Vísir - 19.08.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 19.08.1965, Blaðsíða 8
8 V 1 S I R . Fimmtudagur 19. ágúst 1965. mmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmam^mma VISIR Otgefandi: BlaQaútgáfan VISIR Ritstjórl: Gurtnar G. Schrám ABstoCarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœtl 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 7 kr. eint. — Slmi 11660 (5 llnur) Prentsmiðja Vlsis Edda h.f. Gott árferði og farsæl stetna glöð stjómarandstöðunnar hafa þrásinnist staglazt á því, að ríkisstjómin þakki sér að öllu leyti þá miklu framþróun og velmegun, sem þjóðin hefur búið við síðustu árin. Þetta sé þó öðm nær; þrátt fyrir ranga stefnu hafi stjóminni ekki reynzt unnt að hindra þessa þróun, vegna þess, hve aflabrögð hafi verið mikil, verðlag hagstætt og að kalla samfellt góðæri til lands og sjávar. Það er alrangt, að ríkisstjómin þakki sér þetta að öllu leytL Þvert á móti hefur það margsmnis ver- ið sagt í málgögnum hennar, að hið góða árferði eigi hér ríkan þátt í, enda hljóta allir að sjá og skilja, að þau undur sem hér hafa gerzt, væru óhugsanleg, ef aflabrögð hefðu verið léleg og aðrar ytri aðstæður að sama skapi. Hitt er svo annað mál að það er ekki sama hver stjómarstefnan er. röng stefna getur dreg- ið mjög úr þeim möguleikum, sem gott árferði skap- ar þjóðinni til aukinna framfara og bættra lífskjara. Þær miklu lífskjarabætur og framfarir, sem hér hafa orðið þessi árin, hefðu td. ekki getað gerzt á tímum vinstri stjómarinnar, við sambærilegar ytri aðstæður, vegna þess að stefna hennar var röng. Sú stjóm hefði vitaskuld komið einhverju góðu til leiðar við þessi skilyrði, en einmitt hún sannaði það .á sinni tíð, að illa getur farið, þrátt fyrir gott árferði, ef stjómar- farið er í molum. Með viðreisnarstefnunni hefur tek- izt að nýta þau tækifæri, sem gott árferði veitir þjóð- inni til framfara og aukinnar velmegunar, að svo miklu leyti sem það er unnt, í höggi við harðvítug niðurrifsöfl óábyrgrar stjómarandstöðu. Hefðu lýðræðisflokkamir allir borið gæfu til að standa saman um velferð þjóðarinnar á þessum uppgangstímum, væri árangurinn vitaskuld ennþá meiri en raun ber vitni, þótt mikill og góður sé. En Framsóknarflokkurinn valdi þann kostinn, að ganga í lið með kommúnistum til þess að reyna að rífa nið- ur það sem stjórnin byggir upp. Það hefur sem bet- ur fer ekki tekist eins og til var stofnað, en þó hafa þær aðgerðir m. a. vajídið því, að enn hefur ekki auðn- azt að stöðva verðbólguna, sem hefur verið aðalmein semdin í íslenzku efnahagslífi síðustu 20 árin. Hér er vitaskuld ekki verið að halda því fram, að Framsóknarflokkurinn hefði átt að sam- þykkja allar gerðir ríkisstjórnar eins og hann væri stjómarflokkur. Slíkt væri fjarstæða. En hann gat haldið uppi heilbrigðri gagnrýni á verkum stjómar- innar og stefnu, án þess að ganga í lið með kommún istuxn til þess að reyna að skapa upplausn og ringul- reið og vinna gegn ýmsum ráðstöfunum, sem Fram- sóknarmenn hefðu talið jafn nauðsynlegar og sjálf- sagðar og ríkisstjórninni, hefðu þeir sjálfir verið í stjóm. 2. fræðsluþóttur Gurðyrkjufélugs íslunds Grasagarðurinn í Laugardal egar grasagarður er nefndur, dettur mörgum eflaust í hug að þar séu einungis rækt aðar grastegundir. Þær eru þar að vísu, en áherzla er lögð á ,að hafa sem mest af villtum plönt um og einnig erlendum blóma- runna- og trjátegundum, er þýð ingu hafa fyrir skrúðgárða hér- lendis. 