Vísir - 14.08.1965, Síða 8

Vísir - 14.08.1965, Síða 8
8 V í S I R . Laugardagur 14. ágúst 1965. VISIR Dtgefandl: Blaðaútgáfan VISTR Ritstjóri: Gunnar G. Schrarn Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsor Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn 0. Thorarenser Ritstjórnarskrifstotur Laugavegi 178 Auglýsíngar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði I lausasöiu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðia Vlsis - Edda h.f Skipbrot kommúnismans Sterk rök hafa verið leidd að því upp á síðkastið bæði í íslenzkum blöðum og erlendum, að heimsveldi kommúnismans riði til falls. Djúpstæður ágreiningur «ír löngu kominn upp milli Rússa og Kínverja, og virðist auðsætt að Kínverjar ætli þar í engu að láta sinn hlut. Þeir telja sig til þess borna að vera herra- þjóðin í Asíu og fara ekki dult með fyrirætlanir sín- ar í því efni. Þeir eru staðráðnir í að ná a.m.k. eins miklum yfirráðum í Suðaustur-Asíu og Rússar hafa haft í leppríkjunum austan járntjalds. og vafalaust hugsa Kínverjar ennþá lengra. Þeir hafa vissulega augastað á Indlandi líka. Hitt er svo annað mál, hvort þessir draumar þeirra rætast. Rússum þykir áreiðanlega nú þegar nóg um yfir- gang Kínverja, og þótt þeir styðji í orði kveðnu kröf- | ur þeirra um brottflutning bandaríska hersins frá Vietnam, láta þeir sér vel lynda að Kinverjar geti 1 ekki flætt þar yfir fyrirhafnarlaust, eii það mundu þeir vitaskuld gera, ef Bandaríkjamenn færu frá Suður-Vietnam, því þjóðin sjálf hefur ekkert bolmagn til þess að verjast yfirgangi þeirra ein. Þetta er Rúss- um vel ljóst, þótt kommúnistarnir hérna við Þjóð- viljann geti ekki skilið það. Rússar hafa líka í ýms horn að líta í Evrópu. Svo virðist sem leppríkjunum sé að takast að losa sig 1 að einhverju leyti úr þeim helgreipum, sem þeim $ hefur verið haldið í síðustu 20 árin, en ólíklegt verð- . ur þó að telja að Rússar veiti þeim fullt frelsi, ef | þeir geta hjá því komizt. Loks er svo verið að kveða | upp dauðadóminn yfir hinu kommúnistíska hagkerfi || í sjálfu Rússlandi og leppríkjunum, Og þegar ástand- | ið er orðið þannig, að heimsveldi kommúnismans er | klofið í tvær fylkingar og hagkerfið í upplausn, getur varla hjá því farið að stefnan sé búin að lifa sitt feg- ursta, enda kominn tími til að leggja slíkt stjórnskipu- lag niður. Margt bendir til að rússneskum leiðtogum sé smám saman að skiljast, að þjóðum Sovétríkjanna verður ekki um aldur og ævi haldið í þeim fjötrum, sem þær voru hnepptar á valdatímum Stalins. Sagan sýnir að þjóðir brjóta af sér helsið að lokum. Þótt reynt væri svo sem framast var unnt að halda vestrænum frels- ishugsjónum frá fólkinu í Rússlandi hefur því eigi að síður borizt vitneskja um lífskjör frjálsra þjóða. Valdhafarnir verða fyrr eða síðar að láta undan frels ískröfunum, hvort sem þeim er það ijúft eða leitt, annars hefur þjóðin einhver ráð með að skipta um leiðtoga, þótt erfitt sé í einræðisríkjum. Tuttugu ár eru nú fiðin síðan íyrstu kjarriorkusprengjunni var beitt í hernaði, Dagur sá er einn ógnhrungnasti dagur mannkynssögunnar. Hér birtist grein um allan viðbúnaðinn og atburðina morguninn þegar sá hræðilegi atburður gerðist. Þau lifðu af sprengjuna í Hiroshima af því að þau bjuggu f út- jaðri borgarinnar, sem breytt var f rústir á einu augnabliki. T byrjun júlí 1945 var banda rískur liðsforlngi, Robert R. Furman, er starfaði f hermála- ráðuneytinu i Washington, kaí! aður inn á slcrifstofu til yfir- boðara síns Rober* Groves hers böfðingja. Hann sagði honum, að hann ætti að fara í sendiför til að flytja svolítinn pakka til eyjarinnar Tinian í Mariar.ne- eyjaklasanum á Kvrrahafi. Furman fékk ákveðin fvrir- mæli um ferðina, fyrst skyldi hann fljúga tii staðar eins í New Mexico fylki. hitta þar að máli eðlisfræðing að nafni Robert Oppenheimer sem