Vísir - 14.08.1965, Síða 15

Vísir - 14.08.1965, Síða 15
V t SIR. Laugardagur 14. ágúst 1965. JENNIFER AMES: /3 Mannrán og ástir SAGA FRÁ BERLÍN Segðu œér eitthvað frá því hvað þú hefur fyrir stafni, David, sagði hún. Þú ert eins frægur um Aust ur-Þýzkaland og Hrói höttur á sín um tíma. Ég heyrði talað um „Ridd arann“ fyrsta daginn, sem ég var í Vestur-Berlin. Ég sat fyrir utan gistihúsið, þá bar þar að bil og út úr honum var studdur maður, sem var máttvana og bugaður að sjá. Aðstoðar-gistihússtjórinn sagði mér, að hann hefði flutt frá Aust- ur-Berlin, og að „Riddarinn" hefði hjálpað honum. Varst það þú, sem hjálpaðir honum, David? Hann yppti öxlum. — Ég gat bjargað honum úr fangelsinu daginn, sem átti að taka hann af lífi. Hann var leyni- legur erindreki brezku stjómarinn ar. Ég.hvpíkb gat né máttl bregð- ast honum. Eins og þú kannski veizt hreyfir brezka stjórnin hvorki hönd né fót til þess að bjarga er- indrekum sínum, þegar þeir hafa verið teknir höndum. — Ég hef heyrt frá því sagt. Og mér finnst það ákaflega ósann- gjamt. Þessir menn hætta þó lífi sínu — eru dag hvem, hverja stund í hættu. Og samt fá þeir enga viðurkenningu. — Nei, viðurkenningu fá þeir ekki. — En þú ert ekki í þeirra flokki, David? — Nei, nei, ég hef hvorki gáfur ] né þolinmæði til þess að takast j slíkt á hendur. Ég mundi aldrei ] standast þau próf, sem krafizt er j til þess að verða stjórnmálalegur j erindreki. — Ekki gáfur til þess — því á j ág bágt með að trúa. — Ástin mín, þú ert ekki hlut i laus dómari. Og þar að auki — j mig langar ekkert til þess að vera j slíkur erindreki. Það á ekki við j skaplyndi mitt. Mig skortir þolin-! mæði til þess eins og ég áður j sagði. Þegar ég lauk skólaprófi ! langaði mig til þess að verða leik- j ari og sannast að segja fékk ég j smá hlutverk í ýmsum leikhúsum f Lundúnaborgar. En svo komst ég: að því, að bróðir minn — hann i var eldri en ég — hafði verið myrtur í fangabúðum kommúnista. Honum hafði verið falið hlutverk í Rússlandi. Og ég heitstrengdi að j gera allt sem ég gæti til þess að | hefna hans ... með þeim hætti j að bjarga eins mörgum og ég gæti frá sams konar örlögum og urðu örlög hans. Og ég hef haft heppnina með mér. Og heppnin hef ur stundum gert mig smeykan — sú stund getur komið, að ég hafi ekki heppnina með mér. Hún hallaði sér fram og hvíslaði: — En 1 þetta skipti hefurðu heppnina með þér — þér tekst að koma föður mínum til Vestur-Ber- línar. — Ég get ekki treyst á heppn- ina, Linda, en við höfum talað nóg um þetta. Þökk fyrir matinn, Linda Hann bragðaðist vel. ,Nú tek ég stöngina mína og fer að dorga j og ég vona að ég verði einhvers vísari um það, sem gerzt hefur. Kannski fer ég til býlis Götz — þau kunna að hafa frétt eitthvað Mundu mig uiii það, Linda, að fara ekki undir neinum kringumstæð- um út úr þessu herbergi. Og ef ein- hver kemur verðurðu að fela þig. Hún leit í kringum sig. — En hvar get ég falizt? — í búrinu. Það er lás að inn- j anverðu. Þú getur lokað þig þar inni. Lofaðu mér því, Linda ,að \ hætta ekki á neitt. — Gott og vel, ég lofa því ,en ég : vona að ekki komi til þess, að ég | verði að loka mig inni. — Og nú verð ég að fara, elsk- j an mín. — Ó, David, farðu varlega, sagði hún og hjúfraði sig við barm j hans. : Hann tók utanum hana og brosti j kankvíslega. - Ég þori ekki að kyssa þig j með