Vísir - 15.07.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 15.07.1965, Blaðsíða 1
' ■ 55. árg. — Fimmtudagur 15. júlí 1965. - 158. tbl. 2 mót um skólamál hér í næstu viku 1 næstu viku veröa haldnar hér í Reykjavík tvær ráðstéfnur en í þeim taka þátt helztu skóla menn allra Norðurlandanna. Verða þátttakendur um 700 tais ins og verða fjölmennustu ráð stefnur um skólamál, sem hafa verið haldnar hér á landi. Á mánudaginn hefst mót fræðslustjóra allra höfuðborga Norðurlanda. Er mótið haldið árlega til skiptis í hverju landi. Hefur mótið einu sinni áður verið haldið hér, árið 1959. Mótið stendur yfir í þrjá daga og lýkur þvl rétt í þann mund, sem 19. norræna skóla- mótið hefst hér og hefur því verið hagað þannig að þáfttak- endur fræðslustjóramótsins hafa tækifæri til þess að taka þátt f hinu mótinu á eftir. 19. norræna skólamótið verð ur fjölmennasta norræna ráð- stefnan ,sem haldin hefur verið hér á landi. Hefst það fimmtu- daginn 22. júlf og stendur yfir til 24. júlí. . Þátttakendur munu koma hing að bæði með skipum og leigu- flugvélum. Til þess að leysa flutningsvandamálið hefur ver- ið tekið á leigu skipið „Fritz Heckert", sem tekur 370 far- þega og munu t.d. þátttakend- urnir frá Danmörku, sem verða 206 talsins koma með því, munu farþegar búa um borð. Hvalurinn dreginn upp. Frá vinstri: Birgir Finns son, Friðjón Sigurðsson, Carter-Jones, dr. Bennett, sir Harmar Nicholls og Lomas. Á myndina vantar Taylor, en hann tók kvikmyndir af hvalnum. Brezku þingmennimir / Hvuifírii Allir mjög ánægðir með dvölina hér í gær fóru brezku þingmenn- imir upp að hvalstöðinni í Hvalfirði og slóst tíðindamaður Vísis í för með þeim. Aðrir i ferðinni voru Birgir Finnsson forseti sameinaðs alþingis, Friðjón Sigurðsson skrifstofu- stjóri alþingis og Sigurður Óli Óiafsson forseti efri deildar alþingis. Tilgangur fararinnar var að skoða hvemig hvalir em unnir og var vitað um að einn hvalbátanna mundi koma með tvo hvali inn kl. 7—8 um kvöld- ið. Farið var úr bænum um fjögur leytið og ekið upp í hvalstöðina, þar sem Loftur Bjarnason útgerðarmaður tók á móti hópnum og bauð honum inn á hressingu. Meðan beðið var eftir hvalveiðibátnum var ekið út á Hvalfjarðarströnd og kirkjan á Saurbæ skoðuð. Séra Sigurjón Guðjónsson prestur á Saurbæ sýndi þingmönnunum kirkjuna og jafnframt var þing- mönnunum sagt frá sálma- skáldinu Hallgrími Péturssyni. — Þetta eru stórkostlegar skepnur, sagði dr. Bennett, þegar hvalbóturinn lagði að með 2 Iangreyður 60-70 feta langar. Lomas leit tortryggilega á vfrinn, sem átti að draga þessar geysistóru skepnur upp á planið og spurði hvort víst væri nú að hann héldi. Taylor tók kvikmyndir af hvalskurðinum og lét ekki lykt- ina neitt á sig fá, heldur gekk fast upp að hvalnum og hefur sjálfsagt náð mjög góðum nær- myndum. Þegar hinir sáu dirfsku Taylors, gengu þeir einnig alveg út að hvalnum og skoðuðu hann. Öllum fannst mikið til koma að hægt væri að fá 10 tonn af kjöti úr einni skepnu og jafn- fram 6—7 tonn af hvallýsi. Þeim var sagt að hvalkjötið væri m. a. flutt til Englands, þar sem það vaeri notað sem hundafóður. Sáralftlð