Vísir - 24.08.1965, Síða 11

Vísir - 24.08.1965, Síða 11
 SíÐAN HIGGINS- TÍZKAN4 RÁÐHÚS í NOREGI Segulband / // V/ Nýjast'i tízkufaraldur meðal karlmanna er vegna áhrifa frá kvikmyndinni „My Fair Lady“. „The Higgins Look“ nefnist hún, að vísu ekki ættuð frá heimaiandi Henry Higgins, Bret landi, heldur er hún teiknuð af Byer-Rolnick í Texas. Ósagt skal látið hvort þessum klæðn aði fylgir prófessorshlær en á- reiðanlegt að einhverjar „fair ladies'í kunna vel að meta þá karlmenn sem honum búast. bílnum Það eru fleiri en Islendingar sem hafa lent í þeim vanda að teikna nýtt ráðhús, en eft- ir þeim myndum, sem tímaritið ( „Mobilia" sýnir frá rúðbús- bygg'ingunni f Asker má ætla að Norðmönnum sé það ekki mikill vandi að teikna hús, ut- an eða innan. Ráðhús þetta er teiknað af arkitekt'inum Sven Erik Möller en húsgögn teiknaði og valdi arkitektinn Bjöm A. Larsen. Mynd þessi er úr einum fundar salanna. fimm ® • uiira kúlur i Hverjir eru þrír hættulegustu menn í he'imi? Bandaríski þingmaðurinn Mr. Wayne Haynes þykist hafa fundið það út ,og í ræðu, sem hann flutti í þinginu, sagði hann það vera: — Þrír hættulegustu menn í heimi em drykkjumaðurinn með whiskyflösku, brennuvarg- ur með eldspýtnastokk og um- ferðarstjóri, sem hefur ánægju Það er ekki langt siðan að sú tízka breiddist út, að hafa plötuspilara í bflum. Þétta varð sérlega vinsælt meðal unga fólksins, sem þá gat spilað nýj ustu dægurlagatónl. á „rúnt- inum“ eða annars staðar, þótt dagskráin í útvarpinu væri því ekki að skapi. En plötuspilaram ir í bílunum fara illa með plöt- umar og það getur orðið tals verð upphæð sem fer í plötu- kaup, svo Philis-fyrirtækið hol lenzka, hefur nú ákveðið að setja á markaðinn segulbands- tæki fyrir bfla. Ph'ilips-segulbandið er stað- sett undir mælaborðinu, eins og plötuspilarinn og tekur að vísu eilítið meira rúm, en í stað þess er hægt að taka 'inn á seg- ulbandið úr útvarpinu öll nýj- ustu lögin og leika þau síðan þegar menn kjósa. — Þetta sparar plötukaup og það „erfiði“ sem því fylgir, að vera stöðugt að skipta um plöfu á fóninum. af að gera tilraunir. Nú er Knitsjoff glaður á ný. Hann hefur fengið veiðileyfið aftur. Nú getur hann, í fyrsfa sinn eft'ir valdamissinn f októ- ber gengið um með glaðlegt bros á vör og byssu reidda um öxl á Krímskaganum og notið ánægju veiðimannsins. Kári skrifar: LAXATEMSLA Fyrir ekki ýkjamörgum ára- tugum hefði engum komið það til hugar, að unnt mundi að rækta lax í ám, eins og það er kallað. Nú vita allir að það er hægt og kalla það ekki mikið. Þetta er einn af sigrum þekk- ingarinnar þó að í smáu sé. Þá kom ekki heldur einum til hug- ar, að þess yrði ekki svo afar- langt að bíða, að greidd yrðu nokkur lambsverð fyrir að fá að standa á afmörkuðu svæði á árbakka upp á von og óvon um að veiða lax. Kannski er ekki rökrétt að telja það með sigr- um þekkingarinnar, að svo er nú orðið, eða að það sanni auk- inn þroska mannsins, en hvað um það ... stjómarandstæðing- ar segja, að sjaldan eða aldrei hafi verið harðara í ári en nú, og er ekki að vita nema það verði síðar meir talið táknrænt j fyrir móðuharðindin síðari, að þá höfðu svo margir efni á að láta slíka smámuni eftir sér, að færri fengu en vildu ... En það var ekki þetta, sem ræða átti hér í dag, heldur hitt, að það er ekki nema hálfur sigur vísinda og þekkingar að geta ræktað laxinn og fyllt þannig allar ár landsins af þeim eftir- sótta fiski, að uggi liggi að ugga ... fullur sigur er ekki unninn á því sviði fyrr en upp- götvaðar verða aðferðir til að temja hann líka til þeirra nota, sem hann er ætlaður, svo að hann bíti á, þegar veiðimaður- inn hefur kastað flugunni hóf- lega oft, eða laugað maðkinn hæfilega lengi, veiti síðan hæfi- lega mótstöðu og undanbrðgð til þess að veiðimaðurinn eigi þess kost að sýna snilli sína og hafi frá nokkru að segja, en gefist svo upp og láti draga sig á land, þegar þeim kröfum