Vísir - 14.08.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 14.08.1965, Blaðsíða 2
RITSTJÓRI: JONBIRGIR PETURSSON * > ' t ■ <■■■ *.■■■. < ..-V . :■ < ■ ■ ■ ■ FÆR ÍSLAND NORÐUR LANDAMEISTARA ? Frjálsíþróttafólkið, þegar það lagði af stað til Helsingfors í byrjun vikunnar. Yfirlýsing frá íþróttaforystunni í Vestmannaeyjum: „Siúklegur félagsrígur skálmöld, ágreiningur'' Þessi skrif bárust með hrað- pósti inn á ritstjórn Vísis í gær um hádegi. Satt að segja fannst mér birta í lofti þegar ég sá nöfn Týs og Þórs hlið við hiið á einu og sama plagginu. Vest- mannaeyingur, fluttur tii R- víkur sagði mér, þegar hann sá þetta, að sennilega væri þetta plagg þar af leiðandi einsdæmi og hálfgert „raritet", eins og hann sagði. Við þessi skrif er þó ýmis- legt að athuga. I fyrsta lagi segir hvergi í klausu minni, að ástandið í Eyjum nálgist það að vera skálmöld og heldur ekki að ágreiningurinn sé mjög djúpstæður. Hins vegar mætti ætla að svo sé. Undirritaður hefur talsvert kynnzt íþróttamálum Eyja- skeggja og veit af eigin raun að þar er sannarlega maðkur í mysunni, vandamálin mun meiri en annars staðar á land- inu vegna féiagsrígs, sem er vissulega sjúklegur, en ekki markaður af hinni eðlilegu sam keppni sem alltaf á sér stað þar sem tveir eða fleiri aðiiar berj- ast. Ég hirði ekki um að nefna einstök dæmi en af nógu er að taka og þau dæmi yrðu sann arlega ekki góður vitnisburður ef birt yrðu. Með greininni var bent á með dæmi hvernig félagar annars félagsins komu fram í garð hins og fékk ég frétt þessa frá Kefl- víkingum. sem léku yið Þór, en þeim var sagt að ef þeir (ÍBK) mundu ekki kæra, þá mundi Knattspyrnufélagið Týr gera það. Að Iokum verð ég að lýsa yfir ánægju minni með það, að félögin tvö skuli hafa snúið vopnum hvort frá öðru og beint þeim að mér. Kannski verður þetta til þess að félögin eignist eitthvert sameiginl. skotmark. Það mundi gleðja mig mjög, ef það gæti orðið íþróttum í Eyj Framh a ols ö Knattspyrnuflokkar frá Vík- ingi eru um þessar mundir á ferðalagi í Danmörku og geng- ur vel. Ólafur P. Erlendsson, aðalfararstj ri skrifar þetta frá þeim ferðalöngunum: „Höfurn nú leikið 5 leiki. — A-lið Víkings er i Rödovre hjá Avarta, en B-liðið i Svinninge. Úrslit leikjanna hafa orðið þessi: B-liðið: Víkingur— Svinninge 7:2. Víkingur— Svinninge Víkingur—Avarte Víkingur—Svinninge A-liðið: Víkingur—Avedöre (2. og 3. fl.) Víkingur—Svinninge Víkingur—Avarte Öllum líður vel og biðja fyrir kveðjur“. Sem sagt, 4 sigrar, eitt tap. Góður árangur hjá Víkingum og eina tapið gegn eldri leik- mönnum, því Víkingsflokkarnir eru aðeins úr 3. flokki. 5:2. 4:1. 2:5 2:4. 2:1. 5:2. V í SIR. Laugardagur 14. ágúst 1965. Sfeppnin í Helsingfors helsf á nsorgun Um helgina hefst í Helsingfors í Finnlandi frjálsíþróttamót Norður landa. íslenzkir þátttak- endur á mótinu eru 11 talsins, 9 karlar og 2 kon ur. Mótið hefst á morg- un og Iýkur á þriðjudags kvöld. Jón I>. Ólafsson, ein okkar stærsta von að þessu sinni keppir á sunnudag í hástökk- inu. Jón setti íslandsmet I há- stökki í vor, stökk 2.10 m., en hefur ekki fyr fengið tæki- færi til að keppa erlendis í sumar. Það er einmitt það hvað Jón er óvanur stórmótum er- lendis, sem gerir menn vantrú- aða á að hann geti staðizt sænsku hástökkvurunum snún- ing ,en afrek þeirra í sumar eru svipuð og hans. í tugþrautinni, sem hefst á mánudag má gera sér nokkrar vonir um að Valbjörn Þorláks- son og Kjartan Guðjónsson standi sig vel, en hvorugur þeirra hefur í sumar keppt í tugþraut hér heima. Aðrir sem taka þátt eru Guð mundur Hermannsson f kúlu- varpinu, en