Vísir - 19.08.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 19.08.1965, Blaðsíða 15
VI S IR . Fimmtudagur 19. ágúst 1965. 15 EDWARD S. ARONS: =— —- Spæjarar —... Saga um njósnir og ástir á Ítalíu Upphafið var ekk'i að óskum... Flugvélinni, sem var á vestur- leið, hafði seinkað um fjórar klukkustundir og það var tuttugu mínútna viðdvöl í Istanbul, þegar Pan American-flugvél á „rútu nr. 204“ kom frá Bangkok. Þegar Dur- ell kom til Genfar var klukkan átta um kvöldið. Þegar búið var að stimpla vega- bréfið hans — það hafði ekki verið tími til að fá annað, svo að það var send'iráðsvegabréf. sem stimplað var — rakst hann blátt áfram á Anton Pacek. Það var ekki hjá því komizt. Þetta virtist hafa verið eitt af þvl, sem átti að koma fyrir hér I heimi hvort sem mönnum líkaði bet ur eða verr, og nákvæm fyrirfram skipulagning hefði ekk'i getað kom ið í veg fyrir það. Svo virtist sem Pacek væri e'ins undrandi og Dur- ell, þótt hann væri slyngari starfs maður en svo og reyndari, að hafa nokkur orð um. Þröng manna var I salnum, þar sem farþegar fóru inn I úr flugvélunum og þótt Durell hefði tafizt og hann hefði r'yr'irmæli um að hraða sér, gaf hann sér tíma til að fá sér kaffi- sopa og kaupa blað í blaðasölunni og einn pakka af bandarískum vindlingum. Og hann þurfti ekki að líta um öxl t'il þess að sjá, að Pacek veitti honum eftirför. Tékk inn hafði tekið ákvörðun um það, þegar er hann kom auga á hann. Hann hugleiddi hvort þess'i KGU leynisnápur hefði beðið hans í flug höfninni. Durell komst að þeirri niðurstöðu, að svo hefði ekki ver- 'ið, því þá hefði hann vafalaust forðast að hlaupa svo tii beint í flasið á honum og þar af leið- andi ekki getað leynt algerlega undrun sinni, þess'i endurfundur gat verið óvæntur. En greinilegt var, að Pacek hafði þekkt hann. Báðir höfðu verið lengi I starfi. Og Pacek var sérfræðingur í sinni grein, njósnastarfinu, og gat kom- ið fram af lipurð, ef honum þótt'i það betur henta. Greinilegt var að koma Durells til Genfar hafði haft þau áhrif að innan vébanda KGU var talið nauðsynlegt að breyta áður gerðr’i áætlun. Durell fór í þann símann sem næstur var og hringdi í síma 61-51- 61. Það var búið að kveikja í saln- um og það var heitt þar og 1 síma- Klefanum. Þetta var í september- byrjun og það var svalur gustur sem blés inn yfir bæinn frá Genf- arvatni. —. Galerie Chez Ellen, var sagt ívenlegri röddu. — Böggullinn frá Bangkok er hér. Augnabliksþögn — og svo var eins og einhver hefði andvarpað af hugarlétti. — Sam? — Já. — Flugvélinni þ'inni seinkaði. — Já. — Ég er glöð yfir, að þú ert kominn, máttu trúa. Hvernig líð- ur þér, Sam? — Ágætlega, Ellen, en þér? — Ég hef verið eins og á nálum meðan ég beið. Ég hef ekki mik- inn tfma aflögu. Ekkert okkar hef- ur það. Annars er mér það gleði- efni, að þeir sendu þig. — Maður skyldi halda eftir hljóð’inu í þér að dæma að þetta væri stórhættulegt hlutverk. — Það er alltaf svo, Sam. Hann svaraði ekki þegar í stað. Hann leit gegnum glerrúðuna og sá Pacek gánga framhjá. Pacek var maður feitlaginn með svart- an floshatt á höfði. Durell hugs- aði eitthvað á þá léið, að hann hefði elzt, en hann var jafn ein- beittur og þráalegur á svip og áð- ur, um það bar einkum kjálka- svipurinn vitni. Nú reyndi meira á en nokkurn tíma fyrr, — starfið sjálft tærði menn fyrr en allt sem í kringum þá var. Hugúí !háns béindlst aftur að konunni, sem var 1 símanum — — Ellen, það eru næstum 3 ár síðan ég var I Genf seinast. Það var ekki búizt við mér — eða hvað? — Ég hef saknað þín, Sam. Eng inn hefur beðið eftir þér. — Hvers vegna beið þá Pacek eftir mér? — Hver? — Anton Pacek ofursti I öryggis þjónustu tékkneska ríkisins, mað- ur sem starfar