Vísir - 24.08.1965, Page 8
8
V í S IR . Þriðjudagur 24. ágúst 1965.
VISIR
Otgelandl: BlaSaútgáfan VISIK
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Mstoðarritstjðri: AxeJ Thorsteinson
Fréttastjóran Jónas Kristjánsson
Þorsteinn O. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla IngólfsstrætJ 3
Askriftargjald er 80 kr. ð mánuð)
í lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur)
Prentsmíðja Visis — Edda hJ.
Miklar tollalækkanir
Á það var drepið hér í forystugrein í gær hver nauð-
syn það væri að lækka tolla á mörgum nauðsynja-
^rum almennings, bæði til lækkunar vöruverðsins
og einnig væri það áhrifaríkasta ráðið til þess að fyr-
irbyggja hið mikla smygl sem á sér stað. í því sam-
bandi er full ástæða til þess að rifja upp aðgerðimar
í tolíamálum sem framkvæmdar voru í nóvember
1961. Þá vom lækkaðir tollar á allmörgum neyzlu-
vömtegundum sem verið höfðu mjög háir eða allt
upp í 312%. Voru þeir lækkaðir í 52-125%. Um til
ganginn komst þáverandi fjármálaráðherra svo að
orði hér í Vísi að hann væri „að lækka verð á ýmsum
vamingi, almenningi til hagsbóta, og reyna um leið
að draga úr hinu geigvænlega smygli.“
JJver varð svo árangur þessarar ráðstöfunar? Hann
var sá að mikil verðlækkun átti sér stað á þessum
vörum, svo sem ýmiss konar ytri fatnaði, kvensokk-
um, snyrtivörum og kvenskóm, eða alls 15-30%
verðlækkun. Og jafnframt kom í ljós, að þrátt fyrir
þessar miklu tollalækkanir jukust tekjur ríkissjóðs
af innflutningi þessa varnings ,en minnkuðu ekki.
Tekjurnar urðu nær 20 millj. kr. meiri fyrsta hálfa
árið eftir lækkunina en hálfa árið þar áður. Og fyrir
ólöglegan innflutning þessara vörutegunda tók að
langmestu leyti. Þessi dæmi sýna hve skynsamlega
hér var á málum haldið, og er full ástæða til þess
að fara lengra á þessari sömu braut. Á það má líka
minna að þetta var aðeins fyrsta spor viðreisnarstjóm
arinnar til tollalækkana. í apríl 1963 var ný tollskrá
samþykkt, sem hafði í för með sér stórfelldar almenn
ar tollalækkanir ,en endurskoðun tollalöggjafarinnar
hófst með störfum nefndar árið 1959 er Gunnar Thor-
oddse nskipaði. Við þessa breytingu lækkuðu toflar
miðað við innflutningsmagnið 1962 um 100 millj. kr.
og tollabyrði landsmanna lækkaði um nær 9%. Þessar
aðgerðir viðreisnarstjórnarinnar í tollamálum hafa
verið einn merkasti áfanginn í störfum hennar.
Skemmdir á flugflotanum
forstjóri Flugfélagsins greinir frá því að nokkrar
skemmdir hafi átt sér stað á nýjustu vél félagsins og
eldri vélum vegna slæmra aðstæðna á ómalbikuðum
flugvöllum úti á landi. Hafi hjólbarðar eyðilagzt, hæð
arstýri skemmzt og lof tskrúfur laskazt. Þetta minnir á
hver nauðsyn það er að gera flugvelli landsins sem
allra fullkomnasta og hraða framkvæmdum. Er t.d.
ekkera flugskýli til á stærsta flugvellinum úti á landi,
Akureyrarflugvelli. Miklar framkvæmdir hafa vissu-
lega átt sér stað í flugmálum síðustu árin, en betur má
ef duga skal. Forstjóri Flugfélagsins telur æskilegast,
að erlent lán sé tekið til þessara framkvæmda, svo
þær dragizt ekki. Er það sennilega greiðfærasta leiðin
enda er þegar gert ráð fyrir flugsamgöngubótum á
Vestfjörðum fyrir lánsfé úr Viðreisnarsjóði Evrópu.
Nasser
Yemen
Fyrir nokkru bárust fregnir
um fundahöld f Saudi-Arabiu.
Framtfö Yemen var á dagskrá.
