Vísir - 19.06.1965, Síða 9

Vísir - 19.06.1965, Síða 9
9 amannsms Sigurður Samúelsson prófessor T dagblaði „Vísi“ þ. 9. júní 1965 birtist grein um vænt- anlega starfsemi landsamtaka hjarta- og æðasjúkdómavarnafé- laga á íslandi — Hjartavemd — og er þar af lltt skiljanlegum hvötum ráðizt allharkalega að samtökum þessum. Að grein þessari stendur ungur maður, sem nýlega mun hafa skipað sér í raðir blaðamanna. Hann er læknissonur og hefur um tíma stundað nám í læknisfræði hér við Háskólann. Mun honum því renna blóðið til skyldunnar að skrifa um heilbrigðismál. Er allt gott um það að segja, en hitt er alvarlegra þegar byrjendur í starfi viðhafa ekki eðlileg við- brögð með að afla sér fanga eða heimilda, sem þó liggja fyrir prentaðar í blöðum samtakanna. Hefði ég þó hald'ið að hinn snari þáttur í starfi blaðamanns væri sá, að gefa almenningi sem gleggsta og réttasta mynd af því málefni, sem um ræðir, enda er það sannarlega reynsla mín af þeim íslenzkum blaðamönn- um, sem ég hef kynnzt og um heilbrigðismál hafa skrifað. tTinn rauði þráður I grein þessari sem kölluð er „Hjartavemd?“ er í fyrsta lagi að gera lítið úr þeirri sjúkdóms- leit, sem fyrirhuguð er, og í öðru lagi að vara heilbrigðis- stjórn landsins við að veita fé til þessarar starfsemi. Verð ég að segja, að ég vorkenni þess- um unga manni það hlutskipti, sem hann hefir valið sér, fyrst og fremst vegna þess, að það stangast mjög á við það, sem hann segir í grein sinni, sem byggð er á margvíslegum mis- skilningi. Skal nú rætt um einstöku at- riði greinarinnar. Blaðamaður- inn viðurkennir, að hjarta- og æðasjúkdómar séu nú algeng- asta dánarorsök meðal þjóðar- innar, svo að eðlilegt sé, að bar- átta sé hafin gegn þeim. Heil- brigðisskýrslur sýna, að árlega deyja á fjórða hundrað manns hér á landi af þessum orsökum og fer sú tala vaxandi. Á tutt- ugu ára tímabilinu 1941—1961 óx dánartölutiðni þessara sjúk- dóma um 75% og á sama tíma- bili hafði hlutdeild hjartadauðs- fallanna tífaldazt I slysa- og mannskaðarannsóknurn þeim, sem framkvæmdar eru á vegum meinafræðistofnunar Háskólans við Barónsstíg. Það þarf því enginn að ganga neinar grafgöt- ur hvert stefnir I þessum mál um. Orðrétt segir i greininni: „Nú er því þannig varið sam- kvæmt mati læknisfróðra manna. að mjög erfitt er að finna kransæðaþrengsli. nema eftir ð þau eru komin á allhátt stig og er þá oftast mjög stutt í að viðkon.andi sjúklingur finni fyrir sjúkdóminum, svo að ekki verður um að villast. Það yrði því ef til vill um nokkra sjúk- linga að ræða, sem fyndust á þcnnan hátt, en varla mjög marga, sem ekki fyndust á ann- an hátt.“ Hér kemur fram alvarlegt vanmat á rannsóknum í hjarta- sjúkdómafræðum, og að mínu viti settar fram af blaðamann- inum til að rýra álit manna á gildi væntanlegra hóprann- sókna. Við sem höfum haft með rannsóknir á hjartasjúkdómum að gera um áratugaskeið, finn- um stundum breytingar í hjarta- línuriti hjá þeim, sem engin hjartaeinkenni kvarta um, eða hafa að eigin áliti einkenni frá öðrum líffærum, sem svo re}m- ast stafa af hjartasjúkdómi. Ég skýt því hér inn, að tekið er hjartalínurit af öllum þeim sjúklingum, sem vistaðir eru á lyflæknisdeild Landspítalans, og þar koma nú um 1000 sjúklingar á ári. Þykist ég því tala af nokkurri reynslu. Blaðamaður- inn læðir því inn, að hann bygg þessa skoðún sína „samkværnt mati lækhisfróðra manna“, ög skil það svo, að það séu menn sem hafa álíka mikla nasasjón af læknisfræði og blaðamaður- inn sjálfur, en vil undanskilja lækna. Þá kem ég að þeirri hugsana- villu blaðamannsins, sem hefur viðurkennt að hjarta- og æða- sjúkdómar séu algengasta dán- arorsök hérlendis, og ber svo það á borð fyrir almenning að ekki finnist nema nokkrir sjúk- lingar við hóprannsókn á nokkr- um tugþúsundum íslendinga eins og fyrr var vitnað til f grein þessari. Vildi ég óska að satt væri, en því miður hníga öll rök í gagnstæða