Vísir - 15.07.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 15.07.1965, Blaðsíða 4
d VISIR . Fimmtudagur 15. júlí 19651 u á næsta leiti Yfir sumartimann bera ferða sem kynnt eru hér á síðunni hæst, en einnig er hið vistlega félagsheimili Heimdall- ar opið tvisvar í viku, á þriðju- dögum og föstudögum. Þar gefst Heimdellingum og gestum þeirra gott tækifæri til þess að hitta vini sína og kunningja, rabba saman og njóta veitinga. Einnig eru þar ávallt spil, töfl, bækur og blöð fyrir hendi. Fé gsheimilið er oþháð kl. 20.00 þessi tvö kvöid vikunnar og eru félagsmenn hvattir til að mæta. í Raufarhólshelli og veið'iferðir f Hlíðavatn í Selvogi. Þeir, sem hafa áhuga á þessum ferðum ættu að hafa samband við skrifstofu Heimdallar, þar sem þe'ir fá allar nánari upplýsingar. Slminn er 17100. | Takiö þátt í iiinum skemmtiiegu helgar- ■ feröum Heimdailar | Allar upplýsingar i síma 17100 Frá einni af helgarferðum Heimdallar í fyrra. Nokkrir ferðafélaganna standa á steinbrúnni í Eldgjá. RITSTJORAR: PÉTUR SVEINBJARNARSON STEINAR J. LÚÐVÍKSSON FJÖLBREYTTAR SUMARFERÐIR Hinar vinsælu helgarferðir Heimdaiiar haida áfrant í sumar Það er öllu starfandi fólki nauð synlegt að lyfta sér við og við upp frá önn dagsins og njóta frí- stunda í heilnæmu loftslag'i úti í náttúrunni, fjarri ys og þys borg- arlífsins. Undanfarin ár hefur Heimdallur tekið upp sem fastan lið í sum- arstarfinu að efna til stuttra. ferða um helgar til ýmissa merkra staða landsins og þátttakan í ferðunum hefur greinilega sýnt að áhugi ungs fólks á slíkum helgarferðum er mjög mik'ill. í fyrrasumar var til dæmis mjög góð aðsókn að þessum ferðum Heimdallar, sem tókust mjög vel og voru hinar ánægjulegustu. En auk þess eru þessar ferðir ódýrar og allar nokkuð ódýrari en svip- aðar hópferð'ir hjá ferðaskrifstof- um. Ferðunum er hagað þannig, að lagt er af stað frá Valhöll við Suð- urgötu klukkan tvö eftir hádegi á laugardögum, gist í tjöldum á ein hverjum fögrum stað aðfaranótt sunnudags en dagarnir notaðir t'il að ferðast, skoða landið og njóta hvíldar í sólinni. Heim er svo komið að kvöldi sunnudags'ins. JFéiagarnir í ferðunum hafa sjálfir með sér sitt eigið nesti, svefnpoka og tjöld og greiða því aðeins kostn að bifreiðanna, sem er tiltölulega lágur. Forstöðumaður þessara ferða er Halldór Runólfsson. Eru nú í upp siglingu ýmsar nýjungar, svo sem kvöldferð'ir, veiðiferðir og fleira. Meðal þeirra férða, sem áætlað- ar eru má nefna helgarferðir um Borgarfjörð, Landmannalaugar og Snæfellsnes, gönguferðir á Keili og Halldór Runólfsson. MeB áætlun um að reisa nýj- an menntaskóla við Hamrahlíð í Reykjavík og tvöföldun nem- endafjölda við Menntaskólann að Laugarvatni er fundin bráða- birgðarlausn á húsnæðisvanda- málum menritaskólanna, — en einungis til mjög fárra ára. — Fjölda nemenda við Menntaskól ann á Akureyri hefur verið hald ið í horfinu ár frá ári undan- farið með brottfellingu þeirra bekkja gagnfræðastigs, sem ver ið hafa til húsa í skólanum, og eftir tvö ár má búast við að nem endaaukning verði orðin erfitt vandamái nyrðra. Bjarni Sigtryggsson Það er því ekki seinna vænna að hefjast handa um nýjar menntaskólabýggingar, því til viðbótar auknum fólksfjölda fer vaxandi hlutfallstala þeirra ung- menna, er leggja í langskóla- nám. Þar veldur miklu um sí- vaxandi þörf þjóðfélagsins á menntuðum mönnum, en öllu athyglisverðari er þó mikill á- hugi ungra manna og kvenna á að verða sér úti um alhliða menntun og auka víðsýni sína. Nú er það vitað mál, að flest þessara ungmenna taka stúd- entspróf, enda veitir slíkt próf, auk réttinda, nokkuð alhliða menntun. En það þarf einnig að athugast, að það próf er einkum ætlað sem þrep til æðri menntunar og því þar af leið- andi sniðinn ákveðinn stakkur. Þörfin á fleiri menntaskólum i dag er því ekki einungis brýn þeim er halda áfram námi, held ur og sérstaklega þvi æskufólki, er vill verða sér úti um alhliða og hagnýta menntun, hverju starfi í þjóðfélaginu sem hver og einn kann að gegna. Það er að segja; þörf er á skólum, er leggja áherzlu á víðtæka mennt un sjálfstæðra og hugsandi ein- staklinga, skólum, er leggja á- herzlu á þá list, að vera stöð- ugt að læra, alla lífsins tíð. Bygging nýrra skóla, sem i Þð gerist æ algengara að kvenfólk nemi undir stú dentspróf. Menntaskólanum í Reykjavík nú í vor. — Þessar ungu stúlkur luku prófi frá senn þjóna kröfum nútímans og standa á grunni klass- ískrar menntunar, er eitt af baráttumálum ungra Sjálfstæð- ismanna. Þeir stefna að aukinni almennri menntun sem grund- velli frjálsrar og heilbrigðrar hugsunar. Bjami Sigtryggsson. íaa Hasaassaas

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.