vanalega utan Prag, þykist hafa einskonar yfirráð yfir ákveðnu svæði sem tæknifræðing- ur, sérgrein námurannsóknir og rannsóknir á ryki. Snillingur I að búa sér gervi. Slyngur verkfræð ingur. Var um tíma yfirmaður STAS, deildar þeirrar, sem fær öll morðmál til rannsóknar. Það var hann, sem drap Bobby Langström I Amsterdam, mannstu ekki eftir þessu? ___ Kom hann auga á þig?, spurði Ellen hvasslega. — Það lá við að við hlypum I fiasið hvor á öðrum. Hann tautaði eitthvað I afsökunarskyni og fór sína leið — en fór ekki langt. Hann hefir verið á vakki hérna seinustu tlu mínúturnar og gefið mér gætur svo lítið ber á. Hvers vegna? — Ég veit það ekki, Sam. — Ertu viss um, að ekki hafi verið komið fyrir hlustunartækjum I húsi þínu? — Hárviss. Art Greenwald kom hér síðastliðinn þriðjudag og at- hugaði allt vandlega og fann ekk- ert. — Mér finnst allt viðhorf hafa breytzt vegna þess að ég rakst á Pacek. — Getur verið tilviljunarkennd óheppni, Sam. Heyrðu, við höf- um ekki mikinn tíma. Þú verður að reyna að komast hingað án þess hann verði þess vísari hvert þú ferð. — Gott og vel Ellen. Hann lagði heyrnartólið á. Anton Pacek var að kaupa nokkra hol- lenzka vindla rétt hjá símaklefan- um, þegar Durell kom út. Durell gekk I þveröfuga átt, og Pacek fór ekki I humátt á eftir honum, en Durell fór varlega, grunaði að Pacek hefði fengið sér aðstoðar- ! mann til þess að gefa sér gætur. j Durell iét því sem hann væri ekk- ert að flýta sér, fór inn I kaffi- stofuna, settist þar, bað um kaffi og smurt brauð. og reyndi að vera á svipinn og haga sér öll eins og maður, sem þarf ekkert að flýta j sér. Durell var hár maður vexti og kraftalegur, dökkhærður, en vottaði fyrir gráu yfir gagnaugunum. Skarpir drættir voru I andliti hans og stundum var sem dimm blá augun hans yrðu tinnudökk, einkum ef hann reiddist, en hann j var undir niðri heitur I lund eins og franskir forfeður hans, þótt hann að jafnaði væri stilltur vel. Hann var mjúkur í hreyfihgum sem vel j þjálfaður, fjölhæfur iþróttamaður, j hendurnar sterklegar, en þó mjúk- legar, sem þeirra er af mestri lip- urð handleika spil, en þá lipurð hafði hann tekið í arf frá afa sin- j um Jónatan, sem átt hafði heima 1 óskalandinu I grennd við New Orleans. Hann hafði starfað I K- deild CIA og áður ^tarfað með G2 í Pentagon, aðalherstjórnarstöð Bandaríkjanna í Washington. En fyrst, þegar allt byrjaði, fyrir langa löngu, starfaði hann I OSS, leyniþjónustudeildinni i Evrópu. Hann lifði lífi manns, sem þurfti margt að gera á eigin spýtur og var oft einn, og starf hans var hættulegt. en hann hafði vanizt því, og gat ekki kdsið sér annað betur við sitt hæfi. Þegar tíu mínútur voru liðnar réis hann á fætur, kvaddi þernuna, og fór án þess að hafa snert við matnum, sem hann hafði pantað. Hann lagði leið sína á næstu leigu bílastæði og settist I fyrsta bílinn, sem hann kom að, án þess að líta um öxl. Hann bað þjóninn að aka tii Hotel de la Paix, á vinstri bakk anum á "'uai de Mont-Blanc. Durrell var ekki lengur smeykur um, að sér væri veitt eftirför, og reyndi að „slappa af“ og njóta lofts lagsbreytingarinnar, hins þurra septemberloftsins I Sviss, eftir að hafa dvalið I hinu rakasama lofti á monsún-tímanum I Thailandi. Göt- urnar inni I borginni voru allar vel lýstar og mannmergð á þeim, og frá bökkum Rónar við höfnina gat að líta hið skínandi fagra Jet d’Eau, gosbrunninn fræga ,sem skaut vatnssúlu 30 metra I loft upp yfir vatnsflötinn, en súlan var margbreytilegum litum Iýst. Ferða mannahóparnir sem komið höfðu frá Bandaríkjunum, voru nú sem óðast að fara — eða farnir. Durell veitti því athygli, að mikið var um byggingaframkvæmdir. Banda- ríkjamenn festu fé þarna I ýmsu og mörg