Vísir - 15.07.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 15.07.1965, Blaðsíða 6
Daghðimili — Framh. af bls. 9. gerði. Á fjárhagsáætlun Reykja víkurborgar fyrtr yfirstandandi ár er gert ráð fyrir að verja til nýbygginga 21 millj. og 500 þús. kr. og er það mikil hækk un frá fyrri árum. — Eitthvað sérstakt að lok- um? — Um le'ið og barnaheimil- um fjölgar þarf að gera sér grein fyrir starfsliðaþörf þeirra. Því aðeins bera þau tilætlaðan árangur, að fyrir hendi sé nœg'i lega fjölmennt og sérmenntað starfslið. Uppeldisskóli Sumar- gjafar gegnir þýðingarmiklu hlutverki hvað snertir að mennta stúlkur til fóstrustarfs í leikskólum og dagheimilum. Hann þarf að efla og skipa hon um fastan sess í skólakerfinu. Bamavinafélagið Sumargjöf á m'iklar þakkir fyrir forystuhlut verk í þessum málum öllum, og hin góða samvinna þess og borgarinnar hefur verið heilla ríkur þáttur í framvindu barna heim'ilástarfseminnar. — psv. Hingað koma — Framh. af öls. 7. að einhverjum vissum bókum, eða helzt til að kaupa ódýra reyf ara? — Það kemur flest til að leita að vissum bókum, hitt er und- antékning. Mjög margt ungt fólk spyr eftir ljóðabókum, bæði eldri og yngri skálda — einkum þeirra eldri. Býst ég við að það spyrji oftast eftir ljóða- bókum Davíðs eða Steins Stein- ars. En það spyr líka eftir enn yngri — og eldri ljóðskáldum, jafnvel Matthiasi. — Og íslenzkum skáldsögum? — Ekki eins mikið. Ekki ungl ingamir. En þáð kemur fyrtr. að viss skáldverk komast allt í einu í tízku, ef svo mætti segja, bæði hjá þeim og fólki á öllu maldri, þótt lltt eða ekki hafi verið spurt um þau áður og er orsökin þá yfirleitt aug- ljós. Til dæmis var allt I einu farið að spyrja eftir Greifanum af Monte Christo I vetur, og nú að undanförnu „Bræðrunum". Þar var um að ræða áhrif frá út varpinu. — Hvaða fólk er það, sem tíð- ast kemur hingað I bókaleit? — Það kann ég ekki að flokka enda mun mála sannast að þar komi ekki tíl greina nein flokka skipting. Hingað kemur fólk úr öllum stéttum og á öllum aldri, og þar sem ekki mun tíðkast að notaðar bækur séu keýptar til gjafa, kemur það hingað ein- göngu til þess að kaupa bækur til að lesa — og yfirleitt til að eiga. Margt kemur hingað I leit að einhverri sérstakri bók, en eflaust líka nokkrir til að at- huga hvort þeir rekist ekki hér á einhverja þá bók, sem þeim finnst gimileg. — Er það ímyndun mín, eða hefur það við rök að styðjast, að viðskiptavinirnir tali yfirleitt lágt og séu hljóðlátir? — Það er ekki Imyndun. Við- skiptavinimir eru að kalla und- antekningarlaust hljóðlátir, fara sér hægt og rólega af hverju sem það svo stafar. Og oft er gaman að sjá hve fólk, einkum gamalt fólk, getur orðið inni- lega ánægt, þegar það rekst hér á bók, sem það hafði dálæti á f sfnu ungdæmi, en annað hvort átti ekki eða glataði. Og það er ósjaldan að það spyr einmitt eftir bók af þeirri á- stæðu, en ekki fyrir það að hún hafi bókmenntalegt gildi, t. d. „Valdemar munk“ og „Kapi- tóiu“. Og svo em það vitanlega „safnararnir", en þeir em sér á parti. — Við höfum einungis talað um gamlar bækur. En hér em Ilka-á boðstólum svo til nýjar bækur. Jólabækur frá fyrra ári — Já þær fara að safnast hingað jafnvel fyrir jól. Sumar hafa skamma viðdvöl, það sér ekki neinn mun á þeim og nýj- um, og bókaverð er orðið svo hátt, að fólk kann að meta verð muninn, þegar um bók er að ræða, sem það vill eiga. í öðr- um tilgangi kaupir fólk þær ekki. — Það er stundum dregið I efa, að við séum eins mikil bókaþjóð og við viljum vera láta, hvað segir þú um það? — Ég held að óþarft sé að efa það. Setjum sem svo að bókaútgáfa og verzlanir með nýjar bækur byggist að ein- hverju leyti á gjafatízkunni. En fornbókasalan