Vísir - 19.06.1965, Síða 15

Vísir - 19.06.1965, Síða 15
V1 S I R . Laugardagur 19. júní 1985 RACHEL LINDSAY: /5 ÁSTIR Á RTVERÍUNNI að sjá hvort útlit'ið hefur ekki batnað. — Ég hef ekki haft tækifæri til að þakka þér fyrir rósimar sagði Rose, þegar þau vora búin að koma sér fyrir í bátnum. Ég var nú ekki viss um hver tilgang urinn var — hélt kannski, að þetta væri gert i hálfgerðri stríðni. — Nú eruð þér eins og Susan? — Hver er Susan ein af fyrr verandi vinkonum yðar? — Susan er ekki „fyrrverandi“ eitt eða neitt — ég lít sannast að segja á hana sem systur mína — við uxum saman úr grasi. Hann brosti til hennar. — Þið eruð annars talsvert lík ar. — Ættum við ekki að auka hrað ann sagði hann eftir dálitla stund þegar þau höfðu farið hvem hring inn af öðrum á fremur hægri ferð Rose naut þess að láta sólina skína á sig, hafgoluna leika um sig og hún naut þess að svífa yfir sæinn í hraðbátnum. — Hrædd spurði Alan Hún hristi hlæjandi höfuðið. Sjór skvettist yfir þau. seltubragð kom í munninn, en allt var ferskt — og yndislegt og vindurinn lét hár hennar flaksast í allar áttir Hrædd? Nei, þetta var að lifa. Það var ekki fyrr en þau voru komin upp á hafnargarðinn, sem þeim varð litið hvort á annað — Þau voru bæði sem af sundi dregin i Þau fóru að skellihlæja. - Ég verð að ná mér í leigu- bfl sagði hún. Henni var ekki um hve lengi hann horfði á hana. Það var eins og kjóllinn væri í límdur við hana. Henni fannst hún vera nakin. — Við finnum sjálfsagt eitthvað uppi, sagði hann ákveðinn og tók undir handlegg hennar. Frú Hammond feis upp, hún hafði hallað sér út af á legubekk. Enid snéri sér við og starði á þau. Og allt í einu birtist hinn svarti kollur Tino Barri ofan hæginda- stólsbrúnar.... — Þér verðið að fá þurr föt, sagði frú Hammond. — Hún vill hvað sem tautar fara heim og hafa fataskipti sagði Lance. — Vitleysa sagði frú Hamm- ond, komið með mér. Rose létti og fór með henni. — Ég finn einhvern sportfatn- að handa yður að fara í, svo læt ég aka yður í gistihúsið og þér getið verið komnar aftur til te- drykkju. — Ég ætla ekki að koma aftur hingað, sagði Rose. — Auðvitað komið þér, sagði frú Hammond. Ég get ímyndað mér hvernig Alan myndi líða, ef hann kæmi og fyndi yður ekki. — Gleymið ekki, að við ætlum að dansa í kvöld, hrópaði Lance á eftir henni. - Og það í ofanálag, hugsaði Rose, en þetta var eins og um var talað, en henni fannst nú að ekkert væri spennandi lengur, þeg ar Alan væri alltaf á næstu grös um. 7. kapituli Rose opnaði klæðaskápinn sinn Hún hafði ekki úr mörgu að velja Hún hafði verið I þeim nýja í trúlofunarveizlunni og svo var bara annar til. Hún tók hann úr skápnum og athugaði hann gaum- gæfilega. Hún hafði keypt hann áður en hún fór frá Englandi. Hann var mjög einfaldur, mógrár á lit. Hún komst að þeirri niður- stöðu, að hann væri smekklegur og það fannst Alan líka, þegar hann kom að sækja hana. Hún las það úr augunum á honum. Það var gott svo langt sem það náði, en í samanburði við kjóla hinna auðugu kvenna — hún leit bara andvarpandi á Alan. Hvernig íbúð óskast til leigu Bandarískur maður giftur íslenzkri konu ósk ar eftir 2—4ra herbergja íbúð, barnlaus. Upp- lýsingar