Vísir - 19.06.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 19.06.1965, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Laugardagur 19. júnf 1965 UJW Vegavillt í BorgaríirSi Tjau voru strönduð á krossgöt um 17. júní uppi i Borgar- firði, 135 km. frá Reykjavík. Þau höfðu komizt lengra nortur á bóginn, en höfðu viilzt. Nótt- ina áður höfðu þau tjaldað á Varmalandi í Stafholtstungum, en á leiðinni baðan tekið skakk- an pói í hæðina og voru nú komin langleiðina til Borgar- ness í stað þess að þræða þjóð- veginn norður og vestur. Þau voru vígaleg á bifhjólinu eins og stormsveit úr Sturm- und-Drang herfylki á austurvíg stöðvunum — með krasshjálma á höfði og Rommel-eyðimerkur gleraugu — í svörtum leðursam festingum, svörtum stígvélum - og farkosturinn eins og hern- aðarvél. Konan sat fyrir aftan manninn. Hún var með gráblá augu og jafnar hvítar tennur. Hann var þeldökkur, hefði getað verið Suðurlandabúi (eða Suð- ur-Þjóðverji) það bar talsvert á örum á andlitinu — það fór honum ekki illa. Þau sögðust bæði vera frá Hamborg (vei að merkja tal'in nokkuð alþjóðleg borg). Hún heitir Marietta (sem líklega merkir lítla María) en hann kvaðst heita Harald: „Það er norrænt nafn," sagði hann hrósandi. Kaufmann er föð- urnafnið — hann kvaðst vera verzlunarmaður að atvinnu — stunda innflutning á oltu frá Kuwait. Þetta þýzka par rakst blaðama'ður Vísis á skammt frá Borgarnesi: Þau höfðu villzt á leið norður, annað hvort vegna lélegs landa- korts eða óminnisástands í góða veðrinu f fyrradag. (Ljósm. stgr.) Þetta þýzka par kom til lands ins fjórtánda þessa mánaðar og beið ekki boðanna: Daginn eft ir sté það á bak og lagði land undir „hjól“ (og fót) að hætti þýzkra víðförla sem njóta nátt úruskoðunar af ástríðu og ekk'i siður þess, að kljást við óblíð náttúruöfl, ef því er að skipta. Degi var tekið að halla og þau ætluðu að ferðast fram eftir bjartri nóttunni. Það geislaði af þeim ham'ingjan: Þau virtust hrifin hvort af öðru í ofanálag. AB — Framh. af bls. 16 ar skáld og fræðimenn. Ef gréina * ætti á milli þéirra bóka, sem kalla mætti fræðibækur og hinna sem eru skáldverk hefur félagið gefið út skáldsögur, smásagnasöfn og ljóð í 69 bindum, 44 bækur eru eft ir íslenzka höfunda þar af eru 14 Ijóðabækur. Aðrar bækur 66 að tö|u fjalla um h'in margvíslegustu efni, ævisögur, íslenzkar bókmennt ir og tungu, ferðasögur, endur- minningar, lönd og þjóðir, náttúru fraeði, sálfræði og uppeldismál og margt fleira. 30 þessara bóka eru þýddar úr erlendum tungumálum en 27 eftir íslenzka höfunda. Á síðasta ári voru útgáfubækurnar 18 talsins. í stjóm AB voru kjömir: Bjarni Benediktsson, ráðherra, formaður, Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra, Hall- dór Halldórsson, prófessor, Jóhann Hafstein, ráðherra og Karl Krist- jánsson alþingismaður, en t'il vara: Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri og Geir Hallgrfmsson, borgarstjóri. I bókmenntaráð voru kosnir: Tómas Guðmundsson skáld, for- maður, Birg'ir Kjaran, Guðmundur G. Hagalín, Höskuldur Ólafsson, Jóhannes Nordal, Kristján Alberts son, Matthías Jóhannessen, Sturla Friðriksson og Þórarinn Björns- son. REGNKLÆÐI til sjós og londs fápur á unglinga og börn /eiðikápur ijóstakkar •'iskisvuntur og margt fleira. ryrsta flokks efni VOPNI Aðalstræti 16 (við hliðina á balísölunni). Aðalfundur Stuðla h.f. Að loknum fundi Almenna bóka félagsins Var haldinn áðalfundur Stuðla h.f., serri eins og kiinúugt er starfar -sem styrktarfélag 'AB.i Á fundinum gaf frámkvæmdastjóri Stuðla h.f., Eyjólfur K. Jónsson, hrl., skýrslu um afkomu síðasta starfsárs, og ráðstafanir, sem gérðar hafa verið og verið er að gera, til þess að bæ’ta ög efla að stöðu Almenna bókafélagsins til starfsemi sinnar. Er nú stefnt að því að ljúka byggingarfram- kvæmdum að Austurstræti 18 sem fyrst, en þangað mun AB flytja skrifstofur sínar og starfsemi í náinni framtíð. Á þessum fundi var einnig gerð ítarleg grein fyrir starfsemi AB. í stjóm