Vísir - 19.08.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 19.08.1965, Blaðsíða 7
V í S IR . Fimmtudagur 19. ágúst 1965. ALMANNA VARNIR ? ' . • Nauðsynlegur þáttur í verndun öryggis hins almenna borgara Eflaust hafa ýmsir ekki gert sér fyllilega grein fyrir hvers eðlis „almannavamir“ em og sögum hefur jafnvel ver ið komið á kreik um að það væri einhver dular- full nefnd sem byggi yf- ir leyniskýrslum og kjarnorkuleyndarmál- um. Lögin um almannavarnir eru tæpra þriggja ára gömul hér á landi og samkvæmt þeim er hlutverk almannavama að veita almenningi aðstoð ef tjón vofir yfir, hvort sem það er af völd- um náttúruhamfara ellegar hern aðaraðgerða. Ennfremur að skipuleggjá og framkvæma ráð- stafanir, sem miða að því að koma í veg fyrir að almenning- ur verði fyrir líkamlegu eða eignatjóni af sömu ástæðum. í öllum, eða vel flestum, ná- grannaríkjum okkar eru al- mannavarnir á nokkuð háu stigi og miklum fjármunum ver- ið veitt til þeirra — sem dæmi má nefna að í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð nema framlög til þeirra sem svarar 20 krón- um (þeirra landa mynt) af hverj um einstaklingi árlega, en hér á landi hefur talan ekki verið nema um 20 íslenzkar krónur af einstaklingi. Enda standa Norðurlandaþjóðirnar einna fremst á þessu sviði allra þjóða. Munur er á aðstoð almanna varna og aðstoð hjálparsveita eins og hjálparsveitar skáta, þar sem almannavarnir fást ekki við björgun eða aðstoð einstaklinga eða hópa, né smá tjóna, þótt þær vinni að því að útbreiða þekkingu á hvers kyns hjálparstarfsemi. Skrif- stofa Almannavarna hér á ís- landi, sem stofnuð var sam- kvæmt fyrrgreindum lögum hefur komið upp vísi að birgða stöð og ennfremur stundað rannsóknir ýmis konar, svo sem könnun húsrýmis hér í Reykjavík, sem nota mætti í hugsanlegri kjamorkustyrjöld sem öryggisskýli, eða kjarn- orkubyrgi. Til þessa hafa rann sóknir þessar einkum beinzt að húsnæði skóla og sjúkrahúsa, en þessu starfi verður haldið á- fram svo sem ástæður leyfa. Þar sem mönnum leikur hug ur á að vita hvað gera skuli í neyðartilfellum, og raunar er nauðsynlegt að menn viti, hefur skrifstofa Almannavarna unnið að útgáfu handbókar, þar sem veittir verða allar nauðsynlegar ráðleggingar fólki, jafnt hvort um er að ræða neyðarástand af völdum náttúruhamfara eða styr jaldaraðgerða. Svfar hafa til dæmis komið sér upp öflugum neðanjarðar- byrgjum í miðjum borgum, þar sem dags daglega eru bíla- geymslur, en á skammri stundu má tæma og þar innigeturfjöldi fólks lifað um mánaðartíma. Þar inni verða þá lofthreinsi- tæki, súrefnistæki, matvæli og hjúkrunargögn, og á þessum mánaðartíma má gera ráð fyrir að loftið úti fyrir hafi hreinsazt svo af geislavirku ryl;i, að ó- hætt sé að leita út á ný. Erfitt er að vísu að gera sér grein fyrir hversu alvarleg eða stór- vægileg sú styrjöld yrði, sem kynni að brjótast út, og hvort ísland yrði í skotpunkti hel- vopna stórveldanna, en þar sem möguleikar eru á að styrjöld yrði ekki gereyðingarstyrjöld er talið ,sjálfsagt að hafa uppi allan þann viðbúnað, er gæti leitt til að bjarga mætti manns- lífum, jafnvel þjóðinni allri. En almannavarnir byggjast ekki einungis á starfi þeirra manna, er vinna að skipulagn- ingu og rannsóknum, heldur og engu að síður þeirra er standa í sjálfu björgunarstarfinu, hjálp arsveitunum. Erlendis, þar sem ungir menn þurfa að gegna her skyldu, skapast stundum vanda mál vegna þeirra manna, sem á einhvern hátt, geta ekki gegnt herskyldu, og títt er litið svo á að þeir geri ekki þjóð sinni fullt gagn. Þarna hefur víða verið ráðin góð bót á, og þess ir menn hafa í staðinn gegnt þegnskylduvinnu við almanna- varnir. Þetta starf hefur verið vel metið af almenningi, og þeir ungu menn sem í stað þess að gegna herskyldu starfa að björg unar* og velferðarmálum eru engu minna metnir en hinir sem starfa að hernaði. Þegnskylda hefur verið afar viðkvæmt mál hér á landi, enda þjóðhættir hér nokkuð frá- brugðnir því sem annars staðar tíðkast. Þess vegna er erfitt að ræða um hvort upp skuli tekin þegnskylduvinna í þágu al- mannavarna. Á vegum skrifstofu almanna varna sóttu á síðastliðnu vori fjórir íslenzkir menn námskeið á dönskum almannavamarskólum og fjölluðu þessi námskeið um margvíslega þætti þessarar starfsemi. Þessir menn eru Garð ar Pálsson, skipherra hjá Land- helgisgæzlunni, Sigurður E. Ágústsson, varðstjóri, Sigurður M. Þorsteinsson, yfirvarðstjóri og Bjarni Bjarnason, slökkviliðs maður. Ætla mætti að þeir kæmu með ýmsar hagnýtar tillögur að fenginni reynslu erlendis og í samráði við settan forstöðu- mann