í síma 12G72 eftir kl. 3 í dag. mundi honum lítast á? Þau voru alltaf „kúpluð sarnan," svo að það var bezt að heyra álit hans. Diana Hammond klædd fögr- um kremgulum kjól, lét bera fram te í setustofunni. Tino, sem hún ávallt þurfti að hafa í návist sinni var þar, — sat við hiið hennar og hvíslaði einhverju að henni, og frú Hammond virtist falla það vel i geð, sem hann sagði. Hvað mundi hún segja, ef hún kæmist á snoðir um það, sem ég veit, hugsaði Rose. Enid og Lance virtust hafa sætzt heilum sáttum. Þau sátu í sófa þétt hlið við hlið í hinum enda stofunnar. Rose veitti þvi at hygli að hann hafði lagt sól- brenndan handiegginn um herðar henni og strauk um hörund henn- ar ... allt i einu var Rose gripin slíkum skjálfta að bollinn hrist- ist í höndum hennar svo að skvett ist úr honum á undirskálina. Og hún greip um bolla og undirskál báðum höndum meðan hún var að jafna sig. Það var sem eldingu hafði lostið niður í hjarta hennar Og henni varð allt í einu ljóst, að — að hún elskaði Lance Hamm- ond. Sú var orsök geðshræringar- innar. Það var henni allt í einu orðið ljóst, þótt allt annað væri þokukennt. „Ég hlýt að vera mjög ruglúð,‘ ‘hugsaði hún,“ en ég hlýt að ná piér fljótt — og þá verður þetta eins og draumur.“ Hún var Alan þakklát því að þótt hann sæi að hún væri I geðs hræringu var hann ekkert að tala um það, eins og hann vissi og skildi til fulls að hún þyrfti að jafna sig. Til allrar hamingju fór gestunum fjöigandi og brátt vtir þarna þröng manna og mikið masað. Og þegar Lance setti grammófóninn I gang, sagði hún við Alan: — Komdu Alan, við skulum dansa. Hann horfði á hana dálítið ertn- islega og undrandi. — Þú hefur þó ekki fengið þér kampavínsglas í laumi? Rose hló og lét sem ekkert væri Hún dansaði og á milli dreypti hún á kampavíni og borðaði góm- sætar „snittur.“ Allt í einu þoldi hún þetta ekki lengur — þoldi ekki að koma fram af uppgerðarkæti. Hún varð að komast út — út undir bert loft til þess að hugsa I ró og næði. Hún gekk út á flötina fyrir framan húsið en alls staðar var krökkt af fó'ki og ógerlégt að finna nokkurn stað til einveru. Og hún læddist til strandar og er að bröttu þrepunum kom niour að sjónum tók hún af sér háhæluðu skóna ,sem höfðu þvingað hana dá lítið. Sandurinn. var heitur cg þurr af sólu, svalur blær korp af hafi og tunglið var komið í ljós gult og heillandi á dökkbláum himin- feldi. Hún hneig niður í sandinn huldi andlitið í höndum sér og grét — loksins, loksins gat hún grátið. Slík var kaldhæðni örlaganna, að þega rhún loks varð ástfangin varð það Lance Hammond, sem hún varð ástfangin í. Hún hefði eins vel getað orðið skotin í karl inum í tunglinu. Ekki einasta var Lance annarrar stéttar en hún — hann var trúlofaður og ekki langt þangað til hann gengi í hjónaband. Hún hlaut að hfa setið þarna lengi, lengi, því að henni var allt í einu orðið kait. Hpn reis á fet ur og kleif upp brattann að garðin um. Hún yrði að þvo sér I fram an og laga sig til áður en hún leitaði Alan uppi — hann væri víst lítið meira en hissa á hvarfi hennar. Það var gamalt lystihús neðst I garðinum. Hún vissi, að þar myndi hún geta lagað sig til vafa laust væri þar spegill