Vísir - 19.06.1965, Side 7

Vísir - 19.06.1965, Side 7
VI S I R . Laugardagur 19. iúní 1965 7 Kirkjan og þjóðin I Í7f ég mætti ráða, skyldi ég kalla hann Kolbein unga, því að það er vissulega réttnefni þrátt fyrir hans 77 ár. Hér er átt við sr. Kolbein Sæmunds- son, prest frá Vesturheimi, einn í hópi þeirra 76 Vestur-íslend- inga sem stigu út úr flugvél- inni um hádegisbilið laugardag- inn 22. maí og haldið aftur vest ur um haf á morgun. Hvað er langt síðan þú fórst vestur? er fyrsta spurningin sem lögð er fyrir þennan ung- lega öldung. — Það eru 65 ár, því að ég fór með fósturforeldrum mín- um og fósturbróður frá Blöndu Þú hefur þá verið orðinn nokkuð fullorðinn þegar þú varðst prestur? — Já, ég var 39 ára þegar sr. Björn B. Jónsson vígði mig (1927). Hann var þá forseti Kirkjufélagsins og prestur við fyrstu lútersku kirkjuna í Winnipeg. Ég vígðist til Hall- grímssafnaðar — islenzks safn- aðar í Seattle og var hjá honum í tVö ár. En síðan þjónaði ég um þrjátíu ára skeið St. James söfn uði í Seattle. Þá dró ég mig í hlé enda aldurinn orðinn hár. Var þetta stór söfnuður? — Nei, ekki er nú hægt að segja, að hann væri það til að byrja með. Þegar ég kom þang- að, hafði hann ekki fasta prests þjónustu um nokkurra ára bil og þess vegna var starfið mjög í molum. Skráðir gjaldendur voru eitthvað 26 og böm í sunnudagaskóla 35. En kirkju- félagið launaði prestinn að mestu leyti, því að það taldi nauðsynlegt að halda starfinu við og von væri um batnandi hag sáfnaðarins, ef ekki væri gefizt upp. Það fór líka svo, að söfnuðurinn stækkaði óðum Kona þín er bandarísk, sr. Kolbeinn? — Já seinni kona mín Sara, fædd 1899, er af þýzkum og brezkum ættum. en fyrri kona m£n var íslenzk, Gróa Helga- dóttir, Þorsteinssonar frá Victoría. Hún var fædd vestra en ættuð frá Vík í Mýrdal. Við eignuðumst 6 börn 4 drengi og 2 stúlkur. Það eru allt efnileg og elskuleg börn. Fimm þeirra eru búsett £ Seattle, en yngsti sonur minn, sem hefur fetað í fótspor föður sins og er prestur, er nú búsettur £ St. Louis, Miss ouri. Börnin ólust öll upp i enskumælandi umhverfi og tala þvi ekki fslenzku. Fyrri kona mín dó 1947. Við Sara giftumst árið 1953. Hún var ekkja og átti einn son. Hún er mjög trúuð kona og kirkju- lega sinnuð og hefur verið mér ómetanlegur förunautur síðan vegir okkar lágu saman. Ég er Guði mjög þakklátur fyrir að gefa mér hana. Þú varst lengi prestur á sama stað, hjá sama söfnuði? Er það ekki frekar óvenjulegt 1 trúfélögum vestra? Að stíga fæti á feðragrund ósi aldawótaárið. Þá yar ég 12 ára. Ertu Húnvetningur? — Nei, ég er fæddur hér £ Reykjavik, en þegar ég var á fyrsta ári fluttust foreldrar mín ir með mig norður í Svínadal — gerðust vinnuhjú á Rútsstöðum. Þau hétu Pétur Guðmundsson og Guðrún Jónasd. Hún mun hafa verið Þingeyingur. Svo þeg ar þau voru búin að vera eitt ár í vinnumennsku á Rútsstöð um fæddist þeim annað barn. En af þvi að þau gátu ekki haft tvö börn hjá sér á framfæri i vistinni átti að ráðstafa mér með aðstoð sveitarinnar. En