hann á bezt 16.41 m. í kúluvarpi og vantar enn 34 cm. til að ná íslenzka met- inu, sem Gunnar Huseby á og er 16.74 m. Hver veit nema Guð mundi takist að slá þetta met Gunnars á þessu móti. Erlend- ur Valdimarsson er með í kringlukasti og hefur náð bezt 48.57 m. Ólafur Guðmundsson einn okkar efnilegasti hlaupari á styttri vegalengdum verður með í 100 m., 200 m. og 400 m. og á tímana 10.9 sek., 22.2 sek., og 49.8 sek. 1 þessum hlaupum í sumar. Kristján Mikaelsson ætti að geta bætt árangur sinn í 400 m. hlaupi og 400 m. grinda hlaupi en 1 sumar hefur hann náð beztum tímum 50.1 sek. og 56.6 sek. Aðrir hlauparar í hópnum eru bræðurnir Kristleif ur og Halldór Guðbjörnssynir, sem eru okkar beztu hlauparar á millivegalengdum og styttri Ianghlaupum. Halldór á 1.55.4 mín. í 800 m. hlaupi í sumar og er í stöðugri framför og á að auki 3.59.1 mín. í 1500 m. hlaupi Kristléifur á 8.56.4 mín. í 3000 m. hindrunarhlaupi bezt og er það íslandsmet og það mjög gott met, en í sumar er hann langt frá sínu bezta, 9.21. 8 mín., en ætti að stórbæta það þegar hann fær Ioksins keppni ytra. Stúlkurnar tvær eru Björk Ingimundardóttir, ung stúlka úr Borgarfirði, sem keppir í 100 m. hlaupi og á bezt 12.9 sek. og í langstökki þar sem hún á 5.23 metra. Halldóra Helgadóttir á bezt 13.0 sek. í 100 m. hlaupi og 13.1 sek. í sumar. f 400 m. hlaupi á Halldóra bezt 64.1 .sek. Vonandi getum við eftir helgina flutt góð tíðindi af frjáls íbróttafólki voru. Golfmeisfcirfimót Fararstjóri Suður Afríkufólksins fagnar Karenu litlu eftir heims- i metið. Hún er stillt og hljóð sú litla og sallaróleg. 1 dag kl. 13.30 hefst golfmeist- aramót Reykjavíkur á vellinum við Grafarholt. Hefst keppnin hálftíma fyrr en ráðgert hafði ver- ið vegna góðrar þátttöku. Leiknar ; verða 24 holur f dag. 12 ara Karen Yvette Muir, 12 ára gömul dóttir suðurafrisks dýra læknis vann einstætt afrek á samveldisleikunum í Blaekpool. Hún varð til þess að hnekkja heimsmeti, — yngst allra til að vinna það afrek. Karen litla átti raunar aldrei að vera meðal þátttakenda, enda setti hún met sitt í flokki telpna. „Við tökum hana með vegna þess llve fjölhæf hún er“, sagði Alex Bulley, aðalfarar- stjóri liðsins. Og félagar Karenar segja um hana: „Hún er algjört barn. Hún brosir aldrei, segir aldrei neitt, bara eltir liðið, ... og syndir“. Og enginn tók sérstaklega eftir því þegar Karen litla hóf sund sitt í 110 jarda baksund- inu. En hún var enn að hugsa um það sem þjálfarinn hafði sagt við hana: „Þú tapar tíma á því að vera alltaf að hugsa um bakkann Horfðu beint upp og þegar þú sérð fánann ná- lægt endanum, þá teldu einn — tveir — þrír og snviðu þér“. Og það var einmitt þetta sem Karen gerði. Og sundið gekk aldeilis stórkostlega. Hraðinn á sundi hennar var stórkostlegur og á seinni leið- inni í hinni 55 jarda laug varð áhorfendum og tímavörðum ljóst að eitthvað stórkostlegt var að gerast, — heimsmet brezku stúlkunnar Lindu Lud- grove var að falla. Áhorfendur hrópuðu af kappi. Það var engu líkara en Karen væri í vírslitum á Ol- ympíuleikum. Sú keppni er að vísu lokuð fyrir Karen og landa hennar, a.m.k. eins og er eins og kunnugt er. Þegar tilkynnt var að heims- met hefði verið sett, sagði Kar- en ekki neitt, en tár hrundu niður kinnar hennar. Þjálfari hennar kom henni fyrir á legu- bekk og breiddi ofan á hana. Hún átti að hvíla síp fyrir næsta sund eftir klukkutíma, sem hún vann einnig. — Skömmu síðar var hún sofnuð svefni hinna réttlátu á hóteli sínu, — 12 ára og orðin fljót- asta baksundkona í heiminum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.