Vísir - 14.08.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 14.08.1965, Blaðsíða 3
V í S IR . Laugasdagur 14. ágúst 1965 K53B » Á vegum ríkisstjórnarinnar eru í sumar gerðar tilraunir með flutning á kældri síld af fjar- lægum miðum til söltunar á Norðurlandshöfnum. Togarinn Þorsteinn þorskabítur hefur ver ið útbúinn til þessara flutn- inga. Hann kom til Siglufjarð- ar 10. ágúst með fyrsta farm- inn, ca. 1700 tunnur, sem dreift var á 17 söltunarstöðvar. SI6LFIRDINCAR SJÁ ÞÚ SÍLD ...............................................................-■.••■ ■ : euíaáol íoú Á Siglufirði er nú verið að byggja geymsluhús við hina nýju tunnuverksmlðju, sem tók til starfa sl. haust. Geymsluhúsið er um 2500 fermetrar að grunnfleti, byggt úr stálbitum og verður klætt með járni. Jámsmíðaverkstæði síldarverksmiðjunnar Rauðku sér um byggingu þessa stóra húss. Hér áður fyrr voru síldin og Siglufjörður óaðskiljanleg hug- tök „Sigló“ var um langt ára- bil höfuðstaður síldveiðanna við ísland, og var þá mikil upp bygging í staðnum í kringum síldina, atvinna mikil og al- menn velgengni. Síldarverk- smiðjumar vom tvær og mý- grútur af söltunarstöðvum. Og lögreglan hafði nóg að gera í landlegum. Svo hætti síldin að koma til Norðurlandsins en snéri sér í þess stað að Austfjörðum. Síð an hefur verið dauft yfir Siglu firði, atvinna oft ónóg og bæj- arfélagið fátækt. Fyrirtækin, sem höfðu risið upp í kringum síldina, hafa barizt f bökkum. Söltunarstöðvarnar hafa Iengst af verið auðar og tómar og sjaldan komið peningalykt frá reykháfum síldarverksmiðjanna Nú er tæknin að breyta þessu Móttaka á síld er ekki lengur eins háð nálægð við miðin. Stór flutningaskip hafa í nokkur ár verið notuð til flutninga á síld til fjarlægra hafna og hafa þeir flutningar gefizt vel. f fyrra sumar var gerð tilraun til slíkra flutninga með tankskipi, og á sú tilraun sjálfsagt eftir að leiða af sér byltingu í síldarflutning um. Em nú í sumar nokkur tanksklp f sfldarflutningum. Þá eru nýjustu fiskiskipin orðin svo stór og kraftmikil, að þau munar eklrert mikið um dálitla siglingu að landi. Þessa dagana hefur töluvert Iffgazt við athafnalífið á Siglu firði. Sfldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði hafa skip í flutn- ingum með síld og sömuleiðis verksmiðjan Rauðka. Þá er tog arinn Þorsteinn þorskabítur kominn í flutninga til Siglufjarð ar með síld til söltunar. Er þetta tilraun til að flytja sfld- ina ísaða nokkum veg, án þess að hún skemmist mikið. Þor steinn hefur farið eina ferð og virðist sjóferðin ekki spilla síld inni neitt vemlega. Erfiðleikam ir með þessa flutninga hafa einkum stafað af því, hve lest- aropin em lítil á togaranum og hve löndunartæki hafa verið lé- Ieg. En úr þessu hvoru tveggja má bæta, t.d. með því a3* dæla sfldinni frá borði. og svo glödd ust Siglfirðingar mjög þegar síld arbáturinn Hrafn Sveinbjarnar- son kom nú f miðri vfkunni með síld til söltunar. Reikna þeir með, að fleiri skip fylgi á eftir, ef vel veiðist áfram á svipuðum slóðum og veiðzt hef ur undanfarna daga. Jónas Ragnarsson tók þessar myndir hér af atvinnulífinu á Siglufirði þessa dagana. Síldarverksmiðjan Rauðka hefur í sumar haft á leigu síldarflutningaskipið Gullu. Það hefur komið til Siglufjarðar þrjár ferðir með fullfermi. Skipið flytur 5000 mál af síld í hverri ferð. ★

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.