Vísir - 17.08.1965, Side 16
VISIK
V
Þriðjudagur 17. ágúst 1965
Hókorl í heim-
sókn ú
Siglufirði
Á sunnudaginn lagSi beinhákarl
leiS sína inn í Siglufjarðarhöfn og
varð fyrlr því óhappi að festa sig
undir einni bryggjunni. Varð það
hans bani.
Menn vita þess engin dæmi að
beinhákarl hafi komið í heimsókn
inn í Siglufjarðarhöfn fyrr. Hann
var 7-8 metrar á lengd og talið að
hann hafi vegið a. m. k. 5 lestir
eða jafnvel töluvert meir.
Þegar Siglfirðingar urðu há-
karlsins varir var þegar farið að
draga allmikið af honum, en þeg-
ar búið var að koma tógi eða vír
utan um sporðinn á hákarlinum og
átti að fara að draga hann undan
bryggjunni, streyttist hann á móti
Og urðu þá hörð og mikil átök.
Brotnaði staur í bryggjunni við á-
tökin, en hákarlinn varð að láta
í minni pokann, og áður en lauk
slitnaði af honum sp>orðurinn. Sök
um þyngdar treystust menn ekki
að landa honum og var þá það ráð
tekið að róa honum út á fjörð og
sökkva honum þar.
Hollenzkur sérfræðingur ræðir
um æskulýðsmál við íslemlingo
— /Eskulýðslaganefnd Sýkur sennilega störfum þegar á þessu ári
Hér er staddur um þessar
mtmdir í boði menntamálaráðu
neytisins hollenzkur sérfreeð-
ingur í æskulýðsmálum ,Jaco-
bus W. Ooms að nafni. Kemur
hann hingað fyrir milligöngu
UNESCO en á kostnað hol-
lenzkra stjómarvalda. Hefur
hann kynní sér æskulýðsmál á
fslandi og verið til ráðuneytis
nefnd þeirri (æskulýðslaga-
nefnd), sem menntamálaráð-
herra dr. Gylfi Þ. Gislason, hef
ur skipað til bess að semja
frumvarp til laga um opinberan
stuðning við æskulýðsmál.
I nefndina voru skipaðir:
Séra Bragi Friðriksson, þáv.,
framkvæmdastjóri Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur, séra Eiríkur
J. Eiríksson, forseti Ungmenna
félags íslands, Gisli Halldórs-
son, forseti ÍSf, Jón Pálsson,
tómstundaráðunautur, Jónas B.
Jónsson, skátahöfðingi, Ólafur
Egilsson, þáv. formaður Æsku-
lýðssambands Islands, Ólafur
Þ. Kristjánsson, stórtemplar,
séra Ólafur Skúlason, þáv. æsku
lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar og
Framh. á bls. 6
Myndin er tekin af Æskulýðslaganefnd á fundinum i Hlégarði. Sitjandi frá vinstri em Ólafur Þ.
Kristjánsson, sr. Eirikur J. Eiríksson, Knútur Hallsson formaður, Jónas B. Jónsson og Gisli Hall-
dórsson. Standandi frá vinstri em Ólafur Egilsson ritari, sr. Ólafur Skúlason og Þorsteinn Einarsson.
Á 6. HUNDRAÐ ÁFENGISFLÖSK-
UR FUNDUST í VA TNAJÚKLI
Smyglmálinu er enn haldið á-
fram. Yfiriieyrslur stóðu í morgun
og munu væntanlega standa í all-
an dag. Rannsókn mun nú aðal-
lega beinast að þvi, hvaðan þessar
miklu áfengisbirgðir vom fengnar
en sá framburður þykir all ótrú-
legur að sumir Langjökulsmenn
halda því fram að þeir hafi keypt
áfengisbirgðimar i smásöluverzlun
í Rotterdam.
Eftir að viðbótarleit hafði farið
fram í Langjökli, fékk skip’ið loks
að láta úr höfn eftir hádegi 1 gær
til þess að koma hinum danska
fiskfarmi áfram til Ameríku. En áð
ur en af því yrði varð útgerð skips
ins að setja 3 millj. kr. víxiltrygg-
ingu fyrir hugsanlegum sektum og
kostnaði í þessu máli.
f gærkvöldi hafði toligæzlan lok
Bifreiðirnar sunnan Andakílsárbrúar, báðar nokkuð skemmdar.
Bílvelta og árekst
ur í Borgarfirði
ið yfirferð1 í leit í skipinu Vatna-
jökli. Leit í skipinu hófst á laug-
ardaginn og fannst þá ekkert í
fyrstu. En þegar leit var haldið á-
fram á mánudaginn, þá fóm á-
fengisbirgðir að finnast bæði inni
í þiljum í vistarverum áhafnar og
í lestum. Áfengið var falið í þilj-
unum með líkum hætti og í Lang-
jökl’i. í gærkvöldi þegar leit var
hætt i bili höfðu fundizt þar 283
flöskur af genever í vistarverum á-
hafnar, um 18 þúsund sígarettur
og 450 vindlar.