byggist ekki á henni, og hér I borg em marg ar fornbókaverzlanir, hingað kemur margt viðskiptavina og eins mun vera hjá hinum. Og því fer fjarri að þeir séu allir safnarar, sem kaupi bækur 1 ábataskyni. Ég þori að fullyrða að hinir em I miklum meiri- hluta. Ungir piltar og stúlkur ungar eiginkonur, sjómenn, verkamenn, verzlunarfólk, em- bættismenn, miðaldra fólk, gam alt fólk — ég efast um að til sé nokkur stétt I Iandinu eða nokk ur aldursflokkur, sem ekki hef- ur átt hér sína fuiltrúa innan veggja, og þá fleiri en einn. Þetta fólk spyr mest eftir bók- um um þjóðleg fræði eða fróð- leik, skáldverkum, helztu höf- unda okkar og ljóðabókum — annað er undantekning. Og það handleikur bækur af varúð og virðingu. — Hefurðu starfað lengi að fornbókasölu? 1 —að||ns þrjú ir og eg hef engan hug á að skipta um starf I bili. Fyrst og fremst vegna þess að mér fellur svo vel við það fólk, sem hingað kemur. Laxó — Framh af bls. 8 sá ævintýraheimur, sem fugl- arnir skapa með fegurð sinni og fjölbreytni. Þar kemur höf- undur bókarinnar ekki að tóm- um kofanum hjá Bjartmari Guð mundssyni, alþingismanni og bónda á Sandi, sem mun vera meðal fróðustu manna í daln- um um líf og háttu fuglanna, enda kunnur fugla- og dýravin- ur. Bjartmar fer með höfundin- um um þetta ríki, sem hann hefur jafnan haft yndi af að ferðast um allt frá barnæsku. Þessi kafli er afbragð fyrir þá, sem fuglum unna. Kaflinn um selina I ósnum og ánni er stutt og góð frásögn, byggð á heimildum frá gömlum manni, sem lengi var við kistu- veiðarnar á Laxamýri. j Að lokum er svo kaflinn „Ljóð | og lausavlsur". Jakob Hafstein • er eins og margir vita vel hag- i mæltur og hefur m. a. gert það, J sér og félögum slnum við Laxá i til gamans, að yrkja um þá li veiðiferðum. Einnig eru þarna j vísur eftir þá snillingana Egil j og Steingrím. Hér hefur þá stuttlega verið ; drepið á efni bókarinnar um Laxá I Aðaidal I máli, en eftir er að geta þess, sem hún sýnir I myndum. í henni eru 35 lit- myndir, flestar af veiðistöðum og umhverfi þeirra. Allar þess- ar myndir eru sannkallað augna yndi. Auk þess sem þær eru af undurfögrum stöðum, eru þær svo vel gerðar, að unun er að skoða þær. Og þótt töfraheim- ur Laxár sé býsna skýr I hug- um okkar fiestra, sem þar höf- um dvalið, er ekki ónýtt að eiga slíkar myndir á síðum þess ; arar ágætu bókar og geta skoð | að þær þegar okkur langar til, séð straumgárana á vatninu, staðina þar sem laxarnir hafa tekið hjá okkur, bakkana þar sem við sátum og nutum friðar og sælu — séð þetta allt ná- kvæmlega eins og það er, geta opnað þennan heim með svo áþreifanlegum hætti, t.d. I skammdeginu, þegar við þráum hvað mest sumarið og Laxá og alla fegurð hins norðlenzka sæludals. Enn eru svo margar ágætar myndir I svörtu og hvítu af mönnum og stöðum, auk fjöl- margra smáteikninga á spássí- um og nokkurra stærri mynda eftir höfundinn. Ég hef á öðrum stað sagt ,að þessi bók sé kjörgripur, svo mjög sé til hennar vandað að öllu leyti. Sú skoðun mín eflist, ef nokkuð er, eftir því sem ég opna hana oftar. Þökk sé höfundi og útgef- anda. Víglundur Möller. Alþgóðastofnun — Framh. af bls. 16 frá IFC sem síöan lána ýmsum iðnaðarfyrirtækjum. IFC hefur t.d. stuðlað að slíkri banka- stofnun einstaklingsframtaks- ins bæði I Finnlandi og Grikk- landi. I slðarnefnda landinu átti Viðreisnarsjóður Evrópu einnig þátt I bankastofnuninni. Tekur við hlutabréfum fyrirtækja í flestum tilfellum sagði hr. Rodrigues óskaði IFC að taka hlutabréf I fyrirtækjunum upp I lánin. Stofnunin vildi þannig taka á sig áhættu, hún krefðist ekki ríkisábyrgðar. Þá sagði hann að IFC vildi helzt ,, elgO ''hlutabréfuih'''i og stofnunin beitti ekki