Vísir - 10.09.1965, Side 2

Vísir - 10.09.1965, Side 2
2 V1SIR. Föstudagur 10. september 1965. 18. ÞING HEFST í DAGSKRA 18. þings Sambands ungra Sjálfstæðismanna Föstudagur 10. september. 15.00 1. Þingsetning. 2. Ávarp. Gisli Jónsson, menntaskólakennari, formaöur kjördæmisráðs Sjálfstæð isflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. 3. Skýrsla stjómar S.U.S., Ámi Grétar Finnsson, formaður S.U.S. 4 „Skólarnir og þjóðfélagið,“ Þór Vilhjálmsson, borgardómari. 5. Kosnlng nefnda. 17-19 Nefndlr starfa. Laugardagur 11. september. 10.00 Almennar umræður um skýrslu stjómar og skipulagsmái. Fulltrúar kjördæm- anna gefa skýrslu. 12.00 Hádegisverðarboð miðstjómar Sjálfstæðisflokksins í Sjáifstæðishúsinu. Ávarp flytur formaður Sjáifstæðisflokksins, dr. Bjami Benediktsson, forsætisráðherra. 15.00 Almennar umræður. Nefndir skila áliti. 21.00 Kvöldfagnaður I Sjálfstæðishúsinu í boði stjómar S.U.S. Sunnudagur 12. september, Nefndir starfa 1. Almennar umræður, afgreiðsla mála. 2. Kjör stjómar 3. Þingslit Var nú framlengt og léku Hafn- firðingar fyrst gegn vindi og skor- aði Bergþór Jónsson þá markið sern faerir liðið áfram f keppninni eftir að mistök áttu sér stað i Valsvörninni. Dómari var Daníel Benjamínsson pg dæmdi hann mjög vel. — jbp — Heimsmeistaramót í köstum í Belgíu FH FER ÁFRAM AÐALKEPPNINA Vann Val-b efftir framlengdan leik í gær / Fæddur 12. febrúar 1936. Dáinn 30. júli 1965. Ungur efnismaður er horfinn af sjónarsviðinu, stuttu lífs- skeiði lokið. Fréttin um hið sviplega fráfali Gunnars Leós- sonar var öllum þeim, sem þekktu hann, reiðarslag, enda er hann kvaddur burtu i blóma lifsins, nýkominn heim eftir langa fjarveru erlendis með glæsilegan námsferil að baki, fuliur lífsgleði og starfsvilja. Þannig virtist framtíðin blasa við skínandi björt. En örlögin spinna oft torskilda vefi og þræðlr þeirra liggja jafnt um dauðans höf sem lifsins lindir. Gunnar Geir Leósson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Reykjavík 12. febrúar 1936, sonur hjónanna Leós Ól- afssonar, bifreiðarstjóra, og Jennýar Bjarnadóttur. Hann hóf trésmíðanám hér I Reykjavík 1954, en fjórum árum síðar hélt hann utan tll Danmerkur til framhaldsnáms, þá nýkvæntur eftirlifandi konu sinni, Herdísi Hail. Ytra lauk Gunnar tækni- fræðinámi og starfaði þar í þrjú ár. Hann kom heim aftur fyrir um það bll einu ári með konu sína og tvær litlar dætur þeirra, Stelnunni, sem nú er 7 ára gömul, og Jenný, tveggja ára. Er heim kom, réðist Gunn- ar til starfa hjá Tciknistofunni, Tómasarhaga 21, og starfaði hjá þvf fyrirtæki til dauðadags. Gunnar hafði miklð dálæti á iþróttum og var sjálfur snjail íþróttamaður. Hann gerðist ung- ur félagi í Knattspymufélaginu Fram og lék með ölium flokk- um félagsins, tíðast sem fyrir- liði. Hann var valinn til að ieika með fjölmörgum úrvais- liðum og iék m. a. einn lands- leik fyrir Island. í íþróttunum eignaðist Gunnar marga góða vini, enda var hann vinsæll og góður félagi og einstakt prúð- menni. Þegar Gunnar hóf nám ytra, skildu leiðlr um sinn, en er hann kom heim aftur, var hann fljótur að hitta félaga sína. Og hann hélt alltaf tryggð við sitt gamla félag og vann m. a. að tillöguteikningum að nýju íþróttasvæði þess, en