átt. Blaðmaðurinn gerir enga til- raun til að lýsa því leitarstarfi, sem ætlunin er að koma hér á fót, og hefði honum þó verið það hægur vandi með því að líta í fyrsta tölublað „Hjartavemd- ar“, þar sem er grein eftir und- irritaðan um það efni. Lesa má út úr grein blaðamannsins þann misskilning að hér sé aðeíns um hjartarannsókn að ræða, þótt síðar I greininni sé minnzt á almenna iæknisskoðun „með færibandsfyrirkomulagi“, sem auðsjáanlega er ekki mikils- virði í augum blaðamannsins. Með slíkri rannsókn er ætlun okkar að ná til hinna ýmsu þátta í lífj og starfi manna sem reynslan hefur sýnt að eru hættumerki og em undanfari hjarta- og æðasjúkdóma. Er hér um að ræ,ða: sígarettureykingar, kyrrsetustörf, andlega raun í starfi, erfðir, líkamsfitu eða þyngdar-aukningu, háþrýsting, aukna fitu í blóðinu, leynda eða greinilega sykursýki. Við þetta bætist svo, að tekið verður línurit af hjarta og röntgenmynd af hjarta og lungum. Læknis- rannsóknin vildum við að fram- kvæmd af sérfræðingúm f lyflæknisfræði. Er hér farið eftir tillögum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar í Genf, sem senda mun á þessu sumri sér- fræðinga sína hingað til ráðlegg inga um framkvæmd þessara rannsókna. A f framansögðu má ljóst vera, ^ að með slíkum gagngerðum rannsóknum, sem aldrei áður hafa farið fram hér á landi, munu margir finnast, sem eitt- hvert hættumerki hafa um hjarta- og æðasjúkdóma. Mér þætti liklegt að þeir yrðu frem- ur taldir í hundruðum en tugum, ef landssamtökunum vex sá fisk ur um hrygg sem óskandi er, að þeim á næstu árunum tækist að rannsaka þá árganga sem i mestri hættu er af völdum þessara sjúkdóma. Blaðamaðurinn blandar inn í þetta mál meðferð hjartasjúk- dóma. Slíkt heyrir ekki undir starfs, hjarta- og æðasjúkdóma ' ^arnpirfelagá, eni tilííeyrir við- H omfeidi 'héimiiislælinum. Er lí þvl auðsætt að störf þeirra munu aukast. Þessi ungi blaðamaður talar mjög valdsmannlega um, að að- gerðir við kransæðastiflu séu sárafáar. Ekki veit ég hvaðan honum kemur slik vizka, en ekki mun ég ræða við hann þess háttar læknisfræðilegar aðgerðir í dagblöðum. Honum verður heldur ekkert fyrir því að hnjóða í hinar svokölluðu sega- varnir, en sú meðferð er við- höfð til að hindra storknun blóðsins og til varnar æðastíflu. Vegna þess stóra hóps, sem nýt- ur þessarar meðferðar á lyf- læknisdeild Landspítalans vil ég taka fram, að við teljum að þessi lækningaaðferð hafi komið að miklu gagni, og eru dánar- tölur af völdum kransæðasjúk- dóma hér verulega lægri en í nágrannalöndum okkar, og þó einkum í því landi sem blaða maðurinn vitnar til (Danmörku). Blaðamaðurinn fer með rangt mál er hann segir, að samtökin hafi aldrei haldið á lofti sem megin-tilgangi almennum rann- sóknum á tíðni hjanta- og æða- sjúkdóma. Ég fæ ekki skilið hvemig komizt yrði hjá svo auð sæjum og sjálfsögðum þætti þessara rannsókna, enda hefur hann verið rækilega undirstrik- aður á stofnfundum og í tíma- ritinu „Hjartavemd". Einmitt vegna þessa „megintilgangs" hefur verið leitað til Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar í Genf, til þess að þessar væntan- legu rannsóknir verði skipu- lagðar til úrvinnslu á alþjóðleg- an hátt. t'g kem þá að síðasta þættin- um sem sé fjármálunum. Tekur þar ekki betra við i mis- Prófessor Sigurður Samúels- son hefur sent blaðinu eftirfar- andi grein til bírtingar. Er hún svar við grein Valdimars Jó- hannessonar um hjartaverndar- mál, sem birtist hér i blaðinu fyrir skömmu, en þar túlkar greinarhöfundur vitanlega ein- göngu sínar eigin skoðanir á því efni, er til umræðu var. Ritstj. skilningnum, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Eftirfarandi klausa hermir: „Fé það sem veitt yrði til Hjartavemdar yrði þvf tekið frá öðrum þáttum al- mennrar heilsugæzlu, sem sam- kvæmt mat! þeirra, sem við heilsugæzlu fást, er sízt of mik- ið, nema siðnr væri. Það yrði með öðrum orðum tekið