Vísir - 14.08.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 14.08.1965, Blaðsíða 5
V í SIR. Laugardagur 14. ágúst 1965, Síðari hiuti afmælisrabbs við Ólaf sjötugan Sem eilíf mítíð — Við Ólafur Ólafsson gerðum þar stundarhlé á frásögn- inni, er hann var nærri orðinn strandaglópur í Japan í sinni fyrstu ferð til Kína, en allt komst þó í Iag á síðustu stundu. lafur kleif síðasti maður um borð í síðasta stundu. Ólafur kleif síðasti maður um borð í „Empress of Russia“, þar sem það lá úti á höfninni í Nagasaki, í þann veginn að létta atkerum undir síðasta áfangann - til Shanghai. Það var fyrir réttum fjörutíu og fjórum árum, og þó að Ólafur sé enn léttur í hreyfingum, hefur hann verið enn snarari í snúningum þá. Mér er sem ég sjái hann, þar sem hann er að stökkva um borð í bátinn við bryggjuna á síðustu stundu. — Ég komst sem sagt til Kína, segir Ólafur. Og þangað hef ég víst líka átt að komast. Segðu mér eitt — var það kannski nokkum veginn jafn- snemma, að þú afréðir að verða kristniboði og að gerast kristni boði einmitt í Kína. — Já, svarar Ólafur. Ég var aldrei í neinum vafa um það. Svo brosir hann og bætir við: — En nú getur þú ekki notað neitt af því í grein, sem ég hef verið að segja þér ... Það er ekki laust við að mér bregði — er það ætlun hans að fara að banna mér ... Hvers vegna ekki? spyr ég. — Vegna þess, að nú á ég eftir að segja þér svo margt frá Kína, að það verður meir en nóg efni í eina grein. Þrátt fyrir árin, er ég ekki enn orðinn eldri en það, að ég er með all- an hugann við mitt ævistarf, og mér finnst að ævistarf mitt hafi ég unnið í Kína ... og hálft i hvoru eins og ég hafi lokið mínu ævistarfi þar, þó að ég væri þar ekki nema fjórt- án ár, og nú séu um tuttugu ár liðin síðan. Þeirra ára, sem ég átti þar, minnist ég ekki heldur sem fjarlægrar fortíðar. Allt, sem bar fyrir mig þar, stendur mér fyrir hugskots- sjónum eins skýrt og lifandi og það hefði gerzt fyrir ári, eða jafnvel í gær. Með öðrum orð- um — ekki sem fortíð, heldur sem eilíf nútíð. Og í morgun, þegar ég var að hugleiða hvað ég ætti eiginlega að segja þér sem blaðamanni, þá var mér Kína efst í huga. Það má því vel vera, að sumt af þvi, sem ég segi þér nú, verði talið bera keim af i þvi, sem kallað er á- róður á nútímamáli. Ég vbna þó að ég verði ekki vændur um pólitiskan áhuga í því sam- bandi, því að áhugi minn er einungis sprottinn af kærleika og samúð með þeirri miklu og stórmerkilegu þjóð ... — Eina gilda ástæðan fyrir því, að eiga þetta afmælisrabb við mig, er líka þetta eina, sem gilt hefur í lífi og gildir enn — kristniboðsköllun mín — og það var einmitt fyrir það mikla heillaspor, að ég fékk að koma til Kína og kynnast þjóðinni i margra ára samstarfi. í Kína kynntist ég og konu minni, sem einnig er vfgður kristniboði og þar eru fædd fjögur af fimm börnum okkar. Ég var í Kína árin 1921—27 og 1929—37. Það fylgir starfi kristniboðans að ferðast mikið og víða, og ég ferðaðist mikið um Kína og kynntist því mikla landi og högum fólksins, sem það byggir. Þegar ég korn fyrst til Kína, sigldi ég upp eftir fljótinu mikla, Yangtse-Klng, og þver- ám þess í tuttugu og átta daga samfleytt með flatbotna fljóta- bát, því að kristniboðstöðvar okkar voru langt inni f landi. Sú sigling var ævintýri út af fyrir sig. Floti Kfnverja, að öll- um