og kannski vatn. Hún ætlaði að læðast inn bakdyramegin ,er hún nam staðar skyndilega. Það var einhver þarna inni. Hún ætlaði að snúa frá, en þá heyrði hún rödd Enidar, hún mælti af ákefð og mátti glöggt heyra, þótt hún talaði ekki hátt — og karlmaður svaraði — enginn annar en Tino Barri. — Auðvitað mundi ég ekki gift- ast Lance, ef ég gæti komizt hjá því, sagði Enid, en hvað get ég gert? Ég elska þig Tino, en svo heimsk er ég ekki að halda að við getum sætt okkur við lífið án þess að hafa nóg fé handa milli. þú veizt vel hvernig ástatt er fyrir okkur báðum. Hefði þessi vell- auðugi frændi minn ekki farið að gifta sig á ný .... — Það er kannski fyrirgefanlegt sagði Tino, en að fara að eignast son maður á hans aldri. Það var reiðarslag. — Hann er frá sér numinn af gleði — karlbjálfinn og hann sagði upp í opið geðið á mér, að ég fengi ekki grænan eyri. — Ekki neitt? svaraði Tino. — Sama sem ekkert a.m.k., ó, hvað getum við gert? Rose stóð þarna eins og ríg- negld — gat ekki hrært sig úr sporum. Þetta var í annað skipti sem hún hlustaði á viðræður Enid ar og Tinos gegn vilja sínum. — Þú átt við að þú giftist þá Didi sagði Enid hátt og af nokkrum æs ingi ,það gæti ég aldrei þolað. Rose rauk burt — hún þoldi ekki að heyra meira. Hún hafði ekki ,farið langt fyrr en maður varð á vegi hennar, — Lance Hammond gerbreyttur frá þvl sem hún hafði áður séð hann. Hann var fölur sem nár og eins og hann hefði orðið fyrir skelfilegra áfalli en hann gæti borið. Rose þurfti eipskis að spyrja. úann hlaijt að hafg heyrt það, aem farið hafði 4 miltj t^nidar og TinPS- flún leitaði að þönd hans, vildi hughreysta hann byrjaði óviss: • — Lance, sagði hún Hann horfði I á hana sviplausum augum og gekk 1 til strandar. Hún fór á eftir hon- um, óttaðist hvað hann myndi iTaka sér fyrir hendur. — Lance, kallaði hún á eftir honum I örvæntingu. — Lance, bíddu eftir mér. THEY HAVE GUUS THAtU/'NO.URURUSlSTAV HOTEN, KILL QUICK.-QUICK.!.gETTEK\UNLESS THEV SH00T...A(f/ IkUOT Jm CuA»0 Tarzan vinur við erum stadd- ir þar sem Urarulandið byrjar. Ef verzlunarmaðurinn stöðvar leiðangurinn hérna er Köngu- lóarættbálkurinn og gullið þeirra öruggt. Ég ætla að segja honurn tvisvar að halda sér frá Ururu- Iandi, svo. . . Láttu mig tala fyrst Miti höfðingi. Ef hann er löglegur verzlunarmaður, sem hefur levfi. veit hann um reglur Afrílai gegn því að nokkur fari í leyfisleysí inn í land ættkvíslar. Þeir hafa byss- ur, sem drepa fljótt, það er betra að örvar ■pi þá áður en þeir sjá okkur. Nei Ururu- Afgreiðslu VJSJS í Kópa 1 vogi annast frú Birna Karlsdóttir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. menn, felið skjóti mig. ykkur nema þeir HAFNMFJÖRMIR Afgreiðslu VÍSIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, 5ími 50641. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. KEFLAVIK Afgreiðslu VÍSIS í Kefla vík annast Georg Orms- son, sími 1349. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér., ef um kvartanir er að ræða. ? msBmBBBBmmam ÍSIR ASKRIFEND AÞ J ONUST A Askri,tar- síminn er Kvartana- íí 1 & § 1 virka daga kl. 9 — 20, nema laugardaga ki. 9—13.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.