Vísir - 19.06.1965, Síða 16

Vísir - 19.06.1965, Síða 16
VISIJR Laugardagur senn J6n SigurAsson formaður bygginganefndar að sýna gesti bygginguna. • • Nýja Umferðarmiðstöðin í Reykjavík á að vera fullgerð fyr ir næstu verzlunarmannahelgi, sem er fyrsta helgin í ágúst. Fréttamenn Vís'is fóru til að skoða bygginguna í gær í fylgd með Jóni Sigurðssyni formanni bygg- inganefndar. Byggingin er 1300 ferm. eða 8000 rúmmetrar. Stærsti salurinn er 600 ferm. og á hann að vera i móttökusalur fyrir farþega og veit ingasalur. Á salnum er gluggi, sem snýr á móti suðri og er glugginn 250 ferm. að stærð. Umhverfis hef ur verið steyptur hluti af bílastæð inu, en ætlu. er að steyptir eða malbikaðir verði í sumar 7000 ferm., þar af verða 4000 ferm. fyr ir langferðabifreiðir e'ingöngu. í byggingunni verður rekin margvísleg starfsemi eins og t.d. matsalur, út'ibú Verzlunarbankans, útibú póstsins, en þarna verður næst stærsta póststofa á landinu Ætlunin er að flokka niður póst- inn, sem/kemur utan af landi þama og verður því pósturinn sendur það an aftur en þarf ekk'i að fara á aðalpóststofuna. Jón Sigurðsson taldi, að Um- ferðarmiðstöð þessi mundi auka mjög á ferðamenninguna hérlendis Kristjón Kristjönsson umsjónar maður byggingarnefndar og nefndarmaður. Farþegar kæmust ekki upp með það að mæta á seinustu stund og tefja þannig brottför. Einnig gæti þessi miðstöð orðið til þess að flýta fyrir samræmingu einstakra sérleyfishafa á ferðum sínum til hagsbóta fyrir þá sem og farþega. MJ0G G0ÐUR HAGUR AB Almenna bókafélagiö 10 ára á bessu ári Hnífstungumálið: Hæstiréttur staðfesti undirréttardóminn Þann 16. júní var haldinn aðal- fundur Almenna bókafélagsins og styrktarfélags þess Stuðla h.f., en rétt 10 ár eru nú liðin frá því, að AB hóf starfsenii sína og mun af- mælisins verða minnzt á síðari hluta þessa árs. Á fundinum gáfu formaður fé lagsins dr. Bjami Benediktsson, ráðherra og framkvæmdastjóri þess, Baldvin Tryggvason, lög- fraeðingur yfirl'it um starfsemi fé- lagsins á sl. ári. í upphafi fundar ins var dr. Alexander Jóhannes- sonar minnzt, en hann var einn af frumkvöðlum félagsins og sat í stjóm þess frá upphafi. Samkvæmt skýrslu framkv.stj. kom í ljós, að hagur AB á sl. ár'i var mjög góður. og sala bóka þess hefur aukizt um 50%. Varð heild arsala útgáfubóka AB á árinu rúm ar 12 millj. kr. 1 ræðu sinni rakti Baldvin Tryggvason framkvstj., tildrögin að stofnun AB, en ávarp'ið um stofnun félagsins var gefið út 17. júní 1955. Kvað hann stofnendur eðlilega hafa verið misjafnlega bjartsýna á framgang félagsins í upphafi, en vonir hinna bjartsýn- ustu hefðu meir en rætzt, og mættu þeir nú vel við árangurinn una. Ber þar ekki sfzt að þakka hinum mikla fjölda félagsmanna, sem nú eru orðnir 7000 talsins. Á þessu tíu ára tímabili hefur AB gefið út samtals 135 bækur, sem hafa selzt í um 350.000 eintökum sam- tals. Af þessu bókum eru 83 eftir íslenzka höfunda, Qn 52 eftir er- lenda höfunda. Að gerð þeirra hafa unnið 130 íslenzkir rithöfund- Framh. á bls. 6. Þann 16. þ. m. var í hæstarétti staðfestur undirréttardómur í svo- kölluðu hnífsstungumáli. Það var höfðað með ákæru saksóknara rík isins nokkru fyrir s. 1. áramót fyrir Enginn fundur Er blaðið hafði tal af Torfa Hjartarsyni sáttasemjara seint í gærkvöldi, hafði enginn fundur verið boðaður í vinnudeilu Dags- brúnar og annarra verklýðs- félaga á Suðvesturlandi við vinnuveitendur. AAAAAAAAAAAAAAAAAAA, íslenzku þátttakendumir á heimsmeistaramótinu við aðra sviffluguna, sem þeir fluttu með sér. Talið frá vinstri: Ásbjöm Magnússon, Þórður Hafliðason, Þórmundur Sigurbjamason, Þórhallur Filippusson, Gísli Sigurðsson, Elíeser Jónsson, Lúðvik Karlsson, Leifur Magnússon, Hákon Pálsson, Sigurður Þorkelsson og Pétur Eggertsson. morðtilraun og líkamsárás þann 12. maí 1964 að Hraunteigi 18 í Reykja vík. Frá gangi þessa máls var skýrt ítarlega í Vísi á sínum tíma og því ekki ástæða ti lað rekja það hér Þess skal þó getið til glöggvunar að sakborningur, Lárus Stefánsson rennism.nemi til heimil’is að Hring braut 84 réðist með skeiðahníf á Guðríði Erlu Kjartansdóttur Hraun- Framh. á bls. 6. Syrtling- ur vex í gær var Syrtlingur farinn að sækja í s'ig veðrið. Hann var þá orðinn myndarlegasta eyja, 50 m. hár og skeifulaga og með opið í austur. Þar rennur sjór inn, en bú ast má við, að opið lokist þá og þegar, einkum ef austanáttin hætt ir. Er lagið á Syrtlingi nú mjög svipað og var á Surtsey, þegar hún hafði nýstungið upp kollinum. Sprengingar voru tfðar í Syrtlíngi í gær og gufumökkur mikill. Hörð keppni en lélegar aðstæður á svifflugsmótinu í ENGLANÐI íslenzku þáttfakendurnir komnir heim íslendingar þeir sem tóku þátt í heimsmeistarakeppninni í svifflugi sem fór fram í Eng- landi fyrir nokkru komu heim daginn fyrir þjóðhátíðina. Það voru þeir Leifur Magnússon og Þórhallur Filippusson en farar stjóri var Ásbjörn Magnússon. Blaðið hitti Þórhall að máli. Hann lét nú ekki sérlega vel yfir ferðinni. Keppnin hefði ver ið mjög hörð. í standard flokkn um, sem þeir tóku þátt í kepptu 45 og varð Þ.órhellur 36. og Leifur 43. Það er enginn vafi á því að það sem okkur vantar fyrst og fremst er einfaldlega meiri æfing. í þessu er harðasta samkeppni. En fleira kemur til, skilyrði til svifflugs voru slæm alla þá sex daga sem keppt var. Þgð hamlar og svif fluginu að ekki má fara inn á vissar flugrásir innanlandsflugs ins í Bretlandi nema undir vissri Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.