Vísir - 15.07.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 15.07.1965, Blaðsíða 7
VÍSIR fSSSMSESEB Fimmtudagur 15. júlf 1965. Lítill snáði í fylgd með níu til tíu ára systur sinni stendur við kjallaraglugga neðarlega við Hverfisgötuna, nærri gegnt Þjóðleikhúsinu, og horfir inn af slíkum fjálgleik að nefbroddur- inn klessist við rúðuna. Mér kemur fyrst til hugar að þarna séu einhver leikföng til sýnis, því að þetta virðist vera búðar- gluggi — sennilega flugvélar eða bílar kannski tunglflaugar ef til vill sé þessi fjálgleiki snáðans forspá þess, að hann eigi eftir að stýra geimfari til annarra hnatta. Hvað veit mað- ur ... ég ræddi ekki alls fyrir löngu við fyrstu mennina sem tóku bílpróf hér á landi; það var fyrir fimmtíu árum og þessir menn áttu eftir að ferð- ast milli landa í vélknúnum farartækjum, sem íslenzkir stjórnuðu, á viðlíka tíma og tók þá að aka austur að Ölfusá ... En þegar ég kem þama á móts við, þar sem snáðinn liggur á rúðunni sé ég að þar fyrir innan er raðað bókum, sumum sama og nýjum með gulli á kjöl, öðrum í allsnjáðu bandi. Og þar fyrir innan sér í hillur, hlaðnar bókum og á búð- arborði liggja bækur og blöð. Trúlega gengur snáðanum því það eitt til að kæla nefbroddinn við rúðuna, því að ‘hann er kominn af þeim aldri, sem met- ur bækur hreinskilnislega þess eins virði að rífa þær í tætlur og hefur ekki náð þeim aldri, sem flokkar bækur eftir því hvort gaman væri að mega rífa þær eða ekki. Kannski eru það líka óvitaðar, áunnar erfðir, sem ráða því að snáðinn klessir nef- broddinn einmitt við þessa kjallararúðu; kannski voru það fáeinar kláfskinnsbundnar skræður, sem gerðu langafa hans lífið hlýtt og bjart í lág- um, myrkum og héluðum bað- stofukofa ... kannski var amma hans hýdd fyrir að laum- ast með „Valdemar munk" f barmi sínum út f fjós, þar sem hún átti að læra kverið. ... Hvað veit maður, spyr ég sjálfan mig enn. Skyldi hinum svokölluðu „bítlum" okkar nokkurn tíma verða gengið niður í slíkan kjallara að svip- ast um eftir gamalli bók? Skyldi nokkrum unglingi verða gengið inn f þessa búð þeirra þarf. Annað mál er svo það, að mér þykir vænt um. góða bók, sem komin er f mfna eign, og vildi ógjarnan sjá af henni úr hillu, jafnvel þó að ég sé hættur að líta á hana. Söfnunaráráttan virðist einn þeirra fáu galla, sem mér eru ekki meðfæddir. Bækur frá síðustu jólavertíð. Það stendur ung og fríð kona við búðarborðið, þegar ég kem inn, vel snyrt og nýtízkulega klædd og ræðir lágt við fom- bóksalann, miðaldra mann grannvaxinn og hæverskan Sennilega dóttir hans eða tengdadóttir; þau tala að minnsta kosti svo lágt að um hálfgildings trúnaðarmál virðist að ræða — ehda ólíklegt að slík kona sé að leita að göml- um skræðum. En hvort sem það er ólíklegt eða ekki, heyri ég að hann heitir henni þvf, er hann fylgir, henni til dyra, að hann skuli taka bókina frá og gera henni viðvart, reki hana á sínar fjörur; að svo mæltu kveðjast þau með virktum og þó ekki nákunnuglega. Þegar bóksalinn er kominn aftur inn fyrir borðið, víkur sér að hon- um fullorðinn maður — fyrr- verandi embættismaður á eftir- launum, gæti ég trúað — sem hefur verið að grúska í hillun- Þeir kom sér saman um verðið. HINGAÐ KOMA MENN AF ÖLLUM STÉTTUM... um og leggur bók, gamla en vel með fama á borðið og spyr hvað hún kosti ... og hann tal- ar lfka lágum rómi, rétt eins og verðið sé einkamál þeirra á milli. Ég geri mér það til dundurs að athuga bækur í hillunum, en hef augun og eymn hjá mér og fylgist með ðllu sem fram fer. Því fer fjarri að það séu eingöngu gamlar bækur f hill- unum; sumar eru frá síðustu jólavertíð útgefenda, glæsilegar í kjallara neðst við Hverfisgötuna er fombók- sala... Úti fyrir rennur stanzlaus straumur bíla með ys og gný... En andspænis bókahill- unum talar fólk Iágt og er ekkert að flýta sér. erinda að blaða í gömlum bók- um? Andartaki síðar er ég kominn inn í þessa litlu fombókaverzl- un í kjallaranum við Hverfis- götuna, gegnt Þjóðleikhúsinu. Ég vil taka það strax fram, að enda þótt ég telji mig bók- hneigðan fremur en hitt, kem ég sjaldan f þær verzlanir. Mig hefur yfirleitt aldrei langað til að eignast bók f öðrum tilgangi en þeim að lesa hana, og stend ur mér því nokkum veginn á sama um þó að ég eignist hana í þriðju, fjórðu eða fimmtu útgáfu, fái ég hana leitarlaust og þurfi á henni að halda — annars leita ég á náð- ir Landsbókasafnsins, ef með bækur í skinnbandi og gylltar á kjöl, og bera með sér að þeim hefur vart verið flett, jafnvel nokkur eintök af sumum; aðrar frá næstsíðustu eða síðari ver- tíðum, flestar