Stuðla h.f. voru kjörn ir: Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, formaður, Halldór Gröndal framkvæmdastjóri. Kristján Gests son, stórkaupmaður, Loftur Bjarna son, útgerðarmaður og Magnús Víg lundsson, forstjóri. Á Jénsmessu inn í Þjórsórdnl Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt fer í skemmtiför, fimmtudaginn 24. júní á Jónsmessunni inn í Þjórsárdal. Komið verður m.a. á Þingvöll, Skálholt og staðinn norðan við Búrfell þar sem virkj unarframkvæmdir eru undirbún ar. Nánari upplýsingar gefa María Maack Ránargötu C0 sími 15528 og Kristín Magnúsdóttir Einimel 11 simi 15769. Hörð — Framhaid bls. 16 hæfS. Margii; Wnna keppend- ánria höfðu þá radíomiðunar- stöð sem gerði þeim kleift að staðsetja sig nákvæmar. Þetta var í fyrsta skipti sem radio talstöðvar eru leyfðar í þessum flokki, en íslendingarnir vissu ekki að nota mætti miðunar- stöðvar o.s.frv. Sem fyrr segir voru keppnis dagar sex. Fyrsta dag átti að fljúga 108 km. beina línu. Veð ur var mjög óhagstætt komust aðeins tveir á leiðarenda. Helm ingur varð að hætta mjög fljótt. Þórhallur komst 65 km. 2. dagur. Þá skyldi flogið 171 km. í þríhyrning. Veðrið enn slæmt, en helmingur komst á leiðarenda. Þórhallur 98 km. en Leifur 52. 3. dagur. Aftur þríhyrningur 173 km. Þá var betra veður og þó tókst ekki nema tæpum helmingi að komast á leiðar- enda. Þórhallur komst 139 km. Leifur 105 km. 4. dagur frjáls vegalengd, hver um sig fara mesta mögu lega vegalengd. Lengst komst þá Bandaríkjamaðurinn Scott 329 km. en tveir aðrir fóru yfir 300 km. Þórhallur komst 180 km. Þær reglur gilda að eftir slíkt lengdarflug skal vera frí næsta dag ef einhverjir fljúga lengra en 300 km. vegna þess hve langt þarf að flytja svifflugurnar til baka. En svo illa vildi til, að einmitt þennan frídag var eina góða svifflug- veðrið sem kom allan tímann. 5 dagur. Hraðaflug um 162 km. vegalengd. Mestum hraða náði Frakkinn Henry sem varð heimsmeistari 77 km. meðal- hraða. Þórhallur náði 52 km. meðalhraða. Leif vantaði !0 km upp á að komast í mark. 6. dagur. Fiogið skyldi brotin lína á i vo punkta og svo frjálst flug. Sá sem lengst flaug komst 260 km. Leifur fór 172 km. en Þórhallur 137,5 km. Missti hann af seinni punktinum og var iy2 | klst. að leita að honum. 1 Þetta er fjölmennasta heims meistaramót í svifflugi sem haldið hefur verið. Skipulag var l hið bezta. Svifflugurnar voru togaðar á loft af vélflugum og gekk það svo greitt fyrir sig að þær fóru á loft með 20 sek úndna millibili. Aðstæður til svifflugs í Engl. virðast ekki sér lega góðar. Svo virtist mönn- um, sem lokað væri fyrir upp- streymið kl. 5 síðdegis, eins og það gengi fyrir klukku. Er ein kennilegt að sjá tímann í þessu | sambandi, hvað margar lending I ar voru rétt eftir klukkan 5. Rússar tóku þátt í þessari i keppni og gengu sögur um um það fyrirfram, að þeir myndu slá öllum við en þeir urðu í þess stað síðastir. Flugur þeirra sem eru mjög hraðfleyg ar þurfa meira uppstreymi en venjulegt er yfir Englandi. Þá ber þess að geta að áður en mótið hófst lauk Leifur Magnússon gull-c prófi í svif- flugi, sem er í þvl fólgið að fljúga 300 km. og er annar íslendingurinn sem nær því. Hæstiréttur — Framh. af bls 16. teigi 18, stakk hana marga rstung ur, m. a. i handlegg, brjóst og kvið í því skyni að svipta hana lífi. At- burður þessi skeði á heimili Guðríð ar Erlu, að Hraunteigi 18, að kvöldi 12 maí í fyrra, eins og að framan er getið. I sama skipti veitti hann vinkonu Guðríðar, Þóreyju Guð- mundsdóttur Hraunteigi 16 höfuð- högg. 1 sakadómi Reykjavíkur 9. desember s. 1. var Lárus Stefánsson dæmdur í 12 ára fangelsi. Hann var ennfremur dæmdur til geiðslu sak arkostnaðar, þar með talin máls- sóknarlaun til ríkissjóðs kr. 8 þús. og aðrar 8 þús. kr. í málsvarnarlaun ,tjil sjíipaðg. yerjapd,a. síns Arnar Clausen hrl. Dómfelldi áfrýjaði málinu til hæstaréttar og þar var dómur kveð inn upp f því á miðvikudaginn. í Hæstarétti hefur verið lagt fram vottorð