Vísir - 14.08.1965, Side 9

Vísir - 14.08.1965, Side 9
VÍSIR. Laugardagur 14. ágúst 1965. flugskýli við eina flugbrautina á Tinian herflugvellinum. Jafn- framt var þetta braggahverfi rammlega afgirt og einangrað með mörgum röðum af gadda- vírsgirðingum og múrveggjum og varðturnum komið fyrir kringum svæðið. í varðturnin- um voru hermenn stöðugt á verði og tiibúnir að munda stórar vWbyssur gegn hverjum þeim sem gerðist of nærgöng- ull. Og meðlimir flugsveitarinn ar fóru að jafnaði aldrei út fyr- ir þessar víggirðingar. Þeir höfðust við fyrir innan þær, lifðu þar, borðuðu og sváfu. Þeir fóru aldrei á skemmtanir og þótt það kæmi fyrir að þeir færu út fyrir og hittu hermenn úr öðrum deildum varð ekki tos að upp úr þeim, hvað þeir væru áð gera þarna. Hópurinn var líka að mörgu leyt'i óvenjulegur Þetta voru mestallt ungir menn flestir undir þrítugt og þeir báru svipmót fíngerðra háskóla- manna, þeir gengu flestir með reiknistokka á sér, eins og þetta væri verkfræðingasveit. Sprengjan sett saman. Strax og sendingin úr Indi- anapolis hafði borizt til þeirra höfðu þeir nóg að gera. Og hinn 1. ágúst opnuðu þeir stóra kass- ann inni í flugskýlinu sínu. Innihald hans var sprengja sem hlaut nafnið „Little Boy“ þ.e. „Litli kútur." Á ytra borði virt ist þetta ósköp venjuleg flug- sprengja, ekkert sem benti til þess, að hún ætti eftir að valda neinni byltingu í hemaði. Sprengjuhylkið var gert úr gljá- andi plötustáli eins og venju- Iegar sprengjur. „Litli kút ur“ var pp^jfjórir metrar á lengd, sívalur og þvermál hans var um 1 y2 meter. Hann vó um 5 tonn. Innvolsið var hins vegar mjög ólíkt því sem tiðkaðist í venjulegum TNT-flugsprengj- um. Hún var stillt á að springa í 555 metra hæð, þegar það gerðist myndi kvikna í hvell- hettu, sem aftur myndi kveikja í dálitlu sprengiefnishylki. Við þá sprengingu átti hylki það sem var í litla pakkanum er ingu í Japan. Auk þess skyldi þetta vera borg, sem lítið hefði orðið fyrir loftárásum fram að þessu, svo að Japönum gæti enn vaxið ógn af því, hvernig óskemmd borg umbreyttist í rústir fyrir ægikrafti þessa nýja vopns. Hermálaráðuneytið vann eftir þessum fyrirmælum og valdi borgirnar eftir þessari röð: Kyoto, Hiroshima og Nii- gata. Listi þessi kom þá fyrir augu Stimson hermálaráðherra, en svo vildi til, að hann var maður, sem þekkti mjög vel menningu Meðan hann sat ráðstefnuna barst honum skeyti um það, að tilraunasprengingin í Nev- ada-eyðimörkinni hefði farið fram og hinn feykilegi kraftur kjarnorkunnar losnað þar úr læðingi. Truman átti þegar sam- tal við Churchill og skýrði hon- um frá þessum tíðindum. Sið- an urðu þeir sammála um að rétt væri að skýra Stalin frá þessu. Bað Truman um einka- viðtal við hann. Truman skýrði Stalin einfald lega frá því, að Bandaríkjunum hefði nú tekizt, að framleiða ur flugmaður, hafð'i m.a. starf- að sem einkaflugstjóri Eisen- howers hershöfðingja þegar hajin stjómaði innrásunum í Nórður Áfríku, ítalíu og Nor- mandy. Hann var nú 29 ára gamall, dökkhærður, hrokkin- hærður fremur dapurlegur á svip. Hann sk'ipulagði nú þegar þessa einstæðu hernaðarað- gerð. Fékk hann nú til um- ráða sjö sprengjuflugvélar af flugvélartegundinni B-29, sem þá var venjulega kölluð risa flugvirki. Þrjár þessara flug- véla áttu að fljúga fyrst yfir fljúga í gegnum réykskýið. Ein hver í hópnum muldraði: „Það gæti gert okkur ófrjóa". Bæn á aðfarakvöldi. Sunnudaginn 5. ágúst var Truman forseti á siglingu af Potsdam-fundinum heimleiðis yfir Atlantshafið með beit'iskip inu Augusta. Á Kyrrahafseynni Tinian var glaðasólskin og hófst nú undirbún'ingur á flug vellinum þar. Flugvirkin sjö voru þar geymd undir lögreglu- þeir tvímenningarnir höfðu flutt með sér að renna niður I aftur- enda sprengjunnar og renna þar saman við annað álíka magn af uraníum 235. En við það að þetta tvöfalda magn af uraní- um myndi koma saman á einn stað væri hættumarkinu náð og keðjuverkun kjarnklofningsins myndi hefjast með ógurlegum afleiðingum. Borg valin til árásar. Þegar sýnt þótti að vísinda- mönnum í Bandaríkjunum myndi takast að framleiða kjarn orkusprengju gaf Truman forseti út fyrirmæli um að undirbúa notkun slíkrar sprengju gegn Japan í þeim til- gangi að binda með þeim hætti skjótlegan endi á