Vísir - 24.08.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 24.08.1965, Blaðsíða 7
7 V I S í R . ÞriSjndngur 24. ágúst 1965. P, f (?• Fjallakeðja, Sellaic eh að nafni, svævi þakin í maíbyrjun. Þess má geta að í vor sem leið lá snjór Á þjóðvegi í Dólómítafjöllunum. Til hægri sér á kross með óvenjulega lengi í fjalilendi Mið-Evrópu. (Myndimar tók Þorsteinn Jósepsson). Krists Iíkneski. Vegfarendur nema staðar fyrir framan það, krjúpa á kné og gera bæn sína áður en lengra er haldið. Ævintýri frá Dólomítafjöllum Óðskáld Dólómitaf jalla i þessum heim’i djöfla og manna guða og vætta, fæddist og lifði mikill skáldsnillingur á miðöld- unum. Það var óðskáldið Ós- valdur riddari frá Wolkenstein fæddur 1375. Ljóð hans lifa enn i dagw',. Ósvalður frá Wolkenstein lifði á mótum riddaraveldisins og endurvakningartímabilsins á þeim tíma sem menn tæmdu bikar lífsins til botns, teyguðu í sig dásemdir þess á meðan hægt var, hver eftir stöðu sinni og ríkidæmi. Það var líf fjöl- breytilegra mynda .mikilla at- burða og hinna stórfelldustu andstæðna milli djúprar sorgar, líkamlegra og andlegra þjáninga og guðlegrar lífshamingju. Þetta er e.f.v. ævintýraríkasta tímab'il sem gengið hefur fyrr eða síð- ar yfir mannheim. í þessu ljósi ber að skoða líf og athafnir Ósvalds frá Wolken stein, riddarans og eins síðasta óðskálds miðaldanna. Samt skar hann sig 1 mörgu úr frá samtíð sinni. Hann hlýddi hvorki guði né mönnum, uppreisnargjam í eðli sínu, taumlaus í lífi sínu og hlýddi aðeins eigin hugboð- um og innri raust. I skáldskap sínum dásamaði hann fegurð hverfileikans. Lífið og fegurðin var í augum hans forgengileg — lífið var ekkert annað en endalaus söknuður eftir horf- inni fegurð — fegurð, sem al- drei birtist manni framar. í aðra röndina var Ósvaldur nútíma- maður í hugsun og tjáningu í eirðarleysi, þunglyndi og hrifni sinni yfir fegurð lífsins. Doló- mítafjöliin höfðu mikil áhrif á líf hans og skáldskap. Þau mót- uðu tilfinningar hans og anda- gift. í ljóðum hans heyrist þyt- ur I skógum rokhrinur um gneypa tinda, lækjarniður og fuglakliður. Seiður álfamærinnar Það er í rauninni ekki neitt undarlegt þótt hvers konar sagnir og þjóðsögur hafi spunn izt um jafn sérstætt skáld og jafn undarlegan persónuleika og Ósvaldur riddari var, þjóðsagan hermir að þegar Ósvaldur fædd- ist hafi móður hans verið spáð ógæfu syninum til handa ef hann gæfi sig að söng eða hljóð færaslætti. Móðirin óttaðist þessa hrakspá og kom honum fyrir hátt uppi í fjöllum, þar sem sízt var að vænta hljóðfæra sláttar eða sönglistar. Hún lét nornir töfra hendur hans, þann- ig að hann yrði manna hæfastur til að bera' vopn Ög aðra; þunga og grófa . hluti.