fljótabátum meðtöldum, mun vera sá stærsti í heirrd. Ég sigldi eftir Keisaraskurðinum mikla, ferðaðist norður að Kínamúrnum og norður í Mand sjúrfu. Og ég fór gangandi langar leiðir. Þá kynntist mað- ur fólki þar, þvf að Kínverjar ferðast mikið gangadi; hópar manna á öllum vegum. Einn vetur gekk ég þrisvar sinnum dagleið, eða um sextíu kíló- metra. Ég var orðinn göngu- þjálfaður, svo að mér varð ekkert um það. Kfnverjar eru skrafhreifnir á göngu og ein- staklega glaðlyndir og gaman að vera með þeim. Þá kynnist maður þeim bezt, þegar gengið er saman, hlið við hlið, kannski allan daginn. Þá getur margt borið á góma. Dag nokkurn var ég samferða verzlunarmanni á slfkri göngu. Við höfðum aldrei sézt áður, en röbbuðum samt eins og kunningjar, um alla heima og gfliina. „Það eru ekki neinir verzlunarmenn f söfnuð- inum hjá ykkur“, varð honum einu sinni að orði. „Víst eru verzlunarmenn þar“, svaraði ég og nefndi einn kunnan verzlunarmann sem dæmi því til sönnunar, „eða þvf skyldi það ekki vera?“ Það kom hik á hann andartak. „Já .. en kristnir menn verða alltaf að segja satt — er það ekki?“ spurði hann. Kristniboðar vinna störf, sem aðrir sinna ekki. Starf kristniboðans er erfitt. Þessi líkneskja, skorin úr hörðum og þungum svörtum viði, ber vitni listfengi Kfnverja og ævafornum liststíl þeirra. Hún tákn- ar þjóðsagnapersónu, karlinn með stóra fiskinn, en við fætur honum situr kínverskur fiskimaður. „Stóri fiskurlnn“ er að minnsta kosti ekki óþekkt fyrirbæri f okkar þjóðsögum, gömlum og nýjum. En kristniboðinn nýtur tvenns- konar forréttinda fram yfir marga aðra, sem gefa sig að ákveðnum störfum. Að vinna störf sem aðrir eru yfirl. ekki til að sinna, og að ferðast mikið og kynnast fólki náið, þar sem hann fer og dvelzt. Sem dæmi um hið fyrra, get ég nefnt litla barnaskólann ,sem við höfðum á aðalstöðinni. Og svo er það hjúkrun sjúkra, og er þá ein- ungis nefnt hið tímanlega starf kristniboðans. Aðalstöðin var í sýsluhöfuðstað, eiginlega forn- aldarborg, svo Iitlar breytingar höfðu orðið þar á háa herrans tíð. Svo voru stofnaðir smærri söfnuðir f sex stærstu þorpun- um þar í grennd, og loks voru svo kallaðar prédikunarstöðv- ar í ellefu öðrum þorpum, þar sem við höfðum tjaldsamkom- ur. Kristniboðsvinir hérna heima auruðu saman í trúboðs- tjald handa mér, sem ég ferðað ist með á þessa staði. Þetta starf var mikið til unnið af innfæddum mönnum, sem stund að höfðu nám í aðalstöðvun- um; það voru sex prédikarar og sex til átta kennarar. Þetta var eitt trúboðsumdæmi, sem ég hafði yfirumsjón með í sjö ár, en sjálfur bjó ég í aðal- stöðvunum. I aðalstöðvunum og umdæmisstöðvunum öllum sex voru starfandi barnaskólar, sem sóttir voru af börnum, sem hefðu ekki annars notið neins skólanáms. Slfkt veitir sérstaka ánægju — að geta þannig bætt úr mikilli þörf, sem aðrir eru ekki til að bæta úr — ekki hvað sízt, þegar um er að ræða jafn- vel gefna þjóð og Kínverja. Kínverska þjóðin er vel gef- in, yfirleitt? — Það á eftir að koma í ljós, hve sú þjóð er vel gefin. Yfir- leitt - um það þori ég að vfsu Framh á bls. 6 Hjólbörumar voru ævafornt farartæki í Kína, einskonar frumgerð „rickshawanna,“ sem seinna kom- ust þar mjög í tízku. Mynd þessa af útburði tók Ólafur snemma morguns fyrir utan múrinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.