er fullnægt. Það kann að þykja ærin ósanngimi nú að ætlast til þessa af veiðimálastjóra og starfsliði hans — en hvernig ætli að á það hefði verið litið fyrir fjömtíu—fimmtíu, ámm, ef einhver hefði hreyft þvf að nauðsyn bæri til að skipa veiði- málastjóra, að maður nú ekki tali um hefði einhver haldið þvf fram, að rækta mætti laxinn eins og búfé, og mundi þó sýnu auðveldara. En vfsindin láta ekki að sér hæða: nú er fæst ómögulegt fyrir atbeina þeirra og verður þó enn færra, og er ekkert líklegra en að þess verði skammt að bíða, að stofnað verði til námskeiða fyrir laxa- tamningamenn úr öllum sýslum Iandsins — nema kannski Vest- mannaeyjum — jafnvel að sér- rækfað verði úrvalskyn stökk- laxa og skeiðlaxa .. og ekki má gleyma stórlöxunum, sem slíta sig af á síðustu stundu, því að ekki megavfsindinganga af ævintýrinu dauðu, þrátt fyr- ir allt . . . s s s • • s s s s s s s s s s s s s Tjað er ferðalangur nokkur, sem sent hefur Kára um- kvörtun sína, eða tilmæii eða hvað annað sem mætti kalla eft irfarandi bréf hans: „Kári“. Ég sný mér til þín út af smávegis atrið'i, sem hefur hent mig margoft í sumar og önnur undangengin sumur. Ég er einn úr hópi þeirra fáu fátæku og gæfusnauðu manna, sem ekki á bíl. Ég hef h'ins vegar gaman af ferðalög- um og fer oft um helgar í ferða lög með hópum þegar ég á af- gangs aur. En nú er það í lang- flestum tilfellum í þessum lang ferða- og hópferðabifreiðum að bílstjóramir neyða mann til að hlusta á útvarp, en þó ekki það, sem þe'ir hafa ekki sjálfir áhuga á að hlusta á. Þannig skrúfa þeir frá jazzi, dánartilk., auglýsingum og öðru á- , Iíka efni af þvíumlíkum kraft'i að alla ætlar að æra, sem í bíln um eru. Ég hef hins vegar al- drei ferðazt með hópferðabíl- stjóra sem nokkru sinni hefur skrúfað frá sígildri tónlist, hafi hún verið í útvarpi Ég hef held ur aldre'i setið f þeim hópferða- bíl, þar sem bílstjórinn hefur spurt farþegana hvort þeir vildu hlusta á útvarp eða ekki. Þama virðast þeir fara alger- lega effir eiginn geðþótta og sýna jafnframt farþegunum fullt tillitsleysi. Eiga að fá að vera í friði. Nú vildi ég b'iðja um annað hvort: að útvarp sé í gangi í bílunum allan þann tíma sem dagskrárefni er flutt, eða þá hitt, sem ég myndi telja æski- legra, að útvarp sé alls ekki opnað og farþegar fái að vera f fullkomnum friði meðan á ferð stendur. Mér hefur heyrzt á ferðafélögum mínum að það myndi verða heppilegasta lausn in. Ferðalangur" Kári þakkar þetta bréf. Hon- um er ljóst, að þetta er vanda- mál nokkurt, og að útvarp í bíl um sé engan veg'inn að allra geði Margir vilja hafa algera ró eða geta rabbað við ferða- félga sína meðan á ferð stend- ur. Oft er það þannig líka, að oft dregur n'iður í útvarpi í bíl- um, svo misjafnlega vel heyrist og það þeim mun síður sem ýmsir meðal farþeganna tala saman á meðan ogreyna þá að yfirgnæfa hávaðann í útvarp inu til að heyra hvor til annars. Heymartæki í bílum. En er ekki hægt að finna e'ina Iausn á þessu máli? Væri ekki mögulegt að hafa heymar tæki í bílunum og útvarpið stöð ugt í gangi, þannig að þeir sem hlusta vildu, gætu hlustað á það dagskrárefni, sem þe'ir kærðu sig um, en látið hif-t í fr'iði? Þá yrði allra vandi leystur. Þess'i háttur er hafður á í sjúkrahús- unum og ætti að innleiða hann í langferðabílum. Hjarta bifreiðarinnar er hreyfillinn, andlitið er stýrishjólið Það er margt hægt að gera til að fegra stýrishjólið, en betur en við gerum það er ekki hægt að gera. Er það hagkvæmt? - Já, hagkvæmt, ódýrt og end- ingargott og... Viijið þér vita meira um þessa nýj- ung - Spyrjið viðskiptavini okkar, hvon sem þeir aka einkabifreið, leigubifreið, vörublfreið eða jafn- vel áætlunarbifreið. - Allir geta sagt yður það. Upplýsingar I sfma 34554 frá kl. 9-12 t. h. og 6.30 -11 e.h. Er á vinnustað (Hæðagarði) frá kl. 1-6 e.h. ERNST ZIEBERT, Hæðargarðl 20.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.