^/Vllir fíngerðir hlutir skyldu hins vegar brotna í höndunum á honum og hörpu strengir slitna. Af þessu hlaut hann viðurnefnið „járnhönd." Svo var það dag nokkurn um vor, að Ósvaldur var á gangi hátt uppi í fjöllum. Sá hann þá hvar álfamær sat á blómagrund lék á hörpu og söng. Ósvaldur varð frá sér numinn og gat ekki slitið sig frá þessari óumræði- legu fegurð. Hann sat allan lið- langan daginn og hlustaði og fór ekki heim til sín fyrr en álfamærin hvarf með hörpu sína. Þessi sýn, söngur og hörpu sláttur endurtók sig daginn eft ir og síðan alla næstu daga. Loks gaf Ósvaldur sig á tal við álfamærina, sagði henni að sig langaði sjálfan til að læra á hörpu og syngja, en gæti það ekki vegna þess að hann bryti öll hljóðfæri og sliti alla hörpu- strengi, sem hann snerti. Mærin sagði að það lægju á honum ör- lög og þau yrðu ekki brotin nema með ógæfu og djúpum sársauka. Heitar ástir tókust með álfa- mærinni og Ósvaldi. Hún sagði samt, að þau gætu því aðeins notizt að hann forv'itnaðist al- drei um nafn sitt og nefndi sig aldrei réttu nafni. Ef hann gerði það hyrfi hún honum að eilífu. Nokkru seinna bar svo við að hann var á leið frá henni og heim til sín. Þá heyrði hann á tal álfa og heyrði þá segja: „Antomórya". Daginn eftir þeg ar Ósvaldur hitti ástvinu sína sagði hann í hugsunarleysi Anto mórya. „Það er nafnið mitt,“ hrópaði hún skelfingu lostin og Onnur grein brast I grát. Hún greip til hörp- unnar og lék í hinzta skipti lag ið, sem heillaði Ósvald fyrsta kvöldið. Hún sagði það vera h’inztu kveðju sína til hans því þau sæjust ekki framar. Að því búnu rétti hún honum hörpuna og hvarf. Ósvaldur tregaði ástmey sína alla ævi og fann aldrei frið, aldrei eirð í beinum sínum eft- ir það. En þegar hann greip til hörpunnar, sem álfamærin hafði skilið eftir, brá svo við að hann lék á hana betur en nokkur ann- ar hafði leikið á hörpu til þess tíma og sá hæfileiki hvarf hon- um aldrei. Þannig hljóðar þjóðsagan um Ósvald riddara í meginatriðum, en raunverulegt líf hans varð allt annað. Nlu ára gamall varð hann fyrir þvi óhappi að annað augað var skotið úr honum, en ári síðar flýði hann úr foreldra- húsum og fór á flakk. Það var eirðarleysið og útþráin sem greip hann þvílíkum tökum að hann fékk ekki rönd við reist. í fjórtán löng ár ferðaðist hann víðsvegar um heiminn, inn an álfunnar og utan henar. 1 einu ljóða sinna lýsir Ós- valdur frá Wolkenstein þessum árum, ferðum sínum og erfið- leikunum, sem hann átti við að stríða. Hann var með öllu fé- vana, fór án skotsilfurs að heim an. Stundum vann hann fyrir sér með mismunandi stritvinnu eða hann betlaði til að eignast skó eða flík til að fara í, þak yfir höfuðið eða brauðbita til að borða. Þegar allt annað þraut stal hann. Oft svaf hann undir beru lofti eða þá í aumustu fletum, hann umgekkst hvers konar óaldarlýð, ribbalda, ræn- ingja og heiðingja. Iðulega átti hann í útistöðum við þennan lýð og varð að verja líf sitt með vopnum. Stundum lá hann hel- særður í valnum og bjóst við dauða sínum á hverri stundu. en skreið ævinlega saman aftur og hélt þá fótgangandi áfram út í óvissuna — í leit að æ meiri fegurð. Oft lá honum við ör- vinglan og var að því kominn að gefast upp ,en eirðarleysið keyrði hann nauðugan áfram. Beið alla ævi sína ósigra — fyrir konu. Þegar Ósvaldur kom heim til sfn úr þessari ævintýraríku ferð var hann orðinn voldugur og rík ur. Faðir hans var látinn og sonurinn erfði eigur hans og ríki. Nokkru seinna festi hann hug til ungrar stúlku, fagurrar og ríkrar aðalsmeyjar — jafn- oka hans f hvívetna. En stúlkan