myndi afhenda honum pakkann. Þar myndi slást f för með honum læknir að nafni dr. Nolan Skyldu þeir fara með pakk- ann til San Francisco, stíga um borð í beitiskipið Indianapolis, er be'ið þeirra þar og átti að sigla með þá til Tinian. Förin skyldi vera leynileg Húr var álitin mjög mikilvæg. Pakkinn sem Furman átti að flyt.ja til Tiniar innihélt ákveð ið magn af frumefninu Uranium 235. Rannsóknir og vinnsluað- ferðir bær sem lágu að baki framleiðslu hans höfðu kostað gífurlegar fjárhæðir. —i—iwiimiii'i i ii iiiiiiiii mininn Ferðin með dularfulla pakkann. Furman gerði eins og honum var sagt. Hann kom til kjarn- orkubæjarins Lo„ Alamos, hitti þar Oppenheimer og tók á móti pakkanum. Þetta var fremur lít ill kassi úr málmi með hand- fongum á. Þegar Furman gekk út ætlaði hann eins og ekkert væri að taka pakkann með sér. En honum brá við og þungi kassans kom honum á óvart, að honum fannst eins og hand- leggurinn ætlaði að rifna af honum. Þessi titli pakki vó hvorki meira né minna en 100 kg. Enda var innihald hans þyngsta frumefni sem þá var þekkt Sex bifreiðir lögreglumanna og öryggisvarða fylgdu þeim Furman og dr. Nolan og pakk anum í einni halarófu út á Kirt land-flugvöll við Albuquerque. Þaðan var flogið til Hamilton- fluvvaiiar við San Francisco. Við komuna þangað um- kringdi heill hópur öryggisvarða bá ennþá og fylgdi þeim í flota- bækistöðina Hunters Point. Þar fengu þeir tvímenriingarnir að vita, að annar kassi, miklu stærri væri þangað kom'inn á undan þeim og ætti einnig að flytjast með herskipinu til Tini- an. Þeir sáu þegar þeir komu þar, að verið var að skipa þess um stærri kassa um borð. Hann var rúmir fjórir metrar á hæð og hvíldi alger leynd yfir því hvað innihaldið væri. Þeir tví- menningarnir læddust um borð meðan sjóliðar voru að vinna við að hffa stóra kassann upp í skipið. Tveir sjóliðar báru pakk ann þeirra og komu honum fyrir í rúmgóðum svefnklefa í skipinu. I klefanum voru tvö svefnpláss, þar skyldu þeir Fur man og dr. Nolan halda sinn stranga vörð yfir þessum dular- fulla pakka á leiðinni yfir haf- ið. Beitiskipið Indianapolis sigldi út á hið víða Kyrrahaf. Það kom síðar aðeins við í flota- höfninni Pearl Harbor til að taka eldsneyti. Síðan var ferð- inni tafarlaust haldið áfram til Tinian og komið þangað að morgni 26. júlí. Akkerum var varpað um mílu frá ströndinni. Flutningabátur kom upp að síðu skipsins og út f hann var skip- að stóra kassanurh,' litlá pakk- anum og fylgdarmönnunum tveimur. Svo var sigit upp að ströndinni. Tuttugu mfnútum síðar gengu þeir Furman og Nolan á fund yfirmanns 509. flugsveitaririnar f stórri ramm- lega afgirtri braggabyggingu við jaðar hins mikla flugvallar bandarískra sprengjuflugvéla sem þar hafði risið á fáum mán uðum. Þeir afhentu foringjanum pakkann og báðu hann um að kvitta fyrir móttöku hans. þegat 509 flugsveitin. 509. flugsveitin var dularfull ur og einkennilegur herflokkur. Hún hafði nokkr: áður verið flutt frá Bandaríkjunum til hins mikla flugvallar á Tinian og þá hafði hin fræga japanska út- varpskona ,Tokyo-Rósa‘ minnzt á hana og beint nokkrum vel- völdum orðum til hennar. Það eitt sýndi að víðtækt japanskt njósnakerfi var enn virkt á eynni, enda voru þar nokkrir tugir þúsunda japanskra her- fanga og forvitni hinna banda- rísku hermanna og flugliða log- andi að fá að vita, hvað þessi einkennilegi hópur væri að gera þarna. En meðlimir 509. flugsveit- arinnar voru þagmælskir og blönduðu lftt geði við aðra hermenn þarna, svo að hið mikla leyndarmál kvisaðist al- drei út. Japönsku njósnararnir komust að vísu að þvf að flue- sveitareining sem kallaðist 509 sveitin væri komin til eyjunnar og hegðaði sér -óvenjulega, en meira fengu þeir heldur aldrei að vita. Henni var fengin bækistöð i nokkrum bröggum og svolitlu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.