Almannavarna á Islandi, Jóhann Jakobsson, verkfræð- ing. Mörg verkefni munu liggja fyrir, þar á meðal útgáfa fyrr greinds bæklings. Sem dæmi um nauðsyn al- rpannavarna má nefna, að f heimsstyrjöldinni, fyrri var pró sentutala þeirra almennu borg- ara er létu lífið innan við 10% Þá fóru orrustur mestmegnis fram á vígvöllum, en náðu ekki svo mjög til hins almenna borg ara. í heimsstyrjöldinni síðari jókst þessi tala mjög og f Kóreu styrjöldinni var hún komin upp í 84%. Þessar tölur sýna að f styr- jöld er hinum almenna borgara mjög hætta búin og engu minni hætta en hermanninum. Má því líta svo á að almannavarnir telj ist á engan hátt síður nauð- synlegar en almannatryggingar, lögregla eða lögreglusveitir. Og varðandi þá spurningu hvort ekki ætti að losna við her vernd Atlanzhafsbandalagsins má svara því til ,að geislavirkt ryk getur borizt hingað til lands frá Evrópu á hálfum til einum sólarhring. Dvöl herliðsins mun því varla breyta neinu um þá hættu sem vofir yfir. Af þessu og öðru er sýnt að það getur verið þjóðinni Iífs- nauðsyn að koma upp sem öflug ustum almannavörnum, þótt bezta vörnin gegn gereyðingu mannkyns sé auðvitað friður. ☆ Styrkveiting Stjórn Minningarsjóðs dr. Rögn- valds Péturssonar til eflingar ís- lenzkum fræðum hefir veitt styrk að fjárhæð þrjátíu og fimm þús- und krónur til Helga Guðmunds- sonar, sem lokið hefir B.A.-prófi í klassískum fræðum og cand. mag. prófi f íslenzku við Háskóla ís- lands. Kandídatinn mun fást við rannsóknir á tvítölu í fslenzku, en um það efní fjallaði ritgerð hans til lokaprófs í íslenzku. í stjórn Minningarsjóðs dr. Rögnvalds Péturssonar eiga sæti prófessorarnir dr. Halldór Hall- dórsson og dr. Steingrímur J. Þor- steinsson og háskólarektor, prófes- sor Ármann Snævarr. Styrknum er úthlutað á 88. afmælisdegi dr. Rögnvalds Péturssonar, og er þetta önnur veiting úr sjóðnum. $ Moise Tsjombe fór í gær frá Bonn með loforð upp á vas- ann frá vestur-þýzku stjórninni um 10 milljóna marka efnahags aðstoð. Hann ræddi þar við ráð- herra og Liibke forseta. • Að minnsta kosti 156 menn hafa beðið bana af völdum nátt- úruhamfaranna í Suður-Amer- íku, beggja vegna Andesfjalla, bæði í Argentínu og Chile. „Greind er það, sem greind- arprófin mæla“, hefur verið sagt f háði um tilraunirnar til að msela greind. Fyrstu not- hæfu greindarprófin eru nú orðin 60 ára gömul og á þess- það margar þykkar bækur en engin niðurstaða fengizt, sem allir geti sætt sig við. Á síðustu árum hafa menn hallazt að því, að greind sé verið notað kerfi bandaríska sálfræðingsins Thurstone, en þar er greint á milli sjö teg- unda af greind: 1) málvísi, 2) orðleikni, 3) reiknigáfu, 4) rúmskyni, 5) skilningshraða, 6) Hvað er greind? um tíma hafa sálfræðingar stundað greindarmælingar af mikilli elju. Fundin hafa verið upp greinarprófakerfi í tugatali og á síðustu árum hefur það færzt f vöxt, að þeim sé beitt í skólum, einkum í Bandaríkj- unum. Sálfræðingunum hefur ekki gengið eins vel að útskýra, hvað greind sé í raun og veru, þótt þeir þykist geta mælt hana. Hafa verið skrifaðar um ekki neinn hlutur heldur blanda af ýmsum hlutum. Ýmsar teg- undir greindar virðast vera til og oft virðist erfiðleikum bund ið að bera þær saman. Hvor er greindari: Leifur Ásgeirsson pró fessor eða Halldór Kiljan Lax- ness rithöfundur? Slíkum spurningum getur verið erfitt að svara. Sálfræðingar hafa . komizt upp f að greina að 30—50 teg- undjr af greind, en mest hefur minni, og 7) rökhugsun. í sam- ræmi við þessa skiptingu tala sálfræðingar nú um, að þessi eða hinn maðurinn hafi hinar og þessar greindarvfsitölur á hinum ýmsu sviðum, en eru hættir að tala um eina heildar- greindarvísitölu hvers manns. Nýjustu greindarprófin byggj- ast á þessari aðgreiningu. Mikið hefur verið kannað, að hve miklu leyti greind sé arfgeng. Menn eru ekki sam- mála á því sviði, en rannsóknir virðast þó benda til þess, að greind sé arfgeng að vissu, en mjög takmörkuðu marki, og að umhverfið hafi muni meiri á- hrif á greindina heldur en arf- gengi hefur. Það hefur ergt marga menn á miðjum aldri, að komið hefur í ljós, að greind nær hámarki, þegar menn eru tvítugir, en fer dalandi upp frá því. Þvf fer fjarri, að greind og líkamsburðir séu neinar and- stæður. Þvert á móti virðist greind og heilbrigði oftar fara saman heldur en hitt. Þá fer greind Iíka gjarnan saman við sálarró. Greindarskortur virðist gjaman fylgjast að framtaks- leysi, atvinnuleysi, áhugaleysi og taugaveiklun. ☆ • JÓNAS KRISTJÁNSSON: MAÐURINN, MANNFÉLAGIÐ OG MENNINGIN ma

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.