1 beðum þeim, sem fyrst ber fyrir augu, þegar komið er inn í grasgarðinn, er safn íslenzkra plantna. í þeim eru allar al- gengustu plöntumar sem ber fyrir augu úti í náttúrunni, að undanteknum, raklendis og vatnaplöntum. Hver planta í garðinum hefur sérstakt núm- er og eru íslenzku plönturnar númeraðar eftir bókinni „Flóra íslands". Bókstafurinn F er fyrir framan númer þeirra, svo auð velt er fyrir þá er áhuga hafa á að fræðast meira um þær, að fletta upp í þeirri bók. Flestar blómategundimar skarta nú sínu fegursta og ætti áhugafólk að leggja leið sína í grasagarðinn sem fyrst þar sem garðurinn er á stað sem nætur frost gera fyrst vart við sig og valda þá miklum spjöllum. Nú er því rétti tíminn til að skipuleggja blómabeðin í heima görðum fyrir næsta ár. Auðvelt er að gera þannig: Beðið er teiknað upp á blað og síðan rað að í það eftir eigin vali t. d. með því að draga hringi á teikninguna er gætu táknað plöntuhvirfingar og skrifa i þá nafn plöntunnar og afbrigða nafn. Það segir oft til um litinn. Þetta getur sparað bæði vanga- veltur og fyrirhöfn á vorin og þá hægt að fara á garðyrkju- stöðvamar og kaupa það sem búið var að ákveða í beðið. Þetta er sérstaklega auðvelt hvað snertir sumarblómin, því garðyrkjustöðvamar eru með flestar sumarblómategundirnar sem í grasgarðinum eru. Sumar blómin er að finna í beðinu, sem er upp við gróðurhúsið og einn ig í þeim hluta garðsips sem opnaður var síðastliðið vor (Norður beð sem snýr milli aust urs og vesturs). Margar fjölæm blómategund- irnar í grasagarðinum em ekki fáanlegar 1 garðyrkjustöðvum. Auðvelt er að fjölga þeim flest um með skiptingu. Óhætt er að planta og umplanta fjölær- um blómum hvenær sumars ins sem er. Þá varf að skera ofan af plöntunum og fóma þannig þeim blómaknúppum sem fyrir em á plöntunni. Gott er að vökva með áburðarvatni, einu sinni í mánuði. Leysa má upp 15 gr. af blönduðum garð- áburði í 10 lítr. af vatni og vökva með því hvem fermeter beðsins. Sama gildir um sumar blómin. Plönturnar í grasagarðinum eru ættaðar frá ýmsum stöðum sem bjóða upp á ólfk vaxtarskil yrði. Allt frá háfjöllum til sjáv arstranda. Það er í raun og vem einkennilegt, að plöntur sem ættaðar em úr svo ólíku um- hverfi, skuli geta lifað og dafn- að hlið við hlið við sömu að- stæður. Margar af þessum teg- undum verða hávaxnar og er æskilegt að binda þær upp áður en þær hafa lagzt á hliðina af völdum veðra, en þá er jafnan illmögulegt að binda þær upp svo vel fari. Trjá og runna beðin mynda Hafin er á Akureyri bygging fyrsta áfanga Iðnskóla, sem verður á mótum Þómnnarstræt is og Þingvallastrætis og er nú unnið við að grafa grunninn. Iðnskólabygging á Akureyri hefur í mörg ár verið mjög að- kallandi, því Akureyri er mikill einskonar umgjörð um garðinn. Vil ég benda húseigendum sem hafa látið gera teikningar af lóðum sínum á, að taka þær með sér £ grasgarðinn. Þar er auðvelt að glöggva sig á útliti garðsins með því að leita uppi plöntumar, sem merktar era inn á teikninguna og skoða þær með eigin augum. Eitt af verkefnum grasagarðs ins, er að flytja inn og reyna nýjar tegundir. Hefur hann nú þegar fræskifti við 35 grasa- garða í ýmsum löndum. Síðast- liðið vor, vom einnig fluttar inn 150 tegundir af afbrigði mnna og trjáplantna frá Þýzka- landi og emm við fullir eftir- væntingar að sjá hvernig þeim reiðir af næsta vetur. Þetta er talsvert kosnaðarsamt, því þótt undarlegt megi virðast, verður grasagarðurinn að borga 40% toll af plöntum sem hann kaup- ir inn til þessara tilrauna. Þessi innflutningur er þó mjög æski- legur. Mörg ár tekur að ala tré og runna upp frá fræi, þar, til hægt er að planta þeim út á beð, t.d. liggur fræið oft yfir heilt ár í moldinnj áður en það spírar. Ég vil eindregið hvetja fólk til að hagnýta þennan garð sér til fróðleiks og ánægju. Slgurður Albert Jónsson. iðnaðarbær, en skólinn alltaf á hrakhólum með húsnæði. í sjóði eru 5 milljónir króna til framkvæmdanna frá bæ og ríki, en aðalálma skólans verður byggð fyrst og yerður hann mikið mannvirki, þegar smíð- inni er lokið. Iðnskólabygging hefst á Akureyri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.