Vísir - 14.08.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 14.08.1965, Blaðsíða 11
Margir bifreiðarstjórar hafa verið ákærðir fyrir öivun, eftir að hafa aðeins drukkið einn bjðr PILSNER OG MAGNYL ER HÆTTULEGT SAMSULL Hættulegur leikur: Unglingar drekka Pilsner og borða Magnyl eða 'ónnur róandi lyf með „Frönsk hamingja að nokkru ráði. Margir unglingar hér á landi kannast við „Magnyl-Pilsner fyller£“, sem fer þannig fram, að snæddar eru nokkrar mag- nyltöflur og þeim rennt niður með pilsner. Áhrifin af þessu samsulli eru ekki ósvipuð áfeng isáhrifum, en eðlismunur er nokkur. Af magnyl og pilsner dofnar viðbragðsflýtirinn og einhver vímukennd færist yfir neytandann. Sú tegund af töflum, sem mest hefur borið á að menn neyttu í Danmörku nefn'ist Rest enil og algengt er að menn neyti þeirra taflna reglubundið, og þess vegna verða menn ekki varir við að neitt alvarlegt sé á seyði, þótt þe'ir fái sér einn bjór eða eitt staup og aki síðan bifreið sinni út í umferðina. Þess eru jafnvel dæmi að menn hafi verið ákærðir fyrir ölvun við akstur eingöngu af því að hafa neytt róandi taflna, sem fást í lyfjabúðum. Danskir læknar eru nú farnir að vara menn við neyzlu slikra taflna og þeir sem telja sig þurfa að nota róandi töflur ættu h'iklaust að hafa samráð við lækni áður en þeir velja sér einhverja sérstaka tegund — ekki sízt ef þeir aka bifreið Nokkrar tegundir má nefna, auk Resten'ils, svo sem Libri- um, Saridon, Noludar, Valium, Thephorin, Taractan og Persed- on, en tegundirnar kunna að vera mun fleiri. Róandi töflur og a^kó- hól er hættulegur kokt- eill. Það hefur komið í ljós í Danmörku, að fjöldi bifreiðastjóra hafa verið teknir fastir og á- kærðir fyrir ölvun við akstur, jafnvel þótt þeir hafi aðeins drukkið einn bjór. En ástæðan fyrir því að bjórinn var svona sterkur er sú, að þessir menn höfðu áður neytt róandi taflna, og það tvennt saman hafði þau áhrif á viðbragðshæfi- leikann, líkt og menn- irnir hefðu neytt áfengis Western Look kallar Therese Chardin þessa hárgreiðslu sen? ekki er hægt að sýna ná- kvæmlega á einni lítilli ljósmynd. Eins og megnið af nýjum kvenfatnaði er hún mjög „geometrisk“ í sniðum. Afbrigðin af þessari greiðslu eru mörg, og ekki á færi nema sérlærðra að útbúa þessa greiðslu. T'-^aaB Kári skrifar: Jean-CIaude Drouot sem Francois og Marie-France Boyer sem Emilie í myndinni „Hamingja“ eftir André Varda. Hinn snjalla franska kvik- myndaleikstýra, Mme. Agnés Varda hefur sent frá sér nýja kvikmynd, sem hún nefnir ein faldlega „Le Bonheur“ eða „Hamingja" eins og ef til vill mætti nefna myndina á ís- lenzku. Aðalhlutverkin í mynd inni eru leikin af ungum hjón- um og börnum þeirra tveim, en þau leika í myndinni einmitt ung hjón og tvö börn þeirra. Þetta er leikarinn Jean-Claude Drouot, ásamt konu sinni Claire Drouot og börnunum Oliver og Sandrine. Það er ekki ástæða til að rekja efni myndarinnar hér, en full ástæða til að óska að eitt hvert kVikmyndahúsanna hér í borg taki hana til sýninga, og það sem fyrst, því ætla má að hún boði nokkra stefnubreyt- ingu í franskri kvikmyndagerð. Síðan um síðustu helgi hafa fjögur ung börn látið lífið af slysförum og önnur meiðzt hættulega. Þessar slysafréttir hafa vissulega vakið ugg í mönnum, sem vonlegt er og hljóta að ýta undir að einhverj- ar rannsóknir fari fram. Lærum af reynslunni. Nú myndi eflaust einhver halda, að við þessu verði ekk- ert gert, slysin geri ekki boð á undan sér og ekki verði feig- um forðað. Sannleikurinn er hins vegar sá, að mörg þeirra slysa, er orðið hafa upp á síð- kastið eru þess eðlis, að óbeint megi um kenna vanrækslu eða vangá. Það verður að teljast brýn nauðsyn að slysin verði rannsökuð, því ef við lærum ekki af reynslunni, þá lærum við alls ekki. # Slæmar heimtur. Ellefu ára gamall drengur, sem ber út blöð, sat hér uppi á ritstjórn í gær og var þá rætt um blaðaútburð. Hann sagðist vera orðinn þreyttur á því að rukka inn áskriftargjöldin hjá mörgum lesendanna, því það væri algengt að hann þyrfti að fara allt að sex til sjö ferðir til sama mannsins að innheimta 80 krónur. Þetta er afar baga- legt fyrir drenginn, því hann fær ekkert aukreitis fyrir slík hlaup og í rauninni er það ekki forsvaranlegt að bjóða börnum upp á þetta. 80 krónur er ekki sú upphæð að enginn ætti að vera í vandræðum með að greiða hana einu sinni i mán- uði. Við skulurr -jna að e’in- hverjir lesendur úr útburðar- hverfi piltsins lesi þessar lin- ur og minnist þess næst þegar hann hringir dyrabjöllunni, að dráttur á greiðslunni bitnar ein ungis á snáðanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.