I lestum var smyglvarningurinn
falinn í farangursgeymslum bif-
reiða, en þeim síðan læst. í bifreið-
unum fann tollgæzlan 248 flöskur
af genever og 9 flöskur af Viskí og
40 þúsund vindlinga. Þar með er
tala áfengisflaskna í Vatnajökli
komin á 6. hundraðið.
Tollgæzlan hefur hætt leit í
Vatnajökli í b’ili og stafar það mest
af því hvilík vöntun er á starfsliði.
Drukkinn mað>
ur ufvopnuður
Nokkru eftir miðnætti i nótt var
það kært til lögreglunnar í
Reykjavík að vopnaður maður
væri á ferli niðri við AusturvöIL
Fyrir framan Hótel Borg hitti
Iögreglan dauðadrukkinn mann á
ferli með byssu að vopni. Og enda
þótt maðurinn þætti ekki líklegur
til stórræða í því ásigkomulagi
sem hann var þótti heldur ekki
ástæða til að láta hann vera með
vopn á almannafæri. Enginn veit
hvenær slíkir menn munu geta
farið sjálfum sér eða öðrum að
voða, þótt óviljandi sé. Byssuna
tók Iögreglan í vörzlu sina og mað
urinn var einnig tekinn úr umferð.
f morgun kom skipið Langá til
Reykjavíkur, en eins og kunnugt
er af fyrri fréttum fundu danskir
toliverð'ir talsvert áfengismagn í
skipinu á plastbrúsum. Langá var
tollafgreidd í Vestmannaeyjum um
helgina og þá gáfu skipverjar upp
þær áfeng’isbirgðir sem danska toll
gæzlan hafði fundið. Verða þær
birgðir væntanlega teknar frá borði
í dag.
Um miðjan síðasta laugardag
varð allharður árekstur við hlið
skammt sunnan við brúna á Anda
kflsá. Rákust þar saman Volks-
wagen-bifreið frá Akureyri og
Citroen-bifreið úr Reykjavik.
Virtist helzt sem báðar bifreið-
imar hafi ætlað samstundis um
mjótt hlið en af skiljanlegum á-
tæðum reynzt ókle'ift. Skemmd-
t bifreiðimar nokkuð að fram-
in, en þó reyndist Volkswagen-bif
reiðin í ökufæru ástandi á eftir.
Slys urðu ekki á mönnum, utan
hvað farþegar VW-bifreiðarinnar
köstuðust fram og hlaut bílstjórinn
smáskurð á enni.
Sama dag varð í Bifröst í Borg
arfirði bílvelta. Fólksbifreið með
háan og mikinn hlaða af tjöldum,
svefnpokum og fleiru ferðalegu á
þaki tók mjög krappa beygju og
lagðist á hliðina. Engan mun þó
hafa sakað nema bílinn, sem
skemmdist nokkuð, einkum á þeirri
hlið er lagðist á götuna.
Þrátt fyrir þessi óhöpp hefur
sumarið verið eltthvert það róleg-
asta hjá Borgar lesslögreglunni
í nokkum tíma.
Slys og óhöpp um helgino
Nokkur óhöpp og slys urðu
um síðustu helgi í Reykjavík.
Þeirra mest má telja um-
ferðarslys, sem varð um fjög-
urleytið e. h. á laugardaginn, er
5 eða 6 ára gömul telpa varð
fyrir bíl á Laugarnesveginum,
móts við hús nr. 42. Telpan
hafði verið að elta hund út á
götuna, en gætti sín ekki fyrir
umferðinni og hljóp fyrir bíl,
sem kom aðvífandi. Kvaðst öku
maður ekki hafa séð til telp-
unnar fyrr en slysið varð. Hún
var flutt til frekari rannsóknar
og meðferðar.
Annað umferðaróhapp varð
fyrir ofan Ártúnsbrekkuna á
mótum Vesturlands- og Suður-
landsvegar skömmu eftir mið-
nætti aðfaranótt sunnudagsins.
Ökumanni bifreiðar hafði fip-
azt undir stýrinu, ók út af
veginum, upp á umferðareyju
og lenti þar á umferðarskilti.
Við höggið skall stúlka, sem var
farþegi í framsætinu, með höf-
uðið á framrúðuna og braut
hana, en sjálf taldi hún sig
vera ómeidda og þurfa ekki á
læknisaðstoð að halda. Talið
er, að bíllinn hafi skemmzt mik-
ið.
Annarri bifreið var sömu nótt
ekið út af veginum hjá Eyri í
Kjós, en ekki er blaðinu kunn-
ugt um hvort þar hefur orðið
slys á fólki eða ekki.
Aðfaranótt mánudagsins var
ekið á hest á Mosfellssveitar-
veginum gegnt Blikastöðum. —
ekki er vitað um afdrif hests-
ins að öðru leyti en því, að
hann hvarf út í myrkrið og
fannst ekki aftur, en árekstur-
inn var hins vegar harður, því
bæði framrúða og loftnetsstöng
bifreiðarinnar brotnaði.