frá þeim þáttum heilsugæzlunnar, sem flestir álita algjörlega nauð- synlega, og fénu veitt i starf- semi, sem orkar mjög tvímælis". Alþjóð veit, að flest líknarfélög landsins, sem eitthvað kveður að, hafa sína ákveðnu tekju- stofna, t.d. hafa DAS og SÍBS milljónagróða af happdrættum, sem þau svo reka starfsemi sína fyrir, Krabbameinsfélagið, Styrktarfélag vangefinna, Sjálfs- björp o.fl. hafa sérstaka tekju- stofna, sem þau fá milljónir króna árlega fyrir frá ríkinu. — Heldur nú blaðamaðurinn að þessar ofangreindu tug-milljónir séu dregnar frá því fé, sem var- ið ,er tjl hpilugæzlu í þjóðfélag- inu?-Efe heÍJdJ við 'Véfðúih «jót-‘ lega' Isatamálíd! 'um,'! áö svo, er ekki. Valdhafarnir hafa viljað leysa málið á þennan hátt, og er ekkert nema gott um það að segja. Get ég fullvissað blaðamann inn um ,að heilbrigðisyfirvöld landsins eru það víðsýn, að skilja hvar skórinn kreppir, þeg ar nýjir þættir bætast í heilsu- gæzluna, að ekki verður frá nein um tekið og sérstaklega þar sem í landlæknisstóli situr sá maður, sem mjög hefur unnið að heilsugæzlu með þjóðinni, dr. Sigurður Sigurðsson. íslenzk heilbrigðisyfirvöld hafa fyrir beiðni stjómar Hjartaverndar snúið sér til Alþjóðaheilbirgðis- málastofnunarinnar I Genf og hefur landlæknir meðan hann sat þar á fundum í mai s. 1. komið því I kring, að sendir verða hingað á þessu sumri 2. sérfræðingar til skipulagningar starfseminnar. Tel ég víst, að við verðum áframhaldandi að- njótandi aðstoðar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar. Blaðamaður segir að lokum: „hvort ástæða er til að áhuga- mannasamtök þessi eigi kröfu á styrk hins opinbera. Hvort fé það sem í þau færi, væri ekki betur varið á ANNAN HÁTT. Ekki gerir hann þó neina til- raun til að skýra frá hver sá háttur er. Blaðamaður endar með að segja, að hann vonist til að grein sín verði ekki álitin per- sónuleg árás á þá tvo lækna, sem aðallega við samtökin eru tengdir. Ég tek það til mín sem formaður Landssamtakgnna, en læt hann vita, að stofnuð hafa verið 22 félög víðsvegar um landið og í svo til öllum þeirra em læknar formenn, enda eru þetta nú langfjölmennustu lands samtök sem að líknarmálum starfa hérlendis sem stendur. Almenningur virðist þvi hafa skilið nauðsyn þessa máls á allt annan og eðlilegan hátt en þessi ungi ofurhúgi í blaðamanns líki. Ég hefði óskað þessum unga blaðamanni, að hann hefði les- ið grein, sem birtist í tímarit- inu „Newsweek“ í febrúar s. 1. þar sem rætt er um „Hjarta og mataræði" (Heart and Diet). Þar er blaðamaður á ferð, sem kann að skrifa um heilbrigðis- mál, sem margt má af læra hvernig umgangast skal stað- reyndir svo gildi hafi fyrir al- menning. Blaðamaðurinn hefur greinilega horn í síðu þessa málefnis og landssamtaka, en láist að benda á aðrar leiðir til úrlausnar. Liggur mér því næst að halda að þar valdi mestu unggæðisháttur. Hefði ég ^ann arlega óskað honum þess, að undirbúningur greinarinnar hefði verið haldbetri og meiri sanngirni viðhöfð, svo að grein in hefði getað orðið almenn- ingi til uppbyggingar en ekki ruglings, en höfundinum til sóma. Sigurður Samúelsson. „KLAKAHÖLLIN- APRÍLBÓK A.B. Aprílbókin er hin fræga bók Klakahöllin eftir Norðmanninn Tarjei Vesaas. Þessi bók er eitt mesta meistaraverk þessa fremsta sagnaskálds Norðmanna í dag, endr. hlaut hann bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1964 fyrir þessa bók. Hefur bókin komið út i fjölmörgum löndum og hvarvetna þótt bók- menntaviðburður. Hannes Pét- ursson skáld, hefur íslenzkað bókina. Bókin fjallar um tvær litlar vinkonur, ellefu ára gamlar, Siss og Unn. önnur þeirra deyr í upphafi bókarinnar, en síðan fjallar skáldið um hughrifin, sem skapast af hinni undarlegu vináttu þeirra. Er í bókinni lit- azt um í völundarhúsi einmana- leikans og fjallar Vesaas um sálarlíf barnanna af miklum næmleik og iiu.sæi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.