Karls Sig. Jónassonar læknis dags. 24.5 1965 um heilsu far Erlu Kjartansdóttur, Segir þar m. a. svo: „Sjúkl. hefur dvalið að mestu er- lendis síðan hún kom af spítalanum og alls ekki unnið. Við skoðun ný- lega reyndist hún líkamlega hraust en þó virðist hún ennþá hafa minni mátt í vinstri handlegg. Nýrun virð ast nú í fullkomnu lagi. Hins vegar fær hún oft ennþá martröð og hrekkur upp af svefni, er kvíðin og viðbrigðin, lifir ennþá upp atburð- inn. Ég tel hana þess vegna alls ekki hafa komizt yfir hina andlegu áverka". Þá hefur einnig komið fram í Hæstarétti vottorð Gunnars Guð- mundssonar læknis, dags. 7. júní 1965. Segir þar m. a. svo um heilsu far Þóreyjar Guðmuncjsdóttur: „Síðan Þórey slasaðist, hefur hún haft höfuðverk annað slagið og sem versnar mjög við alla andlega og líkamlega áreynslu, en sem er þó ekki eins áberandi og sl. haust Ekkj hefur hún getað verið í skóla í vetur nema sem óreglulegur nem andi, þar sem hún hefir ekki treyst sér til að lesa nema mjög takmark- að. Hún hefir verið nokkuð depressiv • óðlilega viðkvæm síð an hún varð fyrir árásinni. Þetta er þó mun betra en sl. haust.*Fyrir slysið bar aldrei á neinum höfuð- verk að sögn sjúkl. og móður. Þar sem ekki var um alvarlegri höfuðáverka að ræða og ástandið hefir farið jafnt >og þétt batnandi, verða batahorfur að teljast mjög góðar og ætti hún, mjög sennilega, að fá sig jafn góða og hún var fyr- ir slysið“. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. 52458 og 24952 Hinn 16. júní var dregið í landshappdrætti Sjálfstæðis flokksins undir unisjá Jónasar Thoroddsen borgarfógeta. Vinningsnúmerin eru 52458 og 24952. Eigendur þessara miða eru beðnir að snúa sér til skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu við Austur-I völl. (Birt án ábyrgðar) Ákærði, Lárus Stefánsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með tal’in saksóknaralaun í rík issjóð, kr. 17.000,00, og laun skip- aðs verjanda síns í Hæstarétti, Arn ar Clausens hæstaréttarlögmanns, kr. 17.000,00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Ferðamenn — mhald at bls. i. / Jónína Pétursdóttir Hótel Varð- borg. Við höfum 45 gistirúm og var það alltof lítið yfir þjóðhátíð- ina, margir 25 ára stúdentar. Mik ið pantað í júlí og ágúst aðallega útlendingar, en nú smærri hópar en í fyrra. Valdimar Jónsson Hótel Akureyri. Er nýtekinn við rekstri hótelsins og á þvi ekki auðVelt með að gera samanburð við fyrri ár. Hér eru 42 gistirúm. Aðsókn svo mikil yfir þjóðhátíðina að við hefðum getað tvífyllt. Gerðum allt sem f okkar valdi stóð til að aðstoða fólk og koma fyrir í privathúsum. Frímann Gunnlaugsson Skíðahót elinu. Heldur dauft fram tii 17. júní nema um helgar. En um þjóðhátíð ina mikið um eldri stúdenta og ný stúdenta. Á von á nokkrum stór- um hópum útlendinga sem ferðast á vegum Lönd og leiðir. í fyrra var mikið um að fundir og ráð stefnur félaga væru haldnar hér, en nú hefur nokkuð dregið úr því. Gistirúm eru 30 auk svefnpoka- pláss fyrir 60-70. 37 stunda stím Það má heita tákn sildarvertíð arinnar núna, að þó að síldin hafi veiðzt langt fyrir austan land, eru þrær allra síldarverk- smiðja í Eyjafirði fullar. Þannig er það t.d. í Ólafsfirði. Þar er lftil verksmiðja, sem getur brætt 1100 mál á sólarhring, ekki fengizt stækkuð, þrátt fyrir óskir byggð- armanna. Nú eru þeir búnir að taka á móti 14 þús. málum, en kveðjast hafa neitað móttöku á 40 þús .málum sem þéim hafa boðizt. Það eru mest heimabátar sem hafa landað síldinni þar. Margir koma 30 tíma stím. Síðasti bátur inn sem landaði, var Sæþór, Ólafs- firði sem gengur 11 mílur. Hann komst að landi með aflann eftir 37 klst. stím. Frá Ólafsfirði eru 3 bát ar farnir á dragnótaveiðar. Leikför í dag leggja leikendur í leikriti Þjóðleikhússins „Hver er hræddur við Virginíu WooIf“ af stað f leik för út á landsbyggðina. Fyrsta sýn ing á leikritinu verður í kvöld að Logalandi í Reykholtsdal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.