lék hann grátt. Hún kvaðst að vísu skyldi giftast honum, ef hann tækist á hendur krossferð til landsins helga. Ósvaldur vildi allt til vinna, en þegar hann kom aftur að þrem árum liðnum var unnustau gefin öðr- um. Seinna þegar hún var orðin ekkja fór hann enn á ný á stúf- ana. Hún gaf honum undir fót- inn og þegar Ósvaldur hélt að hann hefði loksins öðlazt ham ingjuna giftist konan svarnasta fjandmanni hans. En hún lét ekki þar við sitja. Það var eins og hún hefði einstaka nautn af bví að hæða hann, særa og kvelja. Hún lokkaði hann í hverja gildruna á fætur annarri Iét taka hann fastan og varpa honum f fangelsi, þar sem hún gat smánað hann og hætt að vild. Út af þessu spannst óend- anlegt hatur, en það var sama hversu sigursæll Ósvaldur var venjulega í orusfum og sigur- sæll í viðureign við konur — fyrir þessari einu konu beið hann allt sitt líf ósigur. Það voru örlög hans. Lífið var brotasilfur Ósvaldur frá Wolkenstein ferð aðist oft til annarra landa, hann sótti heim keisara og konunga og flutti þeim drápur. Honum var hvarvetna fagnað, ekki sízt hjá kvenþjóðinni og jafnvel drottningar féllu til fóta honum af einlægri hrifningu þegar hann hafði Iesið þeim kvæði sín og leikið undir á hörpuna. Hann var auðugur af veraldlegum auði, gjöfum, metorðum, aðdá un og hylli. Hann var öðrum fremri hvað líkamlega hreysti snerti og manna vopnfimastur í bardögum. Samt var hann ham ingjusnauður allt sitt líf, því hann naut aldrei þeirrar fegurð ar, sem hann leitaði að. Lff hans var eins og brotasilfur, sem glitr aði þá sjaldan að hamingjusólin skein, en var venjulega for- myrkvað í djúpri sorg og bitur leika. Þannig voru örlög skálds ins frá Wolkenstein. Eldglóð í bergi. Önnur saga og miklu eldri heldur en þjóðsagan um riddar ann frá Wolkenstein, er sagan um Lárin og Rósagarðinn. Rósa- garðurinn er ekki neinn skrúð garður með fögrum rósum og suðrænum aldinum, heldur einn hrikalegasti og tindóttasti fjall garður í öllum Dólomitafjöllum. Hann gnæfir f óumræðilegri tign með egghvössum tindum og turnum hið efra, en neðar slútandi hamraþil, órahátt yfir dökkgræna skóga austan við stærstu borgina í Suður-Tíról, Bozlu. Þetta er ljósbleikur trölla og töfraheimur á meðan sólin er hátt á lofti, en tekur á sig purpurarauðan blæ þegar dreg ur að sólsetri. Fjöllin birtast manni þá sem annarlegur ævin týraheimur, sem á engan sinn líka. Það er eldglóð í bergi, og hún deyr ekki út fyrr en sólin er gengin til viðar. í aldir og - árþúsundir hafa mentn starað furðu lostnir á þessa sjón, lotningafullir og óttablandnir, og án þess að vita, eða gera sér Ijóst, hvaðan hin furðulegu litbrigði fjalljöf- ursins voru sprottin. Þau voru dularfull og óskýranleg og þess vegna óttuðust menn fjallið og báru lotningu fyrir því samtím- is. Það hóf sig upp í æðra veldi, guða og vætta í tröllslegum hrikale’ik sfnum og reisn. Það lá á því álagahamur — meira vissu menn ekki. Og Rósagarður skyldi fjallið heita hvað sem tautaði. Á sinn máta var það lfka nafn með réttu, því á kvöld in logaði það í purpurarauðum lit — lit rósanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.