Vísir - 19.06.1965, Blaðsíða 3
VlSIR. Lar.caröngnr 19. ít'ni 5.985
.........................
Eflaust hefur einhverjum 30
ára stúdent orðið á að hugsa,
hversu stutt sé í rauninni síðan
hann gekk með hvítan koll er
þeir gengu til hófs að Hótel
Borg að kvöldi hins 16. júní, ný-
stúdentar og „júbilantar“.
Lfkt og í fögrum lystigarði
kenndi þar margra grasa, — þar
voru samankomnir læknar og
lögfræðlngar, forstjórar og full-
trúar, dómarar og bankastjórar
30 ára stúdentar samankomnir á Borginni, talið frá vinstri: Stefán Björnsson, f.orstjóri Þórður Björnsson, yflrsakadómari, Andrés
Ásmundsson, læknir, Ólafur Tryggvason, læknir, Magnús Sigurðsson, tæknifræðingur^ dr. Björn Jóhannesson, verkfræðingur, Geir
Þorsteinsson, verkfræðingur, frú Dóra Guðbjartsdóttir, kona Ólafs Jóhannessonar, prófessors, Ragnar Sigurðsson, læknir, Birgir
Einarsson, Iyfjafræðingur^ Thorolf Smith, fréttamaður og Sveinn S. Einarsson, verkfræðingur.
„VITA NÖSTRA BREVIS EST“
og sfðast, en ekki sízt, hið
gjörvulega lið nýstúdenta með
jökulhvftt tákn menntunarinnar
áfliöfði.
Myndsjáin í dag er frá giöðum
fagnandi hópi stúdenta og „júbil
anta“ aSTfótel Borg daginn eftir
brautskráningu þegar nýstúdent
ar fagna unnum sigri og eldri
stúdentar minnast gamalla sigra.
Úr hugum flestra hefur eflaust
mátt lesa: — Kætumst meðan
kostur er, því „vita nostra brevis
est“.
Rektor Menntaskólans, Kristinn Ármannsson, og frú mæta til stúdentafagnaðar. Kristinn Ármanns-
son á einmitt 50 ára stúdentsafmæii nú f ár.
„Er með húfur út vér rólum“, — nýstúdentar óska hver öðrum
innilega til hamingju.
40 ára stúdentar mættir til leiks: Jónatan Hallvarðsson, hæstaréttardómari, Hákon Guðmundsson,
yfirborgardómari og Pétur Benediktsson, bankastjóri.