Vísir - 15.07.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 15.07.1965, Blaðsíða 5
AUTAF FJOLGAR VOIKSWAGEN vOLKSWAGEN 965 Arceiie miiivmiaiia . _ HEKLA hf V í S IR . Fimmtudagur 15. júlí 1965. Útl öríd í r.or^un : uti'önd’ í morsurr útlönd í raorgun ' -utlönd'i- mprgun ADLAISTEVENSON lézt / gær / London af völdum hjartabilunar Adlai Stevenson aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lézt í gær í London á götu úti 65 ára að aldri. Hann var nýfarinn úr bandaríska sendi- ráðinu, er hann hneig niður. Lækn ir var kvaddur til og sjúkrabifreið o" var honum gefið súrefni, en h nn var látinn er í sjúkrahúsið k' n. Hann lézt af völdum hjarta- bilunar. Stevenson var í einkaheim sókn í London. Það var Kennedy forseti, sem skipaði Adlai Stevenson aðalfull- trúa Bandaríkjastjórnar hjá Sam- einuðu þjóðunum, er hann hafði tekið við forsetaembættinu 1961. Þjóðaleiðtogar og stjómmála- leiðtogar víða um lönd hafa þegar minnst Stevensons. Johnson for- íþróttir — Frh af bls. 2 um miðjan hálfleik og skoraði Guð mundur Þórðarson það með gegn umbrot. Þá skoruðu . Vxkingar og var þar að Vfrki Jóhannes Tryggvison. Víkingar skoruðu 3:2 með laglegu upphlaupi upp miðj- una og skoraði það mark Gunnar Gunnarsson þegar 12 mínútur voru eftir af leik. Breiðablik bætti enn marki við og var það sannkallað heppnismark, því fyrirgjöf af hægra kanti lenti á bakverði Vík- ings, yfir markvörðinn og innan- vert í stöng, en Guðmundur Þórð- arson átti auðvelt með að ýta boltanum í markið, þar sem hann lá nálægt marklínunni. Víkingar áttu hins vegar síðasta „orðið". Þeir brutust upp miðjuna tveir saman og Jón Ólafsson skoraði laglegt mark, 4:3. Ekki virðist landsdómaranefnd enn geta fengið menn til starfa og dómarar (þegar þeir mæta) eiga í erfiðleikum með að fá hæfa línu- verði. 1 gær varð dómarinn, Jón Friðsteinsson, að fá menn úr á- horfendaröðum til að vera á lín- unni og völdust til þess tveir landsliðsmenn, Baldvin Baldvins- son landsliðsmiðherji í knatt- spymu og Þorsteinn Björnsson, landsliðsmarkvörður í handknatt- leik. Leikurinn allur var heldur lé- legur, völlurinn er afar laus f sér og ætti svo stór kaupstaður sem Kópavogur að sjá sóma sinn í að búa betur að íþróttaæskunni en hann hefur gert til þessa. Breiðablik hefur sýnt ótrúlegar framfarir und anfarin ár við algjör frumskilyrði, en ef ekki verður eitthvað róttækt gert er hætta á að það sem hefur áunnizt glatist. — Jbp — seti ávarpaði þjóðina og líkti hon- ! oss syrgja mann, sem var vinur 1 forseti. Hann tilkynnti í gær, að um við Abraham Lincoln. „Látum | alls mannkynsins", sagði Johnson j hann sendi Humprey varaforseta til þess að flytja líkið vestur. For- setaflugvélin flutti hann í dag til London og 3 syni Stevensons. Með al leiðtoga sem hafa minnzt hans eru Lester Pearson forsætisráð- herra Kanada, Harold Wilson for- sætisráðherra Bretlands, Lúbke forseti Vestur-Þýzkalands, grískir og ítalskir stjórnmálamenn og margir aðrir, m.a. samstarfsmenn hans á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna í New York, ög þeirra fremst ur og æðstur U Thant fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar. Johnson forseti hefur sett Franc is T. P. Plimpton vara-aðalfulltrúa Bandaríkjanna hjá S. Þ. aðalfull- trúa til bráðabirgða. Meðal stjórnmálamanna f Was- hington er mikið rætt um það, að Johnson kunni að skipa heims kunnan mann í starfig áður en Allsherjarþingið kemur saman í september, og telja líklegasta Dean Rusk utanríkisráðherra eða George Ball aðstoðar-utanríkisráðherra. En ef Johnson tæki þann kost, sem einnig gæti komið til mála, að velja mann í starfið úr flokki republikana, að hann byði það þá William Scranton ríkisstjóra i Pennsylvaniu, en hann lætur af ríkisstjóraembættinu í janúar á næsta ári. Scranton hefur áður starfað í bandarfska utanríkisráðu neytinu Plimptön hefur starfað sem full trúi Bandaríkjanna hjá S.