væri not- að innanlands, þó ættu sendi- herrar Breta oft hunda og væri litið á þá sem stuðningsmenn hvaliðnaðarins í landinu. Sér- staklega hafi Gilchrist verið vinsæll, en hann átti tvo hunda og báða stóra. Þegar þingmennirnir höfðu skoðað nægju sína bauð Loftur Bjamason og kona hans, frú Sólveig Sveinbjamardóttir, þingmönnunum til kvöldverðar. Áður en haldið var heimleiðis gaf Loftur Bjarnason hvpíjujni þingmanni hvaltennur til wiiw- ingar um heimsókn þeirra. Gjafir þessar vöktu mikla hrifningu, en þeir hugsuðu mikið um f hvaða tollflokki þær myndu lenda og varð mikið grfn úr. Að lokum komust þeir með þingm. rökfestu, að þvf að engu máli skipti hvort toll- urinn væri 10% eða 100%, þar sem upphæðin, sem leggja ætti á væri núll. Einnig var Framh. á 6. síðu. SKIP TIL SíMmTSFLUTNINGA I SMÍÐUM FYRIR ÍSLENDINGA Viðtal við Ásgeir Pétursson stjórnarformann Semenfsverksmiðju ríkisins Nú er f smiðum f norskri skipa-1 maður Sementsverksmiðju ríkisins I Sementsverksmiðjan smíðastöð sementsflutningaskip, j á Akranesi. sem á að annast sementsflutninga I til hafna víðsvegar um land frá! Sementsverksmiðju ríkisins. Smíði j skipsins á að vera lokið snemma j á næsta árí. undanförnu verið rekin Frá þessu skýrði Ásgeir Péturs son sýslumaður f Borgamesi í við- tali sem Vísir átti við hann i gær, en Ásgeir er jafnframt stjómarfor BLAÐIÐ i DAG hefur að I um afköstum, sagði Ásgeir sýslu- með full- maður. Framkvæmdir við húsbygg I ’ingar, vegagerð, gatnagerð f kaup- | stöðum, hafnargerðir og aðrar j framkvæmdir í landinu hafa, sem í kunnugt er, verið mjög miklar og > farið stöðugt vaxandi. Sementsverksmiðjan á Akranesi. Af þessu leið'ir, bætti Ásgeir sýslumaður við, að Sementsverk- smiðja ríkisins hefur orðið að skipuleggja mjög umfangsmikla flutn'inga á sementi um land allt. En eins og kunnugt er fara þeir flutningar aðallega fram á sjó og annast Sementsverksmiðjan þá sjálf. Það mun láta nærri að verk- smiðjan flytji sement til samtals 40 hafna víðsvegar með ströndum fram. Það hefur frá upphafi verið stefnumál stjómar Sementsverk- smiðju ríkisins, sagði Ásgeir enn- fremur, að allir landsmenn hefðu nokkurn hag af tilkomu Sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi. Og með það fyrir augum hefur verið leitazt við að verðjafna sementið, þannig að verðlag þess verði spm jafnast hvarvetna á landinu. Sú verðjöfnun er m.a. framkvæmd með þátttöku verksmiðjunnar sjálfrar í flutningskostnaði sem- Ásgeir Pétursson, sýslumaður entsins út til hinna ýmsu hafna landsins. Það hefur þó háð þessum víð- tæku flutningum að ekk'i hefur ver ið tiltækt skip f siglingaflota Is- lendinga, sem er hentugt til þess- ara sérstöku flutn'inga. Ennfremur er nú svo komið, víðast úti á landi að það er m'iklum örðugleikum bundið að fá nægjan mannafla til þess að skipa sementinu upp á höndum. Er þar einnig á þá stað- reynd að líta, að Sementsuppskip un grfpur oft óheppilega inn í at- hafnir útvegsins, veldur töfum og auknum kostnaði við aðgerð og meðferð sjávarafla þegar deila þarf hinu takmarkaða vinnuafli Framh. á 6. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.