Fundinn sátu fulltrúar konungs-
sinna, er nofiö hafa stuönings
S.A. í þriggja ára borgarastyrj-
öld, og fulltrúar vonsvikinna lýð
ræðissinna, sem treysta ekki
lengur forsjá Nassers. Og Feiz-
al konungur var f forsæti. Sam
tfmis var mjög að því vikið í
fréttum, að Nasser hefði í nýjum
hótunum — en vildi þó raun-
verulega kalla heim 50.000
manna her Egypta frá Yemen,
ef það gæti orðið án þess það
liti út fyrir hann sem smánar-
legur ósigur. Og svo var talið
að framundan væri fundur Féiz
als konungs og Nassers, tii þess
að reyna að leysa deiluna svo
að friður kæmist á f landinu.
Og nú er Nasser kominn til
Saudi-Arabíu. Feizal konungur
tók á móti honum með miklum
virktum. Frá S.A. fer Nasser til
Moskvu f 5 daga opinbera heim
sókn og þaðan til Júgóslavfu.
SIGUR FEIZALS
Það er litið á það sem sigur
fyrir Feizal, konungssinna í
Yemen og einnig fyrir þjóð-
emissinna, sem flúið hafa land,
að Nasser féllst á að fara til
Yemen. I flokki lýðræðissinna
eru nefriilega menn sem hafaað
marki að tryggja Yemen framtíð
án stuðnings egypzks herliðs
eða saudi-arabískrar íhlutunar.
En þessi stefna er ósigur fyrir
Nasser og boðar algert hrun
lýðveldisstjómar Sallals sem
væri fallin fyrir löngu, ef Nass-
er hefði ekki sent herlið til lands
ins.
Að sjálfsögðu er slegið á þá
strengi, að Nasser hafi fallizt á
að fara vegna þess „að heil-
brigð skynsemi hafi sigrað“ og
„nú beri að leysa málið friðsam
Iega“.
KÚVENDING
í egypzkum biöðum er þannig
um þessi mál skrifað, að það
getur ekki dulizt að kúvending
hefir átt sér stað í Egyptalandi.
En hvers vegna? Vegna þess að
styrjöldin er að sliga Egyptaland
fjárhagslega og of mörgum
þarfnast friðar í
FEIZal konungur hefur góð spil á hendi.
mannslífum er fórnað vegna
stefnu Nassers í Yemen.
Hálfum mánuði áður hafði
Saudi-Arabíu verið ógnað og
sagt, að egypzkt herlið væri á
leið til landamæra hennar. — En
í miðri fyrri viku stóð í AI
Ahram, málgagni Nassers:
Egyptaland ætti að kveðja
heim her sinn frá Yemen,
en vigstöðvarnar þar verða
ávallt „annars flokks víg-
stöðvar“ — það er ísrael
sem er land fjandmannanna.
Og blaðið segir, að Nasser
fari til Yemen til þess að
„bjarga friðinum" — án þess
að minnast á það, að það sem
leiddi til borgararstyrjaldarinn-
ar var íhlutun Nassers.
TILGANGUR NASSERS
Tilgangur Nassers með að
senda her manns til landsins
EL SALLAL — sér sína
sæng uppreidda.
var að fá trausta aðstöðu til
þess að koma vel ár sinni fyrir
borð til áhrifa í arabiskum lönd
um og til samninga við önnur
lönd, og hefir títt leikið tveim
skjöldum. Og nú er mjög vikið
að því, að æ vafasamara verði
að hann geti það öllu lengur.
TAIF-FUNDURINN
Uppdráttur af Yemen og nágrannalöndum.
Fundurinn sem var forspil að
viðræðum Nassers og Feizals,
var haid'inn í Taif, höfuðstað
Feizals. Þar voru fulltrúar
A1 Badr, sem hrakinn var af
valdastóli fyrir 3 árum, og full
trúar þjóðernissinnans Ahmads
Nomans, fyrrverandi forsætis-
ráðherra lýðveldisstjórnarinnar,
sem fór af sjálfsdáðum í útlegð
til Egyptalands, eftir ósátt við
Sallal forseta, en flestir ráð-
herrar hans flýðu land til S-
Arabíu.
SALLAL
En eigi að nást samkomulag,
sem forðar Nasser frá álits-
hnekki og tryggi framtíð Yem-
en, verða báðir aðilar að slaka
til. Sallal, segjá menn, má sjá
sína sæng uppreidda, því að
vald hans byggist á því, að
egypzkur herafli er í landinu.
EF SAMKOMULAG NÆST
EKKI
Ef samkomulag næst ekki
geta afleiðingarnar orðið háska
Iegar fyrir Nasser — óánægjan í
heimalandinu yfir hersetun.r..' '
Yemen hefur stöðugt verið að
magnast.
(Að rmestu þýtt) — a.