Þ. frá 1961. Hann er 64 ára, fæddur í New York, menntaður í Harward. Þessi mynd af Stevenson á framboðsfundi f fátæku úthverfi San Francisco tók greinarhöfundur 1956. „sem féll tvisvar"l Látinn er einn kunnasti stjórnmálamaður sfðari tíma, Adlai Stevenson. Hann var jafn gamall öldinni, fæddur árið 1900 og því 65 ára, er hann hné niður í gær fyrir framan banda ríska sendiráðið í Lundúnum og var brátt örendur. Stevensons verður minnzt sem hins mikla hæfileika- manns, hann var bráðgáfaður maður, menntaður og kurteis. Hann var fæddur f Los Angeles sem þá var hálfgerður gullgraf- arabær og hann lifði flest starfsár sfn í Miðvesturrfkjun- um, bjó f Chicago á sjálfum veldisárum A1 Capone. Það þótti því undarleg andstæða þegar þessi maður kom fram í dagsljósið og hlaut alheims- frægð sem forsetaefni demo- krata í kosningunum 1952. Þvf að hann virtist svo ólíkur manni frá Chicagó. Hann var hámenntaður, kurteis og göfug- lyndur. Málið, sem hann talaði gat fremur líkzt orðræðum úr Shakespeare-leikriti en tali manns frá Vötnunum miklu eða Missisippi dalnum. Það sem öðru frekar ein- kenndi Stevenson var göfug- mennska, heiðarleiki og hug- sjónaeldur. Hann hafði getið sér gott orð f innanlandsstjómmál- um í Bandaríkjunum. Hafði hann sigrað í rfkisstjórakosn- ingum í Illinois, einmitt fylk- inu sem Ch’icago_ stendur í og átt mikinn þátt f að hreinsa til í stjóm þess og skapa heiðar- lega embættismannastétt. Það kom samt öllum á óvart, þegar hann varð fyrir valinu sem forsetaframbjóðandi demo krata í kosningunum 1952, þar sem hann var svo til óþekktur a.m.k. utan Bandaríkjanna. Átti hann líka við harðan keppinaut að berjast þar sem var Eisen- hower forseti. Stevenson hlaut það hlut- skipti að komast tvisvar f fram boð í mikilvægustu kosningum sem gerast f þessum heimi, en hlaut lfka að falla tvisvar sinn- um. Það má hafa verið erfitt fyrir hann að bera slfka fortfð á herðunum enda var hann f augum margra „maðurinn, sem tvisvar féll“. Sá sem þessar línur skrifar upplifði það e’inu sinni að vera á ferð f Bandaríkjunum og hitta Stevenson og vera við- staddur tvær kosningaræður hans í kosningabaráttunni árið 1956. Það var vestur f San Francisco og var ég viðstaddur tvær ræður hans, önnur var haldin á aðaltorgí San Franc- isco, hin f einu fátæku úthverfi borgarinnar hinu meg'in við flóann. Minningin frá þessum tíma staðfesti það sem ég hafði áð- ur heyrt um Stevenson, að hann var f reyndinni mikill ræðumaður, en hann var ein- hvem veginn þannig gerður, að honum tókst ekki að komast í samband við áheyrendur sína, ekki að skapa stemningu. Jafn vel á h'inum stóra og fjölmenna fundi f San Francisco, sem tug þúsundir ef ekki hundruð þús- unda mættu á tókst honum þetta ekki og það þótt allur hópurinn væri honum hlynntur af flokksástæðum. Á síðari staðnxim, þar sem áreyrendur voru hópur fátæks og ómennt- aðs fólks, m.a. nokkuð af svert Ingjum virtist mér fundur hans voðalegur. Hann bunaði yfir fólkið hástemmdum heimspeki legum hugleiðingum og þama kom jafnvel upp kurr í hópnum Fólkið sk'ildi ekki þennan mann. Stevenson sómdi sér miklu betur í þeirri stöðu sem hann hlaut síðar sem aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá S.Þ. Þar átti ræðustíll hans betpr heima. Hann var e.t.v. í 'innsta eðli sínu heimspekingur og þannig eru margar ræður hans. Voru sumar þeirra m.a. gefnar út í bók og eru ágætis Iestrarefni, en það er oft erfitt að melta það sem hann segir, því að orðalag’ið er háspekilegt og þarf fhugunar við. Þar kemur líka fram þýðingarmesti þátt- urinn f eðli hans, að hann var lýðræðissinni. Hann gerð'i mik- ið af því að útbreiða hugmynd- ir lýðræðisins. En líklega sómdi hann sér bezt sem prófessor í háskóla. Hann hafði jafnvel þann hæfileika prófessorsins að vera stundum utan við s'ig og horfa í gaupnir sér. eins og ut- an við heiminn. Þ. Th.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.