at- kvæðavaldi hlutabréfa sinna né hefði nein afskipti af stjórn fyrirtækisins. Það væri ekki meiningin með slíkum lánum að ná valdi yfir fyrirtækjunum, heldur að styðja þau. Svo eftir nokkur ár þegar fyrirtækin hefðu verið aukin og væru farin að bera arð og allt væri á bezta vegi, myndi IFC selja hluta- bréfin á frjálsum verðbréfa- markaði. Ef eigendur fyrir- tækjanna vildu þá sjálfir eign- ast hlutabréfin gætu þeir eins og aðrir gert sín kauptilboð 1 þau. Rodrigues ræddi nokkra stund fram og aftur um þetta og möguleikana á þvl að íslend ingar gætu orðið aðnjótandi slíkra lána. Hann sagði að láns- fjárafl IFC væri nú um þessar mundir að aukast stórlega eða fjórfaldast, þar sem ákveðið j hefði verið á aðalfundi stofn-: unarinnar að auka stofnféð um I 400 milljónir dollara. j Fjölskyldufyrirtæki vflcka. Hann gat þess sem dæmis um aðstoð IFC, að nú væri I einhverju landi gróið fjölskyldu fyrirtæki sem eygði mikla möguleika á sínu sviði, en skorti fjármagn til að víkka starfsemina. Þetta fjármagn gæti það ekki fengið nema með því að víkka starfsgrund- völl sinn og gefa út hlutabréf. Ef þetta væri gott fyrirtæki og víkkunarmöguleikarnir væn- legir væri IFC reiðubúið að veita því aðstoð með því að taka við hlutabréfum og veita lán. Eina skilyrðið væri að IFC fengi að kanna reksturinn og möguleikana. Eftir að ákvörðun hefði verið tekin um að veita siíka aðstoð skipti það sér ekki KMHWBsr.œww-- VlSIR . Fimmtudagur 15. júlí 1965. af rekstrinum. Hann sagði að auk þess, sem IFC veitti þann- ig beina aðstoð fylgdi þessu ó- bein aðstoð, þar sem aðrar bankastofnanir yrðu miklu fús ari að lána fé til fyrirtækis sem IFC hefði samþykkt. Vantar verðbréfa- markað. Herra Rodrigues gat þeirra erfiðleika sem væru á slíkri að- stoð hér á landi, þar sem eng- inn eiginlegur verðbréfamarkað ur væri til. Kvaðst hann m. a. hafa rætt við fulltrúa Seðla- bankans um það hvað væri hægt að gera til að koma hér á verðbréfamarkaði, sem yrði undirstaða athafnalífs. Ekki vildi hann neitt sérstaklega láta 1 ljós álit sitt á stofnun al- menningshlutafélaga, þar sem vfðast I hinum vestræna heimi væri enginn sérstakur greinar- munur gerður á fyrirtækjum sem tiltölulega fáir hluthafar væru að og hinum sem allur almenningur ætti hlut I. Þó virtist hann vera þeirrar skoð- unar, að félög þyrftu að vera mjög stór til þess að heppilegt væri að allur almenningur gæti átt hluti I þeim. Það eru aðeins mjög fá félög sem geta orðið almenningseign. Hann sagðist halda að frum- skilyrðið fyrir stofnun verð- bréfamarkaðs hér væri að félög in tryggðu hluthöfum hagnað og vissan árlegan arð. Á réttri leið Hann lét I Ijósi, að íslend ingar væru á réttri leið með að rejma að nýta þau náttúru- auðævi sem land þeirra ætti og væru þar efst á blaði vatns- aftevirkjanir og nýting kísilgúrs I ^Mývatni, eti á ■ þeimi sviðum væri líklegt að Alþjóðabankinn veitti opinber lán. Það svið sem IFC gæti einna helzt hjálpað íslenzkum fyrirtækjum væri 1 fiskiðnaðinum, þar sem mikil þörf væri á að rationalisera starfsemina. En hann kvað lægstu lán sem stofnun hans veitti vera I kringum hálfa milljón dollara. Þingmena — Framhald hl« 1. greinilegt að þeir hlökkuðu til að tilkynna í tollinum, að þeir væru með hvaltennur I tösk- unum. Greinilegt var að þingmenn- irnir voru mjög ánægðir með heimsóknina. ísland er lítið land, en hefur stórt hjarta. Carter-Jones sagði, — I fyrsta lagi hefur þetta verið yndislegur og athyglisverður tími. Við höfum hitt alls kon- ar fólk, sem hefur gert allt sem I þess valdi hefur staðið til að gera dvöl okkar ánægju- lega. Ég hef trú, að I þeim heimi, sem nú er að myndast muni Island gegna mikilvægu hlutverki. ísland er lítið