 6 1 AKRANES Afgreiðslu VlSIS á Akranesi iannast Ingvar Gunnarsson, sfmi 1753. - Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. AKUREYRI Afgreiðslu VÍSIS á Akureyri annast Jóhann Egilsson, sími 11840. — Afgreiðslan skráir nýja kaupendur, og þangað ber að snúa sér, ef um kvartnir er að ræða. VÍSIR síminn er ASKRIFENDAÞJONUSTA Áskriftar- Kvartana- 11661 virka daga kl. 9 — 20, nema laugardaga kl. 9—13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.