lönd höfðu reist ný og glæsileg sendiráð og allt setti þetta sinn svip á þennan gamla miðalda- bæ. Þegar hann steig út úr bílnum fór hann inn I Hotel de la Paix og var þar margt um manninn, beið þar stundarkorn, fór svo út aftur og tók annan leigubíl, fór fljótlega úr honum og svo fót- gangandi meðfram Quai des Berg- ues, yfir fljótið á Pont de l’Isle og eftir Rue de la Corraterie til Grand leikhússins. Og nú var hann loks alveg viss um, að honum var ekki veitt eftirför. Gaierie Chez Ellen var listvöru- verzlun en raunverulega deild úr bandarísku upplýsingastofnun- inni, aðaltilkynningastöðin, og veitti Ellen Armbridge henni for- stöðu. Ur garðinum, sem Genfar- háskóli er I, lagði Durell leið sina um snæviþaktar, hellulagðar göt- ur I gamla bænum og upp stein- tröppur á Grand-Rue. Enginn veitti honum eftirför. Kvöldloftið var kyrrt og fremur hiýtt. Frá Borg de Four, gamla torginu með sínar alda gömlu minningar, beygði hann til vinstri, svo aftur til vinstri, og kom loks á Rue Saint- Pierre. Listverzlunin var I lítilli hliðargötu, nr. 8 I húsaröðinni. Húsið var hátt og mjótt, inni- klemmt á milli gamalla húsa, sem byggð höfðu verið á miðöldum Stofuhæðin hafði verið gerð að verzlun, en þrjár aðrar hæðir húss. ins voru notaðar til þess að búa f. Á kvisthæðinni var sendistöð með senditækium af lítilli stærð. Einka íbúð Ellen var yfir búðinni, en annars var einn fundarsalur I hús- inu, og svefnherbergi fyrir sendi- menn. Dickinson McFee yfirmaður starfseminnar hafði ráðið hana til starfsins fyrir 6 árum. Durell minntist þessa, mundi þetta allt vel, enda hafði hann sjálfur mæit með henni. Hún var aðlaðandi, einarðleg gáfuð stúlka, sem þá var við nám I Genfar-háskóla. Hún var efnalega sjálfstæð, róleg, athugul og fljót að komast að réttum nið- urstöðum, og hafði ákaflega næm- an fegurðarsmekk. Vegna áhuga hennar á iistum þótti það þjóð- ráð að stofna listverzlunina. Starf hennar fyrir K-deild hafði oft revnzt hið mikilvægasta. Búðin var lokuð, er Durell kom. Hann gekk fram hjá henni undir krónum kastaníutrjánna, en lauf trjánna voru að byrja að fá á sig hinn brúna lit haustsins Kaffi- stofa var á horninu. Þaðan barst að eyrum hans söngur nokkurra glaðværra stúdenta, en á götunni var allt kyrrt og enginn sást á ferli. £- t'i’s xætms&mvf Vm mammx vrn x&sz tm&s '«5 LE55 &£ I&T CCf-XJ? ' 'l 'iC'XPEAP! J RE''?ómU ....A*.V. i.-S mcmmmcú THg yumí • MSSi.TÆ gV£s m kot tc mvjy-rw *0 * wvrrry. wmmm mn us.. Það er heppilegt, að hann kom til okkar svo fljótt. Fætur hans eru ekki ennþá dauðir. Já Momba en það sem ég sé veldur þvl að eg óska að Tarzan hefði getað komið fyrir daginn I dag. Og þegar Tarzan er borinn inn I þorp töfraiæknanna þá virðast augun, sem heilsa honum ekki taka eftir því, að Tarzan hefur ekki lengur stælta og sterka fæt- ur. Við heilsum þér Tar?an vin ur, við erum hamingjusöm yfir því að þú heimsækir okkur aftur SNYRTISTOFA STELLA ÞORKELSSON SnyrtisérfræcHngur Hlégerði 14. Kópavogi AUGLÝSING í VðSI | eykur viðskipfin í wfs:ss KOPAVOGUR Afgreiðslu VÍSIS i Kópa vogi annast frú Bima Karlsdóttir, simi 41168- Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir | er að ræða í HAFN ARFJÖRÐUR j Afgreiðslu VISIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Asgeirsdóttir, •jími 50641 Afgreiðslan skráii nýja kaupendur og þangað ber að snua sér, ef um kvartanii er að ræða KEFLAVÍK Afgreiðslu VÍSIS í Kefla j vík annast Georg OrmS' áon, sími 1349. AfgreiðsJan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanu er að ræða. VISIR ASKRIFEND AJ> J ONIJST A Askriftar- Kvartana- síminn er «1661 vtrka daga tu. 9 - 20. aema taugardaga tu. 9— 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.