þangað til að niðurstaða væri fengin, var mér komið að Gafli, næsta bæ fyrir framan Rúts- staði, til hjónanna Línbjargar Ólafsdóttur og Jóhannesar Sæm undssonar. En svo fór það nú þannig, að mér var aldrei ráð- stafað þaðan. Það kom aldrei til kasta sveitarinnar. Ég var hjá þeim upp frá því fyrst í Gafli, svo á Geithömrum, síðan á Blönduósi og fór svo með þeim vestur um haf. Til Winnipeg? — Já, þar settust þau að fyrst. Fóstri minn stundaði alls konar daglaunavinnu, var m.a. lengi við sápugerð. En honum féll það ekki, var víst of mikill sveitamaður til að kunna vel við sig í borginni. Þá dreif hann sig til að kaupa landskika í Po- int Roberts í Washington. Það var árið 1909. Þar hafði hann dálítið bú, 2—3 kýr, og stund aði vinnu hjá útgerðarfélagi nokkru. *5at hann kostað þig í skóla? — Nei, ég varð að vinna fyrir mér eins og margir aðrir á þeim árum. BnTBvélÉtn i t>I rúc{ 8 TBiðe s° ' með vaxándi ktarfi’/'l lbk Ötríð£m ins byggði hann nýja kirkju og svo prestsbústað rétt hjá henni og nú er nýbúið að reisa hús fyrir sunnudagaskólastarfið. — Fermdir safnaðarmeðlimir eru nú um 500 og börnin £ sunnu- dagaskóla um 400 að jafnaði. Þetta hefur allt kostað mikla peninga og skuldirnar eru mikl ar, en stárfið er blómlegt og söfnuðurinn stækkar svo byrð arnar koma á margra bök. Þú ert hættur prestsskap fyrir löngu? — Ég hætti I föstu starfi árið 1958, en hef þjónað á ýmsum stöðum síðan skamman tíma £ einu eins og t. d. 9 mánuði í Juneau (frb. Sjunó), sem er höf uðborgin í Alaska. Það var gam an að vera þar, en loftslagið átti ekki við okkur, svo að við vildum ekki vera þar til lengd- ar. Svo vorum við £ Gimli f Manitoba tvisvar sinnum, 9 mán. f hvort skipti. Þá messaði ég á islenzku á hverjum sunnu dagsmorgni. Þar eru nú um 100 manns, allt íslendingar nema ein norsk kona. Við tölum ýmislegt um ís- lendinga og islenzkuna i Vestur heimi. Það kemur í ljós eins og raunar er vitað, að það eru kirkjan og Þjóðræknisfélagið, sem hafa átt drýgstan þátt i að halda við málinu og tengslum við gamla landið. En enginn má við margnum. Það er sýnilegt hvert stefnir — að fslenzkan fær ekki haldið velli, þótt mik ill og einlægur vilji væri fyrir hendi til að halda henni við. ís lenzku guðsþjónustunum fer lfka stöðugt fækkandi og þeim fer lfka óðum fækkandi sem sækja þær. Sr. Kolbeinn Sæmundsson og frú Sara Sæmundsson ci'i _ jú, þó eru dæmi þess að prestar eru m.a.s. hálfa öld á sama stað. En hitt er algengara nú orðið, að prestar flytjist til milli safnaða. Það hefur bæði sfna kosti og sfna galla, og sitt á við á hverjum stað. Um þetta verða ekki gefnar neinar ákveðnar reglur, sem geti átt alls staðar við. Hvað viltu svo segja mér um trúar- og kirkjulíf f Bandaríkj- unum? Það sem einkennir það f stór um dráttum er það, að mótmæl- endakirkjufélögin eru yfirleitt að þoka sér saman. Það er að vaxa með þeim umburðarlyndi og gagnkvæmur skilningur. Rígur og óvild er að vfkja en góðhugur og samstarfsvilji að koma í staðinn. Kirkjan — trú