land, en það hefur mjög stórt hjarta. Lomas sagði: — Þetta hefur verið mjög athyglisverð heim- sókn. Þegar ég var að fara hingað hélt ég að hér væri kalt, en ég hef alls staðar hitt fyrir hlýju og þá sérstaklega hjá fólkinu, sem við höfum hitt. Ég held og vona að þetta verði til að auka enn á hin góðu sam skipti milli íslands og Bretlands og ég mun persónulega gera allt, sem I mínu valdi stendur til að auka verzlun milli þjóð- anna. Taylor sagði: — Ég er sérstaklega hrifinn af fólkinu, sem okkur hefur gefizt tæki- færi til að kynnast. Fólkið er mjög hamingjusamt og lífs- glatt, án þess að vera með neina uppgerð. Það segir það, sem það hugsar umbúðalaust, sem ég tel mikinn kost og það er mjög auðvelt að umgangast það. Bretar og islendingar hafa margt sameiginlegt. Dr. Bennett sagði: — Það hefur ekki verið eitt slæmt augnablik I dvöl okkar hér. Það hefur valdið mér gleði, að sjá hvað íslendingar og Bretar eru líkir og hvað þeir hafa margt sameiginlegt, svo sem „tungumál", sögu og áhugaefni. Landið bíður einnig upp á margt, sem maður getur dáðst að eins og hinar miklu and- stæður I náttúrunni. Ég mun snúa heimleiðis með mikinn vinarhug til íslands og íslend- inga. Sementsskip — ohald at bls. I. Við slíka eyrarvinnu. Hafa þeir erfiðleikar, sem af vinnuaflsskort- inum stafa, farið vaxandi ár frá ári, og má heita að I sumum höfn- um sé um hreint vandræðaástand að ræða I þeim efnum. Stjórn Sementsverksmiðju rlkis- ins ákvað því á sl. ári að gera ráð- stafanir til úrbóta hvað snertir flutninga og uppskipun sements. Og þær úrbætur eru fólgnar I því að verksmiðjan eignist sjálf flutningaskip, sem sérstaklega sé byggt og gert úr garði til þessara tilteknu, sérstæðu flutn'inga. Jafn framt verður lögð á það sérstök á- herzla að búnaður skipsins verði með þeim hætti að mannshöndin þurfi sem allra m'innst að koma að uppskipun sementsins. í þessu sam bandi má sérstaklega á það minna, sagði Ásgeir, að Sementsverk- smiðja rík'isins hefur að mestu sjálfvirk útskipunartæki við höfn- ina á Akranesi. Á sl. ári fór ég, Pétur Ottesen og dr. Jón E. Vestdal t'il Kaup- mannahafnar, sagði Ásgeir og sömdum þar við norska skipa- smíðastöð um smíði á 1250 smá- lesta sérflutningaskipi fyr'ir sem- ent. Til aðstoðar við samnings- gerðina var Óiafur Sigurðsson, sk'ipaverkfræðingur I Málmey og verkfræðifyrirtæki Knuds E. Han- sens I Kaupmannahöfn. Verður skipið að öllu leyti sérstaklega út- búið með þá flutninga fyr’ir aug- um, m.a. verður þilfar þess að mestu opnanlegt og sérstakur sjálfvirkur uppskipunarkrani geng ur á spori á báðum síðum skips- 'ins. Nú hagar þannig til að sement það ,sem flutt er til Reykjavíkur með Akraferjunni er allt flutt á sérstökum, þar til gerðum pöllum, sem greiða mjög fyrir uppskipun sements'ins. Þegar hið nýja skip kemur verðuo allt sement út á landsbyggðina flutt á slíkum pöll- um. Þá skýrði Ásgeir Pétursson frá þvl a ðsérstök fjárhagsleg rann- sókn hefði far’ið fram á vegum Sementsverksmiðjunnar um nota- gildi slíks skips og varð niður- staða rannsóknarinnar sú, að við t'ilkomu hins nýja skips myndi flutningskostnaður sements til hinna ýmsu hafna landsins lækka talsvert. Þar sem bæði tæknileg og fjár- hagsleg athugun sýndi að það er Sementsverksmiðjunn'i sjálfri og viðskiptamönnum hennar til hags bóta, öryggis og flýtis að fá slíkt skip til jsementsflutninga, ákvað verksm'iðjustjórnin að ráðast í þessa skipasmíði. Spurningu varðandi rekstrar- form skipsins svaraði Ásgeir Pét- ursson á þá lund að enn hafi ekki verið teknar endanlegar ákvarð- anir um rekstrartilhögun þess. Skipið er væntanlegt til lands- ins 1 aprílmánuði 1966. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.