alian þennan farða á andlitinu.! — En þér hefur tekizt svo vel,; að furðulegt er. —Já, ég þykist vera all slyngur í þessu — ef svo væri ekki væri ég ekki í lifenda tölu nú. Her.r.i fannst alit tómlegt og ann arlegt, þegar hann var farinn. Og hún var kvíðin. Hún reyndi að stytta biðina rneð að taka til í kofanum ,en gat ekki um annað hugsað ,en hættuna, sem David var í — og hvort þeim mundi heppnast að komast til Vestur-Berlínar. Hún gerði sér grein fyrir ,að hér var líf þeirra ekki mikils virði. Það var komið undir sólarlag og byrjað að húma. Og enn var Dav- id ókominn. Allt í einu heyrði hún fótatak fyrir utan kofann. Hún var í þann veginn að rjúka fram í dyrnar, því hún hugði David vera að koma, en svo lagðist í hana ,að einhver hætta væri á ferðum. Hún gægðist var j lega út um gluggann og það lá við, j að hún ræki upp hræðsluóp. Það | var Hans Sell, sem var að koma.; Hún minntist aðvörunar Davids og rauk inn í búrið og læsti að inn- anverðu. Það var barið á dyrnar. — Er nokkur þama? kallaði Hans. Þegar enginn svaraði opnaði hann dyrnar. — Er nokkur hérna? hrópaði hann aftur. Svarið mér, ég veit að hér er einhver í felum og ég fer nærri um hver það er. Nú er komið að leikslokum, Holden. Hún hallaði baki að hurðinni, þorði vart að draga andann. Hún heyrði, að hann gekk að búrdyrun- um. Hann barði á þær. — Opnið, ég veit, að einhver er þarna. Sýnið þann manndóm, Hold- en, að opna. Ég er óvopnaður og við getum barizt til úrslita. Er hin frægi „Riddari" hræddur — felur fjandmaður okkar sig bak við læstar dyr? Ef mannsblóð rennur í æðum yðar — opnið! , Og hann tók til að lemja með hnefunum á hurðina. Hann lagðist á dyrnar með öll- um sínum þunga og Linda var hrædd um að hurðin mundi brotna en það var góður viður í henni og lásinn bilaði ekki. Hún varð grip- in skelfingu. Hvað mundi Hans gera við hana, er hann fyndi hana þarna? Nú mur.di hann sannfærast um, að hún væri samherji Davids. Henni fannst kaldar krumlur læs- ast um hjarta sitt. En alit f einu heyrði hún rödd, sem henni var kær. — Hvað gengur á? — er ekki sjálfur yfirhershöfðinginn að reyna að sprengja upp búrdyrnar mínar? „Fiskimaðurinn” var kominn og mælti furðu rólegri röddu. Hans sneri sér snöggt við. Hann starði á gamla manninn um stund á þess að koma upp orði. Holden og þessi gamli karl gátu ekki verið sami maðurinn .. . en ef svo væri — ef svo væri? Allt í einu gekk hann fram eld- ingarsnöggt og reif hárkolluna af1 höfði fiskimannsins og hvíta skegg ið fór sömu leið. Hans rak upp fagn aðarkennt öskur. — Svo það eruð þá þér, Holden. Ágætt gervi. það verð ég að játa. Hver er inni f búrinu? — Enginn. — Ég trúi því ekki. Þér hafið falið Lindu þar. En Linda er mín Holden. Hún hefur lofað að giftast mér. — Það var snjallt af henni að nota sér það hve heitar tilfinningar geta vaknað jafnvel í brjósti hers- höfðingja — til þess að blekkja yður. — Marindjöfull. Og nú var ekki um það að vill- ast, að þeir höfðu rokið saman og börðust með hnúum og hnefum. Hún gat ekki stillt sig — henni fannst hún verða að vera vitni að þessu einvígi, opnaði dyrnar og leit fram. Þeir börðust upp á líf og dauða. David hafði greinilega fengið þungt högg á vinstra auga, en nú kom hann svo þungu höggi á Hans, að hann riðaði við. — Þetta högg var fyrir Frankie Dixie, sem þér létuð myrða, hvæsti hann. — Ég