styrjöldina. En áður en til þess kæmi átti að sprengja fyrstu tilraunasprengj una í eyðimörkinni í Arizona. Trúnaðarmönnum í banda- ríska hermálaráðuneytinu var falið að velja þá borg í Japan sem heppilegast væri að kasta sprengjunni á. Valið skyldi fram kvæmc þannig ,að þetta væri fjölmenn borg, svo að mannfall- ið yrði til að vekja ógn og skelf Asíuþjóða, sérstaklega Japana og Kínverja. Honum brá í brún þegar hann sá heiti borgarinnar Kyoto efst á listanum. Honum var mjög vel kunnugt um það, að Kyoto var heilög borg í Jap an, hinn forni bústaður jap- önsku keisaranna með ógrynn- um japanskra menningarverð- mæta, listaverkum og búddha- hofurn. Hann hóf harða baráttu fyrir því að hún yrði strikuð út af iisíanum. Hann reyndi að gera öðrum stjómarmeðlimum ljóst, að Kyoto væri Japönum dýrmætari menningarmiðstöð en kaþólskum mönnum Róma- borg og sagði hann m.a. í þessu sambandi: „Ef við leggjum Ky- oto í rústir vinnum við þar með ódæði, sem japanska þjóð- in mun aldrei að eilífu fyrir- gefa okkur.“ Barátta hans bar árangur og nýr listi var saminn Á honum var efst á blaði Hiros- hima, þá Kokura, Niigata og Nagasaki. Stalin íær vitneskiju. Truman forseti fór til Evrópu þar sem hann sat Potsdamráð- stefnuna með hinum þjóðarleið togunum Churchill og Stalin. nýtt og öflugt vopn, sem þeir hyggðust nota í styrjöldinni gegn Japönum. Engin óvenju- leg svipbrigði sáust á Stalin, hann svaraði aðeins brosandi, að hann vonaðist til að vopn þetta gæti komið að góðum notum. Samtalið stóð aðeins stutta stund. Truman gekk út frá honum og á þrepunum fyrir utan beið Churchill hans. „Hann spurði mig einskis/' sagðí Truman. Þeim létti báð- um, þeir höfðu óttast að Stalin léti í það skína að hann hefði vitað allt um kjarnorkuleyndar mál þeirra. Á Tinian var búið að setja sprengjuna saman og var nú farið að undirbúa aðgerðina að kasta henni á einhverja jap- anska borg. Borgin Niigara var nú strikuð út af listanum vegna þess að hún var talin of lítil og of langt í burtu. Eftir. voru þrjár borgir Hiroshima, Kokura og Nagasaki. Sjö flugvélar valdar. Yfirmaður 509. flugsveitar- innar sem fyrr var nefnd hét Paul W Tibbets. Hann var ró legur maður og öruggur, alvan- staðinn sem valinn yrði til að kanna verðuraðstæður, síðan kæmu þrjár á eftir. Ein þeirra sem Tibbets átt'i sjálfur að stjórna skyldi bera kjarnorku- sprengjuna, hinar tvær áttu að vera henni til verndar. Sjöunda flugvélin var varaflugvél, sem skyldi staðsett á eyjunn'i Iwo Jima skammt fyrir sunnan Jap an, sem Bandaríkjamenn höfðu þá nýlega náð úr höndum Jap- ana. Ef vélabilun yrði í flug- vél'inni sem bæri kjarnorku sprengjuna átti hún að lenda á Iwo Jima og sprengjan yrði þá flutt yfir í þessa varavél. Hinn 2. ágúst eft'ir að kjarn- orkusprengjan hafði verið sett saman í flugskýlinu við Tinian- flugvöll. var öll 509 flugsve'itin kölluð saman til fundar. Á þeim fundi var skýrt frá til- raunasprengingunni í Nevada- eyðimörk'inni. Var þeim sýnd greinileg kvikmynd af henni. Ennig fylgdi kvikmyndinni og flutti fyrirlestur flugliðsforingi einn sem hafði verið sjónar- vottur að þeirri sprengingu. Hann gaf þeim persónulega lýs ingu á henn'i og varaði flug- mennina einkum v'ið því að gæzlu á flugvélastétt skammt frá lokaða svæðinu. Tibbets yf irmaður sveitarinnar gekk út að sinni flugvél sem átti að bera sprengjuna. Hann skoðaði vél- ina og sagði: „Það er kominn tími til að skíra þig“. Hann tók upp rauðkrít og hugsaði til móður sinnar heima í Banda- ríkjunum sem hét nafninu Enola Gay. Hann skrifaði nafn hennar framan á flugvélina. Skömmu síðar var kjarnorku- sprengjan flutt á vagn'i út að vélinni, fjölmennur hópur Iög- reglu stóð allt umhverfis. Sp.rengjunni var lyft með tjökk um upp í sprengjurými flugvél- arinnar, það brakaði í flug- virkinu og það seig lítið eitt niður undan þunganum, svo var sprengjuhólfinu lokað. Hitabeltisnóttin seig yfir, flugvirkið Enola Gay beið reiðu búið við enda flugbrautarinnar, með sæg af lögreglumönnum sem slógu allt að því hring um hana Flugmennirnir sem áttu að taka þátt í flugárásinni voru samtals um hundrað. Þe'ir voru kallaðir saman til sérstakrar samkomu, þar ávarpaði Tibbets I ramh. á 7. síðu

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.