honum cntist ekkl aldur til að ljúka við þær. Minningarnar, sem vlð fé- lagar hans í Fram eigum um þennan góða dreng, eru bjartar. Æviskeið hans var stutt, en fagurt. Við vottum eiginkonu hans og börnum, foreldrum og syst- kinum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Félagar úr Fram. FH mun eitt 2. deildar liðanna frá í sumar leika með í hópi 8 liða í aðal- keppni bikarkeppninnar. Þeir börðust hraustlega í gær við b-lið Vals og unnu sigur eftir framlengingu með 4:3. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa þrátt fyrir slæmt veður og er ekki hægt annað að segja en að Hafnfirðingar hafi verið vel að sigrinum komnir. Það voru Valsmenn sem skoruðu fyrst í leiknum í gær. Matthías Hjartarson skoraði eftir laglegan leik á 14. mín. Ásgeir Þorsteinsson skoraði 1:1 á 18. mín. en Valsmenn náðu enn forystu á 21. mín. þegar Gunnsteinn Skúlason skoraði lag- lega 2:1. Þetta jöfnuðu Hafnfirð- ingar snarlega upp úr aukaspymu, en Bergþór skoraði á 26. mín. 3:2. Á 42. mín. skoraði Bergur Guðnason 3:3 og stóðu leikar svo í hálfleik. í seinni hálfleik hefði mátt bú- ast við að Valsmenn næðu tryggri forystu enda með góðan norðan- vind I bakið. Svo fór þó ekki og tókst þeim ekki að fá skorað hjá hinum baráttuglöðu Hafnfirðing- um. Orðsending frá ungmennafélag- inu VÍKVERJA. Handbolti stúlkna verður æfður í vetur, (vanur þjálfari). Þátttaka er ekki bundin við það að vera í félaginu. Stúlkur á aldrinum 12—25 ára geta látið skrá sig tii þátttöku (til 20. september) á skrifstofu félags ins, sem tekur á móti þátttöku- beiðnum og gefur grekari upplýs- ingar. Þá er fyrirhugað að stofna Víki vakaklúbb fyrir pilta og stúlkur á aldrinum 12-25 ára og geta þeir, sem áhuga hafa látið skrá sig á skrifstofunni. Skrifstofan er i Lindarbæ v/ Lindargötu 3 hæð. Opin mánudaga og fimmtudaga frá kl. 6—7. Utan skrifstofutlma eru gefnar upplýs- ingar í síma 41126. Heimsmeistaramót í köstum verður haldið í Spa á Belgíu 12.— 18. þ. m. Er það 9. slíkt mót sem haldið er af Alþjóðakastsamband- inu, og það 8. sem kastklúbburinn tekur þátt í. En hann hefur verið i Alþjóðakastsambandinu frá byrj- un. Laugardaginn 11. þ. m. fara þeir Bjami Karlsson og Albert Erlings- son héðan til þátttöku í þessu móti, báðir gamalreyndir kastarar, er þetta 8. sinn sem Albert fer og 3. sinn hjá Bjama á heimsmeistara- mót. Kastíþróttin er 10 greina ein- einstaklingsíþrótt og er mjög hörð keppni á þessum mótum, sem á annað hundrað beztu kastarar frá flestum löndum heims taka þátt í. Þeir menn sem Kastklúbbur íslands hefur sent undanfarin ár á þessi mót hafa ekki þurft á nein- um afsökunum að halda vegna getuleysis þar eð þeir hafa yfir- leitt verið nærri miðju á afreka- skrá undanfarinna móta. Kast- klúbbur íslands er hvorki fjöl- mennt né mikið auglýst félag en hefur þó haldið uppi nafni íslands með sóma á sínum vettvangi. Mirming: Gunnar Leósson tæknilræðingur Skrifstofustorf Vélubókhold Stórt iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða stúlku til starfa við vélabókhald, vélritun o. fl. Umsóknir, er greini aldur .menntun og fyrri störf, sendist afgr. blaðsins fyrir 14. sept. merkt „Vélabókhald.“

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.