bað hana ekki um að drepa hana. Hún átti að gefa henni nægilegt til þess að hún sofnaði, en þessi bjálfi gaf henni of sterk- an skammt. Hún ein ber ábyrgðina á dauða hennar. — Þér einn berið ábyrgðina, sagði David og greiddi honum ann að þungt högg. í sömu svifum kom hann auga á Lindu. — Farðu aftur inn í búrið, Linda Flýttu þér inn og læstu að þér. Ó Svo að Linda var þar, sagði Hans og reyndi að ná andanum. Og svo rak hann hnefann framan f David, en hann riðaði ekki og greiddi honum svo þungt högg fyrir bringspalirnar að hann hneig niður sem dauður væri. — Drapstu hann? spurði Linda hrædd. — Nei, sagði. David og hristi höfuðið. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af honum rétt i bili, en við verðum að koma okkur undan. — Fréttirðu nokkuð um föður minn? flýtti hún sér að segja. — Ekkert, og það getur merkt, að allt sé í bezta lagi. Hann er að minnsta kostj ekki kominn aftur í höllina. Og á býlinu hafði ekk- ert frétzt, hvorki til Gerhardts né Heinrichs. Kannski hefur Hein- richs komið honum yfir landamær- in. Hann er óvanalegur slvngur ná- ungi, sem hefur margsinnis hjálpað mér að koma fólki yfir mörkin. Það var hann, sem útvegaði gamla sjúkrabílinn — með litlum fyrir- vara. — En hvað getum við gert við Hans Sell? spurði hún og horfði á hann eins og henni væri óglatt, þar sem hann Iá meðvitundarlaus á gólfinu. Hún kenndi þó ekki í brjósti um hann. Það var David, sem var henni allt. Það blæddi úr skrámu yfir auga hans og hún tók vasaklút og þerraði það. — Við verðum að binda hann, sem bezt við getum, sagði David. Hann má ekki sleppa strax. Við þurfum að geta verið áhyggjulaus um það f nokkrar klukkustundir, að okkur verði ekki veitt eftirför — og við verðum að treysta á hand leiðslu guðs. — En hvernig getum við kom- izt... ? — Um það verðum við að ræða á eftir. Hjálpaðu mér að binda hann og svo verðum við að draga hann inn f búrið. Við verðum að hafa hraðan á. Hver mfnútan ar dyrmæt. SNYRTJStOFA STELLA ÞORKELSSON Snyrtisérfræðingur Hlégerði 14. Kópavogi Simi40613 W iVe f'ROÓP-Ttíír T^HSE ^ AFKICkK) 'MÉ-fi/cm JiSV NAVE MAFE Flf.cOVEKlES-ÁBWT :YH'S HEALTU.OP OUR ÞOPíES--pUR. SCEUtISTE? haveyetætóveakn. 1., „Jr-j ClWtO Þyrlan hefur komið til þess að flytja Tarzan til læknis. Ég get farið með þig til sjúkrahúss ins okkar við Mombuzziflugvöll inn og það á eins skömmum tíma og til þorps töfralæknanna, sem þú vilt fara tii. Ég skil kvíða þinn Yeats hershöfðingi en eng inn maður myndi reyna eins að gefa mér máttinn í fæturna og vinur minn Medu. Og ég hef sannanir fyrir því að þessir af- ríkönsku töfralæknar hafa gert uppgötvanir um heilsufar okkar sem vísindamenn okkar eiga enn eftir að uppgötva. VISIR ÁSKRIFENDAÞJONUSTA Askriftar- Kvartana- simmn er 11661 virka daga kl 9 - 20, nema taugardaga Ki. 9- 13. AUGLÝSING I VÍSI eykur viðskiptin 1X811 KOPAVOGUR Afgreiðslu VÍSIS í Kópa vogi annast frú Birna Karlsdóttir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VÍSIS i díafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttií, sími 50641. Afgreiðslan skráis nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða KEFLAVÍK Afgreiðslu VlSIS i Kefla tdk annast Georg Orms- son, sími iS49. Afgreiðslan skráír nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartann er að ræða.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.