Vísir - 15.07.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 15.07.1965, Blaðsíða 16
vism Flmmtudagur 15. júlí 1965. METDAGUR / KEFLA VÍKURVEGI 432 metrar voru steyptir þor í fyrradag Tveir starfsmenn við Keflavíkurveginn nýja með vélsögina, sem sagar skii í veginn, Karl Garðarsson og Stefán Matthíasson. Peir heita Steypusamstæða ís- lenzkra Aðalverktaka mjakast rólega nær og nær Keflavík. Veðurguð irnir hafa verið sérlega hagstæðir í sumar og steypuvinnan gengið eins og í sögu. Verka- mennirnir voru brúnir og sællegir þegar blaða- maður og ljósmyndari komu í heimsókn til vinnuflokksins í gær þar sem hann var á Strandarheiði. 1 sumar er búið að steypa 7,7 kílómetra frá Kúagerði, en eftir eru þá rúmlega 10,5 kíló- metrar. 1 fyrradag var algjör metdagur hjá steypuvélinni. Unnið var í 10 tíma og afköst- in voru nýtt og glæsilegt met, 432 metrar. Þann dag var nóg að gera og þeir sögðu okkur verkamenn irnir að sá flokkur, sem sér um að flytja mótin til hafi flutt nær 29 tonn af mótum milli staða. Byrjað er á því niður við Kúa gerði að fylla raufar með gúmmípakkningum, sem eru loft tæmdar. Er þetta gert til að koma í veg fyrir sprungur i veginum, en sagað er í steyp- una jafnóðum fyrir þessum gúmmflistum. Ráðgert er að steypuvinnu Ijúki I septembermánuði í Kefla víkurveginum en síðasti spölur- inn inn í bæinn verður malbik- aður. Alþjóðastofnun sem styrkir eittkafyrírtæki og kaupir hlutabréfi þeim Gæti komið Islendingum nð gngni í fiskiðnnðinum if Staddur er hér á landi um þessar mundir einn af full- trúum stofnunarinnar Intemat- ional Finance Corporation (IFC) sem er samstarfsstofnun Alþjóðabankans í Washington, en hefur það hlutverk að veita einkafyrirtækjum lán meðan Alþjóðabankinn veltir aðallega rikisstjómum lán. ★ Fulltrúi stofnunarinnar, sem hingað er kominn heitir E. Rodrigues og er spænskur maður. Hann sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að hann væri hingað kominn til þess að athug*. möguleika og að- stæður til að veita íslenzkum einkafyrirtækjum lán. Allt þyrfti það mál miklu ýtarlegri íhugunar við, aðstæður væm aiveg sérstakar hér, þar sem hér væri enginn verðbréfa- markaður. Sagðist hann hafa átt viðræður um þetta við full- trúa Seðlabankans og var dr. Jóhannes Nordal bankastjóri staddur á fundinum með blaða- mönnum f gær og kynnti Rodrigues fyrir þeim. ★ Rodrigues sagði á biaða- mannafundinum, að sú grein hins íslenzka iðnaðar, sem heizt kæmi til greina að veita fjárhagsaðstoð, væri fiskiðnað- urinn og þá helzt frystihús eða fiskverkunarstöðvar. Að efla einkafyrirtæki Hinn erlendi fulltrúi skýrði nokkuð tilgang og starfsemi IFC. Stofnunin var sett á fót árið 1956 á vegum Alþjóðabank ans í Washington. Var hug- myndin sú, að þar sem Al- þjóðabankinn lánaði einungis til ríkisstjóma og stuðlaði þannig frekar að ríkisrekstri í þeim löndum sem nytu lánanna, væri þörf sams konar stofnunsir til að lána einkafyrirtækjum fé. Frá þeim tfma hefur IFC lánað um 130 milljónir dollara til einkafyrirtækja í 28 löndum. í lang flestum tilfellum er um að ræða lítil fyrirtæki með mikla stækkunarmöguleika, sem skorti fjármagn til að nýta möguleikana. Lánin eru veitt með ýmsum hætti. Ýmist eru þau lánuð fyr- irtækjunum beint, eða stofnaðir eru innanlandsbankar með inn- lendu fjármagni og fjármagní Framh. á 6. sfðu. 3ja daga samfelld þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum Hin árlega þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum hefst að þessu sinn’i 6. ágúst. Mjög verður vandað til dagskráratriða og er undirbúningur nú f fullum gangi. Flugfélag Islands mun eins og að undanförnu setja upp „loftbrú" mill'i Lands og Eyja, og veita þeim þjóðhátíðargest- um, sem fljúga með „Föxun- um“ til Eyja og kaupa að- göngumiða að þjóðhátíðinni um leið og farmiðann, ríflegan afslátt af fargjaldi. Það er Knattspyrnufélagið Týr, sem sér um þjóðhátfðina í Eyjum að þessu sinni, Hátíð- Mikil aukning sígarettureykinga Áhrifa frá bandarísku skýrsl unni um hættuna á krabbameini af völdum sfgarettureykinga gætir nú æ minna og fer sala á sfgarettum hraðvaxandi. Samkvæmt tölum Áfengis- og tóbaksverzlunar rfkisins um sígarettusölu komst salan lengst niður í marzmánuði 1964, nið ur í 11.720 millj. en hefur farið stighækkandi síðan og var nú í maímánuði f ár komin upp í 18.364 millj. Salan yfir mánuðina janúar — maí, árið 1963, áður en nokk uð var vitað um þéssar rann sóknir var sígarettusala ÁTVR 95.760 millj. Kringum áramótin ’63 —’64 var skýrsla hinna bandarísku sérfræðinga kunn- gjörð og hafði hún þau áhrif, að salan minnkaði og var á tímabilinu jan. —maí það ár, 1964, 71.408 millj. En er frá leið tók salan aftur að stiga og var nú í ár komin upp f 86.012 millj. á sama tímabili. Sýnt er að nú stefnir í sama horf og fyrr og má áætla, að miðað við hina öru söluaukn- ingu verði ástandið oi-ðið verra en nokkru sinni fyrr innan fárra mánaða, gerist engin breyt ing. Meðalsala á mánuði árið 1963 var 20.258 millj. en var í aprílmánuði í ár þegar komin upp f 19.223 millj. in hefst, sem fyrr segir f Herj- ólfsdal kl. 14.00 föstudag'inn 6. ágúst Að lokinni setningarat- höfn og guðþjónustu, Ieikur Lúðrasveit Vestmannaeyja og fþróttakeppni hefst. Auk keppni f frjálsum íþróttum, verður keppt í handknattleik og knattspymu og fram fer eitt sérstæðasta sýningaratriði há- tíðarinnar, bjargsig, Kl. 20:00 hefst kvöldvaka f Herjólfsdal og verður þar margt til skemmtunar, Á m'iðnætti verður kveikt f bálkestinum hinum mikla á Fjósakletti og er þá viðbúið að Syrtlingur, sem sézt vel úr Her jólfsdal, láti þá heldur ekki sitt eftir liggja. Þá verður og flug- eldasýning. Sfðan mun dansinn duna á báðum danspöllunum til kl. 04:00 að morgni. Annan dag þjóðhátfðarinnar, 7. ágúst hefst dagskrá kl. 14. Þá hafa Týsmenn tekið upp það nýmæli að halda hátíðinni áfram hinn þriðja dag, 8. ágúst,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.