lítt handleiknar. Á einum stað standa saman sex eða sjö bækur bundnar f svart skinn, en án gyllingar — bersýnilega heimabundnar og þó allfaglega. Ég athuga þær nánar; sumar valdar fræðibæk- ur, aðrar þýddir reyfarar eins og þeir gerðust lakastir upp úr fyrri heimsstyrjöld. Menjar frá þeim tímum, þegar bókin naut sjálfsagðrar virðingar meðal almennings, hvers konar sem hún var og allt var sannara, sem stóð á prenti því að ekki ýkjalöngu áður hafði bók verið fásénn dýrgripur og öll lesning opinbemn. FyTir það áttu allar bækur jafnan rétt á svörtu skinnbandi, gæti eigandinn veitt þeim það. Ætli það sé ekki allt að því einsdæmi á okkar tfð að nokkur langerf lotningarkennd hafi verið jafn afvegaleldd eða notuð viðlíka blygðunarlaust í ábataskyni og sú næstum trúlega lotning fyrir bók og prentuðu máli, sem við tókum að arfi frá þeirri kyn- slóð, sem offraði svörtu skinn- bandi á hinn „Óttalega leynd- ardóm", því að það var bók? Unglingspiltur leitar að bók. Embættismaðurinn fyrrver- andi og bóksalinn hafa komið sér saman um verðið, þreflaust og í hálfum hljóðum og svip- urinn á virðulegu andliti kaup- andans ber vitni hógvæmm en innilegum fögnuði, eins og hann hafi rekizt þama á gaml- an kunningja frá skólaámnum; hann afþakkar umbúðir — hver vill vita fornkunningja sinn f sérstökum umbúðum, meðan hann er enn á lífi. Ung- lingsdrengur, að vísu ekki með bítlahár en þó af þeim aldurs- flokki, er kominn inn og farinn að grúska f bókahlaða á borði; ung kona og önnur miðaldra, gætu verið mæðgur, koma inn og draga nokkrar enskar skáld sögur f stærra vasabókarbrot- inu upp úr innkaupatösku og bjóða bóksalanum í skiptum fyrir sams konar bækur, sem þær velja sér úr sérstakri hillu; þau kaup ganga greiðlega og ég veiti þvf athygli að þær tala mun lægra en kvenfólk gerir yfirleitt í öðmm verzlunum. Svo kevðja þær og fara. Mér leikur forvitni á að sjá að hvers konar bókmenntum ungi pilturinn sé að leita. Fyr- ir eðlislægt vantraust og tor- tryggni eldri kynslóðarinnar gagnvart þeirri yngri er ekki laust við að ég þykist hafa grun um það, og því liggur við að ég skammist mín, þegar hann leggur litla, erlenda bók með litprentuðum jurtamynd- um á borðið og spyr um verð- ið; einnig hvort ekki séu til fleiri bækur úr sama flokki. Ekki er hann með neinn hávaða heldur, greiðir bókina og fer með hana. Maður á fertugsaldri kemur og ræðir við bóksalann, sem, bregður sér inn fyrir forhengi og kemur aftur með stóran hlaða af Sjómannablaðinu „Vík ingi" og setur á borðið. Við- skiptavinurinn dregur skrifuð plögg upp úr vasa sfnum, grúsk ar í hlaðanum, dregur úr hon- um einstök eintök og ber tölu- setningu þeirra saman við plögg sín. Þarna er bersýni- lega safnari að verki, ég heyri að hann minnist á það við bók- salann að hann sé að reyna að „komplettera," hvað mun þýða að hann sé að leita að eintökum sem hann vantar til að eiga heila árganga af því mæta blaði Ef til vill — jafnvel sennilega — fyrst og fremst í þeim til- gangi að eignin verði fyrir það verðmeiri. Ég hlýt að viður- kenna að það sé líka sjónarmið þó að ég hafi aldrei aðhyllzt það, og þegar ég virði fyrir mér þögla ákefð hans, er hann blaðar í hlaðanum og ber sam- an við plögginn, verður mér ó- sjálfrátt innanbrjósts líkt og manni, sem þakkar forsjóninni að gefnu tilefni fyrir það, að hann skuli aldrei hafa bragðað fyrsta staupið. Sennilega hefði hann ekki orðið hótinu skárri.. Víst erum við bók- hneigð þjóð. Og nú er ég búinn að doka þama svo lengi við, án þess þó að gera mig líklegan til að eiga nokkur kaup við bóksalann, að ég finn hjá mér skyldu til að gera einhv. grein fyrir erindi mínu er að vísu var sama og ekk ert þegar ég kom inn en hefur smám saman verið að þróazt með mér. Það er komið að lok- unartíma, og ég nota tækifærið þegar hann er ekki viðbundinn og spyr hann hvort ég megi ekki eiga við hann stutt blaðavið tal. Hann verður eilítið undr- andi, kveðst ekki hafa frá neinu að segja, sem lesendum geti þótt merkilegt, en fellst samt á að tala við mig, þegar hann sé búinn að loka. Þegar síðasti viðskiptavinurinn er far inn upp þrepin, og bóksalinn hefur snúið lykli f skrá, tökum við tal saman, og ég ber upp við hann fyrst þá spurningu, sem var í huga mér þegar ég kom inn — hvort það sé ekki fátítt að ungt fólk eigi erindi í kjallarann til bókakai — Nei, segir hann. Hingað kemur margt af ungu fólki, stúlkum og piltum í leit að bók um. Kannski ekki eins margt og fullorðnu viðskiptavinimir, en allmargt. — Og kemur það hingað í Ieit Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.