Vísir - 17.08.1965, Síða 8

Vísir - 17.08.1965, Síða 8
8 V I S I R . Þriðjudagur 17. ágúst 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISDt Ritstjðrl: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe! Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3 Askriftargjald er 80 kr. & mánuði 1 lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja VIsis — Edda hj. Sjálfbirgingsháttur I forustugrein Þjóðviljans s. 1. sunnudag skaut upp kollinum gamalt áróðursbragð, sem mjög var notað fyrir 30—40 árum: Kommúnistar áttu að vera öðr- um mönnum miklu gáfaðri, bera af í ræðumennsku og ritleikni. Bækur, sem ekki voru eftir kommúnista, voru enginn skáldskapur. Ekkert var list nema þeirra framleiðsla. Hér á landi bar þessi áróður nokkum árangur um tíma. Ýmsir, sem voru með öllu frá- hverfir kommúnisma, héldu eigi að síður að það væri gáfnamerki að vera róttækur sósíalisti. En það er langt síðan þetta var. Almenningur á íslandi er betur að sér nú en fyrir 30—40 árum, og nú eru allir löngu hættir að tcúa því, að það sé nokkur gáfna- stimpill að vera kommúnisti. Þvert á móti þykir það nú bera vott um skort á heilbrigðri dómgreind, og æði oft verður ekki betur séð en sumir þessir menn séu haldnir alvarlegum geðtruflunum. í fyrrnefndri forustugrein var m. a. sagt að forustugreinar annarra íslenzkra blaða yrðu ,^sjaldn- -i* ast flokkaðar til góðra hpltmeuþta,fí;]|^4í^^iM^u til né setningu“. — Já, þvílíkur munur á þeim og forustugreinum Þjóðviljans! Höfundur greinarinnar heldur sýnilega að sín skrif verði talin til sígildra bókmennta þegar fram líða stundir. Hann þjáist ekki af lítillæti maðurinn sá. Honum er mjög gjarnt að bregða öðrum um heimsku og þekkingarskort, þyk- ist sjálfur öðrum fremri að vitsmunum og lærdómi. Að hans dómi er það æfinlega sönnun heimsku og fáfræði, ef menn eru á annarri skoðun en hann. Hvað megnum við, venjulegir, fáfróðir menn, gegn rök- um meistara, sem stendur „á slíku stigi vitsmuna og þekkingar“! Það sem kom ritstjóra Þjóðviljans úr jafnvægi í þetta sinn, var frásögn Vísis og fleiri blaða um að í Rússlandi og ýmsum öðrum kommúnistaríkjum væri nú verið að taka upp lýðræðislegri vinnubrögð á sviði efnahagsmála en áður hafa tíðkazt þar. Þetta telur ritstjóri Þjóðviljans sanna heimsku og fáfræði okkar hinna. — En hvað segir hann sjálfur? Hann segir: „Hagþróunin í sósialisku ríkjunum hefur orðið mjög ör, framleiðslan he’fur margfaldast að magni og fjölbreytileika, nauðsynin á vaxandi lýðræði í efnahagsmálum hefur sífellt verið að aukast“. — Hann segir einnig að reynslan hafi leitt í ljós, að finna þurfi „nýjar og sveigjanlegri hagstjórnarað- ferðir“. Hvað er þetta maður, út af hverju ertu þá að æsa þig? Þetta er nokkurn veginn það sama og við hinir vorum að segja. Og til viðbótar má geta þess, að fregnir hafa borizt um að í tilteknum greinum sé, sums staðar verið að taka upp hreinan einkarekstur. Ristjóri Þjóðviljans má svo leika sér eftir vild við að finna á þessu eitthvað annað orðalag en að smám saman sé verið að „hverfa frá hinu kommúnistiska | efnahagskerfi". y Nýja Moskvich bifreiðin — lúxusbfllinn rússneski. HVAÐ HOFÐINGJARNIR HAFAST AÐ...' Aleksei Kosygin, forsætisráð- herra Rússa, er ekki hrifinn af lífskjarastefnu fyrirrennarans, Krústjoffs, og hefur sagt að margar breytingar verði að gera. Til dæmis sé stefnan á bifreiða framleiðslunni úrelt, að því er hann segir, og, nú, jgtli;|Rú§,sar -áð ieggja aukna ’áhéEriun'á'iáð IJ> frartilóiða éínfcabílöi'^sfesSíT'^til sönnunar lagði hann fram mynd ir af nýrri tegund Moskvich bifreiða, sem kemur að öllum líkindum hingað til landsins nú í haust. ☆ Hér er mynd af einni slíkri bifreið, en þótt Kosygin vilji að sem flestir Rússar geti ekið Á laugardag hófst í Roskilde Ring í Danmörku mikil aksturs keppni, þar sem þátttakendur frá Englandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi tóku þátt auk að sjálfsögðu danskra bílagarpa. Sá Islendingur sem tók þátt í þessari keppni er Sverrir Þór- í slíku „lúxus-tæki“, þá vill hann, embættisins vegna, ekki láta sjá sig í ódýrari bifreið en Lincoln Continental, amerísk- um, með sjónvarpstæki við aft- ursætið. oddsson og í dönskum blöðum er sagt að keppendur séu flestir á heimsmælikvarða. Aðstandendur keppninnar hafa verið örlitið óstyrkir vegna banaslyssins sem varð í þessari keppni í fyrra og hafa þvf lag- fært brautina allmjög. Keppnin stóð yfir laugardag og sunnu- dag. HAFLINGER KOMINN TIL LANDSINS Haflinger bifreiðin notuð sem snjóplógur. Áhugi á meiri fjölbreytni landbúnaðarbíla er að aukast. Nýtt fyrirtæki, Skorri h. f., hef ur hafið innflutning á nýrri teg und landbúnaðarbifreiðar sem minnir að útliti til mjög á lan;l búnaðarbifreiðina „Farmobil" og er ekki ólíkur að smíð. Nýja bifreiðin er austurrísk að gerð og nefnist „Haflinger" og framleiddur af Steyr-Daiml- er-Puch A. G. í borginni Graz í Austurríki. Kostar án aukatækja 114 þús und — hámarkshraði 60 km. — ber 515 kílu — fjögurra sam- stilltra gíra — drif á öllum hjól um — ekki á varadekkinu — hærri frá jörðu en aðrir inn- fluttir landb.bílar — og furðu- lega seigur við að aka ófærur eins og fram kom er blaðamönn um var sýnd bifreiðin. Benzín eyðslan er í lægra lagi, eða um 9 lítrar á hundrað í bæjarakstri en 3-5 lítrar á klukkutímann í torfæru-akstri. Með þessum bíl er hægt að fá frá verksmiðjunni margs kyns aukatæki, svo sem snjóplóg gangstéttarhreinsara (20 slíkir í notkun í Miinchen), lofthamar, úðunartæki, rafsuðu tæki og ýmislegt fleira gagnlegt. Sigurjón Ingimarsson, einn af forstöðumönnum Skorra h. f. mun í hau fara til Austurríkis til að kynna sér rekstur verk- stæðis og varahlutaþjónustu bif reiðarinnar og fyrst í stað mun verða komið upp verkstæði hér í Reykjavík, eða samið við eitt hvert bílaverkstæði um að ann ast viðgerðarþjónustu. Fyrir þá er hafa áhuga á að kynnast þessum bíl er rétt að geta þess, að umboðið hefur fyrst um sinn skrifstofu að Baldursgötu 10 hér í borg.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.