félögin — eru í sókn f Banda- ríkjunum. Meðlimir þeirra eru yfir 60% af þjóðinni og þeim fer heldur fjölgandi. Og svo eru það margir utan trúfélag- anna sem hafa eitthvert sam- band við prest og kirkju, t.d. láta skíra börn sfn og hafa kirkjulega útfararathöfn, þegar ástvinur fellur frá. Hvernig er kirkjusóknin? Hún mun vfðast vera um 50% af safnaðarmeðlimum. í mfnum söfnuði voru skráðir um 500 einstaklingar, oft voru um 300 viðstaddir venjulegar guðs- þjónustur. En þetta kostar mik- ið starf, bæði fyrir prestinn og aðra áhugasama safnaðarmeð- limi. — - O - Hafið þið hjónin ferðazt vfða um landið síðan þið komuð? Við höfum þrisvar sinnum farið austur yfir Hellisheiði — fyrst að Selfossi síðan að Gull fossi og Geysi og svo að Skál holti. 3r, Svo lögðum við ,leið okkar norður í land. Mig lang- aði til að heimsækja bernsku- stöðvarnar f Svínadalnum. Og það gerðum við — komum á bæinn, þar sem ég átti heima, gekk upp að fossinum, sem ég undi V/ið þegar ég sat yfir án- um. — Það var unaðslegt að lifa þetta upp aftur — það er stórviðburður í lífi mfnu. Svo fórum við til Akureyrar og þaðan til IVJývantssveitar og að Dettifossi. Svo að lokum séra Kolbeinn. Nú hefur þú ekki séð Island síðan þú varst barn, en það hefur samt vitanlega alltaf ver ið eylendan þín, fjarst f eilffð arútsæ". Má ég nú spyrja þig um það hvernig þér hafi verið innan- brjósts þegar þú steigst fæti á Frón, þennan vorbjarta dag, 22. maí, þegar landið var bað- að í sól undir bláum himni. Já eins og þú skilur, þá er nú erfitt fyrir mig að Iýsa til finningum mínum á þeirri stund en ég held það sé samt bezt að lofa þér að heyra vísu, sem mér varð þá á munni: Að stíga fæti á feðragrund, færir kæti geði. Að heilsa mætum hal og sprund hugans bætir blómalund. — — Samtal v/ð sr. Kolbein Sæmundsson ■ Drottins orð - og dollarseðill Ameríkani einn, Albert Schumann að nafni, hefur alllengi unnið að að athugunum á þvi sérstaklega, hve muni vera gagnsemi þess að hafa Biblíu í hótelherbergjum Spumingin er: Eru bækurnar Iewiar? Sé svo, þá af hverjum og hvers vegna. Schumann lagði nýjan dollaraseðil ásamt spjaldi, inn í nokkur hundruð Biblfur í hótelherbergjum. Á spjaldinu stóð: „Til finn- anda: Eigtð þennan seðil. En vinsamlega sendið oss spjaldið með upplýsingum um hvers vegna þér opnuðuð þessa bók. Þökk!“ Yfir 300 spjöld voru endursend. Þau komu frá hótelum f 49 rikjum og einnig frá nokkrum stöðum i Kanada. En 36 spjöld komu ekki til skila. Svörin vom á ýmsa lund. Efstir á Iista voru þeir, er segjast hafa fyrir vana að Iíta dag- lega í Biblíuna. Næstir komu þeir, sem segjast hafa litið í bókina sér til afþreyingar eða Ieitað sér uppörvun^ hughreystingar. Meðal þeirra vom vonsviknir menn eða taugaveiklaðir, foreldrar áhyggju- fullir vegna barna sinna og friðvana menn á öllum aldri. — ”Ég opnaði Biblíuna“, skrifar flugforingi, „f von um að komast að raun um hvers vegna ég hefði ekki getað opnað hjarta mitt fyrir Kristi“.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.