Vísir - 14.08.1965, Síða 1
I
VÍSIR
55. árg. — Laugærdagur 14. ágúst 1965. — 182. tbl.
VATNSSKORTUR
í HAFNARFIRDl
Ekki ástæða til að áttast vatnsleysi í Reykjavík
Nokkuð alvarlegur vatnsskort
ur hefur gert vart við sig, eink
anlega í Hafnarfirði og þá í
þeim húsum er hæst standa.
Ástæðan til þess er sú, að vatns
magnið í uppsprettum Vatns-
veitu Hafnarfjarðar við Kaldár-
botna hefur farið síminnkandi
vegna þurrkatíðar, og er nú unn
ið að undirbúningi fyrir teng-
ingu að nýjum uppsprettum.
Rigningin í gær og í fyrradag
hefur ekki breytt ástandinu til
batnaðar að neinu leyti. Hefur
ekki orðið annað eins vatnsleysi
í Hafnarfirði, síðan vatnsveitan
var aukin fyrir 15 árum.
Vatnsmagnið í brunnhús'inu
tók að minnka þegar f vor. og
fyrir rúmum mánuði tók
vatnsskortur að gera vart við
sig í húsum í Hafnarfirði og er
nú í hluta bæjarins að heita má
gersamlega vatnslaust frá því
klukkan 10 á morgnana fram
undir klukkan sjö á kvöldin.
Vatnsveitan í Kaldárbotnum er
á sama vatnasvæðinu og Gvend
arbrunnar, og er hreyfing á
vatninu, neðanjarðar, í átt frá
Gvendarbrunnum, fram hjá
Kaldárbotnum og yfir að
Straumi, þar sem það kemur
Framh á 6 síðu
Fremst til hægri sést vatnsmæiirinn, sern mælir hæðina á vatninu í
uppistöðulóninu i Kaldárbotnum. Hann stendur nú alveg á þurru og
'er vatnsyfirborðið talsvert fyrir neðan hann.
Myndin er tekin af þaki brunnhússins, þaðan sem Hafnfirðingar fá !
vatn sitt. Starfsmenn Vatnsveitunnar eru þarna að tengja uppsprettur |
við brunninn með því að leggja stokk á milli. — (Ljósmynd Vfs-
is B.G.).
ÞRÍR BATAR FYLLTU AF
UF5A ÚR tlHU KASTI!
Mjög mikil ufsaveiði hefur verið
að undanfömu úti fyrir Norður-
Svipaðan kennarafjölda
skortir i ár og í fyrra
Umsóknarfrestur um kennara-
stöður úti á landi hefur á mörgum
stöðum mnnið út. Víða hafa ekki
borizt umsóknir svo að um fram
lengingu á umsóknartímanum
verður að ræða.
Blaðið fékk þær upplýsingar hjá
Græðslumálaskrifstofunni nýlega
að þegar hefði verið ákveðin setn-
LAÐiÐ i DA
ing i 14 lausar kennarastöður
hér í Reykjavík og bætast e.t.v.
fleiri við. Er nóg um umsækjendur
í þessar stöður.
Úti á landi horfir öðru vísi við.
Þar má segja að sé kennaraskort-
ur og verður að framlengja um-
sóknartímann eitthvað frameftir á
ýmsum stöðum. Á Akureyri verða
um 4—5 kennarastöður lausar og
hafa ekki borizt nægar umsóknir
um þær, sömu söguna má segja
um Hólmavík og Hnífsdal umsókn-
arfrestur um lausar kennarastöður
þar hefur runnið út og ekki borizt
nægar umsóknir.
Þykir ekki sýnt enn, hversu
kennaraskorturinn verður mikill í
ár en gert er ráð fyrir að ástandið
verði svipað og í fyrra en þá
höfðu 16% þeirra, sem kenndu
ekki kennararéttindi.
landi við Flatey og Mánáreyjar.
Veiðin er mest stunduð af minni
bátum, sem ekki geta fylgzt með
í síldarkapphlaupinu. Hafa veiðar
þessar verið stundaðar undanfar-
in sumur og notuð hringnót.
Eru mörg dæm þess að bátar
hafi fengið gríðarstór köst. T. d.
fékk einn Húsavíkurbáturinn fyr
ir nokkrum dögum um 90 tonn.
Háfuðu skipverjar bátinn fullan
og kölluðu á tvo aðra báta sem
fylltu líka úr nót þeirra. Það er
líka alvanalegt að 18 tonna bátar
kom'i með 30-35 tonn til hafnar
af ufsa og fyili þannig dag eftir
dag.
Ufsinn fer 1 frystingu í frysti-
húsunum á Siglufirði, Húsavík,
Hrísey, Ólafsfirði og einstöku sinn
um er lagt upp hjá Útgerðarfélagi
Akureyrar, ef .ekki er hægt að
taka á móti á öðrum höfnum og
lítið að gera við togaralandanir á
Akureyri.
Bátarnir eru frá þessum 4 stöð-
i um og landa sitt á hvað, allt eftir
því hvernig á stendur og hafa
frystihúsin gert með sér samkomu
lag um landanirnar.
Hefur ufsaveiði þessi verið góð
búbót í síldarleysinu. sem verið
hefur á þessum höfnum í sumar.
Flugdeginum
fresfuð
Hinum fyrirhugaða flugdegi, sem
átti að halda nú á sunnudaginn
hefur verið frestað vegna óhag-
stæðra veðurskilyrða, að því er
Baldvin Jónsson, formaður Flug-
málafélags íslands tjáði biaðinu í
gær. Þess í stað verður reynt að
halda flugdaginn að viku liðinni,
eða sunnudaginn 22. ágúst.
Stóru skátamóti varB að afíýsa
Sumarlöng vinna eyðileggsf — Skátar urðu að flýja vegna illviðris í Innstadal
Sumarlöng vinna við miklar
tjaldbúðir skáta í Hengli var
eyðilögð í nótt. fyrstu nóttina,
sem mótsgestir áttu í tjöldum
sínum. „Þetta var eitthvert
versta veður, sem við höfum
komizt i kynni við“, sagði
tjaldbúðastjórinn, Ólafur Ingi
Jónsson, við blaðamann Vísis,
sem hitti hann að máli { gær,
skömmu eftir að hópurinn hafði
komið til Reykiavíkur eftir erf-
iða nótt f Innstadal.
„Rigningin var hörð sem
grjót, en smaug þó eins og
ekkert væri í gegnum tjöldin
og áður en varði var allt kom
ið á flot. Við gerðum okkur
ljóst að það varð að fresta
mótinu og Hjálparsveit skáta
náði sambandi til Reykjavíkur
og bað um að bílar yrðu sendir
eftir okkur.“
Skátamótið í Innstadal hófst
á fimmtudagsmorgun, en kvöld
ið áður höfðu 120 skátar kom
ið á mótsstaðinn frá Reykjavík,
Framh. bls. 13